Morgunblaðið - 25.03.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.03.1990, Blaðsíða 15
I- MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARZ 1990 15 við nú eigum, ýmsum takmörkunum háð. „Við erum að tala um tæki, sem flýgur lengra og í verri veðr- um, tæki sem ber meira og getur flogið í einhverri ísingu og tæki, sem hreinlega passar í þetta veðra- rassgat sem við eigum heima í. Sjáðu bara,“ segir Páll við mig um leið og hann baðar höndunum upp að skrifstofuglugganum hjá sér sem vísar beint út á úfinn sjóinn. Aðeins í orði „Það hafa verið skiptar skoðanir um hvað gera eigi næst í þyrlumál- um Gæslunnar. Ákveðin hópur hallast að því að við þurfum á stærri og öflugri vél að halda og ég leyni því ekki að ég er á meðal þeirra. Talað er um að slík vél muni kosta okkur um einn milljarð. Þetta er auðvitað stór upphæð, en áherslurnar virðast vera allt annars staðar í þessu þjóðfélagi en á leit- ar- og björgunarmálum. Menn hafa í sjálfu sér áhuga á þessu málefni, en aðeins í orði, ekki á borði. Það hefur oft hvarflað að mér hversu heppnir við yrðum, ef einhveijir pólítíkusar - svo ekki sé talað um heilan stjórnmálaflokk - fengju nú allt í einu dellu fyrir björgunarmál- um, svipað og þeir hafa fengið fyrir handboltanum. Þá yrðum við ekki á flæðiskeri staddir hvað varð- ar leitar- og björgunarmál. Á hinn bóginn er gaman að finna hvað almenningur virðist hafa mikla til- finningu fyrir því sem við erum að gera, sérstaklega um fólk úti á landsbyggðinni. Hinn almenni Reykvíkingur spáir svo sem ekkert í þetta nema þá kannski þeir, sem lenda í hrakningum uppi á fjöllum. Menn keyra hér á milli húsa í bílum. Ég hef oft velt veðrinu fyrir mér. Það er eins og vond veður komi alltaf jafn flatt upp ^ menn. Við eigum heima á íslandi og hér á Suðvesturhorninu að minnsta kosti er orðið ófært um leið og hann blæs með éljagangi og Arnar- neshæðin verður að meiriháttar fjallvegi. Það er ótrúlegt hvað*menn láta veðrið alltaf hanka sig.“ Fljúgandi gjörgæsla Páll segir samstarf flugdeildar Gæslunnar við lækna Borgarspítal- ans einstakt. „Hér áður fyrr var ekkert skipulag í gangi. Ef eitthvað kom upp á, áttum við það til að fara af stað, lenda upp á Borg- arspítala og einhver á hvítum slopp með tösku undir hendinni kom hlaupandi og við af stað. Fyrir um það bil fjórum árum hófst ákveðið samstarf milli okkar og fimm harð- snúinna ungra aðstoðarlækna á Borgarspítalanum. Læknarnir höfðu mikinn áhuga á þessu starfi og stunduðu það launalaust í eitt ár. Það sýndi sig og sannaði hversu þörfin fyrir læknana var brýn þann- ig að það fengust peningar til að manna bakvaktir læknanna. Þetta eru yfirleitt reyndir aðstoðarlæknar sem eru í þessu - læknar, sem eiga eftir að fara út í sérnám. Þessi læknahópur er einstaklega sam- stilltur og áhugasamur og hafa þeir unnið af miklu harðfylgi við að eignast góð tæki til að hafa með í flugið, oftast með hjálp hagsmuna- aðila, sem styðja vilja við björgunar- starfið. Þyrian er mjög vel búin tækjum. Hún er einskonar fljúgandi gjörgæsla. Læknarnir ganga í gegnum ákveðna þjálfun hjá okkur. Þeirra þjálfun miðast að því að hægt sé að láta þá síga um borð í skip og niður á fast land. Þeir fara aftur á móti ekki í sjó og ekki um borð í gúmbjörgunarbáta. Það er ófrávíkjanleg regla.“ - Hvað ætlarðu að vera lengi í þessu? „Það er spuming hve lengi menn eiga að dinglast í þessu. Hugsaðu þér ef ég væri hjá bandarísku strandgæslunni, þá væri ég kominn á eftirlaun. Hér vinna flugmenn til sextugs og þeir, sem eru hvað ákaf- astir, geta bætt við sig tveimur árum til viðbótar. Það á enginn heima í þyrluflugi á þeim aldri. Það er deginum ljósara að aidurinn fer með ákveðna þætti. Maður er Farið var út á sundin með Henry A. Hálfdanarsyni, skipi Slysavarnafélags íslands. Magni Óskarsson spilmaður ásamt tveimur nemend- um Verkmenntaskólans um borð í þyrlunni eftir að þeir voru hífaðir úr sjó. Þyrla Landhelgisgæslunnar er búin fullkomn- ustu tækjum, sem völ er á, en er þó háð ýmsum takmörkunum. Björgun blaðakonunnar tókst með hinum mestu ágætum. Magni sigmaður og Kristján spilmaður unnu vel saman, eins og sjá má á myndinni. Páll flugstjóri segir að samvinna áhafiiarinnar — flugmanna, spilmanns og sigmanns — sé afar mikilvæg. Starf flugdeildar Gæslunnar sé eðlilegur afrakstur þeirrar miklu þjálf- unar, sem átt hefúr sér stað á undanförnum árum. Abjörgim- ARÆFMGI} NEÐ GISLIWI MÉR var sagt að hitta hann Höskuld um borð í Sæbjörgu, skipi Slysavarnaskóla sjómanna, klukkan tólf síðastliðinn fostu- dag. Ég yrði að fá eina hífingu úr því ég væri á annað borð að fjalla um Gæsluna. „Þú getur þá séð hvernig við vinnum," hafði Páll sagt við mig. „Þú gallar þig um borð í Sæbjörgu, síðan mun Henry A. Hálfdanarson sjá um að feija þig út á sundin og þar verður þér bjargað úr gúm- báti um borð í þyrlu Landhelgis- gæslunnar. Þetta verður ekkert vandamál. Við komum um eitt- leytið," hafði Páll fullvissað mig um. — Þú heldur sem sagt að þetta yerði örugglega í lagi? „Engin spurning.“ Inorðan fimmtán hnútum, aðeins öldugjálfri en björtu veðri hélt. ég af stað út á sundin ásamt nokkrum vélstjóraefnum úr Verk- menntaskólanum á Akureyri. Hö- skuldur Einarsson stjórnaði mann- skapnum. „Þið þrír eigið að fara í sjóinn, þið tveir eigið að vera fram á og taka á móti börum og sig- manni og þið strákar eigið að fara i gúmbátinn," sagði Höskuldur við þriðja hópinn um leið og hann gaf mér bendingu um að bíða ögn. Þyrlan kom á tilsettum tíma og framkvæmdar voru hinar ýmsu björgunaræfingar, sem gengu fljótt og snurðulaust fyrir sig. Landhelgisgæslan eignaðist þyrluna fyrir rétt rúmum fjórum árum. Segja má að þá hafi orðið ákveðin kaflaskipti hjá stofnuninni enda hafa áhersluþættirnir verið að breytast. Hlutverk þyrlunnar nú er fyrst og fremst leit og björgun. í öðru lagi er hlutverk hennar gæsla og eftirlit og í þriðja lagi er sá þáttur sem iýtur að verkefnum fyrir opinberar stofnanir. Þjálfun áhafna miðast við þessa þætti og það er æft stíft með það í huga. „Jæja, nú er komið að blaðakon- unni. Hoppaðu nú yfir í þennan bát,“ sagði Höskuldur um leið og hann renndi rennilásnum á flotgall- anum mínum þétt upp að andlitinu og þar með var minn reynslutími runninn upp. Báturinn flutti mig yfir að gúmbjörgunarbáti, svipaðan þeim sem tíðkast um borð í fiski- skipum, og í hann átti ég að stökkva ásamt einu vélstjóraefninu úr Verkmenntaskólanum, sem, að beiðni Höskuldar, átti að gæta mín. Við lentum á rennblautum gúmbotninum og biðUm þar Magna Oskarssonar sigmanns hjá Land- helgisgæslunni sem augsýnilega vissi hvað hann var að gera. Eftir að hann hafði komið björgunar- lykkju utan um mig, gaf hann spilmanninum í túmum, Kristjáni Þ. Jónssyni, merki um að allt væri í stakasta lagi og við hófumst á loft. Augnabliki síðar var ég komin um borð í þyrluna heilu og höldnu, eins og Páll hafði lofað, en hann var sjálfur flugstjóri í ferðinni og sat fram í ásamt Hermanni Sig- urðssyni flugmanni. Eftir að við lentum á Reykjavíkurflugvelli hélt áhöfn vél- arinnar fund þar sem rætt var um æfinguna. „Við reynum alltaf að leita uppi það sem úrskeiðis fer, en ég held að segja megi um þessa æfingu að hún hafi verið svona týpísk og hafi gengið ofur eðlilega fyrir sig,“ sagði Páll. ekki eins fljótur að hugsa og ekki eins flinkur þegar aldurinn færist yfir, stirðari og hlutirnir verða erfið- ari en áður. En brauðstritið bíður eftir sem áður. Ég get ékki neitað því að ég er farinn að líta Fokker- inn hýrari auga en áður. Með allri virðingu fyrir Fokker- flugmönnunum, þá er þeirra starf snöggtum rólegra og þægilegra en starf þyrluflugmannsins. Þeir mæta í vinnuna með sínar töskur, á dönsk- um skóm með hvítt um hálsinn, setjast um borð í Fokkerinn, fljúga út á haf í fimm til sex tíma í reglu- bundið eftirlitsflug og koma svo heim. Við höfum verið að reyna að skiptast á, en það hefur gengið erfiðlega af ýmsum ástæðum. Við erum hér nokkrir sem erum meira og minna bundnir við þyrluna." - En hvað um námið, ég frétti að þú værir í skóla. Er eitthvað til í því? „Já, ég hef lengi verið bókaoi-m- ur, sérstaklega á veturna. Ég _er ekki mikill vetraríþróttamaður. Ég nenni því einfaldlega ekki. Við erum sögð mikil bókaþjóð, er það ekki? Að minnsta kosti grobbum við okkur af því og ég kann ágætlega við mig heima með góða bók. Ég veit samt ekki hvort það flokkast undir fagurkera eða pjattrófu, en ef mér finnst bók góð og mig lang- ar til að eiga hana, vil ég að hún sé jafnframt falleg útlits. Hjá mér hefur bókband lengi verið áhuga- mál. Ég fór á námskeið hjá Mynd- lista- og handíðaskólanum sem síðar var lagt niður. Hinsvegar settist ég á skólabekk í Iðnskólan- um, í öldungadeild í bókaiðn haus- tið 1988. Ég er nú á minni fjórðu önn og ef allt fer samkvæmt áætlun tek ég fyrri hluta sveinsprófs í vor.“ - Ætlarðu þá að starfa við bók- band í ellinni? „Já, eða jafnvel fyrr. Sko, flug- menn eru þannig settir að eiga allt sitt undir góðri heilsu. Við förum í læknisskoðun á sex mánaða fresti þannig að segja má að við séum eiginlega alltaf á hálfs árs víxlum í okkar starfi. Þó að ég hafi mjög gaman af bókbandi og sé þeirrar gæfu aðnjótandi að geta lært þetta meðfram mínu starfi, þá er ég með það svona hálft í hvoru á bak við eyrað að myndi ég einhverra hluta vegna missa skírteinið, þá yrði styttra í eitthvert annað starf.“ - Hvað um önnur áhugamál, stundarðu laxveiði? „Nei, það geri ég ekki. í þeim efnum er ég líklega algjör nirfíll. Ég kann ekkert að fara með pen- inga, en laxveiði hef ég aldrei tímt að stunda. Mér finnst þessi lax- veiðipólítík alveg fáránleg. Ég læt mér hinsvegar silungsveiðar nægja og reyni á hveiju sumri að fara í slíka veiði. Einu sinni var ég líka ansi góður gæsaveiðimaður. Ég var til dæmis hagvanur austur í Gunnarsholti og þekkti þar vel til flugleiða gæsanna. Svo megum við ekki gleyma aðalhobbýinu, en það er góður matur. Ég held ég sé ágæt- is kokkur, þó ég segi sjálfur frá, og ef ég heyri að verið er að lesa upp girnilega uppskrift á útvarps- stöðvunum á ég það til að hlaupa til og skrifa hana niður og jafnvel að prófa hana.“ - Hvernig stjórnanda álítur þú þig vera? „Ég veit ekki, en miðað við það sem þessir strákar hér eru tilbúnir til að gera fyrir mig, jafnvel þvert á alla samninga, held ég i það minnsta að ég sé góður yfirmaður. Mér finnst þeirra framkoma gagn- vart mér endurspegla það. Mitt aðalsmerki er þó stundvísi og við göngum hér allir í takt. Hér er ekkert pýramídaskipulag; Þeir vaða eld og reyk fyrir mig. Ég hlýt að vera góður yfirmaður. Ég get stokkið upp á nef mér og verið ofboðslega hávær ef út í það er farið, en ég erfi ekki nokkurn hlut við nokkurn mann. Þetta er rokið úr mér samstundis. í mínu starfi er afar mikilvægt að halda ró sinni og jafnaðargeði þegar mest ríður á,“ segir Páll Halldórsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.