Morgunblaðið - 11.04.1990, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1990
Hvað á borgin að heita?
Reuter
íbúarnir í austur-þýsku borginni Karl-Marx-Stadt
mynu greiða um það atkvæði 22. apríl nk. hvort
hálda skuli nafni borgarinnar eða taka upp gamla
heitið, Chemnitz. Óvist er að vita hvaða afstöðu
Karl Marx sjálfur hefðí væri hann enn ofar moldu
en bíleigandinn er augljóslega búinn að gera upp
sinn hug. Hann vill eiga heima í Chemnitz.
Svíþjóð:
Bændur hindruðu
mj ólkurdreifingu
- til að mótmæla hugmyndum
um minni niðurgreiðslur
Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins.
SÆNSKIR kúabændur settust um öll 40 mjólkurbúin í Svíþjóð á
mánudag og höfðu þau í herkví þar til í gærmorgun. Var engin
ny'ólk flutt frá þeim í þennan tíma en það, sem vakti fyrir bændun-
um, var að hafa áhrif á stefhu ríkisstjórnarinnar, sem telur nauðsyn-
legt að draga úr offramleiðslu í landbúnaði og minnka niðurgreiðslur.
Bændasamtökin í Svíþjóð lögðu
blessun sína yfir þessar aðgerðir
en Mats Hellström landbúnaðarráð-
herra fór hörðum orðum um þær
og benti á, að með þeim væru bænd-
ur að beita fyrir sig barnafólki,
sjúklingum og skólabörnum.
í mjólkurbúunum var farið að
hella niður mjólk og má nefna sem
dæmi, að í Östersund varð mjólkur-
búið að losa sig við 450.000 lítra.
Var víðast að verða mjólkurlaust
þegar bændurnir ákváðu að hætta
aðgerðunum en Hellström sagði í
gær, að þær gætu haft alvarlegar
afleiðingar fyrir þá sjálfa og neyt-
endur og ekki síst fyrir úrvinnslu-
iðnaðinn, til dæmis ostagerðina.
„Á offramleiðslutímum verðum
við að leiða hugann að þeim álög-
um, sem landbúnaðurinn leggur á
skattgreiðendur," sagði' Hellström
og bætti við, að samtökum bænda
væri nær að taka þátt í óhjákvæmi-
legri endurskipulagningu innan at-
vinnugreinarinnar.
Pólland:
Walesa vill
verða forseti
Ráðstefha um efhahagssamvinnu í Evrópu:
Lýðræði og ftjáls markaður
forsendur bættra lífskjara
## Bonn. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
OLL ríkin 35 sem eiga fulltrúa á RÖSE-ráðsteínunni um eíhahagssam-
vinnu, sem lýkur í Bonn í dag, hafa samþykkt yfirlýsingu þar sem
lögð er áhersla á að lýðræði og frjálst markaðskerfi verði forsendur
samskipta allra Evrópuríkja í framtíðinni. Er samdóma álit þátttak-
enda í ráðstefhunni, að aldrei fyrr hafi vilji til samkomulags verið
meiri á RÖSE-fundi, en í Bonn hefur verið rætt um ýmsa grundvaljar-
þætti í efnahagsmálum og sljórn þeirra. Hefur hugmyndafræðilegur
ágreiningur á milli sósíalista og kapítalista ekki komið í veg fyrir
samkomulag, sem byggist á grundvallarskoðunum kapítalistanna,
markaðskerfínu og einkaeignarréttinum.
í ráðstefnunni um öryggi og sam-
vinnu í Evrópu (RÖSE) eru þátttak-
endur frá aðildarríkjum Atlants-
bandalagsins og Varsjárbandalags-
ins auk hlutlausra ríkja í Evrópu.
Bandaríkjamenn lögðu fram drög
að yfirlýsingu um grundvallarreglur
í viðskiptum milli þjóða. Þótt drögin
þættu bera mikinn keim af mark-
aðshyggju var hún samþykkt með
ERLENT
lítilvægum breytingum að tillögu
Sovétmanna, sem vildu að í henni
væri getið um félagslegt öryggi og
dregið úr áherslu á fijálst ijár-
magnsstreymi.
I lokayfirlýsingu ráðstefnunnar
viðurkenna þátttökuríkin, að lýð-
ræðislegar stofnanir og efnahags-
legt frelsi séu forsendur efnahags-
legra og félagslegra framfara. Þau
lýsa yfir að hagvöxtur bæti lífskjör
og lífsgæði, aukin atvinna ásamt
skynsamlegri nýtingu auðlinda og
umhverfisvernd séu sameiginleg
markmið þeirra allra. Lögð er
áhersla á, að frelsi feli m.a. í sér
rétt einstaklingsins til að kaupa,
eiga og selja eignir eða nýta þær
á annan hátt. Viðurkennt er að hlut-
verk ríkisvaldsins í viðskiptum sé
að setja almennar leikreglur en
Eiturlyfl abaráttunni
beint að neytendum
London. Reuter.
FULLTRÚAR meira en 100 þjóða
á ráðstefnu í London um eitur-
lyfjavandann virðast sammála um
að beina baráttunni í ríkari mæli
að neytendunum sjálfum.
Þátttakendur á ráðstefnunni, sem
Sameinuðu þjóðimar og bresk stjóm-
völd standa fyrir, vom sammála um,
að best væri að stórauka fræðslu-
starfið og búa svo um hnútana, að
enginn færi í grafgötur um afleiðing-
ar eiturlyfjaneyslunnar.
Meðal fulltrúanna er Virgilio
Barco, forseti Kólombíu, og er um
tramn hafður' strangur vörður enda
ákvarðanir í viðskiptum eigi að vera
á ábyrgð þeirra, sem þau .stunda.
Ríkin telja sig bundin fjölflokka
lýðræði, sem byggist á regiulegum
frjálsum kosningum; lögum sem
virði jafnan rétt borgaranna og
grundvallist á virðingu fyrir mann-
réttindum; efnahagsstarfsemi sem
stuðlar að mannlegri reisn og hafn-
ar þrælkun og mismunun vegna
kynþáttar, kynferðis, tungumála,
stjórnmálaskoðana eða trúar-
bragða. Viðurkenndur er réttur
launþega til að stofna frjáls verka-
lýðsfélög.
Ríkin vilja að markaðsöflin fái
að njóta sín, stuðlað verði að fijálsu
flæði vöru og fjármagns. Verðlag
skal ráðast af af lögmálum fram-
boðs og eftirspurnar og stefnt að
aðgerðum sem tryggja félagsleg
réttindi, bæti lífskjör og aðbúnað á
vinnustöðum. Eignarréttur ein-
staklinga verði viðurkenndur að
fullu og réttur borgaranna til að
eiga og nýta eignir og hugverk.
Bætur séu greiddar fyrir eignarnám
eða þjóðnýtingu eigna.
Meðal ræðumanna á fundi ráð-
stefnunnar í gær var Jón Sigurðs-
son viðskiptaráðherra. Af ræðum
fulltrúa má ráða, að þeir telji að
markmiðum ráðstefnunnar hafi
verið náð. Lagður hafi verið grunn-
ur að því að gera Evrópu að einu
markaðssvæði. Ríkin í Austur-Evr-
ópu þykja með samþykki sínu á
lokayfirlýsingunni hafa staðfest að
markaðir þeirra standa umheimin-
um opnir.
Varsjá. Reuter.
LECH Walesa sagði í gær að
hann ætlaði að bjóða sig fram í
embætti Póllandsforseta og ná-
inn aðstoðarmaður Walesa sagði
að hann væri tilbúinn til að
neyða Wojciech Jaruzelski til að
segja af sér.
Þegar opinbera fréttastofan í
Póllandi spurði Walesa út í þau
ummæli aðstoðarmanns hans að
hann hefði áhuga á að taka við
forsetaembættinu af Jaruzelski
svaraði hann aðeins: „Það er rétt.“
Hann skilgreindi það ekki nánar,
en sagði: „Við eigum mikið af
hæfu og mætu fólki innan og utan
ríkisstjórnarinnar og við verðum
að hraða umbótunum og losa okkur
við gamla skipulagið.“
Áður hafði Krzysztof Pusz, nán-
asti samstarfsmaður Walesa, sagt
að Samstöðuleiðtoginn væri tilbú-
inn til að neyða Jaruzelski til að
segja af sér. Pusz sagði að réttast
væri að Walesa tæki við forseta-
embættinu sem fyrst af því að
Jaruzelski gerði ekkert til að flýta
fyrir umbótunum heima fyrir eða
vinna málstað Póllands gagn er-
lendis.
sitja eiturlyfjabarónarnir um líf hans.
Margaret Thatcher, forsætisráðherra
Bretlands, lagði áherslu á, eiturlyf
yrðu aldrei gerð lögleg í Bretlandi
en dagblaðið Times í London sagði
um þessi mál, að sums staðar væri
ástandið svo alvarlegt, til dæmis í
Bandaríkjunum, að óhjákvæmilegt
væri að leyfa þau að einhverju marki.
Áður hefur vikuritið The Economist
í Bretlandi lýst þeirri skoðun, að
skynsamlegasta ráðið til að ná tökum
á eiturlyfjavandanum sé að heimila
sölu fíkniefna.
Jozsef Antall, líklegur forsætisráðherra Ungveijalands:
Minnir helst á strangan
en réttsýnan skólastjóra
Búdapesi. Reuter.
JOZSEF Antall, líklegur forsætisráðherra frjáls Ungveijalands eftir
ljögurra áratuga einræði kommúnista, er 58 ára gamall og hélt upp
á afmælið síðasta sunnudag með því að leiða flokk sinn, Lýðræðis-
hreyfinguna, til mikils sigurs í síðari kosningaumferðinni. Stefhir
hann nú að því að mynda stjórn í landinu ásamt Bændaflokknum
og Kristilega demókrataflokknum,
Antall segir um sjálfan sig, að
hann sé frjálslyndur, kristilegur
demókrati þótt hann tilheyri ekki
þeirra flokki en Lýðræðishreyfingin
var stofnuð í september 1987.
Höfðu nokkrir rithöfundar for-
göngu um stofnunina en þótt An-
tall hefði verið á stofnfundinum
komst hann ekki í sviðsljósið fyrr
en í fyrrasumar þegar hann tók
þátt í hringborðsumræðum stjórn-
arandstöðunnar og kommúnista-
flokksins. Með þeim var rudd braut-
in fyrir vestrænu lýðræði í Ung-
og Antall var kjörinn
Lýðræðishreyfingar í
verjalandi
formaður
október.
Antall er meðalmaður á hæð með
þykkt, grásprengt hár og úfnar
augnabrúnir og það er ekki laust
við, að hann stingi við þegar hann
gengur. Minnir einna helst á strang-
an en um leið réttsýnan skólastjóra.
Hann er fæddur 8. apríl árið 1932
og var faðir hann einn af frammá-
mönnum Bændaflokksins í þá daga,
eindreginn andstæðingur nasista og
ráðherra uppbyggingarmála að
stríðinu loknu.
Antall las sagnfræði við háskól-
ann í Búdapest en vegna starfa
hans fyrir Bændaflokkinn á dögum
uppreisnarinnar í Ungveijalandi
árið 1956 var honum bannað að
stunda kennslustörf. Hann fékk
hins vegar óáreittur að stunda rann-
sóknir á sögu læknisfræðinnar og
féll það vel þar sem hann komst
þá hjá að vitna í marxískar fræði-
kenningar. Að því kom svo, að hann
var skipaður forstöðumaður Gemm-
elweiss-læknisfræðisafnsins í
Búdapest.
Jozsef Antall lét ekki mikið til
sín taka í hreyfingu ungverskra
andófsmanna en kommúnistar töldu
hann varasaman og létu fylgjast
vel með honum á dögum „Vorsins