Morgunblaðið - 25.03.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.03.1990, Blaðsíða 37
Kveðjuorð. MOMUNBLAÐIÐ MIIXIINIINGAR SUNNUDAGUR 25. MAHZ 1990 37 Valdimar Jónsson, Kolþernumýri Fæddur 5. febrúar 1900 Dáinn 12. janúar 1990 Nú er hann Valdi frá Mýri dáinn. Okkur bræðrum langar að minnast hans með fáeinum orðum. Hann lést 12. janúar á sjúkrahúsinu á Hvamm- stanga. Á unga aldri fór hann í fóst- ur til afa síns og ömmu, þeirra Árna Bergþórssonar og Guðríðar Jóns- dóttur, sem bjuggu á Kolþernumýri í Vesturhópi. Þegar afi var 25 ára tók hann við búskapnum og giftist ári seinna Rannveigu S. Þórðardóttir frá Vogum við ísafjarðardjúp en hún lést árið 1960. Afi og amma eignuð- ust fjögur börn, þau eru Ólöf, Guð- jóna Ragna, Kristjana Alda og Þórð- ur Kristján. Dóu Kristjana og Þórður ung. Afi var bóndi í 45 ár á Kol- þernumýri. Og þar er okkar besta minning um afa, þegr við vorum sem strákar í sveitinni hjá honum. Bú- skapurinn var stundaður án nútíma vélvæðingar að mestu leyti. Afi var bóndi með sauðfé, hesta og kýr, þeg- ar ekki þurfti að hugsa um kvóta, kjötfjöll og aðra offramleiðslu. Enda skipaði landbúnaður hærri sess og meira máli fyrir þjóðarbúið áður fyrr og hefur mikið breyst frá því afi tekur við búskap 1925. Það var mjög gaman hjá okkur bræðrunum að vera í sveitinni, mikið var að gerast og margt hægt að gera og erum við þakklátir að hafa fengið að vera hjá honum þessi síðustu ár sem hann stundaði búskap. Afi var gestrisinn og hafði gaman af öllum sem komu í heimsókn. Smalamennskan er okkur minnis- stæð þegar afi fór á Bleik að smala heimalöndin eða fór í göngur. Var hann gangnastjóri í Þverárfjalli og afréttum í mörg ár. 1970 hætti afi búskap og fluttist suður til dóttur sinnar, Ólafar, og bjó hjá henni. Þegar við hittumst eftir að afi kom suður barst talið alltaf að sveitinni, hvernig veiðin var síðast í vatninu, síðustu ferð norður. Árið 1980 fór hann norður og lagðist inn á sjúkra- húsið á Hvammstanga heilsunnar vegna. Þar dvaldi hann síðustu ævi- árin. Við minnumst hans með hlýju og þakklæti fyrir að hafa fengið að vera á sumrin með honum í sveit- inni. Við biðjum Guð að annast hann í sinni sveit. Valdimar Hilmarsson, Höskuldur Hilmarsson, Þór Ingi Hilmarsson. Guðrún Jónsdóttir Staðarbakka — Kveðja Fædd 13. nóvember 1935 Dáin 6. marz 1990 Fyrstu kynnin mín af Guðrúnu voru er við lágum saman á sæng á sjúkrahúsinu á Hvammstanga í mars 1958. Við eignuðumst báðar yndis- lega vel skapaða drengi ég 5. marz en hin 6. marz. Við vorum alsælar með litlu dreng- ina okkar, vorum báðar búnar að eignast heilbrigðar dætur. Við þökk- uðum Guði fyrir að eignast heilbrigð böm því að það er ekkert sjálfsagt að eignast rétt sköpuð börn. Við ræddum mikið um uppeldi barnanna, hvað þeim væri fyrir beztu. Kom okkur saman um að kenna þeim til- litssemi, allar þær bænir sem við kunnum, gefa þeim notalegt heimili og reyna að vernda þau frá því illa. Eins og við vitum þá eru það tvö öfl sem að togast á, og var það okkar heitasta ósk að það góða hefði yfir- höndina. Það sem mér kom fyrst í hug er ég frétti andlát kunningja- konu minnar Guðrúnar, Guð er góður að láta hana ekki kveljast lengur. Hún fékk banvænan sjúkdóm sem uppgötvaðist í janúar og mannlegur máttur réði ekki við að lækna. En svona er lífið. Guð gaf og Guð tók, þetta er lífsins saga og áreiðan- lega það eina örugga í lífinu. Við óttuðumst ekki dauðann, en þó áttum við sameiginlega eina stóra ósk og hún var sú að við gætum komið okk- ar börnum til manns áður en við færum úr efnislíkamanum yfir í et- erlíkamann. Guðrún giftist ágætis manni Magnúsi Guðmundssyni bónda Stað- arbakka Miðfirði Vestur-Húnavatns- sýslu. Eignuðust þau 7 börn, eina dóttur átti hún áður. Eru þau öll duglegir þjóðfélagsþegnar. Eg vona að góður Guð verði þeim og Magnúsi styrkur í þeirra miklu sorg og ég veit að börnin eiga eftir að vera pabba sínum hjálpleg í bú- skaj)num. Eg kom einu sinni í heimsókn að Staðarbakka. Það var farið að hausta, en veðrið var yndislegt, glampandi sól en smá andvari. Við fengum okkur göngutúr út á tún og niður í rófugarð. Það var gott að anda að sér hreinu sveitaloftinu. Guðrún tók upp rófur stórar og fall- egar og setti í poka sem við bárum á milli okkar heim í bæ. Hún gaf mér hluta af þeim í nesti er ég fór heim um kvöldið. Var ég þá búin að eiga ánægjulegan dag á heimili henn- ar. Töluðum við um allt milli himins og jarðar yfir rjúkandi kaffi og alls- konar góðgæti er hún bar á borð. Þessi dagur var allt of fljótur að líða og ætluðum við svo sannanlega að endurtaka þetta að eiga svona nota- lega stund saman heima hjá henni, en því miður varð aldrei neitt úr því. En hún stóð sig mun betur í því að heimsækja mig. Það var alltaf jafn kærkomið að fá hana í heimsókn því mér fannst oft eins og sólskin umlyki hana, svo bjart var yfír henni. Við skildum vel hvor aðra. Við vorum m.a. báðar mjög mótfallnar áfengum drykkjum og báðum einætt fyrir þeim sem að ánetjuðust því. Eg veit að Guðrún hefur fengið góða heimkomu, kveð ég hana með versi eftir H.P. Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér. Vaka láttu eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar lif, sé hún ætið í þinni hlíf. Guð blessi minningu Guðrúnar Jónsdóttur. Hildur Kristín Jakobsdóttir Hvoli, Hvammstanga. t Systir okkar, GUÐRÚN JÓNASDÓTTIR frá Litladal, til heimilis á Grettisgötu 55c, Reykjavík, andaðist föstudaginn 23. mars. F.h. vandamanna, - Ásta og Sigurbjörg Jónasdætur. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA BOGEY FINNBOGADÓTTIR, sem lést 8. mars í Gautaborg verður jarðsungin frá litlu Fossvogs- kapellunni þriðjudaginn 27. mars kl. 15.00. Petter A. Tafjord, Halla Jóhannsdóttir, Jóna Valdís Tafjord, Birgir Vilhjálmsson, Guðmundur R. J. Guðmundsson, Sólveig Þórðardóttir, Helga Andrea Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför ástkærs föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐBJÖRNS KJARTANSSONAR bifvélavirkja, Karlagötu 6, Reykjavík, verður gerð frá Fossvogskapellu mánudaginn 26. mars kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á að láta Sjálfsbjörg, félag lamaðra og fatlaðra, njóta þess. Auður Guðbjörnsdóttir, Ása Guðbjörnsdóttir, Þorbjörn Runólfsson, Þorlákur Asgeirsson, Guðrún, Dagný, Sævar, Guðbjörg, Erla, Ásgeir, Kristin, Vilhjálmur, Bjarni og barnabarnabörn. t Móðursystir mín, KRISTÍN EYJÓLFSDÓTTIR frá Þurá, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 22. mars. Hulda Sveinsdóttir. t HAUKUR ÞORLEIFSSON, fyrrverandi aðalbókari, Rauðalæk 26, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 27. mars kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Styrktarsjóð Landakotsspítala og Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Ásta Björnsdóttir, Gunnar Már Hauksson, Þorleifur Hauksson, Halla Hauksdóttir, Nanna Þórunn Hauksdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINBJÖRN K. ÁRNASON, kaupmaður, Hávallagötu 35, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 27. mars kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameins- félagið. Stefanía Sveinbjörnsdóttir, Karólína B. Sveinbjörnsdóttir, Erna S. Mathiesen, Einar Þ. Mathiesen, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN Ö. ÁGÚSTSSON skipstjóri frá Sigurvöllum, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju þriðjudaginn 27. mars kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Sjúkrahús Akraness eða Dvalarheimilið Höfða. Fyrir hönd vandamanna, Björnfríður Björnsdóttir, Oddur Gislason, Ágústa S. Björnsdóttir, Magnús Ingi Hannesson, -- Ólína Sigþóra Björnsdóttir, Ólafur Jónsson, Ólöf G. Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSTRÍÐAR ÁRNADÓTTUR, Suðurgötu 115, Akranesi, Ingvar Sigmundsson, Steinunn Kolbeinsdóttir, Árný Kristjánsdóttir, Helgi Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, syst- ur, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR ÓSKARSDÓTTUR, Hringbraut 36, Hafnarfirði. Erla Stringer, Gerald Stringer, Sigriður Sverrisdóttir, Gunnar Hilmarsson, Lilja Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar hjartans þakkir sendum við öllum þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur sam- úð, vinarhug og hjálpsemi við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, sonar, bróður og tengdasonar, BENEDIKTS RÚNARS HJÁLMARSSONAR, Sandabraut 16, Akranesi. Sérstakar þakkir til Jaðarsbakkabræðra, knattspyrnufélags ÍA og mfl. kvenna ÍA. Þið hafið veitt okkur ómetanlegan styrk. Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur góða daga. Friðgerður Bjarnadóttir, Kolbrún Benediktsdóttir, Asta Benediktsdóttir, ívar Örn Benediktsson, foreldrar, systkini, tengdamóðir og aðrir vandamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.