Morgunblaðið - 25.03.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.03.1990, Blaðsíða 32
•0(íl v£Jl.AM HUÖACIUHVIU3 32______ MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 25. MARZ 1990 ATVINNUA UGL YSINGAR Afgreiðslustörf Starfskrafta vantar í afgreiðslustörf í kven- fataverslun. Vinnutími kl. 10-14 og 14-19. Umsækjendur sendi upplýsingar um aldur og fyrri störf á auglýsingadeild Mbl. fyrir 28/3, merktar: „Sölukonur - 7672“. Kvöld- og helgarvinna óskast 38 ára karlmaður óskar eftir kvöld- og helgar- vinnu. Mjög margt kemur til greina. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir fimmtudaginn 29. mars merkt: „Z - 12017". Framkvæmdastjóri Viljum ráða framkvæmdastjóra til starfa hjá okkur strax. Umsóknir sendast auglýsingadeild Mbl. merktar: „H - 3948“. Stjórn knattspyrnudeildar Hauka. Matreiðslumaður - Afgreiðslumaður Sláturfélag Suðurlands óskar eftir að ráða í eftirtalin störf sem fyrst: 1. Matreiðslumann til sölustarfa. Um er að ræða starf við sölu á framleiðsluvörum félagsins og er vinnutími 4-5 tímar á dag, fyrri hluta dags. Laun byggjast á árangri í starfi auk kauptryggingar. 2. Starfsmann til afgreiðslustarfa í frysti- húsi félagsins á Skúlagötu 20, Reykjavík. Upplýsingar um framangreind störf veitir starfsmannastjóri á Frakkastíg 1, Reykjavík. Staða sendikennara í íslensku við háskólann íKiel Staða sendikennara (lektors) í íslensku við háskólann í Kiel í Vestur-Þýskalandi er laus til umsóknar frá 1. október nk. Staðan er veitt til 3-4 ára. Kennaranum er ætlað að kenna íslenskt mál á öllum stigum, en auk þess getur verið um valfrjálsa bókmennta- kennslu að ræða. Krafist er B.A. prófs í íslensku og æskilegt er að umsækjandi hafi lokið kandídatsprófi í íslensku og hafi búið undanfarin ár hér á landi. Nokkur kunnátta í þýsku er einnig nauðsynleg. Laun eru greidd skv. launataxta opinberra starfsmanna í Vestur-Þýskalandi og nema þau nú 2.500,- til 4-.000,- þýskum mörkum á mánuði (að sköttum frádregnum - nákvæm upphæð ræðst m.a. af fjölskyldustærð). Umsóknir um stöðuna skulu hafa borist heimspekideild Háskóla íslandsfyrir 15. apríl nk., en þar má einnig fá nánari upplýsingar um starfið. Umsókn fylgi upplýsingar um nám og fyrri störf, svo og fræðileg verk sem umsækjandi óskar eftir að lögð verði til grundvallar við mat á umsókn. Hjúkrunarfræðingar Sumarafleysingar vantar á allar legudeildir Sjúkrahúss Akraness. Vinnuaðstaða er mjög góð. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri, sími 93-12311. ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI Hjúkrunarfræðingar Staða hjúkrunarfræðings við lyflækninga- deild er laus nú þegar eða eftir samkomu- lagi. Deildin er 29 sjúkrarúm. Starfsemi deild- arinnar er mjög fjölbreytt auk þess sem við erum með bráðamóttöku fyrir Hafnarfjörð og nágrenni. Þróun hjúkrunar er góð, bæði hvað varðar fræðslu til sjúklinga og skrán- inga hjúkrunarmeðferðar. Einnig óskast hjúkrunarfræðingar og/eða hjúkrunarnemar til sumarafleysinga. Boðið er uppá góða aðlögun sem felur í sér fræðslu og ganga vaktir með vönum hjúkr- unarfræðingum. Sjúkraliðar Staða sjúkraliða við lyflækningadeild er laus nú þegar eða eftir samkomulagi. Einnig óskastsjúkraliðartil sumarafleysinga. Boðið er uppá góða aðlögun og fræðslu. Röntgentæknar Staða röntgentæknis við röntgendeild spítal- ans er laus nú þegar eða eftir samkomu- lagi. Deildin er búin nýjum tækjum og hefur góða starfsaðstöðu. Upplýsingar um ofangreindar stöður veitir hjúkrunarforstjóri, Gunnhildur Sigurðardótt- ir, í síma 54325. m BORGARSPÍTALIMN Hjúkrunarfræðingar Lyflækningadeild. Hjúkrunarfræðingur ósk- ast á næturvaktir á deild A-6. Tímabundin ráðning kemur til greina. Skurðlækningadeildir. Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga á deild A-3, A-4 og A-5. Ýmiss konar vaktafyrirkomulag kemur til greina. Sjúkraliðar Skurðlækninga- og lyflækningadeildir. Örfáar stöður sjúkraliða eru lausar til um- sókna. Upplýsingar veitir Erna Einarsdóttir, hjúkr- unarframkvæmdastjóri starfsmannaþjón- ustu, í síma 696356. Meinatæknar Staða meinatæknis við rannsóknadeild er laus nú þegar. Um er að ræða 60% starf við HIV- og hepatítísrannsóknir. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir og for- stöðumeinatæknir í síma 696600. Aðstoðarlæknar Aðstoðarlækna vantar á skurðlækningadeild sem fyrst. Nánari upplýsingar hjá Gunnari Gunnlaugs- syni, yfirlækni. Afgreiðslustarf Starfskraftur óskast. karl eða kona, til af- greiðslustarfa í húsgagnaverslun. Hálfs- eða heilsdagsstarf. Æskilegur aldur 30-50 ára. Tilboð sendist auglýsingadeild Morgunblaðs- ins merkt: „H - 4131“. Vélfræðingur 33 ára vélfræðingur óskar eftir framtíðar- starfi í landi. Hef góða starfsreynslu bæði til sjós og lands. Upplýsingar í síma 672645. Starf við símavörslu Stórt þjónustufyrirtæki í miðborginni vill ráða símadömu til starfa fljótlega. Eingöngu er um að ræða símavörslu. Viðkomandi þarf að hafa góða framkomu og þægilega rödd, vera stundvís og þolinmóð og hafa í sér þjónustuiund. Starfsreynsla er æskileg. Unnið er við fullkomið tölvusíma- borð. Vaktavinna. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar. Umsóknarfrestur er til 30. mars. GijðntTónsson RÁÐGJÓF &RÁÐNI NCARMÓN LISTA TJARNARGÖTU 14, .101 REYKJAVÍK, SÍMI 62 13 22 Aðalbókari Starf aðalbókara hjá Ólafsvíkurkaupstað er laust til umsóknar. Laun samkvæmt kjara- samningum opinberra starfsmanna. Reynsla í færslu bókhalds og tölvuvinnslu er nauðsyn- leg. Allar nánari upplýsingar veita bæjarstjóri eða bæjarritari í síma 93-61153. Bæjarstjórinn 7 Ólafsvík. Tæknimenn -tölvubúnaður Vegna aukinna umsvifa auglýsir Örtölvu- tækni Tölvukaup hf. eftir tæknimönnum í eftirtalin störf. .1 Þjónustumann á hugbúnaðarsviði. Við óskum eftir að ráða tölvunarfræðing eða starfsmann með tilsvarandi mennt- un til að annast þjónustu, kennslu og uppsetningu á hugbúnaði. Við leggjum áherslu á að viðkomandi hafi þekkingu og reynslu á hugbúnaði frá Microsoft, Novell og Wordperfect ásamt stýrikerfunum Unix, OS/2 og Dos. 2. Þjónustumann á vélbúnaðarsviði. Við leitum að manni sem hefur góða reynslu í viðgerðum, viðhaldi og bilana- leit á mismunandi rafeinda- og tölvubún- aði sem fyrirtækið selur. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu okkar í Skeifunni 17. Umsóknum ber að skila fyrir 2. apríl nk. Allar nánari upplýsingar veitir Jón Kristinn Jensson. We ÖRTÖLVUTÆKNI11 Tölvukaup hf., Skeifunni 17, s. 687200, telefax 687260.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.