Morgunblaðið - 25.03.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.03.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA/VEÐUR SUNNUDAGUR 25. MARZ 1990 Kærleikurinn eftir sr. HJÁLMAR JÓNSSON 4. sunnudag í fbstu, guðspjall, Jóh. 6:1-15 í dag segir guðspjallið frá því er Jesús mettaði mannfjöldann. Mikill fólks^jöldi fylgdi Jesú Kristi út í óbyggðir tii að hlusta á hann. Fólkið gleymdi stað og stund vegna boðskaparins sem hann flutti. Dagiegt tal í þá daga sner- ist sjálfsagt um nærtæk efni, um afkomuna, stjórnmálaástandið og um fólkið í bænum eða byggð- inni. í þá daga voru líka sagðar æsifregnir, sem fylltu hugann um stund, en skildu fólk síðan eftir á eyðimörkinni. Mörgum hefur sjálfsagt fundist umræðan rislág og þeir fundið til tómleika innra með sér. Svo kom þessi maður frá Nazaret, svona blátt áfram og yfirlætislaus. Maður, sem ekki barst á eða hafði til að bera neinn sérstakan ytri glæsileika og hafði hvorki farið á framsögu- né stjórnunarnámskeið. En hann tal- aði um það sem máli skipti og með öðrum hætti en aðrir. Hann hóf sig yfir venjulegt hjal og flutti boðskap, sem eftir vartekið. Hann talaði og starfaði þannig að heim- urinn breyttist. Hann átti hljóm- grunn í hugum fólksins, sem skynjaði lífið og andann í orðum hans. Hvað sagði hann á leiðinni út í óbyggðirnar? Var hann e.t.v. að tala um líf og nægtir í ríki Guðs? Benti hann fram til fegurra lífs og friðar þar sem engin liði nauð? Ég veit ekki hvað hann sagði þennan dag, en fjöldinn tók eftir því og vildi ekki sjá hann hverfa úr augsýn. Þarna var meistarinn á óbyggð- um stað. Vafalaust reikaði hugur hans til einverunnar í eyðimörk- inni forðum og til freistingarinnar þá. Þegar hann hugsaði til þess að breyta steinum í brauð — fyrir sjálfan sig. Nú var hann hins veg- ar í stórum hópi. Nú var það kærleikurinn, sem knúði hann til verka — til kraftaverka. Ekki þó til þess að hljóta hylli fólksins heldur til þess að bæta úr þörf og fylgja eftir orðum sínum um líf og nægtir í ríki Guðs. Hann var ekki að setja á stofn mötu- neyti, var ekki að segja fólki, að hann ætlaði að fisk- og brauðfæða það bara ef það vildi gera svo vel að elta hann út í óbyggðirnar. Öðrum þræði var hann að gefa fordæmi. Ekki þannig að sífelld barátta um brauðið heldur sam- félag um það og skiptingu þess. Eftir að allir voru orðnir mettir gekk Kristur einn til fjalls að biðj- ast fyrir, flytja þakkarbæn Guði föður, sem mettað hafði með svo dásamlegri gjöf. En fjöldinn dá- samaði kraftaverkið sjálft og vildi gera Krist að konungi — konungi brauðs og fiska. Vissulega hefði landbúnaðar- og sjávarútvegs- málum verið borgið í höndum hans. Jesú Kristi var það ekki nýtt, að fólkið misskildi tilgang hans og hlutverk í heiminum. Hann barðist gegn aðdáun sem byggðist á fölskum forsendum. „Menn skulu ekki gera mig að konungi brauðs og fiska, heldur er ég kon- ungur í heiminn kominn til þess að bera sannleikanum vitni, til þess að allir megi hafa líf og nægtir, ekki aðeins þið hér í Gyð- ingalandi, heldur allar þjóðir allra tíma.“ Beint og óbeint fórust hon- um svo orð og eftir þessum til- gangi og fyrirætlun starfaði hann. Lærisveinarnir sögðu frá reynslu sinni síðar þannig: „Af gnægð hans höfum vér allir feng- ið, náð á náð ofan.“ Um það geta allir vitnað, sem leita á fund hans, ekki síst þeir, sem finna til tóm- leika þrátt fyrir allsnægtirnar í hinni ytri veröld. Þeir sem ekki fá fullnægju af orðaflaumi dags- ins og tilboðum á kjarapöllum nútímans í andlegum og verald- legum efnum. Ekkert er ljótt við það, að lifa í nútíð sinni. En að lifa af henni og í henni einni, það er að lifa á brauðinu einu saman. Sagt hefur verið að það þýði hið sama og að deyja hægum dauða. Nei, gefist-mér þá hinn gamli dauði, eða vegur alls lífs [ víni og brauði,“ segir skáldið Hannes Pétursson af líku tilefni. Ég vil gjarnan benda á upphaf kraftaverksins. Ungur drengur kom til Andrésar postula með fá- tæklegt nesti sitt. Það var þessi fábrotni málsverður, sem breyttist í blessun margra. Þannig starfar Drottinn. Hann notar mannlega, veraldlega milligöngu til þess að guðsríkið og dýrð þess komi í ljós. Hann notar venjulegt vatn, brauð og vín til þess að benda á annan dýpri og meiri veruleika í skírn og heilagri kvöldmáltíð. Guð talar við mannkynið gegnum synduga menn og ófullkomin verk þeirra. Þannig varð Biblían til og þannig varð kirkjan til í heiminum. Guð hefur helgað og helgar enn sam- félag mannanna með anda sínum og krafti. Fátæklegt nesti varð að ríkulegum málsverði margra, fátækleg orð prests verða að pred- ikun, þegar Guð blessar og styrk- ir með návist sinni og velþóknun. Það á við atla viðleitni manna á hvaða sviði sem er til þess að leggja fram skerf til hamingju og sannrar velferðar. I DAG kl. 12:00 Meimitd: VESURSTQFA ISLANDS VEÐURHORFUR I DAG, 25. MARS YFIRLIT kl. 10:10 í GÆR: Milli íslands og Noregs er 960 mb lægð á leið ANA, en hæðarhryggur á vestanverðu Græmlandshafi þokast A. Milli S-Grænlands og Labradprs er vaxandi 975 mb lægð á hreyf- ingu A fyir Hvarf. HORFUR á SUNNUDAG: Vaxandi S og SV átt, víða hvassviðri um V-vert landið en hægari A-til. Slydda og síðar rigning eða súld á S og V-landi en þurrt og bjart veður NA-til. Hlýnandi veður. HORFUR á MÁNUDAG: V eða SV strekkingur. Él um allt V-vert landið en víða léttskýjað A-lands. Frost 2-6 stig. HORFUR á ÞRIÐJUDAG: Minnkandi V-átt. Dálítil él V-lands, en bjart veður A-lands. Áfram kalt. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. Staður hiti veður Akureyri -1 snjókoma Reykjavík -2 snjókoma Bergen Helsinki Kaupmannah. Narssarssuaq Nuuk Osló Stokkhólmur Þórshöfn 4 skúr 1 skýjað 8 alskýjað -4 snjókoma -6 snjókoma 8 léttskýjað 7 alskýjað 3 skúr Algarve Amsterdam Barcelona Chicago Feneyjar Frankfurt 12 alskýjað 9 alskýjað 13 þokumóða -2 alskýjað 7 þokumóða 2 þokumóða 6:00 í gær að ísl. tíma Staður hiti veður Glasgow 5 skúr Hamborg 8 skýjað London 10 alskýjað LosAngeles 13 þokumóða Lúxemborg 2 þokumóða Madrid 8 hálfskýjað Malaga 9 léttskýjað Mallorca 15 alskýjað Montreal -8 léttskýjað NewYork 2 léttskýjað Orlando 15 heiðskírt París 3 hálfskýjað Róm 13 þokumóða Vín 2 þokumóða Washington 7 alskýjað Winnipeg -12 heiðskírt o A Norðan, 4 vindstig: Hei&skírt / / / / / / / Rigning V Skúrir Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar | vindstyrk, heil fjöður á o Léttskýjað * / * Slydda í Slydduél er tvö vindstig. V Hálfskýjað / * / ■\ 0 Hltastig: m Skýjað * * * * * * * * * * Snjókoma * V Él 10 gráður á Celsíus = Þoka Alskýjað 9 5 Súld oo Mlstur = Þokumóða Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta apótekanna í Reykjavík dagana 23. marz til 29. marz, að báðum dögum meðtöldum, er í Laugarnes Apóteki. Auk þess er Árbæjar Apótek opið til kl; 22 alla daga vaktvikunnar nema sunnu- dag. Læknastofur eru lokaöar laugardaga og helgidaga. Nesapótek: Virka daga 9-19. Laugard. 10-12. Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarnarnes og Kópavog í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur við Barónsstíg frá kl. 17 til kl. 08 virka daga. Allan sólarhringinn, laugardaga og helgidaga. Nánari uppl. í s. 21230. Borgarspítalinn: Vakt 8-17 virka daga fyrirfólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans s. 696600). Slysa- og sjúkravakt allan sólarhringinn sami sími. Uppl. um lyfjabúðír og læknaþjón. í símsvara 18888. Ónæmisaðgeröir fyrirfullorðna gegn mænusótt fara fram í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur á þriðjudögum kl. 16.30-17.30 Fólk hafi með sér ónæmisskírteini. Tannlæknafél. Símsvari 18888 gefur upplýsingar. Alnæmi: Uppl.sími um alnæmi: Símaviðtalstími fram- vegis á miövikud. kl. 18-19, s. 622280. Læknir eða hjúkr- unarfræðingur munu svara. Uppl. í ráðgjafasíma Samtaka '78; mánud. og fimmtud. kl. 21-23: 28539. Símsvarar eru þess á milli tengdir þessum símnúmerum. Alnæmisvandinn: Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann vilja styðja smitaða og sjúka og aöstandendur þeirra, s. 22400. Krabbamein. Uppl. og ráðgjöf. Krabbameinsfél. Virka daga 9-11 s. 21122, Félagsmálafulltr. miöviku- og fimmtud. 11-12 s. 621414. Ónæmistæring: Upplýsingar veittar varðandi ónæmis- tæringu (alnæmi) í s. 622280. Milliliöalaust samband við lækni. Fyrirspyrjendur þurfa ekki að gefa upp nafn. Við- talstímar miövikudag kl. 18-19. Þess á milli er símsvari tengdur við númerið. Upplýsinga- og ráðgjafasími Sam- taka ’78 mánudags- og fimmtudagskvöld kl. 21-23. S. 91-28539 — símsvari á öðrum tímum. Samhjálp kvenna: Konur sem fengið hafa brjóstakrabba- mein, hafa viötalstíma á þriðjudögum kl. 13-17 í húsi Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8, s.621414. Akureyri: Uppl. um lækna og apótek 22444 og 23718. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöð, s. 612070: Virka daga 8-17 og 20-21. Laugardaga 10-11. Apótek Kópavogs: virka daga 9-19 laugard. 9-12. Garðabær: Heilsugæslustöð: Læknavakt s. 51100. Apó- tekið: Virka daga kl. 9-18.30. Laugardaga kl. 11-14. Hafnarfjarðarapótek: Opið virka daga 9-19. Laugardög- um'kl. 10-14. Apótek Norðurbæjar: Opið mánudaga — fimmtudaga kl. 9-18.30, föstudaga 9-19 laugardögum 10 til 14. Apótekin opin til skiptis sunnudaga 10-14. Uppl. vaktþjónustu í s. 51600. Læknavakt fyrir bæinn og Álftanes s. 51100. Keflavík: Apótekið er opið kl. 9-19 mánudag til föstu- dag. Laugardaga, helgidaga og almenna frídaga kl. 10-12. Heilsugæslustöð, símþjónusta 4000. Selfoss: Selfoss Apótek er opiö til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10-12. Uppl. um lækna- vakt fást í símsvara 1300 eftir kl. 17. Akranes: Uppl. um læknavakt 2358. — Apótekið opið virka daga til kl. 18.30. Laugardaga 10-13. Sunnudaga 13-14. Heimsóknartími Sjúkrahússins 15.30-16 og 19-19.30. Rauðakrosshúsið, Tjarnarg. 35. Ætlað börnum og ungl- ingum ívanda t.d. vegna vímuefnaneyslu, erfiðra heimilis- aöstæðna, samskiptaerfiðleika, einangrunar eða persón- ul. vandamála. S. 622266. Barna og unglingasími 622260. LAUF Landssamtök áhugafólks um flogaveiki. Skrifstofa Ármúla 5. Opin miðvikudaga og föstudaga 13.00-17.00. s. 82833. Samb. ísl. berkla- og brjóstholssjúklinga, S.Í.B.S. Suður- götu 10. . G-samtökin: Samtök gjaldþrota greiösluerfiðleikafólks. Uppl. veittar í Rvík í símum 75659, 31022 og 652715. í Keflavík 92-15826. Foreldrasamtökin Vímulaus æska Borgartúni 28, s. 622217, veitir foreldrum og foreldrafél. upplýsingar. Opin mánud. 13-16. Þriðjud., miðvikud. og föstud. 9-12. Fimmtud. 9-10. Kvennaathvarf: Allan sólarhringinn, s. 21205. Húsaskjól og aðstoö fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. MS-félag íslands: Dagvist og skrifstofa Álandi 13, s. 688620. Lífsvon — landssamtök til verndar ófæddum börnum. S. 15111 eða 15111/22723. Kvennaráðgjöfin: Sími 21500. Opin þriðjud. kl. 20-22. Fimmtud. 13.3Q og 20-22. Sjálfshjálparhópar þeirra sem oröið hafa fyrir sifjaspellum, s. 626868/626878. SÁÁ Samtök áhugafólks um áfengisvandamáliö, Síðu- múla 3-5, s. 82399 kl. 9-17. Skrifstofa AL-ANON, aðstandenda alkohólista, Hafn- arstr. 5 (Tryggvagötumegin 2. hæð). Opin mánud.— föstud. kl. 9—12. Símaþjónusta laugardaga kl. 10—12, s. 19282. AA-samtökin. Eigir þú við áfengisvandaniál að stríða, þá er s. samtakanna 16373, kl. 17-20 daglega. Fréttasendingar Ríkisútvarpsins til útlanda daglega á stuttbylgju til Noröurlanda, Betlands og meginlands Evr- ópu: Daglega kl. 12.15-12.45 á 15767, 15790, 13855 og 11418 kHz. kl. 18.55-19.30 á 15767, 13855, 11418, 9268, 7870 og 3295 kHz. Hlustendum á Norðurlöndum er bent á 15790, 11418 og 7870 kHz og á 15767 kHz kl. 14.10, 13855 kHz kl. 19.35 og 9268 kHz kl. 23.00. Kanada og Bandaríkin: Daglega: kl. 14.10-14.40 á 13855, 13830, 15767,og kHz. Kl. 19.35-20.10 á 15767, 15780 og 13855 kHz. 23.00-23.35 á 13855, 11418 og 9268 kHz. Hlustendur geta einnig oft nýtt sé sendingar kl. 12.15 og kl. 18.55 og hlustendum í mið- og vesturríkjum Banda- ríkjanna og Kanada er bent á 15780, 13830 og 11418 kHz. Að loknum lestri hádegisfrétta á laugardögum og sunnu- dögum er lesið fréttayfirlit liðinnar viku. ísl. tími, sem er sami og GMT. SJÚKRAHÚS - Heimsóknartímar Landspítalinn: alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin. kl. 19.30-20. Sængurkvennadeild. Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartími fyrir feður kl. 19.30-20.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunarlækningadeild Landspítalans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. — Geðdeild Vífil- staðadeild: Laugardaga og sunnudaga kl. 15-17. Landa- kotsspítali: Alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: Heimsóknartími annarra en foreldra er kl. 16-17. — Borg- arspítalinn í Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til kl. 19.30 og eftir samkomulagi. á laugardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðir: Alla daga kl. 14-17. — Hvítabandið, hjúkrunardeild og Skjól hjúkrunarheim- ili. Heimsóknartími frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánu- daga til föstudaga kl. 16-19.30 — Laugardaga og sunnu- daga kl. 14-19.30. — Heilsuverndarstöðin: Kl. 14 til kl. 19. — Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. — Kleppsspítali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. — Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. — Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. — Vífilsstaðaspítali: Heimsókn- artími daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. — St. Jósefs- spítali Hafn.: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlíð hjúkrunarheimili í Kópavogi: Heimsóknartími kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavíkurlæknishér- aðs og heilsugæslustöðvar: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöö Suðurnesja. S. 14000. Keflavík - sjúkrahúsið: Heimsóknartími virka daga kl. 18.30—19.30. Um helgar og á hátíðum: Kl. 15.00—16.00 og 19.00-19.30. Akureyri — sjúkrahúsið: Heimsókn- artími alla daga kl. 15.30 -16.00 og 19.00-20.00. Á barna- deild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: kl. 14.00-19.00. Slysavarðstofusími frá kl. 22.00-8.00, s. 22209. BILANAVAKT Vaktþjónusta. Vegna bilana á veitukerfi vatns og hita- veitu, s. 27311, kl. 17 til kl. 8. Sami sími á helgidögum. Rafmagnsveitan bilanavakt 686230. Rafveita Hafnarfjarðar bilanavakt 652936 SÖFN Landsbókasafn íslands: Aðal lestrarsalur opinn mánud. — föstudags kl. 9-19. Laugardaga kl. 9—12. Útlánssalur (vegna heimlána) mánud. — föstudags 13-16. Háskólabókasafn: Aðalbyggingu Háskóla íslands. Opið mánudaga til föstudaga kl. 9-19. Upplýsingar um útibú veittar í aðalsafni, s. 694326. Árnagarður: handritasýning Stofnunar Árna Magnússon- ar, þriðjud., fimmtud.- og laugardögum kl. 14-16. Þjóðminjasafnið: Opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugar- daga og sunnudaga frá kl. kl. 11-16. Árbæjarsafn: Opið eftir samkomulagi s. 671280. Akureyri: Amtsbókasafnið: Mánud.—föstud. kl. 13-19. Nonnahús alla daga 14-16.30. Náttúrugripasafn Akureyrar: Opið sunnudaga kl. 13-15. Borgarbókasafn Reykjavíkur: Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122 og 79138. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud. — fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn — Lestrarsal- ur, s. 27029. Opinn mánud. — laugard. kl. 13-19. Hof- svallasafn, Hofsvallagötu 16, s. 27640. Opið mánud. — föstud. kl. 16-19. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðsvegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aöalsafn þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafnið í Gerðubergi fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn miðvikud. kl. 10-11. Sólheimasafn, miðvikud. kl. 11-12. Norræna húsið. Bókasafnið. 13-19, sunnud. 14-17. — Sýningarsalir: 14-19 alla daga. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi. Opiö alla daga nema mánudaga kl. 12-18. Norræn myndlist 1960-72. Safn Ásgríms Jónssonar: Opið alla daga nema mánu- daga frá kl. 13.30-16.00. Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar við Sigtún er opið alla daga kl. 10-16. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laugardaga og sunnu- daga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn dag- lega kl. 11-17. Kjarvalsstaðir: Opið alla daga vikunnar kl. 11-18. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnesi: Opið laug- ardaga og sunnudaga kl. 14-17 og á þriðjudagskvöldum kl. 20-22. Bókasafn Kópavogs, Fannborg 3-5: Opið mán.—föst. kl. 10-21. Lesstofan kl. 13-19. Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns, Einholti 4: Opið sunnudaga milli kl. 14 og 16. S. 699964. Náttúrugripasafnið, sýningarsalir Hverfisg. 116: Opnir sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. 13.30-16. Náttúrufræðistofa Kópavogs: Opið á miðvikudögum og laugardögum kl. 13.30-16. Byggðasafn Hafnarfjarðar: Laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Aðra eftir samkomulagi. Heimasími safnvarðar 52656. Sjóminjasafn íslands: Laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Sími 52502. ORÐ DAGSINS Reykjavík sími 10000. Akureyri s. 96-21840. Siglufjörður 96-71777. SUNDSTAÐIR Sundstaðir í Reykjavík: Sundhöllin: Mánud. — föstud. kl. 7.00-19.00. Lokað í laug kl. 13.30-16.10. Opið í böð og potta. Laugard. 7.30-17.30. Sunnud. kl. 8.00-15.00. Laugardalslaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-20.30. Laugard. frá kl. 7.30-17.30. Sunnudaga frá kl. 8.00-17.30. Vesturbæjarlaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-20.30. Laugard. frá kl. 7.30-17.30. Sunnud. frá kl. 8.00-17.30. Breiðholtslaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-20.30. Laug- ard. frá 7.30-17.30. Sunnud. frá kl. 8.00-17.30. Garðabær: Sundlaugin opin mánud.-föstud.: 7.00-20.30. Laugard. 8.00-17 og sunnud. 8-17. Hafnarfjörður. Suðurbæjarlaug: Mánudaga — föstudaga: 7.00-21.00. Laugardaga: 8.00-18.00. Sunnudaga: 8.00- 17.00. Sundlaug Hafnarfjarðar: Mánudaga — föstudaga: 7-21. Laugardaga. 8-16. Sunnudaga: 9-11.30. Sundlaug Hveragerðis: Mánudaga — fimmtudaga: 7-20.30. Föstudaga: 7-19.30. Helgar: 9-15.30. Varmárlaug í Mosfellssveit: Opin mánudaga — föstu- daga kl. 6.30-21.30. Föstudaga kl. 6.30-20.30. Laugar- daga kl. 10-18. Sunnudaga kl. 10-16. Sundmiðstöð Keflavíkur: Opin mánudaga — föstudaga 7-21, Laugardaga 8-18. Sunnudaga 9-16. Sundlaug Kópavogs: Opin mánudaga — föstudaga kl. 7-9 og kl. 17.30-19.30. Laugardaga kl. 8-17. Sunnudaga kl. 9-12. Kvennatímar eru þriðjudaga og miðvikudaga kl. 20-21. Síminn er 41299. Sundlaug Akureyrar er opin mánudaga — föstudaga kl. 7-21, laugardaga kl. 8-18, sunnudaga 8-16. Sími 23260. Sundlaug Settjarnarness: Opin mánud. — föstud. kl. 7.10-20.30. Laugard. kl. 7.10-17.30. Sunnud. kl. 8-17.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.