Morgunblaðið - 11.04.1990, Side 4

Morgunblaðið - 11.04.1990, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1990 Frumvarp til laga um Verðjöfiiunarsjóð sjávarútvegsins: Tveggja milljarða skuldir gamla sjóðsins falli á ríkið SAMKVÆMT fyrirliggjandi handriti að frumvarpi til laga um Verðjöfii- unarsjóð sjávarútvegsins og afnám Verðjöfhunarsjóðs fískiðnaðarins, er gert ráð fyrir því aðsum tveggja milljarða króna skuldbindingar gamla sjóðsins falli á ríkissjóð. Skuldbindingar þessar eru vegna lán- töku sjóðsins hjá Seðlabankanum og hafa stjórnyöld gefíð fyrirheit um það, að ríkissjóður sjái um greiðslu þeirra. A Qárlögum síðasta árs var meðal annars gert ráð fyrir 600 milljóna króna tekjuafgangi til greiðslu á lántökum af þessu tagi. Niðurstaða Qárlaga varð hins vegar neikvæð um 6 milljarða króna. Um þennan þátt nýrra laga um Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins er íjallað í sérstöku ákvæði þeirra til bráðabirgða. Þar segir að rÍKissjóður skuli taka við skuldbindingum Verð- jöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins, en innistæður deilda í þeim sjóði skulu færðar á sérstaka reikninga í hinum nýja sjóði. Inneignir Verðjöfnunar- sjóðs fiskiðnaðarins voru í byijun febrúar í ár um 700 millljónir króna. í humardeild voru inni 253 milljónir, 237 í rækjudeild og 102 í saltfisk- deild. Lántökur sjóðsins sjá Seðla- bankanum stafa meðal annars af verðjöfnun á frystar afurðir, sem ákveðin var í tengslum við fisk- verðsákvörðun og aðgerðir stjóm- valda í efnahagsmálum fyrir nokkr- um misserum. í hinu nýja frumvarpi felast veiga- miklar breytingar frá núverandi fyr- irkomulagi. Töluverð óánægja hefur verið með Verðjöfnunarsjóð fiskiðn- aðarins. Óánægjan hefur beinzt að seinvirku uppgjöri, pólitískri en ekki faglegri beitingu sjóðsins, meðal annars með lántökum til verðjöfnun- ar og að því að inneignin í sjóðum hefur ekki verið á nafni þess, sem í hann hefur greitt. Því hafa þess verið dæmi að fyrirtæki hafi fengið greitt úr sjóðnum án þess að hafa borgað inn á hann. Samkvæmt frum- varpinu verða innistæður í Verðjöfn- unarsjóði sjávarútvegsins á nafni viðkomandi framleiðenda. Engar til- færslur verða því þeirra á milli. í öðru lagi verða greiðslur inn í sjóð- inn og út úr honum byggðar á hrein- um verðjöfnunarsjónarmiðum, eins og segir í bréfi til sjávarútvegsráð- herra, frá nefnd þeirra, sem skipuð var til frumvarpsgerðarinnar. Nefndin skiptist í afstöðu sinni til frumvarpsins. Flestir nefndarmanna voru þó hlynntir verðjöfnun í anda þess með fyrirvara um einstök at- riði. Fulltrúi FFSÍ var fylgjandi verð- jöfnun í öðrum greinum en botnfisk- vinnslu, fulltrúi SH vildi að verðjöfn- un af þessu tagi yrði lögð niður, en skattalögum breytt á þann hátt leggja mætti í varasjóð til að mæta tekjusveiflum í útflutningi. Fulltrúar Fijálslynda hægriflokksins, útgerð- armanna og sjómanna lögðu til að Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins yrði lagður niður og enginn nýr sjóð- ur tæki við hlutverki hans. VEÐUR / DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstola Islands (Byggt á veöurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR I DAG, 11. APRIL YFIRLIT í GÆR: Milli ísiands og Noregs er 973 mb lægð á leið norðaustur, og 980 mb smálægð er á Grænlandshafi. Um 800 km suðsuðaustur af Hvarfi er vaxandi 985 mb lægð sem hreyfist all- hratt norðaustur í átt til landsins. SPÁ: Norðaustan- austan- og suðaustan 7-9 vindstig víðast hvar á landinu. Snjókoma, slydda eða rigning. Hiti frá +4 til 3 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Norðlæg átt um allt land. Éljagangur um norðanvert landið en þurrt og víða léttskýjað syðra. Forst 1-5 stig. HORFUR Á FÖSTUDAG:Hæg og vestlæg átt. Léttskýjað á Norð- ur- og Austurlandi en þykknar upp á vestanverðu landinu, þegar líður á daginn. Frost 2-8 stig. TAKN: Heiðskírt s, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 1Q Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —|* Skafrenningur Þrumuveður m VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri +1 alskýjað Reykjavík 4 úrkoma í grennd Bergen 4 rigning Helsinki 9 léttskýjað Kaupmannah. 7 alskýjað Narssarssuaq ■í-4 snjókoma Nuuk -9 snjókoma Osló 10 skýjað Stokkhólmur 7 skýjað Þórshöfn 6 skýjað Algarve 16 léttskýjað Amsterdam vantar Barcelona 14 léttskýjað Berlfn 9 léttskýjað Chicago 4 súld Feneyjar 13 heiðskírt Frankfurt 12 léttskýjað Glasgow 10 skúr Hamborg 10 léttskýjað Las Palmas 20 skýjað London 12 alskýjað LosAngeles 14 heiðskírt Lúxemborg 10 léttskýjað Madrid 11 léttskýjað Malaga 16 léttskýjað Mallorca 12 alskýjað Montreal vantar NewYork 11 skýjað Orlando 17 léttskýjað París 12 léttskýjað Róm 14 skýjað Vín 8 skýjað Washington 13 skýjað Winnipeg vantar Íilili - Morgunblaðið/Sverrir Vinkonurmeð vormarkað Þóra Leifsdóttir, 9 ára, og Hildur Guðjónsdóttir, 7 ára, hafa sett upp vormarkað í hverfinu sínu, við Gullteig í Reykjavík. Þær láta ekki á sig fá þó ekki sé alltaf vor í lofti þessa dagana og selja vægu verði ýmsa muni, sem þær hafa safnað hjá ættingjum og vin- um. „Við gerðum þetta líka í fyrra og það gekk vel,“ sögðu þær, þegar blaðamaður og ljósmyndari komu við á markaðnum í gær. „Okkur langar að vinna í búð þegar við verðum stórar, til dæmis dótabúð. Þetta gengur ágætlega núna og peningana, sem við fáum fyrir hlutina, ætlum við að senda Rauða krossi Islands." Myndlista- og handíðaskóli íslands: Námskeiðahaldi fyrir almenning hætt í vor MYNDLISTA- og handiðaskólinn hættir í vor að bjóða námskeið fyrir almenning, vegna fjárskorts og algers aðstöðuleysis, að sögn Bjarna Daníelssonar skólastjóra. Hátt í 400 manns hafa sótt nám- skeið skólans yfir vetrartímann. Bjami segir mjög æskilegt að í skólanum sé boðið upp á slík nám- skeið. „Öll kvöldnámskeið voru lögð niður fyrir nokkrum árum,“ segir hann, „en við reyndum aftur þegar svokallaður teiknisalur bættist við húsnæðið í Skipholti 1. Nú gengur þetta ekki lengur, við höfum ákveðið að hætta í bili og álítum að eitt verði yfir öll námskeið að ganga. Þannig verða engin kvöld- eða síðdegisnám- skeið í boði næsta haust. Á fjárlögum í ár er heimild til húsnæðiskaupa fyrir skólann, en við viljum ræða þau mál í samhengi við áform um Lista- háskóla íslands." Gúmmíbát stolið FJÖGURRA manna gúmmíbát í hvítu plasthylki var stolið afjeppa- kerru við bensínstöð Skeljungs við Vesturlandsveg að kvöldi mánu- dags eða aðfaranótt þriðjudags. Eigandi bátsins kom með hann utan að landi til Reykjavíkur til að selja hann, en hann er tugþúsunda virði. Hann ætlaði að geyma bátinn og kerruna næturlangt við bensín- stöðina en þegar hann vitjaði eign- anna hafði bátnum verið stolið. Rannsóknarlögregla ríkisins vinn- ur að málinu og eru þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum um málið beðnir að hafa við hana samband. Oskoðaðir smábátar verða settir í farbann EF róið er á óskoðuðum smábát eftir páskastopp má eiga von á því að Siglingamálstofnun selji hann í farbann. Magnús Jóhannesson, siglinga- málastjóri, segir að um 1600 opnir bátar séu á skrá, en það séu helst eigendur þeirra sem trassi skoðun. „Við ákváðum í fyrra að ganga harð- ar eftir því að bátar væru skoðaðir," sagði hann. „Eigendur þessara báta hafa ráðrúm til að verða sér úti um haffærniskírteini í páskastoppinu og ég hvet þá til að gera það, svo ekki þurfi að grípa til farbannsins." Andrés Krisljánsson fv. ritstjóri látinn ANDRÉS Kristjánsson fyrrver- andi ritstjóri dagblaðsins Tímans lést 9. apríl sl., 74 ára að aldri. Andrés var fæddur 10. september 1915 að Syðri-Tungu á Tjömesi í Suður-Þingeyjarsýslu, sonur Kristj- áns J. Jóhannessonar bónda þar og kennara og konu hans Friðfinnu Sörensdóttur. Lauk kennaraprófi 1938 og kenndi til 1948, fyrst við Reykdælaskóla í eitt ár, síðan við barna- og unglingaskóla Húsavíkur 1939-43 og við Austurbæjarskólann í Reykjavík 1943-48. Gerðist blaða- maður á Tímanum 1947, fréttarit- stjóri 1953-60 og ritstjóri 1960-73. Fræðslustjóri og skólafulltrúi í Kópa- vogi 1974-77. FormaðUr Blaða- mannafélags íslands tvívegis, 1955-56 og 1960-61 og gegndi auk þess fjölmörgum öðrum trúnaðar- störfum á vegum hins opinbera og ýmissa félagasamtaka. Hann var afkastamikill rithöfundur og þýddi auk þpgs.gglmargar þækur. Andrés Kristjánsson Eftirlifandi eiginkona Andrésar er Þorgerður Kolbeinsdóttir. Þau eign- UHfeft gmgiÍlfiHÍ*_______________

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.