Morgunblaðið - 25.03.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.03.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARZ 1990 21 Mótmæli í Litháen: Nafnskírteini kistulögð. í febrúar 1918 hörfuðu Rússar frá Eistlandi og Eistlendingar lýstu yfir sjálfstæði (24. febrúar), degi áður en þýzkt herlið kom til lands- ins. Litháar höfðu lýst yfir sjálfstæði átta dögum áður. Þjóðveijar komust í um 75 km fjarlægð frá Petrograd. Vilhjálmur Þýzkalandskeisari varð hertogi af Kúrlandi, prins af Wrttem- berg átti að verða konungur Litháens og bæði löndin áttu að verða tengd Þýzkalandi. Til stóð að tengja Lífland og Eistland Þýzkalandi á svipaðan hátt. Rússar viðurkenndu að Litháen og Kúrland (og Pólland) væru á þýzku áhrifasvæði 3. marz 1918, Um leið viðurkenndi stjórnbolsévíka- „frelsi“ Eistlands og Líflands (og Finnlands, Kákasus og Úkraínu). Þjóðveijar ákváðu að hörfa frá Litháen 20. október 1918 og lit- háískt þjóðarráð, Taryba, settist að völdum. í Lettlandi tók lettneskt ríkisráð við stjórninni 18. nóvember, viku eftir að heimsstytjöldinni lauk. Eistlendingar tóku við stjóm eigin mála tveimur dögum síðar. Rauðliðar og hvítliðar Rauðliðar hófu sókn, þótt brott- flutningi Þjóðveija væri ekki lokið, pg sóttu inn í Vilna í janúar 1919. I lok febrúar voru stór hluti Litháens og mestallt Lettland á valdi rauðliða, en hvítliðaher Júdenitsj hershöfð- ingja stöðvaði sóknina á landamær- um Eistlands. I apríl og maí hóf Júdenitsj sókn í Eistlandi og þýzki hersjiöfðinginn Rdiger von der Goltz kom á fót her þýzkra Balta og þýzkra hermanna, sem höfðu orðið eftir á Eystrasalts- svæðinu. Heijum Júdenitsj og von der Goltz tókst að hrekja bolsévíka frá Litháen og Lettlandi, en Lettar snerust gegn von der Goltz eftir undanhald bolsévíka og hröktu hann frá Norður-Lettlandi með hjálp Eist- lendinga. Þá skárust Bandamenn í leikinn og neyddu Júdenitsj til að viðurkenna völd eistnesku stjórnarinnar. Um leið skipuðu þeir von der Goltz að hætta sókn sinni og hefja tafarlausan brott- flutning frá Eystrasaltssvæðinu. Von der Goltz og andstæðingar hans undirrituðu vopnahlé 3. júlí 1919 og lettnesk stjórn tók við völdunum á ný. Ævintýramaðurinn Avalov-Berm- ondt „greifi" frá Kákasus tók við hlutverki von der Goltz og háði „eink- astyijöld“ við Letta í nokkra mánuði með stuðningi þýzkra fríliðasveita, en tilraunir Þjóðveija til að koma aftur á fyrri skipan voru dauða- dæmdar. Bardagar fjöruðu einnig ’ út að mestu í Eistlandi, þótt síðustu sveitir rauðliða væru ekki hraktar úr landi fýrr en í árslok 1919. Þá var brottflutningi Þjóðveija lokið. í Litháen hafði traustri stjóm verið komið á laggirnar í norður- hlutanum, en Vilna var á valdi Pól- veija og síðan Rússa. Rússar sömdu frið við Eistlendinga og viðurkenndu sjálfstæði þeirra og landamæri í Dorpat 2. febrúar 1920. Síðan sömdu Rússar frið við Litháa í Moskvu 12. júlí og Letta í Riga 11. ágúst. í samningnum við Litháa viðurkenndu Rússar að Vilna heyrði til Litháen. Skammvinnt lýðræði Stjórn Litháens kom sér fyrir í Vilna, en Pólveijar gerðu tilkall til borgarinnar. Pólski hershöfðinginn Zeligowski tók Vilna og litháíska stjórnin flúði borgina. Pólveijar neit- uðu því að Zeligowski nyti opinbers stuðnings, en reyndu ekki fá hann til að hörfa frá Vilna. í Riga-sáttmál- anum 1921 lýstu Rússar því yfir að Pólveijar og Litháar yrðu að semja um landamæri sín og Kaunas (Kovno) varð höfuðborg Litháens. Litháar gátu ekki verið án hafnar- borgar. Þeir tóku sér Pólveija til fyrirmyndar og tóku Memel (Kla- ipeda) og nágrenni herskildi. Þjóða- bandalagið ákvað 1923 að Litháar fengju að halda borginni, ef Pólverj- ar fengju að nota höfnina. Memel varð „fríborg“ 1924, en Hitler inn- limaði staðinn 15 árum síðar. Eftir stríðið var landareignum baltnesku barónanna í Eystrasalts- löndunum skipt milli smábænda og aðalstitlar og forréttindi afnumin. Eftir aldalanga kúgun nutu Eystra- saltsþjóðimar loks sjálfstæðis og þær hafa litið með söknuði til áranna milli heimsstyijaldanna. Sá tími hefur nánast verið gullöld í þeirra augum. Lýðræði átti hins vegar er- fitt uppdráttar og varð að þoka fyrir einræði, en það var innlent einræði. í Litháen var Augustine Voldem- aras raunverulegur einvaldur 1926-1929 og annar einræðisherra, Antanas Smetona, ríkti til 1939. Stjórnarskrá, sem var sniðin eftir hugmyndum fasista, tók gildi 1938. I Lettlandi tók hægrisinnuð ein- ræðisstjórn undir forystu Karlis Ulmanis við af þingræðislegri stjórn 1934. í Eistlandi leið lýðræðisleg stjórn undir lok 1934, þegar Konst- antin Páts tók sér einræðisvald. Lettar og Eistlendingar komu sér upp nokkrum iðnaði og honum vegn- aði sæmilega þrátt fyrir kreppuna. Velmegun var ekki mikil og Litháar urðu að gjalda þess að þeir voru háðir útflutningi landbúnaðarafurða. Mjólkurafurðir urðu helzta útflutn- ingsvara Eistlendinga fýrir utan timbur. Sovétríkin lögðu mikið upp úr viðskiptum við Eystrasaltslöndin og reyndu að koma kommúnistum til valda. Nazismi og stalínismi Eystrasaltsríkin lentu á sovézku „áhrifasvæði“ samkvæmt griðasátt- mála Hitlers og Stalíns 23. ágúst OLÉG HARLAMOV er 24 ára og búsettur í Tallinn. Hann hefur þrátt fyrir ungan aldur verið virkur í stjórnmálalífi Eistlands um nokkurra ára skeið, fyrst sem félagi í þjóðfylkingu Eist- lendinga (Narodni front), þar sem hann var kjörinn þingfulltrúi fyrir tveimur árum. I desember síðastliðnum bauð hann sig fram til borgarráðs Tallinn undir slag- orðinu: „Ég er of ungur til að endurtaka villur fortíðarinnar“ og var kosinn með góðum meiri- hluta atkvæða. JT Eg held að okkur vanti einmitt fólk sem er að mestu óspillt af stjórnarfarinu hér síðustu áratugi," segir Olég. „Þess vegna var ég ekkert feiminn við að bjóða mig fram þótt ég hafi verið lang- yngsti frambjóðandinn og sé núna yngstur í borgarráði Tallinn. — En er þá fólk á þínum aldri mjög virkt í stjórnmálum í Estlandi? „Nei, því miður er ekki hægt að segja það. Ungt fólk hefur lítinn áhuga á pólitík þrátt fyrir umbætur síðustu ára og öfluga sjálfstæðis- baráttu Eistlendinga." — Hvaða viðhorf eru mest áber- andi meðal ungra Eistlendinga um þessar mundir? 1939 og Rússar tryggðu sér her- stöðvar í löndunum eftir innrásina í Pólland. Þau voru síðan innlimuð í Sovétríkin eftir innrás Rauða hersins í júní 1940. Á árunum 1941-1944 voru þau undir hemámi Þjóðveija og vígvöllur þeirra og Rússa. Þegar Rauði herinn kom aftur í stríðslok bældi hann niður vonlausa and- spyrnu skæruliða. Stalín sýndi jafnvel enn meiri grimmd en í hreinsununum fyrir stríð þegar hann kom aftur á sovézk- um yfirráðum. Á það var lagt ofur- kapp að koma á sovézku skipulagi. Einkaeignir voru gerðar upptækar og samyrkjubúskap var komið á. Tugþúsundir sjálfstæðra bænda voru drepnir eða fluttir nauðugir til Síberíu, auk menntamanna og allra er tengdust stjórnunum fyrir stríð. Hinn 2. marz 1949 voru 43.000 Lettar fluttir til Síberíu, gefið að sök að vera samverkamenn nazista, borgaralegir þjóðernissinnar, stiga- menn, skemmdarverkamenn og stéttaróvinir. Þjóðerniskennd var miskunnar- laust bæld niður og reynt að aðlaga íbúana siðum, háttum og viðhorfum Rússa með því að ýta undir innflutn- ing rússnéskra verkamanna. Nú eru Lettar aðeins helmingur 2,6 milljóna íbúa Lettlands og Eistlendingar um 62% af 1,6 milljónum íbúa Eistlands. Eftirmenn Stalíns vissu að þeir urðu að fara með gát. Menningar- frelsi var takmarkað, en ekki alger- lega bælt niður. Lútherska kirkjan í Eistlandi og Lettlandi og kaþólska „Fyrst og fremst gerir fólk sér vonir um betra líf og framfarir á flestum sviðum. Enn er fólk bjart- sýnt, en ég held að hjólin verði að fara að snúast hraðar en þau hafa gert hingað til eigi bjartsýnin að haldast. Hún getur fljótt snúist upp í vonleysi ef ekkert gerist þrátt fyrir fögur fyrirheit. Þess vegna held ég að það megi ekki dragast úr hömlu að Eistland verði sjálfstætt ríki. Aðeins þannig getum við unnið okkur upp úr þeim efna- hagsvanda sem við eigum nú í, nákvæmlega eins og Sovétríkin í heild sinni. Tölur sýna að færri flytjast nú burtu en áður og ég held að ungt fólk sé almennt ekki í miklum brott- flutningshugleiðingum. Það er ekki eins og í Moskvu þar sem annar hver maður vill komast úr landi. En eins og ég sagði, þetta getur breyst á skömmum tíma ef stjórn- málamönnum tekst ekki að halda þeirri þróun sem nú er hafin í rétt- um farvegi. Og það þýðir sjálfstæði fyrr en síðar.“ — Margir hafa bent á það, ekki síst í Vestur-Evrópu, að sjálfstæði sé sem stendur óraunsætt markmið Eystrasaltslandanna. Þar sé fátt kirkjan í Litháen sættu ofsóknum, en þeim var ekki útrýmt. Perestrojka Eftir valdatöku Gorbatsjov í apríl 1985 voru Eystrasaltsríkin óbeint hvött til að fara framá aukna sjálf- stjóm. Gorbatsjov virðist hafa talið löndin tilvalinn vettvang til tilrauna með perestrojku. Þegar svokallaðar þjóðfylkingar spruttu upp 1988 grófu þær undan valdaeinokun kommúnista og fóru að krefjast aðskilnaðar og sjálfstæðis. í Litháen fylktu umbótasinnar sér um hreyf- inguna Sajudis, þar á meðal meiri- hluti kommúnista. Rússneskir þjóðernissinnar og andstæðingar aðskilnaðar risu til varnar og stofnuðu hreyfingarnar Edinstvo (Eining) í Litháen, Inter- front í Lettlandi og Interdvízjeníe í Eistlandi. G/asnosí-stefnan veitti íbúnum meira tjáningarfrelsi en þekkzt hafði í áratugi, en innibirgð reiði brauzt út. Skriður komst á frelsisbaráttuna í fyrravor og stóraukið fylgi þjóðern- issinna kom í ljós í ágúst þegar minnzt var 50 ára afmælis sáttmála Hitlers og Stalíns. Grundvöllurinn að afnámi valdaeinokunar kommún- ista á fundi þingsins í Litháen í desember var lagður. Gorbatsjov sannfærðist um að Litháar ógnuðu perestrojku og grundvelli ríkjasambandsins. Völd hans sjálfs kunna að vera í hættu. En skyndiheimsókn hans til Vilnius í janúar bar engan árangur. Þá hélt sem standist samkeppni Vestur- landa og iðnaður beinist allur að Sovétríkjunum. Gæti ekki verið viturlegra að bíða með sjálfstæði en reyna frekar að nýta sér nýfeng- ið efnahagslegt fullveldi til að byggja upp atvinnulíf í landinu? „Nei, þessi uppbygging verður að fara fram í sjálfstæðu ríki. Auðvitað þarf að undirbúa sjálf- stæðið mjög vel, en það er ekki hægt að bíða með það í voij um að efnahagurinn batni. Allir vita að nauðsynlegt verður að herða sultarólina þegar þar að kemur, líklegt er að kjör versni talsvert, en við vonum að það verði tíma- bundið. Eistland er fátækt en við vitum að það eru ekki örlög lands- ins, fyrir fimmtíu árum voru kjör hann því fram að „fjölflokkakerfið væri engin töfraformúla“, en viður- kenndi að það kerfi yrði engin „goðgá“ og „ekki þyrfti að forðast það eins og pestina“. Erfíð staða Til þess að stöðva hina friðsam- legu þróun í lýðveldunum við Eystra- salt virðast Rússar hafa átt fárra annarra kosta völ en að beita valdi. En þar með mundu þeir grafa undan umbótatilraununum í Sovétríkjunum, sem er háðar stuðningi almennings og velvild vestrænna ríkja. Moskvu-stjórnin hefur hótað því að krefjast mikilla skaðabóta fyrir þá iðnvæðingu, sem Rússar hafa staðið fyrir í Litháen, en Litháar hafa sett fram kröfur um skaðabæt- ur á- móti. Efnahagslegar refsiaðgerðir hafa verið íhugaðar. Rússar gætu t.d. stöðvað hráefnasendingar og hætt að kaupa framleiðsluvarning frá Eystrasaltslöndunum. Ef samið yrði um málamiðlun kynni að verða sætzt á sjálfstjórn og jafnvel fullveldi í tengslum við áframhaldandi efna- hagssamstarf. Þar sem Eystrasaltslýðveldin eru hluti af sovézka hagkerfinu er við sömu vandamál að stríða í lýðveldun- um og annars staðar í Sovétríkjun- um. Veikleikarnir eru hinir sömu, en efnahagsleg staða lýðveldanna er ekki vonlaus. Lýðveldin eiga nánast engin hrá- efni, en landbúnaður þeirra er lengra á veg kominn en landbúnaðurinn í Sovétríkjunum. Léttur iðnaður er á háu stigi — á sovézkan mælikvarða, t.d. vefnaðariðnaður og framleiðsla á sjónvarps- og útvarpstækjum og tölvum. Auk þess er nokkur þunga- iðnaður. Lega landanna er hentug og menntun er á háu stigi. Ef Rússar grípa ekki til íhlutunar munu Eystrasaltslöndin feta í fótspor annarra Austur-Evrópulanda í sjálf- stæðisátt. Talið er líklegt að þeir mundu taka sér Finna eða Austurrík- ismenn til fyrirmyndar. Áhrifanna mundi gæta annars staðar í Sov- étríkjunum. En taugastríðið heldur áfram og Litháar óttast valdbeitingu. Saga Eystrasaltsþjóðanna hefur verið umbrotasöm og aðalgatan í Riga ber því vitni. Hún heitir Lenínstræti. Á hernámsárum _ nazista hét hún Hitlersstræti. Á frelsisárunum 1920-1940 hét hún Frelsisgata. Á keisaratímanum hét hún Alexanders- stræti. Verður hún aftur kölluð Frels- isgata? hér álíka góð ef ekki betri en á Norðurlöndunum. “ — Hvert líta Eistlendingar helst í leit að fjármagni og fyrirmyndum? „Norðurlöndin eru auðvitað nær- tækust fyrir okkur, enda viljum við þegar fram líða stundir gerst aðilar að Norðurlandaráðinu. Einnig vilj- um við koma upp góðum tengslum við Vestur-Þýskaland. Enn sem komið er eru Finnar langumsvifa- mestir hér, en það er að mínu áliti dálítið hættuleg þróun, því Finnland er einfaldlega of dýrt fyrir okkur. Það er líka svo hættulega nálægt. Það er ekki sérlega heillandi til- hugsun að Finnar eigi eftir að ein- oka hér allt. Sjálfur held ég að affarasælast væri að rækta tengslin við Svíþjóð.“ I HEIMSOKN I EISTLANDI ÞJOÐFYLKINGARMAÐURINN Siálfstæðið brýnt Olég Harlamov á kosningaplakötum sínum í: „Allir vita að nauðsynlegt er að herða sultarólina..."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.