Morgunblaðið - 25.03.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.03.1990, Blaðsíða 43
OGGI SHAM .32 Hi MORGUNBLAÐIÐ ai tftflAVTU 110/ SUNNUDAGUR 25. W 43 21.30 Útvarpssagan: „Ljósið góða" eftir Karl Bjarn- hof. Arnhildur Jónsdóttir les (7). 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. (Endurtekinn frá sama degi.) 22.15 Veðurfregnir. Dagskrá morgundagsins. 22.20 Lestur Passiusálma. Ingólfur Möller les 36. sálm. 22.30 Samantekt um viðskiptabandalög i Evrópu. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. (Einnig útvarpað á miðvikudag kl. 15.03.) • 23.10 Kvöldstund í dur og moll með Knúti R. Magn- ússyni. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. Umsjón: Sigríður Ásta Árna- dóttir. (Endurtekinn frá morgni.) 1.00 Veðurfregnir. 1.10 Naeturútvarp á báðum rásum til morguns. RÁS2FM 90,1 7.03 Morgunútvarpið - Úr myrkrinu, inn i Ijósið. Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 8.00 Morgunfréttir — Morgunútvarpið heldur áfram. 9.03 Morgunsyrpa. Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir. 11.03 Gagn og gaman meðJóhönnu Harðardóttur. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir — Gagn og gaman Jóhönnu Harðardótturhelduráfram. Þarfaþing kl. 13.15. 14(03 Brot úr degi. Eva Ásrún Albertsdóttir. Róleg miðdegisstund með Evu, afslöppun í erli dagsins. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. Sigurður G. Tómasson, Þorsteinn J. Vilhjálmsson og Katrín Baldursdóttir. - Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00. - Stórmál dagsins á sjötta tímanum. 18.03 Þjóðarsálin - Þjóðfundur í beinní útsend- ingu, sími 91-686090. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Zikk-Zakk. Umsjón: Sigrún Sigurðardóttir og Sigriður Arnardóttir. Nafnið segir allt sem þarf — krassandi þáttur sem þorir. 20.30 Gullskifan: „Travel-log" með J.J. Cale. 21.00 Bláar nótur. Pétur Grétarsson kynnir djass og blús. (Úrvali útvarpað aðfaranótt miðvikudags að loknum fréttum kl. 5.00.) 22.07 „Blítt og létt...“ Gyða Dröfn Tryggvadóttir rabbar við sjómenn og leikur óskalög. (Einnig útvarpað kl. 3.00 næstu nótt á nýrri vakt.) 23.10 Fyrirmyndarfólk litur inn til Lísu Páls i kvöld- spjall. 00.10 í háttinn. Ólafur Þórðarson leikur miðnætur lög. 1.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24,00. NÆTURÚTVARPIÐ 1.00 Áfram ísland. 2.00 Fréttir. 2.05 Eftirlætislögin. Svanhildur Jakobsdóttir spjall- ar við Hjördisi Geirsdóttur söngkonu sem velur eftirlætislögin sin. (Endurtekinn þáttur frá þriðju- degi á Rás 1.) 3.00 „Blitt og létt. ..“ Endurtekinn sjómannaþátt- ur Gyðu Drafnar Tryggvadóttur frá liðnu kvöldi. 4.00 Fréttir. 4.05 Glefsur. Úrdægurmálaútvarpi mánudagsins. 4.30 Veðurfregnir. 4.40 Á vettvangi, Umsjón: Páll Heiðar Jónsson og Bjarni Sigtryggsson. (Endurtekinn þáttur frá deginum áður á Rás 1.) 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 5.01 Sveitasæla. Meðal annars verða nýjustu lög- in leikin, fréttir sagðar úr sveitinni, sveitamaður vikunnar kynntur, óskalög leikin og fleira. Um- sjón: Magnús R. Einarsson. (Endurtekið ún/al frá föstudagskvöldi á Rás 2.) 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 6.01 Á gallabuxum og gúmmiskóm. Leikin lög frá sjötta og sjöunda áratugnum. LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2 kl. 8.10-8.30 og 18.03-19.00. Útvarp Norðurland BYLGJAN FM 98,9 7.00 Morgunstund gefu'r gull i mund. Rósa Guð- bjartsdóttir og Haraldur Gíslason. Kíkt í morgun- blöðin og fréttatengd viðtöl. 9.00 Páll Þorsteinsson á morgunvaktinni. Vinir og vandamenn kl. 9.30. Veðurfréttir frá útlöndum. Uppskri.. dagsins valin rétt um 11.30. 12.00 Hádegisfréttir. 12.10 Valdis Gunriarsdóttir. Rc-cola afmæliskveðj- ur milli 13.30-14. 15.00 Ágúst Héðinsson. Maður vikunnar vaffhn i gegnum 611111. 17.00 Reykjavík síðdegis. Sigursteinn Másson. Vettvangur hlustenda, Siminn er 611111. Laufey Steingrímsdóttir: mánudagspistill um heilsu og mataræði. 18.00 Kvöldfréttir. 18.15 íslenskir tónar. 19.00 Snjólfur Teitsson. 20.00 „Fullorðni vinsældalistinn í Bandaríkjunum". Ágúst Héðinsson. 22.00 Stjörnuspeki. Gunnlaugur Guðmundsson og Pétur Steinn Guðmundsson taka hrútinn fyrir. Góður gestur lítur inn. 24.00 Freymóður T. Sigurðsson á næturvappi. Fréttir á klukkutímafresti frá 8-18. STJARNAN FM 102/104 7.00 Dýragarðurinn. Sigurður Helgi Hlöðversson. 10.00 Snorri Sturluson. Gauks-leikurinn á sinum stað, 13.00 Kristófer Helgason. Tónlist við vinnuna. Iþróttafréttir kl. 16.00. 17.00 Á bakinu með Bjarna. Nýr þáttur. Milli kl. 17-18 eru upplýsingar um hvað er að gerast í bænum. Milli kl. 18 og 19 er opnuð hlustendalin- an sem er 679102. Tekin eru fyrir málefni liðandi stundar. Bjarni Haukur Þórsson. 19.00 Darri Ólason á útopnu. Rokk-tónlist i bland við danstónlist. 22.00 Ástarjátningin! Kristófer Helgason. 1.00 Björn Sigurðsson. Næturvakt. Veðurfréttir og góð tónlist. ÚTRÁS FM 104,8 16.00 Einar Águstsson. 17.00 Guðrún Árnadóttir. 18.00 Smithereens. Umsjónarmenn eru Kristján K og Guðný M. 20.00 Allt sem framhaldsskólunum kemur við. 22.00 MS. 1.00 Dagskrárlok. AÐALSTÖÐIN FM 90,9 7.00 Nýr dagur. Eiríkur Jónsson. Frétta- og viðtals- þáttur með fréttatengdu efni. 7.30 Morgunand akt með sr. Cecil Haraldssyni. 9.00 Árdegi Aðalstöövarinnar. Anna Björk Birgis- dóttir. Ljúfir tónar i dagsins önn með fróðleiks- molum um færð veður og flug. 12.00 Dagbókin. Innlendar og erlendar fréttir. Frétt- ir af fólki, færð, flugi og samgöngum, Umsjónar- menn Ásgeir Tómasson, Þorgeir Ástvaldsson, Eiríkur Jónsson og Margrét Hrafns. . 13.00 Lögin við vinnuna. Rifjuð upp lög fjórða, fimmta og sjötta áratugsins með aðstoð hlust- enda i sima 626060. Umsjón Þorgeir Ástvalds- son. 16.00 i dag í kvöld með Ásgeiri Tómassyni. Fréttir og frétlatengt efni um málefni.liðandi stundar. 18.00 Á rökstólum. i þessum þætti er rætt um þau málefni sem efst eru á baugi hverju sinni. Við- mælendur eru oft boðaðir með stuttum fyrirvara til þess að á rökstólum séu ætið rædd þau mál sem brenna á vörum fólks i landinu. Hlustendur geta tekið virkan þátt i umræðunni í gegnum síma 626060. Umsjón Bjarni Dagur Jónsson. 19.00 Tónar úr hjarta borgarinnar. 22.00 Draumasmiðjan. Draumar hlustenda ráðnir í beinni útsendingu. Siminn 626060. Umsjón Kristján Frimann. 24.00 Næturtónar Aðalstöðvarinnar. Randver Jens- EFFEMMFM95.7 7.00 Arnar Bjarnason. 10.00 ivar Guðmundsson. 13.00 Sigurður Ragnarsson. 16.00 Jóhann Jóhannsson. 19.00 Ragnar Vilhjálmsson. 22.00 Valgeir Vilhjálmsson. Sex lög vinsæl eða líkleg til vinsælda spiluð. 1.00 Næturdagskrá. Gárur eftir Elínu Pálmadóttur * Imynd gæða- umhverfis Nefnd skipuð af forsætisráð- herra til að kynna ísland á erlendum vettvangi og efla já- kvæða ímynd þess, stóð í frétt í Morgunblaðinu á laugardags- morgun. Og fyrstu liðir á verk- efnalista hennar: 1. Að kanna hvort ísland geti orðið ímynd gæða, hreinleika og heilbrigðs umhverfis og mannlífs. 2. Að at- huga hvaða svið hérlendis geti helst þjónað ofangreindri ímynd hjá erlendum aðilum. Nefndin gerir tillögur um hvernig þróa megi nauðsynlega aðstöðu hér- lendis og af hverjum. Þennan laugardagsmorgun sat blaðalesandi norður á Húsavík á ágætri ráðstefnu Húsgulls, sam- taka um umhverfismál og gróður- vernd, og hlýddi á Tryggva Jakobsson lesa í erindi sínu um „Um- hverfismál á íslandi í al- þjóðlegu samhengi" upp úr fréttabréfi Náttúru- verndarráðs úr greininni ísland— fyrirmyndarl- andið. Þegar greinin sú birtist hafði forsætisráð- herra einmitt sl. haust boðað umhverfisráð- stefnu á íslandi og að ísland yrði kynnt sem fyrirmyndarlandið í um- hverfismálum. Ráðin sem þarna voru gefin af góð- um hug og Tryggvi var nú að minna á voru: „Ef einhver ætlar að vera til fyrirmyndar, þarf hann að breyta samkvæmt myndinni sem hann gefur af sjálfum sér. íslending- ar verða því að taka á honum stóra sínum ef þeir ætla að vera trúverð- ugir. Við hljótum öll að gleðjast yfir þessari framtakssemi ríkisstjórnarinnar að breyta ís- landi í forystu- og fyrirmyndarríki í umhverfismálum. Og verða talin upp nokkur atriði, sem nauðsyn- legt er að lagfæra áður en við förum af stað i þessu máli: 1. Ekkert ríki í Evrópu er eins illa farið af mannavöldum og Is- land. Gróðureyðing er slík, að gera verður stórfellt átak í gróð- urvernd og uppgræðslu. Hér þarf að koma á beitarstjórnun og margfalda fjármuni til þessa máiaflokks. 2. Vestræn ríki hafa sett lög og reglur um útblástur frá verk- smiðjum og bifreiðum. Hér gilda ekki slíkar reglur. Flestar verk- smiðjur senda reykinn óhreinsað- an út í andrúmsloftið og sama má segja um bifreiðar. Ef hreinsi- búnaður er á innfluttum bifreið- um, þá er hann fjarlægður. Hér er mikið verk að vinna. 3. Flest ríki Vesturlanda hafa sett reglur um hreinsun skolps og annars frárennslis, nema Is- lendingar. Hér ríkir sjónarmiðið „lengi tekur sjórinn við“ og sam- kvæmt því er allt íbúðarskolp, verksmiðjuskolp og annað frá- rennsli sett óhreinsað í sjóinn. Einnig hafa margar ár verið mengaðar á seinustu árum með óhreinsuðu skolpi frá fiskeldi, sem fengið hefur að starfa án eftirlits inni í landi. Hér veitir ekki af átaki. Nágrannaþjóðir okkar endur- vinna sitt sorp. Við urðum okkar sorp. Það sem við teljum okkur komast lengst í þessu efni er að bagga sorpið, áður en það er urð- að. Hvenær getum við farið að endurvinna sorpið, og taka þannig þátt í því að varðveita auðlindir sem endurnýja sig ekki? Hér hefur aðeins verið drepið á nokkur atriði sem við þurfum að lagfæra áður en við getum orðið forystuland á sviði umhverf- ismála. Þegar við höfum gert það, ' taka aðrir mark á okkur.“ Sem ég sat með blaðafréttina og hlust- aði á þennan upplestur í fullum sal af fólki, sem skildi þetta greinilega svo ofur vel og var þarna til að ræða stefnumörkun í gróðurvernd, virtust svörin sem nefnd á að fara að leita að, blasa við. En það er auðvitað misskiln- ingur. Þetta er ekki nefnd til að bregðast við, svo við getum náð nágrannaþjóðum og farið „að halda alþjóðlegar umhverfisráð- stefnur í samráði við erlenda og innlenda sérfræðinga og stofnanir á sviði umhverfismála og/eða umhverfissinna“. Nei, við þurfum auðvitað að kanna og finna ráð til þess að ísland geti orðið ímynd gæða hreinleika og heilbrigðs umhverfis þrátt fyrir allt og dreg-" ið að túrhesta með peninga. Það var snjallt. Fara bara í karne- valfötin eða nýju fötin keisarans. Bara að ekki komi barn og bendi! A-ha, það er ekki í neinu! En það má reyna það, eins og við aðra gestakomu, i ljóði Piets Heins í íslenskum búningi Helga Hálf- danarsonar: Allt okkar dót um borð og bekki skal burtu hrakið, svo sjáist ekki neitt sem í dagsins indælu önn er okkur nauðsyn og gleði sönn, því hér koma gestir að horfa á það hvernig við búum á þessum stað. Kannski umhverfisráðuneyti geti bætt ímyndina? Þótt Alþingi hafi ekki nema híalín til að klæða það í. Bárust einmitt af því frétt- ir á sama tíma að Alþingi ætlaði enn ekki að hafa kjark til að búa það út í slaginn til að taka á brýnu verkefnunum. Dula látin nægja. Það verður ljóst á ráðstefnu eins og þessari þarna fýrir norðan að bændur og ræktunarfólk er búið að gera það upp við sig að eitt- hvað verður að gera umfram það að búa til blæju-ímynd og kosta nokkru til. „Það eru bara alþingis- mennirnir sem ekki þora, við erum tilbúnir til að taka á og gera það sem gera þarf, lúta eftirliti eins og aðrir,“ sagði góður bóndi. Enda vanur að standa föstum fótum í raunveruleikanum — í hans veru- leika er víst svo lítið skjól í ímynd- inni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.