Morgunblaðið - 25.03.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.03.1990, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ATVIMNA/RAÐ/SIWIA sunnudagur 25. MARZ 1990 ATVINNU AUGLYSINGAR Rekstrarstjóri Frá mennta- málaráðuneytinu Lausar stöður við grunnskóla í Reykjanesum- dæmi. Umsóknarfrestur til 20. apríl. Stöður grunnskólakennara við: Grunnskóla Kópavogs, Seltjarnarness, Garðabæjar, Bessastaðahrepps, Grindavík- ur, Miðneshrepps, Gerðahrepps og Vatns- leysustrandarhrepps. Stöður grunnskólakennara við: Grunnskóla Hafnarfjarðar, meðal kennslu- greina raungreinar. Grunnskóla Mosfellsbæjar, meðal kennslu- greina hand- og myndmennt. Grunnskóla Kjalarneshrepps, meðal kennslu- greina íþróttir. Grunnskóla Keflavíkur, meðal kennslugreina hand- og myndmennt, íþróttir, sérkennsla, erlend mál og íslenska. Grunnskóla Njarðvíkur, meðal kennslugreina myndmennt og tónmennt. Fræðslustjóri Reykjanesumdæmis. Blikksmiður Vanan blikksmið vantar til starfa sem fyrst. Fjölbreytt vinna á góðum vinnustað sem gerir vel við sína starfsmenn. Vinsamlega hafið samband við Blikksmiðj- una, tæknideild Ó. Johnson & Kaaber, Smiðs- höfða 9, sími 685699. BLIKKSMIÐJAN ST. JÓSEFSSPlTALI, landakoti Fóstrur Okkur á Öldukoti vantar áhugasamar fóstrur til starfa í vor eða sumar. Öldukot er nýlegt barnaheimili og er staðsett í gömlu, hlýlegu húsi við Öldugötu. Á barnaheimilinu eru tvær deildir með börnum á aldrinum 11/2 til 4ra ára og 4ra til 6 ára. Þeir sem hafa áhuga hafi samband við for- stöðumann í síma 604365 milli kl. 9 og 14. RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa starf svæðisveitustjóra á Norðurlandi vestra með aðsetri á Blönduósi til umsóknar. Próf í rafmagnstæknifræði, rafmagnsverk- fræði eða hliðstæð menntun nauðsynleg. Starfið veitist frá 1. júlí 1990. Umsóknir berist Rafmagnsveitu ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík fyrir 18. apríl 1990. Rafmagnsveitur ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík. Sölumaður Macintosh-tölva Radíóbúðin hf. Apple-umboðið óskar að ráða sölumann til að annast sölu á Macintosh- tölvubúnaði og skyldum vörum. Við leitum að jákvæðum, sjálfstæðum einstaklingi með góða söluhæfileika, fágaða framkomu, hald- góða menntun og þekkingu á Macintosh- tölvubúnaði. Við bjóðum spennandi starf, sanngjörn laun, skemmtilegan vinnuanda og góða vinnuaðstöðu, en Apple-umboðið, sem er traust og ört vaxandi fyrirtæki, er nýflutt í glæsileg húsakynni. Skriflegar umsóknir er tilgreini aldur, menntun og starfsreynslu, ásamt öðrum upplýsingum, sendist Radíó- búðinni hf. Apple-umboðinu, Skipholti 19, 105 Reykjavík, fyrir 1. apríl nk. merktar: „Sölumaður Apple“. Radíóbúðin hf. Apple-umboðið igi DAGVI8T BAKIVA Forstaða dagheimilis/leikskóla Dagvist barna auglýsir stöðu forstöðumanns við dagheimilið/leikskólann Grandaborg lausa til umsóknar. Fósturmenntun áskilin. Umsóknarfrestur er til 20. apríl nk. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og deildarstjóri fagdeildar dagvistar barna í síma 27277. Verslunarstörf Viljum ráða nú þegar starfsmann í eftirtalin störf hjá HAGKAUP: HAGKAUP, Skeifunni 15 * Heilsdagsstarf við afgreiðslu á kassa. * Hlutastarf (eftir hádegi) við afgreiðslu á kassa. Upplýsingar um störfin veitir verslunarstjóri á staðnum. HAGKAUP, Eiðistorgi á Seltjarnarnesi * Heilsdagsstarf við afgreiðslu á ávaxtatorgi. * Hlutastarf (eftir hádegi) við uppfyllingu í kjötdeild. * Heilsdagsstarf við uppfyllingu í matvörudeild. Upplýsingar um störfin veitir verslunarstjóri á staðnum. Matvöruverslun HAGKAUPS, Kringlunni * Heilsdagsstörf við uppvask. * Hlutastörf við afgreiðslu á kassa á föstu- og laugardögum. Upplýsingar um störfin veitir verslunarstjóri á staðnum. HAGKAUP, Hólagarði * Heilsdagsstarf við afgreiðslu á kassa. * Heilsdagsstarf við uppfyllingu á græn- meti, mjólkurvörum o.fl. * Hlutastörf við afgreiðslu á föstu- og laugar- dögum. Upplýsingar um störfin veitir starfsmanna- stjóri á skrifstofu HAGKAUPS, Skeifunni 15. Lager, Skeifunni 15 * Starf á sérvörulager við vörumóttöku og afgreiðslu. Upplýsingar um starfið veitir lagerstjóri á staðnum. HAGKAUP Starfsmannahald, Skeifunni 15. Viljum ráða mann til að sjá um allan dagleg- an rekstur í frystihúsi á Suðurnesjum. Starf- ið er krefjandi, enda góð laun í boði. Mats- réttindi eru æskileg. Þarf að geta hafið störf strax. Upplýsingar sendist auglýsingadeild Mbl., merktar: „R - 7677“, fyrir þriðjudag. Framkvæmda-/ fjármálastjórn Starfskraftur óskar til að annast daglegan rekstur og fjármálastjórn. Viðskiptamenntun æskileg eða starfsreynsla. Umsóknir skilist til auglýsingadeildar Mþl., merktar: „A - 7673“, fyrir kl. 17.00 þriðjudag- inn 27. mars. Kjötiðnaðarmaður eða maður vanur kjötvinnslu, óskast í verslun af millistærð. Reglusamur maður kemur að- eins til greina. Upplýsingar ásamt meðmælum óskast sendar auglýsingadeild Mbl. merktar: „G - 3947“ fyrir 30. mars. Sölumenn - fasteignasala Ein af stærri fasteignasölunum í Reykjavík óskar að ráða tvo sölumenn til starfa á næstunni. Leitað er að hæfum og duglegum starfskröftum. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl., með sem gleggstum upplýsingum, merktar: „Hæfur - 8676“ fyrir 29. mars. Með allar umsóknir verður farið sem trúnaðarmál. X K0RPUS PRENTÞJÖNUSTA óskar eftir að ráða tvo hressa prentsmiði. Annar þarf að vera eldklár í skeytingu, og hinn frábær á „Scanner" (Crossfield).' Hafið samband við Sigurð eða Helga í Korpus í síma 685020, sem lofa að segja engum frá því að þið hringduð. RIKISSPITALAR Geðdeild Landspítala Aðstoðardeildarstjóri óskast á deild 33-C, Landspítalalóð. Um er að ræða morgun- og kvöldvaktir. Nánari upplýsingar veitir Nanna Jónasdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 602600. Umsóknir sendist hjúkrunarframkvæmda- stjóra. Vífilsstaðaspítali Sjúkraliðar óskast í föst störf og í sumaraf- leysingar. Starfshlutfall er samkomulags atriði. Um vaktavinnu og fastar næturvaktir er að ræða. Nánari upplýsingar veitir Bjarney Tryggva- dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 602600. Umsóknir sendist hjúkrunarfram- kvæmdastjóra. Reykjavík, 25. mars 1990.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.