Morgunblaðið - 11.04.1990, Qupperneq 1
56 SIÐUR B/C
85. tbl. 78. árg.___________________________________MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1990______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Gorbatsjov -
Litháen:
Hótar að
beita for-
setavaldi
Moskvu, Washington. Reuter, dpa.
MÍKHAÍL Gorbatsjov Sovétforseti
segir að hann útiloki ekki þann
möguleika að setja Litháen undir
beina stjórn sína en til slíkra ráða
verði þó aðeins gripið ef „til átaka
milli óbreyttra borgara kemur eða
bardaga". Ákvæði eru um beina
forsetastjórn einstakra Sovétlýð-
velda í stjórnarskránni, sem
breytt var fyrir skömmu er Gorb-
atsjov hlaut aukin völd. Talsmenn
stjórna Bandaríkjanna og Bret-
lands hafa á ný gagnrýnt þving-
unaraðgerðir Sovétstjórnarinnar
í Litháen og hvatt til friðsamlegra
samninga.
Vytautas Land-
bergis, forseti Lit-
háens, hefur for-
dæmt hótanir Sov-
étmanna. „Hver
veit nema Vestur-
landabúar sjái nú
að sú ímynd, sem
Gorbatsjov hefur
reynt að búa til af
sjálfum sér stang-
Gorbatsjov ast á við veruleik-
ann,“ sagði Landsbergis.
Talsmaður Gorbatsjovs, Arkadíj
Maslenníkov, sagði í gær að yfirlýs-
ing forsetans á mánudag um hertar
pólitískar og efnahagslegar aðgerðir
gegn Litháum hefði verið almenns
eðlis og engar ákvarðanir hefðu ver-
ið teknar. Aðspurður sagði hann að
krafa hóps rússneskra harðlínuþing-
manna um að litháíska þingið yrði
leyst upp væri aðeins ein af mörgum
tillögum og ekki lögð fram að frum-
kvæði æðstu ráðamanna. Mas-
lenníkov sagði Moskvustjórnina setja
þau skilyrði fyrir samningaviðræðum
að Litháar tækju aftur yfirlýsingar
um að stjórnarskrá Sovétríkjanna
gilti ekki lengur í landinu. Jafnframt
yrðu þeir að fella úr gildi um 80 lög
og ályktanir sem samþykktar hefðu
verið frá 11. mars er Litháar lýstu
sjálfstæði endurreist í landi sínu.
Litháar hafa þegar sagt að þeir
séu reiðubúnir að semja um allar
ákvarðanir sem teknar hafi verið
eftir 11. mars.
PASKAHATIÐIN UNDIRBUIN
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Páskahátíðin gengur senn í garð. Börnin hafa verið önnum kafin við að útbúa skreytingar fyrir þessa miklu hátíð. Myndin
var tekin í gær í Grænuborg við Eiríksgötu.
• •
Ofgamenn í Beirút sleppa þremur Vesturlandabúum úr haldi:
FVanskar þotur til Gaddafís
stuðluðu að lausn gíslanna
Beirút. dpa. The Daily Telegraph.
FRANSKRI konu, belgískum unnusta hennar og dóttur þeirra var
sleppt í Beirút í Líbanon í gær eftir 29 mánaða gíslingu. Francois
Mitterrand Frakklandsforseti sendi Muammar Gaddaft Líbýuleiðtoga
þakkir í gær fyrir hans þátt í málinu. Talið er að afhending á frönsk-
um herþotum til Líbýu hafi stuðlað að frelsun gíslanna.
Palestínsku hryðjuverkasamtök- I síðustu viku að þau myndu láta
in Byltingarráð Fatah tilkynntu í I gíslana þrjá lausa að tilmælum
Slysið í Scandinavian Star: Enn óvissa um fiö lda lát-
inna og upptök eldsvoðans
LÖGREGLAN í Ósló var í gær tilbúin með lista með nöfnum 193 manna, sem ýmist höfðu fundist látnir um borð í ferjunni Scand- inavian Star eða er saknað. Eftir læknum, sem voru við björgunar- störf í ferjunni, er þó haft, að hugsanlega verði aldrei fullljóst hve margir létust í brunanum vegna þess, að eldurinn hafi líklega gjöreytt sumum líkanna, að sögn dagblaðsins Aftenposten. Norðmenn, sem stjórna rann- ekki taka svo djúpt í árinni. sókn á upptökum eldsvoðans, segja Lögreglan í Osló ætlaði í gær- æ fleira benda til íkveikju en tals- kvöld að afhenda norsku kirkjunni .maður lögreglunnar í Lysekil í lista með nöfnum 193 manna, Svíþjóð, þar sem skipið liggur, vildi látinna og þeirra, sem saknað er, en hann verður ekki birtur opin- berlega fyrr en á fimmtudag í fyrsta lagi eða þegar prestar hafa rætt við alla aðstandendur. Var skýrt frá þessu á blaðamanna- fundi í gær. Leif Skoglund, talsmaður lög- reglunnar í Lysekil, sagði í gær, að skipið væri svo ilia leikið, að hugsanlega væri ekki unnt að komast að raun um hvernig eldur- inn kom upp.
Reuter
Fjölskyldan í garði franska
sendiráðsins í Vestur-Beirút.
Muammars Gaddafis Líbýuleiðtoga.
Talið er að foringi samtakanna, Abu
Nidal, hafist við í Líbýu undir vernd-
aivæng Gaddafis. Skýringin á því
að Gaddafi lagði sig fram um að
fá gíslana lausa er líklega nýgerð
kaup hans við Frakka. Fyrir
skömmu fékk Gaddafi afhentar
þrjár orrustuþotur af Mirage-gerð,
smíðaðar í Frakklandi. Þoturnar
voru sendar til viðgerðar í Frakk-
landi árið 1986 en kyrrsettar þar
vegna banns Evrópubandalagsins
við útflutningi á hergögnum til
Líbýu.
Það voru fimm grímuklæddir
byssumenn sem létu Jacqueline
Valente, 31 árs gamla, unnusta
hennar, Fernard Houtekins, sem er
42 ára gamall, og tveggja ára dótt-
ur þeirra, sem fæddist í prísund-
inni, laus i gærmorgun í Beirút.
Flogið var með þau til Parísar í
gær. Sendiherra Frakklands í
Líbanon segir að þeim Valente og
Houtekin hafi fæðst sonur á meðan
þau voru í haldi en hann hafi veikst
og látist.
Enn er mönnum hulin ráðgáta
hvers vegna Byltingarráðið tók
Valente og Houtekin ásamt tveimur
dætrum Valente og fjórum ættingj-
um Houtekins í gíslingu 8. nóvem-
ber 1987. Getgátur hafa verið uppi
um að þau hafi átt í einhveijum
viðskiptum við Byltingarráðið en
forsvarsmenn jiess sökuðu þau um
njósnir fyrir Israela. Ráðið segist
ekki ætla að láta lausa þá sem enn
eru í haldi fyrr en Nasser Said,
Palestínumanni sem situr í belgísku
fangelsi, hafi verið sleppt. Dætrum
Valente var sleppt í desember 1988.