Morgunblaðið - 25.03.1990, Side 29

Morgunblaðið - 25.03.1990, Side 29
01' i M QRGUNBLAÐIÐ ATVINIMA/RAÐ/SMA ^tMföfkGUR-as: .maukí w9o 8$9 ATVINNU AI JGI YSINGAR m DAGVI8T BAHIMA Umsjónarfóstra óskast Dagvist barna óskar að ráða umsjónarfóstru, með daggæslu á einkaheimilum, til starfa nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar gefur deildarstjóri fagdeildar í síma 27277. I I HAGVIBKI HF SfMI 53999 Verkstæðismenn Hagvirki hf. óskar að ráða vana vélvirkja eða menn vana þungavinnuvélaviðgerðum til vinnu við Blönduvirkjun í sumar. Upplýsingar í síma 53999. Lögfræðingur Staða lögfræðings í skattadeild ríkisskatt- stjóra er laus til umsóknar. Meðal helstu verkefna er afgreiðsla ýmissa skatterinda, kröfugerð fyrir ríkisskattanefnd, ritun lögfræðilegra álitsgerða, úrskurða um skattskyldu o. fl. Nánari upplýsingar veitir Steinþór Haralds- son, yfirlögfræðingur, í síma 623300. Umsóknir er greini aldur, fyrri störf og annað er máli skiptir, berist ríkisskattstjóra, Skúla- götu 57, 150 Reykjavík, fyrir 10. apríl nk. RSK RlKISSKATTSTJÓRI Vélvirki óskast Óskum að ráða vélvirkja til starfa í fóðurverk- smiðju okkar í Sundahöfn. Starfið felst í al- mennri vélgæslu við framleiðslu á fiskafóðri. Umsóknir sendist fyrirtækinu fyrir 1. apríl nk. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Ewoshf., Korngarði 12, 124 Reykjavík. Skipstjórnarmenn Þróunarsamvinnustofnun íslands áformar að taka að sér rekstur hafrann- sóknaskips fyrir stjórnvöld í Namibíu. Skipið er á stærð við r/s Árna Friðriksson, með tvær 800 ha vélar. Stofnunin auglýsir hér með eftir skipstjóra, tveimur stýrimönnum og tveimur vélstjórum á þetta skip. Umsækjendur verða að hafa full alþjóðleg réttindi til starfanna og reynslu af fiskveiðum á stærri fiskiskipum. Góð enskukunnátta nauðsynleg. Laun og ráðn- ingarkjör eru skv. launakerfi Sameinuðu þjóð- anna. Æskilegur ráðningartími ertvö ár, með þriggja mánaða reynslutíma. Miðað er við að starfið hefjist í júní nk. að undangengnu þriggja til fjögurra vikna undirbúningsnám- skeiði. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sé skilað fyrir 15. apríl á skrif- stofu Þróunarsamvinnustofnunar íslands, Rauðarárstíg 25, Reykjavík, sími 622000. Kokkur Ertu góð eldabuska? Hefurðu gaman af börn- um? Okkur vantar ábyrgðarmann í eldhús á for- eldrarekið dagheimili í Hafnarfirði. Upplýsingar gefur Kristín í síma 53910. Smiðir framtfðarstarf Vantar smið sem fyrst í vinnu á verkstæði og við uppsetningu. Góð vinnuaðstaða. Gluggar og garðhús hf., Smiðsbúð 8, Garðabæ, sími 44300. Kringlan Starfskraftur óskast í tískuvöruverslun í Kringlunni frá kl. 9.30-13.00. Upplýsingar í síma 689225. Aðstoðarmaður Vélasalur Stórt framleiðslufyrirtæki í borginni vill ráða reglusaman og duglegan aðstoðarmann við þrif á vélum o.fl. Vaktavinna. Starfið er að- eins laust frá 1. apríl - 30. sept. nk. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir kl. 17.00 þriðjudag, merktar: „M - 7675“. Blaðamaður Blaðamaður óskast nú þegar til starfa á bæjar- og héraðsfréttablaðinu Bæjarins besta, ísafirði. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf. Nánari upplýsingar veitir Sigurjón í símum 94-4560 frá kl. 9.00-17.00 og 94-4277 á kvöldin. Fiskvinnslufólk! Óskum eftir að ráða starfsfólk í snyrtingu og pökkun, auk vinnu við flökunarvélar. Unnið eftir hópbónuskerfi. Mikil vinna framundan. Upplýsingar hjá verkstjórum í síma 52727. Sjóiastöðin hf., Óseyrarbraut 5-7, Hafnarfirði. Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahús Vestmannaeyja vill ráða hjúkrunar- fræðinga til sumarafleysinga frá 15. júní - 15. september á allar vaktir. Ennfremur næt- urvaktir, 60% starf, á deildarstjóralaunum. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 98-11955. Sjúkrahús Vestmannaeyja. HREINN Kynningarstörf Okkur vantar kraftmikið og duglegt starfs- fólk til kynningarstarfa. Um er að ræða kynn- ingar á framleiðsluvörum okkar í matvöru- verslunum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Þeir, sem hafa áhuga, vinsamlegast leggið inn umsókn með viðeigandi upplýsingum á auglýsingadeild Mbl., merktar: „NSH - 7671“, fyrir fimmtud. 29. mars nk. | g HAGVIRKI HF S(MI 53999 Tækjamenn Hagvirki hf. óskar að ráða vana tækjamenn til vinnu við Blönduvirkjun í sumar. Upplýsingar í síma 95-24085 eða 91-53999. HOTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA S HÓTEL Störf f Lóninu Óskum að ráða röskt fólk til framreiðslu- starfa í veitingasalnum Lóninu. Vaktavinna. Nánari upplýsingar um störfin veittar mánu- daginn 26. mars í síma 690199. Reykjavík Aðstoðar- deildarstjóri hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarnemar Aðstoðardeildarstjóri óskast í fullt starf frá 15. maí á heilsugæslu Hrafnistu. Sérnám í heilsugæslu eða öldrunarhjúkrun æskilegt og góð starfsreynsla. Aðstoðardeildarstjóri óskast í 80-100% starf frá 1. júní á hlýlega hjúkrunardeild með 30 vistmönnum. Hjúkrunarfræðingar eða hjúkrunarnemar óskast til sumarafleysinga. Ýmsar vaktir koma til greina. Læknafulltrúi Læknafulttrúi óskast til starfa í 100% vinnu frá maí nk. Nauðsynlegt er að læknafulltrúi hafi réttindi til starfa sem læknaritari. Starfið felur í sér ritun, skýrslugerð og umsjón með gögnum er varða vistmenn á Hrafnistu auk annarrar ritaravinnu. Æskilegt er að lækna- fulltrúi sé vanur vinnu á Machintosh tölvu. Um framtíðarstarf er að ræða. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri, ída Atladóttir, og Jónína Níelsen, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, í síma 35262 eða 689500. Innkaup Hagkaup vill ráða starfsmann í innkaupa- deild sérvöru til starfa við innkaup á fatnaði. Æskilegt er að væntanlegir umsækjendur hafi reynslu af vinnu við innkaup og af versl- un eða menntun sem tengist fatnaði. Stærstur hluti innkaupanna fer fram erlendis og því er góð enskukunnátta nauðsynleg. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist starfsmanna- stjóra á skrifstofu Hagkaups, Skeifuni 15, 108 Reykjavík, fyrir 3. apríl nk. Fyrirspurnum um starfið ekki svarað í síma. HAGKAUP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.