Morgunblaðið - 25.03.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.03.1990, Blaðsíða 18
MOKGUN'BIiAÐTÐ SUNNUDAGUK 25. MÁRZ 1990 SMÁÞJÓÐIRNAR VIÐ EYSTRASALT Á TORSÓTTRILEIÐ TIL FRELSIS ettir Guðm. Halldórsson SPENNAN í sambúð Eystrasaltsþjóðanna og sovézkra stjórnvalda hefúr aukizt jafiit og þétt síðan 7. desember. Þann dag samþykkti þingið (Æðsta ráðið) í Litháen með 243 atkvæðum gegn einu að aftiema valdaeinokun komm- únistaflokksins. Þar með varð leyfílegt að stofiia flokka, samtök og Qöldahreyfingar í Litháen og lýðræði virtist hafa haldið innreið sína í Sovétríkjunum. Seinna í mánuðinum sam- þykktu litháískir komm- únistar að qúfa tengslin við Kommúnistaflokk Sovétríkjanna. í janúar fóru Lettar að dæmi Litháa og Eistlendingar fetuðu í fótspor ná- granna sinna. Þar með stigu þessar þjóðir fyrstu skrefin í átt til lýðræðis og pólitísks sjálfstæðis. Umbótahreyfíngin Sajudus tryggði sér öruggan þingmeirihluta í fyrstu frjálsu kosningunum í Lithá- en í meira en hálfa öld og þingið í Litháen lýsti yfir sjálfstæði landsins og aðskilnaði þess frá Sovétríkjunum 11. marz. Fyrsti þáttur upplausnar rússneska heimsveldisins virtist haf- inn, en þegar frambjóðendur þjóð- fylkinga unnu yfirburðasigur í þing- kosningum í Lettland og Eistlandi fyrir viku hafði afstaða sovézkra stjórnvaida harðnað. Fulltrúaþing Sovétríkjanna lýsti sjálfstæðisyfirlýsingu Litháa ómerka og Míkhaíl Gorbatsjov forseti veitti þeim þriggja daga frest til að aftur- kalla hana. Til að sýna að alvara væri á ferðum efndu Rússar til her- æfinga í Litháen, en Vytautas Lands- bergis forseti hafnaði kröfu Gor- batsjovs. Gorbatsjov skipaði stjóm sinni að sjá til þess að Litháar afturkölluðu sjálfstæðisyfirlýsinguna og öryggis- gæzla Rússa við helztu mannvirki í Litháen var aukin á þeirri forsendu að sovézk Iög væru þar enn í gildi, en Litháar telja öli mannvirki og atvinnustarfsemi í lýðveldinu sína eign samkvæmt alþjóðalögum. Eduard Shevardnadze utanríkis- ráðherra lýsti því yfir að ekki kæmi til mála að beita hervaldi í Eystra- saltsríkjunum, en þróunin vakti ugg, m.a. í Washington. George Bush forseti kvaðst þess fullviss eftir samtal við Gorbatsjov að Rússar vildu friðsamlegar breytingar í Lithá- en og hvatti til viðræðna. Gorbatsjov hafði hafnað hugmyndum um „form- legar viðræður" við Litháa, en boðizt til að ræða við þá óformlega. Yfirvöld í Litháen hófu skráningu sjálfboðaliða til að taka við landa- mæravörziu, en Gorbatsjov skipaði Litháum að hætta henni, láta af hendi öll skotvopn og leggja niður þjóðvarðsveitir. Reglur um ferðir útlendinga og landamæragæzlu voru hertar. Litháar hunzuðu skipanirnar og þing þeirra sakaði Rússa um að undirbúa valdbeitingu. Litháískt stórveldi Eystrasaltsþjóðirnar þekkja yfir- leitt ekki annað en erlenda kúgun. þegar þær hlutu sjálfstæði 1918 höfðu þær lotið erlendri stjórn' öldum saman og þær kynntust ekki lýðræði fyrr en á millistríðsárunum. Litháen var stórveldi fyrr á öldum, en Eist- lendingar og Lettar höfðu aldrei farið með stjórn eigin mála. Hins vegar hafði þjóðunum tekizt að varð- veita tungu sína og menningu. íbúar Eystrasaltslandanna eru 7,9 milljónir - álíka margir og íbúar Ir- lands og Finnlands til samans. Lönd- in eru 174.000 ferkílómetrar að flat- armáli - eins stór og Sviss og Grikk- land til samans og 70.000 ferkíló- metrum stæiri en ísland. Þau eru aðeins 0,78% af flatarmáli Sovétríkj- anna og íbúarnir aðeins 2,8% af íbú- um Sovétríkjanna. Mikilvægi þeirra stafar af legu þeirra milli Rússlands og Vesturlanda eins og umbrotasöm saga þeirra sýnir. Flestir Litháar eru rómversk- kaþólskir og tunga þeirra, sem er indó-evrópsk, er eitt elzta núlifandi tungumál í Evrópu. Höfðinginn Mindaugas sameinaði heiðna ætt- flokka Litháens um miðja 13. öld til að veijast árásum þýzkra riddara. Litháar tóku kristni 1387, síðastir Evrópuþjóða, og stórhertogi þeirra, Jagielio, varð konungur Póllands þegar hann kvæntist pólsku drottn- ingunni Jadwiga [Hedwig]. í lok 14. aldar var Litháen eitt stærsta og voldugasta ríki Evrópu undir forystu Algirdas stórhertoga. Það náði frá Eystrasalti tii ávarta- hafs og borgirnar Kiev og Smolensk voru innan marka þess. Höfuðborgin var Vilna (Vilnius). Litháum tókst að hrinda árásum Mongóla, Tevt- ónsku riddaranna og Rússa, en veidi þeirra hnignaði þegar stórhertoga- dæmið Moskovía færði út kvíarnar. Eistlendingar mótmæla í Tallinn: í fararbroddi aðskilnaðarstefnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.