Morgunblaðið - 11.04.1990, Side 12

Morgunblaðið - 11.04.1990, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1990 Athugasemdir við umsögn embættis ríkislögmanns um svokallað „Sturlumál“ eftir Jónatan Sveinsson í Morgunblaðinu síðastliðinn þriðjudag er birt í heild sinni um- sögn embættis ríkislögmanns um samkomulag menntamálaráðherra og Sturlu Kristjánssonar, fyrrver- andi fræðslustjóri i Norðurlandi eystra, gerðu með sér þann 22. nóvember 1988. Umsögnin er birt undir stórfyrirsögninni: „Afar óheppilegar málalyktir." Stærsti hluti umsagnarinnar fjall- ar þó um gang dómsmáls,sem Sturla Kristjánsson höfðaði á sínum tíma á hendur fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs vegna þeirrar ákvörðunar þáverandi menntamála- ráðherra þann 10. janúar 1987 að víkja Sturlu fyrirvaralaust og til fuilnaðar úr starfí fræðslustjóra Norðurlandsumdæmis eystra. Mál þetta var höfðað fyrir bæjarþingi Reykjavíkur og gekk dómur í málinu þann 8. apríl 1988 á þann veg að frávikningin var dæmd ólögmæt og bótaskyld af hálfu ríkissjóðs. Undirritaður lögmaður fór með mái þetta í héraði fyrir Sturiu Kristj- ánsson. Ekki er það venja lögmanna að ijalla um mál sem þeir fara með eftir að dómur er genginn í þeim, enda þjónar slíkt litlum tilgangi, nema um fræðileg álitaefni sé að ræða. í þessi tilviki hafa mál þróast á þann hátt, að ekki verður undan því vikist að gera nokkrar athuga- semdir við framsetningu ríkislög- manns í umræddri umsögn um at- vik málsins, málsástæður og síðast en ekki síst ályktanir hans af niður- stöðu dómsins. Allt frá því dómur gekk í málinu hafa mér borist spurnir af því, að ríkisiögmaður ætti erfitt með að sætta sig við niðurstöðu héraðs- dóms. Þessa tiifínningu þekkjum við lögmenn mæta vel og var því ekk- ert út af fyrir sig óeðlilegt við það, að ríkislögmaður legði til, að dómin- um yrði áfrýjað til Hæstaréttar. Áfrýjunarstefna var tekin út á siðustu dögum hins 3ja mánaða áfrýjunarfrests. Ríkislögmaður upp- lýsir í umsögn sinni, að hann hafí mun fyrr, eða nokkrum dögum eftir uppkvaðningu dómsins, lagt til að málinu yrði áfrýjað. Af þessu má ráða, að þeir sem áttu þarna ákvörð- unarvaldið um áfrýjun málsins töldu ekki jafnt einsýnt og ríkislögmaður að ástæða væri til þess að áfrýja málinu. Mér var persónulega kunn- ugt um það, að menntamálaráðher- rann sem sat er dómur gekk í mál- inu, Birgir Isleifur Gunnarsson, hafði engan sérstakan áhuga á því að áfrýja málinu. Hann lagði sig auk þess mjög fram um að lægja öldur þess óróa sem risið höfðu í héraði i kjölfar brottvikningarinnar. Hann lagði þar margt gott til mál- anna og varð vel ágengt. Eftir að hafa skoðað dóminn vandlega var það ráð mitt til Sturlu Kristjánssonar að una dóminum. Okkur þótti raunar báðum bætur samkvæmt dóminum I lægra lagi en á móti kom, að niðurstaða dóms- ins um ólögmæti brottvikningarinn- ar og bótaskyldu ríkissjóðs var að okkar mati það sem mestu máli skipti úr því sem komið var. Ekki hafði eg frekari bein af- skipti af málinu og kom ekki að þeim samningi sem seinna var gerð- ur milli menntamálaráðherra, Svav- ars Gestssonar, og Sturlu Krist- jánssonar um endanlegar lyktir málsins, þ. á. m. um að falla frá áfrýjun málsins. Af þeim ástæðum er ekki viðeigandi að eg láti í ljós skoðun á efni þess samkomulags umfram það, að báðir aðilar hafa væntanlega talið sig gera hyggilegt samkomulag um endanleg málalok þessarar hvimleiðu deilu. Afstaða ríkislögmanns er reifuð og rökstudd í umsögninni og er á þann veg, að þarna hafí mennta- málaráðherrann með fulltingi fjár- málaráðherra ráðið málinu til lykta á afar óheppilegan hátt. Eg mun ekki gera sjálfa aðstöðu ríkislög- manns hér að umtalsefni. Hann er hér sjálfur kominn í áþekka stðu og Sturla Kristjánsson forðum daga að hafa aðra skoðun á vissum fram- kvæmdaatriðum opinberrar stjóm- sýslu en viðkomandi oddvitar fram- kvæmdavaldsins, þar á meðal er hann kominn í andstöðu við yfírboð- ara sinn, fjármálaráðherrann, í við- kvæmu máli. Það verður því for- vitnilegt að fylgjast með því, hvern- ig þeir setja niður með sér þennan ágreining. Vonandi er að það gerist með friðsamlegri hætti en í tilviki Sturlu. Það sem rekur mig framar öðru til að gera athugasemdir við umsögn ríkislögmanns er hvernig hann rek- ur málsatvik og ágreiningsefni bæj- arþingsmálsins. Ennfremur tel eg hæpnar og langsóttar ýmsar álykt- anir sem hann dregur af niðurstöð- um sjálfs dómsins. Sú lýsing sem ríkislögmaður dregur upp af aðdraganda brott- vikningarinnar og ástæðum hennar er í senn einhliða og villandi. Þeir sem lesa umsögnina eina sér og þekkja ekki frekar til málanna fá mjög ranga og einhliða mynd af ágreiningsefnum og atvikum. Hér er verið undir merkjum fræðilegrar umsagnar um lögfræðileg álitaefni að koma á framfæri rangri og mjög neikvæðri mynd af embættisrækslu Sturlu Kristjánssonar sem fræðslu- stjóra. Vandséð er hvaða tilgangi slíkur málfiutningur á að þjóna eft- ir að endanlegur dómur er genginn í málinu. Sem dæmi um slíkar full- yrðingar má benda á eftirfarandi ummæli ríkislögmannsins: Þegar rætt er um ætluð brot Sturlu varðandi ijármálalegu um- sýslu embættisins, en hér er átt við eyðslu embættisins umfram heimild- ir í fjárlögum, segir ríkislögmaður um störf Sturlu: „í störfum sínum hafí hann vísvitandi haft fjárlög að engu.“ Seinna í sama kafla er fullyrt: „Þrátt fyrir undangengnar aðvaran- ir menntamálaráðuneytisins hafí hann skipulagt með ráðnum huga kennslumagn til almennrar kennslu og sérkennslu skólaárið 1986-1987 umfram heimildir. Hið sama gegndi varðandi rekstur fræðsluskrifstofu og sálfræðiþjónustu.“ Báðar þessar fullyrðingar, eins og þær voru fram settar, þóttu ekki að mati dómenda eiga við rök að styðjast. Uppjýst þótti, sem í raun enginn ágreiningur var um, að Sturla hefði farið fram úr fjárlaga- heimildum viðkomandi ára, sem þama voru einkum til skoðunar. Að þessu leyti gekk málið út á það að leiða í ljós, hvort þessar „sakir“ væru þess eðlis, einar sér eða með öðrum ætluðum ávirðingum, að þær réttlættu hina fyrirvaralausu brott- vikningu. Niðurstaða dómsins var sú að svo væri ekki. Við það mat leit dómurinn einkum til þeirra sanninda, að Sturlu hafði ekki tek- ist þarna verr til en öðrum fræðslu- stjórum, þegar til nokkurra ára var Iitið. En að sjálfsögðu komst dómur- inn að þeirri niðurstöðu, að Sturlu hafí skort formlegar heimildir fyrir þeirri umframeyðslu. Að því leyti þótti hann sannur að broti. Sama gegnir í raun um hin ætl- uðu trúnaðarbrot Sturlu. Fræðslu- stjórar voru lögum samkvæmt í afar sérstæðri stöðu. Þeir voru skipaðir í starf sitt af menntamálaráðherra og gengust sem slíkir undir trúnað- arskyldur við hann. Lögum sam- kvæmt voru þeir ennfremur starfs- menn viðkomandi fræðsluráða, sem voru skipuð af heimamönnum og sáu um framkvæmd fræðsluskyl- dunnar undir eftirliti og í samvinnu við menntamálaráðuneytið. Öll hin ætluðu trúnaðarbrot Sturlu áttu rót sína að rekja til ágreinings milli viðkomandi fræðsluráðs og menntamálaráðu- Jónatan Sveinsson „Það sem rekur mig frarnar öðru til að gera athugasemdir við um- sögn ríkislögmanns er hvernig hann rekur málsatvik og ágrein- ingsefiii bæjarþings- málsins. Ennfremur tel eg hæpnar og langsótt- ar ýmsar ályktanir sem hann dregur af niður- stöðum sjálfs dómsins.“ neytisins um framkvæmd einstakra þátta fræðslumálanna. Þetta snerist oftast um mismunandi mat á fjár- þörf til einstakra málaflokka. Sturla var sem aðrir fræðslustjórar settur hér í það vandasama hlutverk að þjóna tveimur herrum. Hann þurfti því að ástunda viðkvæma málamiðl- un milli mismunandi sjónarmiða. Það kom því upp sú staða að hann þurfti að verða við fyrirmælum fræðsluráðsins um að reka ýmis erindi bæði við menntamálaráðu- neytið og aðra, þ. á. m. þingmenn kjördæmisins, sem starfsmönnum ráðuneytisins þótti ganga gegn ákvörðunum og viðhorfum þeirra til þeirra sömu efna. Af þessum toga var þátttaka hans í álitsgerð á vegum nefndar sem sett var saman í héraði til að gera úttekt á málefnum barna og unglinga með sérkennsluþarfir í umdæminu og þátttaka hans í fundi með þingmönnum umdæmisins í því skyni að fá meiri fjárveitingar en ætlað var á fjárlögum til þeirra mála. Þar komst dómurinn að þeirri niðurstöðu, að Sturla hafí sem slíkur ekki gætt þeirrar „hófsemi" í bar- áttuaðferðum sínum til að afla fjár- muna til sérkennsluþarfa í umdæm- inu sem krefjast mætti af manni í hans stöðu. Að því leyti var hann talinn hafa brugðist trúnaði við yfir- boðara sinn, menntamálaráðher- rann, og það eins þótt hann færi þar að fyrirmælum og óskum hins AOSTAÐA • OPIÐ MAN.—FÖSTUD. C3 w O cn o —> SÝNDU LIT O > 3 O O C/5 Q_ Q. O PASKANA! Sími 679 007 ro o C/5 C z z c p 8 Listin og borgin eftir Guðnýju Magnúsdóttur í janúar síðastliðnum voru mynd- listarmönnum kynntar 75% hækkan- ir á sýningaraðstöðu á Kjarvalsstöð- um. Þetta gerist á sama tíma og borgarstjórn ákveður að auka til muna fjármagn það sem Menningar- málanefnd Reykjavíkur og Kjarvals- staðir hafa til umráða. Vitandi um þetta aukna fjármagn til menningar- mála og Kjarvalsstaða þykir mynd- listarmönnum þessi 75% hækkun mun óviðsættanlegri og það á þeim tíma sem opinberar ákvarðanir voru teknar um að halda öllum hækkun- um í algjöru lágmarki. Rétt er að benda á að upprunaleg tillaga listráðunauts Kjarvalsstaða hljóðaði upp á 100% hækkun en sú tillaga fékkst ekki samþykkt í Menn- ingarmálanefnd. Stjórn og fulltrúaráð Sambands íslenskra myndlistarmanna hefur, bréflega, mótmælt harðlega þessari hækkun til Borgarráðs og Menning- armálanefndar. Þeir myndlistarmenn sem fengu úthlutað sýningarplássi, á fyrstu mánuðum þessa árs, hafa upp á það bréf sem gildir sem samningur þeirra við Kjarvalsstaði. í samningi undir- rituðum 19. apríl 1989 stendur orð- rétt: „Leiga fyrir tímabilið er nú kr. 50.000, fyrir sal, og kr. 25.000, fyr- ir forsal, en verð tekur breytingum í samræmi við almennt verðlag." — Mér og reyndar mörgum öðrum er spurn í fyrsta lagi: „Er 75% hækkun á leigu í samræmi við breytingar á almennu verðlagi?" og í öðru lagi: „Væri listráðunauturinn og Menn- ingarmálanefndin tilbúin að taka á sig slíka hækkun sjálf?“ Ef svo er ekki, þá er skýringuna að finna í því að trúlega hafa laun þeirra ekki frekar en annarra hækkað um 75%, ekki einu sinni á rúmu ári. Hækkun „Hækkun sem þessi er ekkert annað en móðg- un við myndlistarmenn sem með verkum sín- um, listsköpun sinni, standa undir blómlegu og Qölbreyttu myndlist- arlífi Reykjavíkurborg- ar.“ sem þessi er ekkert annað en móðg- un við myndlistarmenn sem með verkum sínum, listsköpun sinni, standa undir blómlegu og fjölbreyttu myndlistarlífí Reykjavíkurborgar. Hvernig getur Menningarmála- nefnd Reykjavíkur staðið á því að hækka leigugjöld á Kjarvalsstöðum til myndlistarmanna um 75% á yfirboðara síns, fræðsluráðsins. I umsögn sinni fínnst mér ríkis- lögmaður draga hæpnar ályktanir af niðurstöðum dómsins og er ekki örgrannt um það, að hann geri dóm- inum upp skoðanir sem eg fæ ekki séð að standist. Hér verður að hafa í huga, að mál af þessu tagi snúast framar öðru um tvennt: Hvort gætt hafi verið réttra aðferða við brottvikn- ingu opinbers starfsmanns til fulln- ustu úr starfi sínu, og hvort til- greindar „sakir“ í brottvikningar- bréfí eigi við rök að styðjast og ef svo reynist, hvort sannaðar „sakir“ teljist svo alvarlegs eðlis að þær réttlæti svo alvarlegar og raskandi ákvarðanir gagnvart starfsmannin- um. LÖg nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins hafa að geyma til þess að gera skýrar reglur um það, hvernig stjórnvaldið skuli bera sig til við slíkar ákvarðan- ir. Meðal annars er þar mælt fyrir um það, að starfsmann skuli áminna með formlegum hætti fyrir hin æt- luðu brot og gefa honum kost á því að bæta ráð sitt. Jafnframt er mælt fyrir um það, að starfsmanni skuli gefínn kostur á því að tala máli sínu áður en ákvörðun er tekin um brottvikningu hans. í lögunun- um er að fínna leiðbeiningarreglur um mat á hugsanlegum brottrekstr- arsökum en það gefur augaleið, að það mat er endanlega í hendi dóm- stóla og ræðst af margvíslegum þáttum, þ.m.t. tíðaranda og megin- reglum réttarfarsins um sönnunar- byrði og sönnunarmat. Þá er rétt að hafa hér í huga, að framangreind lög gera ráð fyrir því sem megin- reglu, að opinberum starfsmanni sé vikið úr starfi um stundarsakir og þá jafnframt hlutast til um það, að ávirðingar hans séu rannsakaðar af kunnáttumönnum eða fyrir dómi og niðurstöður þeirrar rannsóknar ráði svo endanlega því, hvort efni sé til að víkja viðkomandi úr starfi að fullu eða hvort hann eigi að taka við starfi sínu að nýju. Þegar ríkislögmaður tekur til við að draga ályktanir af niðurstöðum dómsins, sem voru eins og áður greinir á þann veg, að brottvikning- in væri bæði af forms- og efnis- ástæðum ólögmæt og bótaskyld, þá kemst hann að þeirri niðurstöðu, svo vitnað sé beint til ummæla hans, að: „Eins og dómurinn lægi fyrir, skildi hann í raun eftir óútfylltan tékka fyrir forstöðumenn stofnana til umframeyðslu, þar sem slík fjár- málastjórn varðaði ekki öðrum við- urlögum en áminningu." Þetta er í einu orði sagt fráleitur og tilefnislaus skilningur á niður- stöðum dómsins að mínu mati. Ekk- ert í niðurstöðum dómsins gefur ríkislögmanni tilefni að álykta í þessa veru. Eg þykist auk þess full- viss, að hann sé næstum einn um þennan skilning á niðurstöðu dóms- ins. Hinsvegar kann framsetning þessa skilnings að vera til þess fall- in framar öðru að fá viðkomandi fjármálaráðherra, sem eiga frá degi Guðný Magnúsdóttir tímum aðhalds í hækkunum? Eg leyfi mér að efast um að ákvörðunin sé skynsamleg. Það væri ólíkt æski- legra fyrir báða aðila að borgar- stjórn Reykjavíkur sæi sér hag í að eiga gott samstarf við myndlistar- menn á Kjarvalsstöðum sem og á öðrum stöðum þar sem myndlistar- menn eiga hagsmuna að gæta. Ég vil minoa á að myndlistarmenn áttu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.