Morgunblaðið - 25.03.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.03.1990, Blaðsíða 14
4 14 oeet SHAM .52 ftUOAIUWVÍlTS UIQAUB'/UOHOf/ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARZ 1990 yMm'ssi «f n»l>lliffiiBcii«ar ffmmgpii dWBi fffrrir fc|#gg—awál—,” Kglr IPál HUUirMW eaa HwUtaff Qmagoaiii iMiiiBsaáfa mdi ita®PÉ3iölBaiiiöi§éofi ®g fiMl^p4É3f riarííviiriiRirv \ eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur/ myndir: Árni Sæberg HANN ER í vinnunni á daginn og situr á skólabekk á kvöldin. Góður matur er eitt af aðal- áhugamálunum og hann væri hátt á annað hundrað kíló ef hann festi tönn á öllu því sem hann langaði í. Starfsins vegna verður hann að vera „í formi“, eins og hann orðar það, enda mun það vera heil leikfímisæf- ing að komast inn í þyrluna. Hann hefiir tekið þátt í björgun margra mannslifa síðustu tvo áratugina og er potturinn og pannan í leitar- og björgunar- flugi Landhelgisgæslunnar. Hann heitir Páll Halldórsson, stendur á fertugasta og áttunda aldursárinu og er yfirflugsljóri og flugrekstrarstjóri Landhelg- isgæslunnar. Strákamir hjá Gæslunni eru án efa hetjur loftsins og hafa unnið hin fræki- legustu björgunarafrek á liðnum árum. Nærtæk- asta dæmið er björgun þýsks flugmanns úr sjó fyrir fáum dögum eftir að farkostur hans hafði skollið vélarvana í sjó norðvestur af Reykjavík. Þjóðverj- inn lét hafa það eftir sér að björgun- in hafi verið skólabókardæmi um hvernig standa eigi að björgun úr sjó. „Þetta eru stór orð,“ segir Páll. „Við lítum aldrei á neina björg- un, sem hina einu fullkomnu. Á meðan menn ganga með slíkan fullkomleika í maganum, er hætta á að þeir sofni á verðinum og telji sig vera búna að „mastera" í fag- inu. Það er alltaf hægt að finna einhverjar glufur. Mennirnir hér eru stígvélafullir af áhuga. Þetta er úrvalsdeild, að mínu mati. Hér ganga menn í takt og skila sínu starfi vel. Annars hefur okkur bæði verið sýnt þakklæti og vanþakklæti eftir bjarganir. Mér er sérstaklega í fersku minni þegar þyrlan okkar hífði útlending upp úr sjónum hér hálfa mílu undan Svörtuloftum á Snæfellsnesi í hitteðfyrra. Það var hávetur, svartamyrkur og norðan- garri með éljagangi. Maðurinn var í feijuflugi á einshreyfils tík og var að koma frá Grænlandi. Hann varð bensínlaus og nauðlenti hálfa mílu undan klettunum. Flugmaður- inn hafði komist út á einhveija vindsæng og á henni sat hann í úfnum sjónum þegar að var komið, með handónýtan neyðarsendi í kjöl- tunni og sprungið björgunarvesti. Það varð honum þó til lífs að það sást grilla í örlitla ljóstýru á vest- inu. Sigmaður var sendur niður og flugmaðurinn komst heilu og höldnu um borð. Honum var skutlað upp á Borgarspítala og hann var kominn út daginn eftir. Stuttu síðar var maðurinn kallaður upp í Loft- ferðaeftirlit vegna skýrslutöku. Sá, sem yfirheyrði hann þar, hafði samband við mig að yfirheyrslunni lokinni og var greinilega mikið niðri fyrir. Þá hafði manngreyið kvartað óskaplega yfir því að hafa blotnað í fæturna þegar hann var hífður um borð í þyrluna - og það sem meira var, hann var ekki að gera að gamni sínu. Þetta er dæmigert fyrir það hversu menn gera sér yfirleitt litla grein fyrir því í hvaða hættu þeir eru og hvar á kringlunni þeir eru hreinlega stadd- ir.“ Páll Halldórsson fæddist 9. febr- úar árið 1942 í litlu herbergi hjá afa sínum og ömmu á Hringbraut 88, í gamla Verkó sem kallað var. Foreldrarnir voru Halldór Pálsson prentari og Ágústa Sigurðardóttir. Páll ólst upp á Hringbrautinni til fimm ára aldurs. Þá fluttist hann enn vestar - vestur á Melána, sem þá voru í uppbyggingu. Eins og Vesturbæingum er tamt, gekk pilt- urinn í Melaskóla og að honum loknum tók hinn landsfrægi Gaggó Vest við. Síðan hefur flugið verið allsráðandi í lífi Páls. Hann lærði fiug í flugskólanum Þyt, sem þá var og hét, þar sem flestir flugmenn af hans kynslóð lærðu. Sá skóli er ekki lengur við lýði, en nafnið hefur nýlega verið endurlífgað af nokkr- um gömlum jöxlum sem nýlega hafa stofnað með sér flugklúbbinn Þyt. Inngönguskilyrði í klúbbinn eru þau að menn hafi lært á stél- hjólsflugvél og séu ekki yngri en flugvélin sem klúbburinn á, en sú mun vera módel ’46 af gerðinni Piper Cub. Stofnfélagar voru fimmtán talsins en félagsmönnum hefur síðan fjölgað upp í rúmlega tuttugu. Klúbburinn hefur nýlega fjárfest í annarri vél og hefur reist sér flugskýli í Mosfellsbæ. „Það er svo sem ekki mikið flogið. Það er aðallega félagsskapurinn sem mað- ur sækist eftir,“ segir Páll. Þrír áratugir síðan „Flugnámið keyrði maður í gegn á meðalhraða. Við unnum flestir með náminu, byggingavinnu eða það sem til féll, og á föstudögum var farið rakleiðis með launaum- slagið upp í flugskóla og þar var sturtað úr því. Svona gekk þetta í þijú ár. Þyrluflugið kom ekki inn í myndina fyrr en eftir að ég byijaði hjá Gæslunni.' Ég held að eftir- minnilegasti tími í lífi hvers flug- manns sé þegar hann flýgur í fyrsta skipti einn - kennarinn á bak og burt. Það er einstök tilfínn- ing. Minn tími rann upp 24. júlí árið 1959. Það eru hvorki meira né minna en rúmir þrír áratugir síðan.“ Tvítugur að aldri var Páll ráðinn flugmaður hjá Sandgræðslu ríkisins á Piper Supercub. „Ég fékk áhuga á landgræðslu austur í Gunnars- holti eftir að hafa kynnst þáverandi sandgræðslustjóra, Páli heitnum Sveinssyni, sem Douglas-vél Land- græðslunnar heitir nú eftir. Páll var slíkur þjarkur og áhlaupamaður um landgræðslu að það hefði þurft algjört dauðyfli til að hrífast ekki með honum. Ég var viðloðandi landgræðslu í ‘ nokkur ár og er reyndar enn þar sem Gæslan hefur tekið að sér umsjón með áburðar- dreifingunni auk þess sem hún sér um allt viðhald á vélum Land- græðslunnar." - Hvað svo? „Ég verð að játa að ég er mjög slappur í ártölum, en mig minnir að það hafi verið árið 1966 sem ég var ráðinn sem siglingafræðingur hjá Loftleiðum. Þá tíðkuðust ekki þessi fínu tæki sem eru um borð í vélunum í dag. Eftir eitt ár var mér sagt upp störfum ásamt fleir- um, en það var von á vinnu aftur um sumarið. í millitíðinni bauð Pét- ur Sigurðsson, þáverandi forstjóri Landhelgisgæslunnar, mér starf hjá Gæslunni með það í huga að Jrjálfa mig upp sem þyrluflugmann. Eg hóf störf 1. október 1967. Síðan hef ég verið hér með smáhléum. Mig hafði alltaf langað að fljúga stóru farþegaþotunum og það kom að því að mér fannst ákveðin lægð ríkja hjá Gæslunni. Ég fékk vinnu hjá belgísku flugfélagi ásamt tveim- ur öðrum íslendingum. Við vorum sendir vestur um haf í þjálfun hjá Pan American, fórum í skóla, svo í flughermi til New York og í flug- þjálfun suður til Flórída. Ég var staðsettur í Belgíu og flaug út um allar trissur, aðallega fyrir ferða- skrifstofur. Það var flogið til Bandaríkjanna, Kanada, Suður- Ameríku, Asíu og Afríku. í þessu var ég í um tvö ár. Þegar Gæslan fékk svo sinn fyrsta Fpkker fyrir tæpum tuttugu árum, kom ég aft- ur.“ Tæki sem passar Átta flugmenn starfa hjá Land- helgisgæslunni, þar af sjö með þyrluréttindi. Páll lærði á þyrlu veturinn 1967-68 hjá Helecopter Service í Noregi sem er fyrirtæki sem flýgur mikið út á borpallana í Norðursjónum. Miðað við núverandi flota, er flugdeild Gæslunnar nægj- anlega mönnuð. Hinsvegar lítur Páll björtum augum til endurnýjun- ar á þyrlu enda er sú þyrla, sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.