Morgunblaðið - 25.03.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.03.1990, Blaðsíða 16
16 MÓTEL ÖÐK Sparidagar Bænadagar 11.-14. aprd Gestgjafi: Hermann Ragnar Stefánsson með fjölbreytta dagskrá PÁSKAR 14.-17. aprd Fjölskyldudagar: • Frá eldhúsinu gómsætir hátíðarréttir. • Vilberg Viggósson með léttklássiska hádegis- píanótónleika frákl. 13.00-13.30 laugardag •Tískusýning. • Teiknikeppni barnanna. • Þátttakendur fá Arkar-Kjörís. • Píanóbar u m helgina. • Hestaleiga. Föstudagurinn langi Ferskur aspas m/kryddjurtarrjóma óg rcekjum Steiktur hafbeitarlax m/piparrótasósu ogkavíar Ferskir ávextir med Romanoffsósu Laugardag Tcer skelfisksúpa med smjördeigs/oki Kryddbakaöurfylltur grísahryggur med gráðosli Creame eu Carmel Páskadagur Heitt skelfisksalat m/hvítlauk ogpasta Krydd/egið hreindýraragú m/pomm. Bemy Ferskir ávextir með Romanoffsósu Verð: 2 nœtur kr. 5.700,-* 3 nœtur kr. 8.500,-* 4nœtur kr. 11.400,-* 5 nœtur kr. 12.500,-* * pr. mann í 2ja manna herb. Innifalið í verði: gisting, morgunverður og kvöldverður Munið vinsœlugjafakortin f HÓTELÖRK - Sfmi: sa. 98-34700 IV ÍVfÖRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MÁRZ: 1990 Leikur forma og lita Myndlist Bragi Asgeirsson í Ásmundarsal við Freyjugötu stendur nú yfir og fram á sunnudagskvöld 25. þ.m. sýning á 14 olíumál- verkum eftir Margréti Zóp- hóníasdóttur. Myndlistarkonan hefur hlotið menntun sína í Listiðnaðarskól- anum í Kaupmannahöfn (Skolen for Brugskunst) þar sem hún dvaldi á árunum 1977-198T en var áður í tvo vetur í MHI og þar áður sótti hún Myndlistar- skóla Reykjavíkur í þijú ár. Þetta er fyrsta einkasýning Margrétar en áður hefur hún tekið þátt í nokkrum sýningum. Einnig er þetta í fyrsta skipti sem Margrét kynnir sig af fullum krafti sem málari en áður hefur hún aðallega vakið athygli með grafíkverkum, sem hafa stungið nokkuð í stúf við vinnubrögð annarra á því sviði. Það er fyrst og fremst liturinn sem tekur hug Margrétar allan um þessar mundir og þær form- anir sem hún nær að töfra fram við beitingu pentskúfsins og hvers konar tilfallandi línuhrynj- andi. Sú leið sem gerandinn velur er mjög algeng um þessar mund- ir og er einn angi nýja málverks- ins svonefnda, en jafnframt er í málverkum hennar viss ljóðræna, sem leiðir hugann að ýmsum hlið- um abstraktmálverks sjötta ára- tugarins. Liturinn er tvímælalaust sterk- asta hlið Margrétar enn sem komið er og henni tekst að bregða upp mjög sannfærandi vinnubrögðum í einstaka mynd svo sem „Línudans" (2), sem er sér á báti á sýningunni fyrir hnit- miðaða útfærslu. Þá er málverkið „Feluleikur" (4) formrænt séð heilsteyptasta mynd sýningar- innar að mínu mati, en þar er súla eða hluti af hofi aðalformið, en þennan leik hefur maður séð fulloft hjá öðrum. En hvað tjá- kynngi snertir beindist athygli mín fljótlega að myndinni „Við tónlist Tchacovskýs“ (6), en í henni kemur fram sterkust form- ræn skírskotun auk þess sem hún er mettuð dulúð og innri kynngi. Myndir Margrétar á sýning- unni eru á þann veg útfærðar, að maður fær það á tilfmning- una, að henni hafi legið mikið á við útfærslu þeirra og þó búa þær ekki yfir því öryggi sem slík vinnubrögð kreíjast. En víða bregður fyrir það sannfærandi og jarðtengdum vinnubrögðum, að maður hefur það jafnframt á tilfinningunni að í myndsmiðnum búi miklu meira en fram kemur. HAPP cfNTMi Uir.i*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.