Morgunblaðið - 25.03.1990, Blaðsíða 31
MÖRGUNBLÁÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMÁ HIA */
MARZ 1990
31
ATVINNUAÍ / YSINGAR
Hjúkrunarfræðingar
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa við ung-
barnaeftirlit, heimahjúkrun o.fl.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma
656066 kl. 12.00-13.00 alla daga.
Ráðskona
óskast á gott sveitaheimili á Norðurlandi.
Ráðningartími er út sumarið og lengur ef um
semst. Æskilegur aldur 40-60 ára.
Upplýsingar sendist til auglýsingadeildar
Mbl. fyrir 15. apríl merktar: „ XKG - 8948“.
Sölu- og
markaðsverkefni
Þaulvanur sölu- og markaðsmaður tekur að
sér að skipuleggja og vinna ýmis konar sjálf-
stæð sölu- og kynningarverkefni.
Upplýsingar í síma 621911.
Útflutningur
Allstórt útflutningsfyrirtæki staðsett á höfuð-
borgarsvæðinu óskar eftir að ráða
sölustjóra
til starfa sem fyrst. Fyrirtækið er sérhæft á
sviði fiskafurða.
Umsækjendur skulu hafa reynslu af erlend-
um viðskiptum og vera vel mæltir á ensku
og helst eitt norðurlandamál auk íslensku.
Starfið felur í sér skipulagningu markaðs-
mála fyrirtækisins og því er krafist að viðkom-
andi geti starfað sjálfstætt og skipulega.
Umsóknum skal skilað á auglýsingadeild
Mbl. í síðasta lagi 30. mars nk. merktum:
„Fiskur 1990“.
LANDSPITALINN
Sérfræðingar
Stöður tveggja sérfræðinga á krabbameins-
lækningadeild eru lausartil umsóknar. Stöð-
urnar veitast frá 1. ágúst nk. Annar sérfræð-
ingurinn mun starfa að hluta við frumu-
flæðisjá og er því krafist sérþekkingar á því
sviði.
Upplýsingar veitir Þórarinn Sveinsson, yfir-
læknir krabbameinslækningadeildar.
Umsóknir, er greini náms- og rannsóknar-
feril og fyrri störf, skulu sendar stjórnarnefnd
Ríkisspítala, Rauðarárstíg 31, fyrir 1. júní nk.
Aðstoðarlæknir
Staða reynds aðstoðarlæknis við svæfinga-
og gjörgæsludeild er laus til umsóknar.
Staðan veitist til eins árs frá 1. júlí nk. eða
eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til
26. apríl 1990.
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Ólafsson,
forstöðulæknir deildarinnar, í síma 601375.
Umsóknir á umsóknareyðublaði lækna,
ásamt prófskírteini, upplýsingum um starfs-
feril og meðmælum, sendist yfirlæknir.
Líffræðingur
Staða líffræðings við taugalækningadeild
(klínísk taugalífeðlisfræði) er laus til umsókn-
ar. Staðan veitist frá 1. maí nk.
Nánari upplýsingar gefur Guðjón Jóhannes-
son, sérfræðingur, í síma 601674.
Umsóknir sendist próf. Gunnar Guðmunds-
syni, yfirlækni deildarinnar.
Reykjavík, 25. mars 1990.
Hafnarfjörður
- skrifstofustarf
Karl eða kona óskast til skrifstofustarfa í
Hafnarfirði hálfan eða allan daginn. Einhver
kunnátta á tölvu æskileg.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merkt-
ar: „Hafnarfjörður - 12016“ fyrir 30. mars.
Flugvirki
Flugtak hf. óskar eftir að ráða flugvirkja til
starfa. Skriflegar umsóknir, er greini frá
aldri, menntun og reynslu sendist til Flug-
taks, Gamla flugturninum, fyrir 1. apríl nk.
Uppl. ekki gefnar í síma.
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
Álfabakka 12, 109 Reykjavík, sími 74544
fjölskyldudeild
Tilsjónarmaður
Tilsjónarmaður óskast til stuðnings fyrir 4ra
ára dreng og fjölskyldu hans. Æskilegt er
að viðkomandi hafi menntun og/eða reynslu
af vinnu með börnum.
Umsækjendur hafi samband við Guðnýju
Eydal eða Auði Matthíasdóttur í síma 74544.
Félagsmálastofnun Reykjavíkur,
Álfabakka 12,
Reykjavík.
RAÐGARÐUR
RÁÐNINGAMIÐLUN
Við leitum að fólki til eftirfarandi starfa í
Reykjavík:
Lögfræðingi
til innheimtustarfa og annarra lögfræðistarfa
hjá stórri fjármálastofnun.
Viðskiptafræðingi/hagfræðingi
til starfa við verðbréfadeild í lánastofnun.
Viðskiptafræðingi/hagfræðingi
með reynslu af stjórnun og/eða ráðgjafa-
störfum.
Byggingaverkfræðingi/tæknifræðingi
til að yfirfara hönnunargögn og hafa eftirlit
með frágangi í nýbyggingum hjá eftirlitsaðila
með framkvæmdum.
Nánari upplýsingar um ofangreind störf
veitir Magnús Haraldson eftir kl. 13.00.
Skrifstofufólki
með stúdentspróf eða sambærilega mennt-
un til almennra skrifstofustarfa í lánastofnun.
Skrifstofumanni
til símavörslu og fleiri starfa í stóru þjónustu-
fyrirtæki.
Skrifstofumanni
til haustsins til að starfa við afgreiðslu láns-
umsókna í lánastofnun.
Nánari upplýsingar um skrifstofustörfin
veitir Sigrún Ólafsdóttir.
í öllum tilfellum er um að ræða góða vinnuað-
stöðu og trausta vinnuveitendur.
Skriflegum umsóknum skal skilað til Ráð-
garðs fyrir 5. apríl nk.
Umsóknareyðublöð fást á staðnum.
RÁEX3AK5UR
RÁÐNINGAMIÐLUN
NÓATÚNI 17, 105 REYKJAVÍK, SÍMI (91)686688
Hresst fólk
Vegna aukinna umsvifa vantar okkur dyra-
verði (konur/karlmenn), barþjóna, fólk í sal
og ræstitækna.
Upplýsingar á staðnum mánud. og þriðjud.
frá kl. 17.00-19.00.
Tunglið,
Lækjargötu 2, 4. hæð.
Snyrtivöruverslun
vill ráða góðan starfskraft til framtíðarstarfa.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
hádegi þriðjudag, merktar: „S - 7676“.
Bókarar
Óskum eftir að ráða bókara nú þegar hjá
eftirtöldum fyrirtækjum:
Innflutnings- og þjónustufyrirtæki í
Reykjavík. Um er að ræða 10 mánaða starf,
fram í nóvember 1990. Umsækjendur þurfa
að hafa þekkingu og reynslu af færslu fjár-
hags-, viðskiptamanna- og lagerbókhalds,
ásamt merkingu fylgiskjala og innslætti
gagna í tölvu.
Flutningafyrirtæki á Reykjavíkursvæðinu.
Leitað er að manni með starfsreynslu úr sjáv-
arútvegi, menntun úr Verzlunar- eða Sam-
vinnuskólanum, sem hefur reynslu af tölvu-
færðu bókhaldi. Auk þess að annast alfarið
bókhald fyrirtækisins, mun viðkomandi verða
aðstoðarmaður fjármálastjóra.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 9-15.
Afleysmga- og ráðnmgaþionusta
Lidsauki hf.
Skóla'-úrdustig la - 101 Reykiavik - Simi 621355
Matreiðslumaður
Við leitum að matreiðslumanni til að sjá um
daglegan rekstur lítils matsölustaðar úti á
landi nú í sumar.
Starfið felst m.a. í gerð matseðils, innkaup-
um í samráði við eiganda, eldamennsku,
stjórnun starfsmanna og umsjón með við-
skiptum við matargesti.
Starfið krefst góðrar kunnáttu í ofangreind-
um störfum og að auki að viðkomandi:
- geti starfað sjálfstætt,
- komi vel fyrir og sé lipur í umgengni.
Vinnutími er að jafnaði frá kl. 10.00 til kl.
23.00 og frí tvo daga í viku, ekki um helgar.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem
fyrst, helst 1. apríl nk.
Aðstoðað verður við að útvega húsnæði.
Ritari
Við leitum að ritara í hálft starf hjá ráðgjafa-
fyrirtæki.
Starfið felst m.a. í móttöku viðskiptavina,
ritvinnslu, bókhaldi (stólpi), reikningsútskrift
og innheimtu.
Starfið krefst góðrar kunnáttu í ofangreind-
um störfum og að auki að viðkomandi:
- geti starfað sjálfstætt,
- komi vel fyrir og sé lipur í umgengni,
- tali góða ensku.
Vinnustaðurinn er lítill og starfið því fjöl-
breytt og hann er miðsvæðis í Reykjavík.
Eingöngu þeir, sem eru að leita að starfi til
lengri tíma, koma til greina.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
okkar og er þar svarað frekari fyrirspurnum.
Hannarr
RÁÐGJAFAÞJÓNUSTA
Síðumúla 1 108 Reykjavík Sími 687317
Rekstrarráðgjöf. Fjárfestingamat. - Skipulag vinnustaða.
Markaðsráðgjöf. Áætlanagerð. Framleiðslustýrikerfi.
Tölvuþjónusta. Láunakerfi. Stjómskipulag o.fl.