Morgunblaðið - 25.03.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.03.1990, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARZ 1990 ERLENT Mannkynssaga er ekki bara safii ólíkra skoðana St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞRÍR breskir lávarðar og nokkrir háskólakennarar í sagnfræði hófu nýlega herferð fyrir því, að sögukennsla í breskum skóluni byggðist á staðreyndum fyrst og fremst. BNNLENT Fimni björg- uðust af Sjö- stjörnunni Fimm skipveijar björguðust en eins er saknað eftir að Sjöstjam- an VE 92 fórst skammt austur af Heimaey klukkan rúmlega 10 á þriðjudags- morgun. Skipverjamir fimm kom- ust naumlega af Sjöstjömunni og hröktust í aftakaveðri í þijár klukkustundir í gúmmíbjörgxmar- bát áður en þeim var bjargað um borð í hafnsögubátinn Lóðsinn VE. Lóðsinn fann björgunarbátinn þeg- ar staðsetning sendinga neyðar- sendis hans hafði verið miðuð út með aðstoð gervihnatta og flug- véla. Björgun áhaíhar Hjördísar tók 7 mínútur Mannbjörg varð er Hjördís KE 133 sökk vestur af Stafnesi rétt fyrir klukkan 8 á föstudagsmorg- un. Aðeins sjö mínútur iiðu frá því skipstjórinn sendi út neyðarkall og þar til skipveijamir íjórir höfðu náðst um borð í Hafnarberg RE. Skömmu eftir að neyðarkallið var sent út lagðist Hjördís á hliðina en áhöfnin komst upp á síðuna og þegar bátnum hvolfdi alveg náðu mennimir að halda sér í skrokkinn. Þeir vom um hálfa mínútu í köldum sjónum áður en þeim var bjargað. gRLENT Hægri flokk- ar sigruðu í Austur- Þýskalandi Þreifingar um myndun nýrrar ríkis- stjórnar í Austur-Þýskalandi hafa gengið treglega. Hægri flokkarnir þrír vom sigurvegarar fyrstu lýð- ræðislegu kosninganna þar í landi sl. sunnudag og féllust þrír flokkar fijálslyndra á að mynda stjórn með þeim sl. þriðjudag. Saman hlutu bandalög hægriflokka og flokka fijálslyndra þingmeirihluta eða 214 þingsæti af 400. Kristilegi demó- krataflokkurinn (CDU) hlaut 40,91% atkvæða og 164 þingmenn, Þýska sósíalsambandið (DSU) 6,32% og 25 sæti og Lýðræðisvakn- ingin (DA) 0,9% en flokkar í sam- bandi fijálsra demókrata (BFD), Fijálslyndi demókrataflokkurinn (LDP), Fijáisi demókrataflokkur- inn (FDP) og Þýski vettvangurinn (DFP), hlutu 5,28% atkvæða og 21 þingmann. Jafnaðarmanna- flokkurinn, næststærsti flokkurinn eftir kosningar með 21,84% at- kvæða og 87 þingmenn, afþakkaði boð um aðild að stjóm. Deilur Litháa og Moskvustj órnarinnar harðna Míkhaíl Gorbatsj- ov, forseti Sov- étríkjanna, skip- aði sovésku stjórninni á mánudag að grípa til ráðstaf- ana vegna sjálf- stæðisyfirlýsing- ar Litháens, en þá rann út þriggja daga frestur sem hann hgafði gefið Litháum til að endurskoða sjálfstæðisyfirlýsing- una. Tollayfirvöldum í Litháen og öryggislögreglunni, KGB, varfyrir- skipað að hlýða Moskvustjóminni en ekki Litháum og í yfirlýsingu sovétstjórnarinnar var því mótmælt að leiðtogar Litháens skyldu halda Gúmmíbjörgunarbátur Hjördísar blés ekki.upp. Jarðskjálftahrina í höfuðborginni Ellefu jarðskjálftar fundust í skjálftahrinu sem gekk yfir Suð- vesturland um og eftir síðustu helgi. Um hundrað minni skjálftar mældust. Skjálftamir áttu upptök í Sveifluhálsi vestan við Kleifar- vatn. Öflugasti jarðskjálftinn varð á mánudagsmorgni og mældist hann 4,7 stig á Richterkvarða. Skók hann höfuðborgarsvæðið en ekki er vitað um teljandi tjón af hans völdum. Lá við árekstri breiðþotna Það lá við árekstri tveggja Bo- eing 747-breiðþotna um 37 mílur vestur af Grindavík um miðjan síðasta mánuð. Flugmálastjóm hef- ur atvikið til rannsóknar. Þotu frá ísraelska flugfélaginu E1 A1 var flogið í veg fyrir þotu breska fé- lagsins British Airways. Nokkur hundruð metrar skildu vélarnar að þegar leiðir þeirra skárust í 33 þúsund feta hæð. Um borð í bresku þotunni voru 223 menn en óljóst er hve margir vom í þeirri ísraelsku sem ber um það bil 300 farþega. Flugstjóri ísraelsku þotunnar hefur verið lækkaður í tign og gerður að aðstoðarflugmanni. Verkfall boðað í álverinu Verkalýðsfélög starfsmanna ís- lenska álfélagsins hafa boðað verk- fall í álverinu í Straumsvík frá og með 31. mars næstkomandi. Samn- ingar hafa ekki náðst um framleng- ingu kjarasamnings, starfsmenn vilja hafa sama framleiðslubónus og í síðasta samningi en vinnuveit- endur vilja breyta viðmiðun vegna breyttra aðstæðna. því fram að þeir réðu nú yfir so- véskum eignum í landinu. Einnig fyrirskipaði Moskvustjórnin íbúum Litháens á miðvikudag að afhenda öll skotvopn, þ.m.t. veiðivopn. Sov- éski herinn hélt miklar æfingar í Litháen á sunnudag og vakti það ótta hjá íbúum. Þá var hervörður við ýms mikilvæg mannvirki efldur og hafa sovéskir hermenn verið áberandi á götum bæja og borga í vikunni. Á þriðjudag hófu stjóm- völd í Litháen að skrá sjálfboðaliða á aldrinumn 19-40 ára til þess að taka við landamæravörslu og gæslu í fangelsum af sovéska hernum. Sjálfstæðishreyfingar vinna sigur í Lettlandi og Eistlandi Þjóðfylkingar Eystrasaltsríkj- anna unnu mikinn sigur í þing- kosningnum í Lettlandi og Eistl- andi, sem haldnar voru á sunnu- dag. Hlutu þær meirihluta í báðum ríkjunum; 120 þingsæti af 201 í Lettlandi. Gætu þær enn bætt við sig þar sem í mörgum kjördæmum verður að kjósa aftur þar sem eng- inn frambjóðandi fékk hreinan meirihluta. Þá fengu frambjóðend- ur hóps sem kallast „Lýðræði í Rússlandi“ hreinan meirihluta í borgarstjómarkosningum í Moskvu á sunnudag. Í Leníngrad fengu umbótasinnar 54% sæta í borgar- stjórn og 80% af sætum borgarinn- ar á rússneska þinginu. Hörð átök milli Rúmena og Ungverja Til átaka kom á þriðjudag milli Rúmena og Ungveija í rúmenska bænum Tirgu Mures í Transyl- vaníu. Vaxandi úlfúðar hefur gætt milli Rúmena og Ungveija í Tran- sylvaníu frá því í byltingunni í des- ember. Ungveijar krefjast aukinn- ar sjálfstjómar héraðsins en rúm- enskir þjóðernissinnar taka það ekki í mál. Namibía öðlast sjálfstæði Tugþúsundir manna söfnuðust saman á götum Windhoek, höfuð- borgar Namibíu, á miðvikudag til að fagna sjálfstæði sem tók gildi á miðnætti á þriðjudagskvöld. Sam Nujoma sór embættiseið sem fyrsti forseti landsins við sjálfstæðisat- höfn á íþróttaleikvangi borgarinn- ar. Lávarðarnir, sem allir eru vel þekktir sagnfræðingar, hófu herferð fyrir því að aukin áherzla verði í framtíðinni lögð á staðreynd- ir og ártöl í sögukennslu í brezkum grunnskólum. Það hefur verið mikil tízka í sögukennslu í Bretlandi, að kenna með því að láta nemendur lifa sig inn í liðna atburði og reyna að lýsa þeim frá sjónarhóli þátttak- enda þeirra og hirða lítt um rétta notkun staðreynda og ártala. Ýmsir kunnir háskólakennarar í sagnfræði styðja baráttu lávarð- anna. Þeir segja þá hættu fylgja nýjum kennsluháttum í sögu, að nemendur fari að trúa því að saga sé ekkert annað en safn ólíkra skoð- ana án allra tengsla við staðreyndir. Þessum ágreiningi fylgir annar um áherzlur í sögukennslu. Tals- menn hefðbundinna kennsluhátta vilja kenna venjulega þjóðarsögu, eins og tíðkazt hefur lengi. Tals- menn breyttra kennsluhátta vilja hins vegar láta fylgja með í enskri sögu sérstaka sögu kvenna, svartra og átthagasögu, svo að dæmi sé tekið. Ungveijaland: Áhugaleysi á fyrstu, firjálsu kosningunum Ungverskar konur kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni síðastliðið haust. Þær eru í búningi síns héraðs, BoIIogs í norðurhluta lands- ins. FJÓRÐUNGUR ungverskra kjósenda vissi ekki fyrir rúmri viku hvaða flokk hann ætlaði að kjósa í dag, sunnudag, í fyrstu frjálsu kosningum Ung- verjalands í 45 ár. Um 50 flokk- ar eru starfandi í landinu en 12 bjóða fram á landsvísu. Frjálsum demókrötum, Lýð- ræðishreyfingunni, smábænd- um, ungum demókrötum og Sósíalistaflokknum var spáð mestu fylgi í síðustu skoðana- könnuninni fyrir kosningar eða 21,4%, 20,9%, 15,4%, 11,2% og 10,7%. Flokkarnir þurfa minnst 4% fylgi til að komast á þing. Nú er talið að blóðug átök milli Rúmena og ungverska minni- hlutans í Rúmeníu undanfarið muni auka fylgi Lýðræðishreyf- ingarinnar og hún sigri í kosn- ingunum. Flokkamir hafa verið stofnaðir á síðustu tveimur árum eða eftir að Kommúnistaflokkurinn losaði um tökin á þjóðinni. Sósíali- staflokkurinn er* yngstur fimm stærstu flokkanna. Kjarninn í honum eru umbótasinnaðir kommúnistar sem stofnuðu hann á síðasta flokksþingi gamla Kommúnistaflokksins í október. Fyrrvera’ndi andófsmenn og hljóðlátir andstæðingar gömlu stjórnarinnar standa að Lýðræðis- hreyfingunni og Flokki fijálsra demókrata. Menntamenn í Búda- pest setja svip á hinn síðar- nefnda. Hann og ungir demó- kratar sigruðu í þjóðarat- kvæðagreiðslu um forsetakjörið í landinu fyrr í vetur og vinsældir þeirra jukust eftir að þeir komu upp um njósn- ir öryggislögreglunnar á starf- semi stjórnarandstöðuflokkanna og stuðluðu þar með að afsögn innanríkisráðherrans í janúar. Lýðræðishreyfingin höfðar til þjóðerniskenndar fólks og á sam- leið með íhaldsflokkum á Vestur- löndum. Líklegt þykir að formað- ur hennar, Jozsef Antall, verði næsti forsætisráðherra landsins. Flokkur smábænda á rætur að rekja til samnefnds flokks sem hlaut 57% í þingkosningum í nóv- ember 1945. Kommúnistar boluðu honum frá völdum og fijálsar kosningar hafa ekki verið haldnar í Ungveijalandi síðan. Stærstu flokkarnir stefna allir að markaðshagkerfi, frelsi og lýð- ræði í landinu. Hugtök eins og hægri og vinstri eiga ekki við þá í sígildri merkingu þótt þau séu notuð. Fijálsir demókratar eru til dæmis kallaðir vinstri miðjumenn en efnahagsstefna þeirra er öflugt ftjálst framtak og minnir í fljótu bragði á stefnu Margaret Thatc- her í Bretlandi þótt þeir segist eiga samleið með jafnaðarmönn- um í Vestur-Þýskalandi og Roc- ard-vængnum innan Sósíalista- flokks Francois Mitterrands í Frakklandi. Lýðræðishreyfingin vill fara hægar og varlegar í sakirnar. Hún reið á vaðið og afhenti fyrstu sjálfseignar- bændum sem hafa starfað í landinu í rúm 30 ár, land nú í vikunni. Hreyfingin er talin njóta meiri vinsælda í dreifbýli en fijálsir demókratar sem höfða helst til menntaðs fólks í þéttbýli Nánari tengsl við V-Evrópu Flokkamir vilja allir aukin og nánari tengsl við Vestur-Evrópu og brottflutning sovéskra her- manna, en hann er þegar hafinn. Fijálsir demókratar vilja að Var- sjárbandalagið verði lagt niður en Atlantshafsbandalagið (NATO) starfi áfram og bandarískir her- menn verði um kyrrt í Evrópu. Þeir vilja að Ungveijaland verði hluti af hlutlausu svæði álfunnar. Lýðræðishreyfingin vill að þjóðin verði hlutlaus í framtíðinni en smábændur vilja að hún segi sig samstundis úr Varsjárbandalag- inu. Sósíalistar vilja hins vegar að hernaðarbandalög austurs og vesturs verði leyst upp samtímis. Efnahagsástandið er efst í huga þjóðarinnar. Hún er stór- skuldug og verðbólgan í kringum 20%. Fólk þarf að vinna hörðum höndum til að hafa í sig og á en ein milljón manna, eða ’/mþjóðar- innar, býr við verulega fátækt. Aðeins helmingur hennar var ákveðinn í að kjósa fyrir rúmri viku. Ein ástæðan fyrir áhuga- leysi fólks er sögð vera þreyta og skortur á tíma til að setja sig inn í stjórnmálin og flókið kosninga- kerfi landsins. Alls 386 þingmenn verða kjörn- ir, 152 af listum flokkanna sam- kvæmt fólksfjölda í kjördæmum, 176 einstaklingskosningu og 58 í uppbótaþingsæti. Það verður að vera 50% þátttaka í kosningunum og frambjóðandi verður að fá yfir helming atkvæða til að ná ein- staklingskosningu í fyrstu um- ferð. Þessum skilyrðum verður varla fullnægt alls staðar í dag svo að önnur umferð verður 8. apríl næstkomandi. Endanleg úr- slit munu liggja fyrir eftir hana en nýtt þing kemur saman eftir fyrri umferðina. Það mun velja átta þingmenn til viðbótar úr minnihlutahópum svo þingmanna- fjöldinn verður alls 394. Kommúnistar hlutu 17% at- kvæða 1945 og formaður nýja Sósíalistaflokksins vonast til að fá 15—18% nú. Það mun koma á óvart ef þeir fá svo mikið fylgi eftir 43 ára stjórn. Þjóðin er lang- þreytt á þeim og tilbúin að kjósa „hvaða lýðræðisflokk sem er nema þá sem hafa orðið sósíalismi í flokksheitinu", eins og einn við- mælandi Morgunblaðsins komst að orði. BAIiSVID eftir Önnu Bjamadóttur í Búdaþest

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.