Morgunblaðið - 11.04.1990, Page 25

Morgunblaðið - 11.04.1990, Page 25
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRIL 1990 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRIL 1990 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík FlaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Nýir listar koma til sögnnnar Nýir listar eru að fæðast vegna sveitarstjórnakosn- inganna sem fram fara 26. maí næstkomandi. í Reykjavík, á Seltjarnarnesi, í Mosfellsbæ og Garðabæ hafa orðið til sameig- inleg framboð gegn sjálfstæðis- mönnum en í öllum þessum bæjarfélögum hefur Sjálfstæðis- flokkurinn notið stuðnings meirihluta íbúanna. Nú er sem sé ætlunin að reyna að hnekkja þessum meirihluta með sameig- inlegri gagnsókn. Samstarfi andstæðinga sjálfstæðismanna er misjafnlega háttað. Af eðlilegum ástæðum beinist athyglin einkum að Reykjavík. Þar eru kjósendur flestir og þar hafa átökin orðið mest vegna undirbúnings hins sameiginlega framboðs. Þannig má segja, að tveir flokkar hafi klofnað vegna þess, Alþýðubandalagið og Borgaraflokkurinn, og þriðji flokkurinn hleypur nú á bakvið nýjan listabókstaf; A-listi Al- þýðuflokksins verður ekki bor- inn fram í Reykjavík en á hinn bóginn hafa ýmsir frammámenn flokksins lýst stuðningi við framboð H-lista Nýs vettvangs. í prófkjöri á sunnudag lenti Bjarni P. Magnússon, borgar- fulltrúi Alþýðuflokksins, í þriðja sæti á H-listanum og fyrir ofan hann eru þær Ólína Þorvarðar- dóttir, sem sögð er óflokksbund- in, og Kristín A. Ólafsdóttir, en hún situr nú í borgarstjórn fyrir Alþýðubandalagið. Eftir að niðurstaða liggur fyr- ir í prófkjöri Nýs vettvangs láta þeir sem eru í tveimur efstu sætunum eins og þátttaka í prófkjörinu gefi til kynna, að þrír efstu menn á lista þess muni ná kjöri í komandi kosn- ingum ef ekki fleiri. Erfitt er að sjá hvaða rök eru fyrir þess- ari bjartsýni, ef ekki er stuðst við annað en ^ölda þeirra, sem kusu í prófkjörinu. Eins og áður segir eru það yfirlýstir stuðningsmenn þriggja flokka, sem stóðu að prófkjöri Nýs vettvangs fyrir utan þá, sem sagðir eru óflokksbundnir. Alls greiddu 2.130 atkvæði en á kjör- skrá í Reykjavík eru 71.325, þannig að 3% þeirra sem eru á kjörskrá létu sig þetta prófkjör einhveiju varða, í prófkjöri sem Alþýðuflokkurinn einn efndi til fyrir borgarstjómarkosningar í Reykjavík vorið 1986 voru þátt- takendur 2.048 en þá voru 65.987 á kjörskrá í höfuðborg- inni, þannig að rúmlega 3% kjós- enda höfðu afskipti af prófkjöri Alþýðuflokksins; þá fékk flokk- urinn 5.276 atkvæði og einn mann kjörinn. I prófkjöri sem Alþýðuflokkurinn einn efndi til fyrir borgarstjórnarkosningar 1982 voru þátttakendur 2.300 en alls voru þá 58.481 á kjör- skrá í Reykjavík, þannig að um 4% kjósenda tóku þátt í próf- kjöri flokksins, en þá fékk A-list- inn 3.949 atkvæði og 1 mann. Sé þannig aðeins tekið mið af tölum í prófkjöri eins flokks, Alþýðuflokksins, sem að vísu treysti sér ekki til að bjóða fram einn og óstuddur í Reykjavík að þessu sinni, sést að með öllu er ástæðulaust fyrir aðstandendur Nýs vettvangs að hrósa sigri fyrirfram vegna þess að 2.130 manns tóku þátt í prófkjörinu núna. Eins og áður sagði er það yfirlýst markmið með sameigin- legum framboðum andstæðinga Sjálfstæðisflokksins að ná betri vígstöðu gegn meirihluta flokks- ins í þeim byggðarlögum þar sem hann hefur stjórnað af myndugleika. Vegni þessum framboðum vel hangir hins veg- ar annað á spýtunni. Velgengni þeirra verður notuð til þess að lítillækka þá í Alþýðubandalag- inu í Reykjavík eða Borgara- flokknum, sem vilja ekki ganga til liðs við Nýjan vettvang. Innan Alþýðuflokksins í Reykjavík er síður en svo almenn ánægja með það, að þessi gamalgróni höfuð- borgarflokkur treystir sér ekki til að bjóða fram undir eigin nafni og eygi jafnvel minni möguleika á því nú en ef A-listi hefði verið borinn fram að eign- ast nokkurn mann í borgar- stjórn. Gangi H-listanum vel verða þessar raddir afgreiddar sem marklausar og flokkurinn verður leiddur til enn frekari samvinnu við klofningslið úr öðrum flokkum. Þá verður stuðningur við þessi vinstrisinn- uðu sameiningar-framboð túlk- aður sem yfirlýsing um fram- hald á vinstra samstarfi í lands- stjórninni með Framsóknar- flokknum. Baráttan vegna sveitar- stjórnakosninganna verður stutt en snörp, þegar hún hefst að loknum páskum. Þótt hún snúist vissulega um það, hveijum sé best treystandi til að hafa for- ystu í sveitarfélögunum, valda tilraunir vinstrisinna til samruna og sameiningar því, að einnig er deilt um hinar pólitísku meg- inlínur á landsvísu og jafnvel framtíð þriggja stjórnmála- flokka. Umferðarslys: 40 þúsund króna tjón á hvern 17 til 19 ára Tryggingafélagið Sjóvá- Almennar hefúr sent öllum ungmennum, sem verða 17 ára á þessu ári, um 4500 talsins, bókina „Lífíð er lukku- spil“. Bókin Ijallar um ungmenni, sem kynnast hörmulegum afleiðing- um bílslysa. I gær tók Sjóvá-AImennar, ásamt Ábyrgð, í notkun nýja tjónaskoðunarstöð við Dragháls 14-16, þar sem metnar eru skemmdir á bílum og þeir bílar seldir sem félagið leysir til sín. Þar var bókin og starfsemi nýju stöðvarinnar kynnt blaðamönnum í gær. Á blaðamannafundinum kom fram, að sending bókarinnar til ung- menna er liður í aukinni áherslu Sjóvá-Almennra á aðgerðir til að fækka umferðarslysum. I lauslegri könnun, sem gerð var í bekk í fram- haldsskóla, kom í ljós að af 27 nem- endum höfðu 19 þeirra lent í um- ferðaróhöppum. Þá kom fram, að ef tjónabótum vegna umferðarslysa, sem 17 til 19 ára unglingar valda, er deilt á alla í aldurshópnum gerir það um 40 þúsund krónur á hvern og einn. Unglingar á þessum aldri koma við sögu sem ökumenn í 3 þúsund árekstrum á ári hvetju. Tjónastöðin er rekin af Sjóvá- Almennum og Ábyrgð og er megin- hlutverk hennar að meta skemmdir á bílum og selja þá bíla sem trygg- ingafélögin leysa til sín. Útboð og sala á bílum og vörum í stöðinni fer fram á mánudögum og koma á milli 20 og 30 bílar til sölu vikulega. Þá er hægt að gera tilboð í bíla hjá umboðsmönnum um land allt. Þá verður tekin upp sú nýjung að í tjónaskoðunarstöðinni verða aðrir tjónamunir en bílar seldir, oftast varningur sem er skemmdur eftir bruna- eða vatnstjón. Forstöðumað- ur stöðvarinnar er Reynir Sveinsson. Morgunblaðið/Sverrir Benedikt Jóhannesson, stjórnarformaður tjónaskoðunarstöðvarinnar, Siguijón Pétursson, aðstoðarframkvæmdastjóri Sjóvá-Almennra, Ágústa D. Guðmundsdóttir, Jóhann E. Björnsson, Ábyrgð og Olafúr Jón Ingólfsson, deildarstjóri almenningstengsla hjá Sjóvá-Almennum, kynntu nýju tjónaskoðunarstöðina og bókina „Lífið er lukkuspil." Hvert sæti jafnvirði dágóðs einbýlishúss HAFDÍS, hin nýja Boeing 757-véI Flugleiða, lenti á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun, eftir sjö og hálfrar stunda beint flug frá Seattle, Was- hington. Ástríður Thorarensen borgarstjórafrú gaf vélinni nafíi við hátíðlega athöfn í Leifstöð. Sannkölluð hátíðarstemmning ríkti í hópi starfsmanna Flugleiða og gesta þeirra í gærmorgun, enda stórt skref stigið í endurnýjun flugflota félagsins. Kaupverð nýju vélarinnar er liðlega 40 milljón dollarar en með varahlutum og öðru telst kaupverð- ið um 50 milljónir dollara eða um 3000 milljónir íslenskra króna. Sigurður Helgason, stjórnarformaður Flugleiða, orðaði það svo að hvert sæti í vélinni væri jafnvirði dágóðs einbýlishúss, eða um 12 milljóna króna. Á næstunni munu tvær nýjar vélar frá Boeing, önnur af sömu gerð og Hafdís og hin Boeing 737 bætast í flugflota Flugleiða, og mun félagið þar með státa af yngsta flugflota nokkurs Evrópuflugfé- lags. Hafdís tekur 189 farþega en 737-gerðin tekur 156 farþega. Morgunblaðið/Sverrir Fjölmenni var við mótlökuathöfnina í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun. Áður en lent var í Keflavík á tíunda tímanum í gærmorgun var Hafdísi flogið yfir Reykjavík í út- sýnisfiugi. Flugstjóri í ferðinni var Guðlaugur Helgason og aðstoðar- flugmaður var Skúli Guðjónsson. „Ég hef ekki haft nein afskipti af nafngift þessarar flugvélar, en ég er forstjóra og starfsmönnum mjög þakklátur fyrir þá hugulsemi að láta flugvélina heita í höfuðið á minni ágætu konu. Hún heitir nefni- lega Unnur Hafdís,“ sagði Sigurður Helgason stjórnarformaður m.a. þegar hann ávarpaði starfsmenn og gesti við móttökuathöfnina í gærmorgun. Davíð Oddsson, borgarstjóri, sem var sérstakur heiðursgestur í ferð- inni, sökum þess að Seattle og Reykjavík eru vinaborgir, sagði í gærmorgun: „Ég vil þakka fyrir okkur gestina sem fengum að fljóta með í þessum glæsilega farkosti. Við fundum strax að fiugliðarnir fóru mjög vel með þann góða grip sem þeir voru komnir með í hend- urnar.“ Sigurður Helgason forstjóri tók einnig til máls við athöfnina í gær- morgun, og vék í máli sínu að þeim Lynn Olafsson, sem var fram- kvæmdastjóri þeirrar deildar Boeing-verksmiðjanna sem sá um hönnun á Boeing 707-vélunum á sínum tíma og Borge Boeskov, framkvæmdastjóra Evrópusölu- deildar Boeing, sem er hálfur ís- lendingur og hálfur Dani. Hann sagði að þótt þeir væru fyrst og fremst Boeing-menn, liti hann ávallt á þá sem íslendingana hjá Boeing. „Þeir hafa báðir markað spor í íslenska flugsögu. Lynn með þátttöku sinni í hönnun flugvéla sem hafa verið notaðar í millilanda- flugi í mörg ár og Borge með að- stoð sinni við Flugleiðir á meðan á samningaviðræðum við Boeing stóð. Hann var alltaf sannfærður um að Flugleiðir og Boeing ættu samleið. í samningaviðræðum sem stundum voru erfiðar lagði hann mikið af mörkum fyrir hönd Boeing til þess að dæmið gengi upp,“ sagði Sigurður. Ástríður Thorarensen, borgar- stjórafrú, sagði við nafngiftina í gærmorgun: „Ég gef þér nafnið Hafdís. Megi Guð og gæfan fylgja þér, flugleiðum þínum og farþegum um alla framtíð." Ingimar K. Sveinbjörnsson flugstjóri lét Morgunblaðinu í té þessa mynd sem tekin var fyrir skömmu í Seattle fyrir framan Fanndísi, B-757-vél Flugleiða sem verður afhent á næstunni. Þessi föngulegi hópur er fyrsti flugmannahópur Flugleiða sem hlaut starfsþjálfun sína hjá Boeing í Seattle. Frá vinstri eru þeir: Lárus Guðgeirsson, Hilmar Leósson, Skúli Guðjónsson, Ingimar K. Sveinbjörnsson, Ingvar Þorgilsson, Þór Sigurbjörnsson, Jón Waage, Vilhjálmur Þórðarson, Einar Gíslason, Guðlaugur Helgason, Pétur Lúðvíg Marteinsson og Sigurður Haukdal. Siglingar á stríðsárunum: Norskir íslandssjómenn heiðraðir í Reykjavík Utg’áía Nýja Testament- isins á íslensku 450 ára Hafdís lendir í fyrsta skipti á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun. Hafdís komin heim: Þeir Guðlaugur Helgason flugstjóri og Skúli Guðjónsson aðstoðarflug- maður voru að vonum ánægðir með tilveruna í flugstjórnarklefa Hafdísar í gærmorgun. FJÓRIR sjómenn úr norska versl- unarflotanum voru í liðinni viku heiðraðir í norska sendiráðinu í Reykjavík. Þeir hlutu Frelsisorðu Hákons VII fyrir störf sín í seinni heimsstyijöld. Villy Juliussen, Reidar Isaksen, Ólafúr Marteinn Pálsson og Arne Jakobsen, sem er látinn, voru á sjó öll stríðsárin og sigldu mikið á íslandsmið. Þeir giftust allir íslenskum konum og settust hér að í stríðslok. Villy Juliussen er bílsljóri í norska sendiráðinu. Hann segir erfitt að skýra atburði stríðsáranna fyrir þeim sem upplifðu þá ekki. „Ég var á olíuskipi á leið til Suður-Ameríku þegar Noregur var hertekinn," segir Villy. „Síðan var ég á vöruflutningaskipum öll stríðsárin og fór víða. Það var mikið siglt í skipalestum, þar sem 50-60 skip fóru í röð. Um tíma var ég í strandsiglingum og svo fluttum við kol til Kanada og tókum timbur til baka. Við misstum 4.000 sjómenn og 500 skip úr norska verslunarflot- anum styijaldarárin. Siglingarnar fóru illa með heilsuna hjá flestum, þetta voru miklar vökur og eilíft taugastríð. Maður vissi aldrei á ingu Odds. Hafsteinn Guðmundsson teiknaði titilblað og síðuumgjörðir og sr. Sigurður Pálsson ritaði eftir- mála. Og árið 1988 kom út á vegum Lögbergs/Sverris Kristinssonar/ í samvinnu við Hið íslenska biblíufé- lag, Kirkjuráð og Orðabók Háskól- ans, afar vönduð útgáfa N.T. Odds með nútímastafsetningu. Þar rita inngang Sigurbjöm Einarsson, Guð- rún Kvaran, Gunnlaugur Ingólfsson og Jón Aðalsteinn Jónsson. Sú útgáfa fékk góða kynningu og umfjöllun í fiölmiðlum haustið 1988. . Nýja Testamentið — þessi horn- steinn hinnar evangelísku trúar — hefur viðstöðulaust komið út á íslensku í 450 ár og aldrei í stærri upplögum en nú. í áratugi hafa Gíde- onfélagar gefíð Nýja Testamentið öllum 10 ára skólabörnum á landinu — á sl. hausti um 4.500 talsins — auk þess sem Gídeontestamenti eru lögð inn við rúm á öllum sjúkrahús- um, svo og til sjúkraliða og inn í fangaklefa og víðar. Biblíur frá Gídeonfélögum er auk þess að fínna í öllum hótelherbergj- um í landinu. Hið íslenska biblíufélag, sem ann- ast alla útgáfu Biblíunnar i heild svo og Nýja Testamentisins með sálmun- um í fjölbreyttum útgáfum, verður 175 ára 10. júlí nk. og verður síðar kynnt með hvaða hætti það verður hátíðlegt haldið. En — til að minnast. og þakka útkomu N.T. Odds árið 1540, þá verður helgistund í Hallgrímskirkju á Skólavörðuhæð á vegum Hins íslenska biblíufélags kl. 9 að morgni á skírdag, 12. apríl nk. Að ósk bisk- ups, Ólafs Skúlasonar, forseta HÍB, annast helgistundina sr. Jónas Gísla- son, vígslubiskup og varaforseti HÍB, ásamt prestum og organleikara Hallgrímskirkju. Um tilganginn með hinu rit- aða/prentaða Orði — Ritningunni — segir svo íúiðurlagi 20. kap. Jóhann- esar guðspjalls, í þýðingu Ódds Gott- skálkssonar: „En þetta er skrifað að þér trúið það Jesús sé Kristur, Guðs sonur, svo að þér trúaðir hefðuð eilíft lif í_ hans nafni.“ (Frcttatilk. frá Hinu íslcnska biblíufclagi.) Á SKÍRDAG, 12. apríl nk., eru 450 ár liðin frá fyrstu útkomu Nýja Testamentisins á íslensku í þýð- ingu Odds Gottskálkssonar. Á síðustu blaðsíðu þeirrar bókar stendur: Þrykkt útí konunglegum stað Roskyld, af mér, Hans Barth, xii. dag aprílis, anno domini mdxl. Um þessa bókarútgáfu árið 1540 hefur verið sagt: „Fullyrða má, að útgáfa N.Tm., sé mesti viðburðurinn í sögu kristni vorrar, annar en kristnitakan sjálf. Eins og kristnitakan varð grundvöll- ur kristnihalds í landi voru , svo varð og útgáfa N.Tm. hornsteinn hinnar evangelísku trúar.“ (Sr.S.P. 1940.) Um þýðanda og útgefanda þessar- ar — að talið er — fyrstu bókar, sem prentuð var á íslensku og enn er til, hefur verið sagt: „En sá, sem mest og best starfaði að því, að útbreiða siðbótina á ís- landi var Oddur Gottskálksson, hann var íslenskur maður og vel að sér, þótt leikmaður væri. Hann þýddi Nýja Testamentið á íslensku og lét prenta í Danmörku 1540.“ — (S.J., kennari, 1927.) Ljósprentun þessarar fyrstu út- gáfu kom út á vegum Munksgaard í Kaupmannahöfn 1933 með formála eftir Sigurð Nordal. í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Munks- gaards er sýning í anddyri Lands- bókasafnsins um þessar mundir á ljósprentunum hans, m.a. N.T. Odds frá 1540. Árið 1940, er 400 ár voru liðin frá útkomu N.T. Odds, kom út á vegum Jóhannesar Sigurðssonar prentara, kver með völdum köflum N.T. í þýð- Enn frestað að selja úr Ottó N. Þorlákssyni FISKVERÐ var enn lágt á mörkuðum í Vestur Þýskalandi í gær og var enn frestað að selja afla úr togaranum Ottó N. Þorlákssyni af þeim sökum. Á mánudag var hætt við að selja hluta af afla hans þegar ljóst varð að verð hafði fallið og voru þá eftir um 160 tonn af aflanum. í gær átti að selja þau, en þegar tæp hundrað tonn voru óseld var þeim kippt til baka, þar sem verð hafði ekkert hækkað, og á að freista þess að fá hærra verð fyrir fiskinn í dag. Meðalverð fyrir karfa hefúr fallið á tæpri viku úr um 157 krónum niður í um 65 krónur í gærmorgun. Að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar framkvæmdastjóra Aflamiðlunar eru margar skýringar taldar vera á verðfallinu. Menn hallist þó helst að því, að mjög ör og mikil verðhækkun undanfarið hafi valdið. Meðal annars vegna þess að hið háa verð hafi lað- að marga seljendur á markaðinn með þeim afleiðingum að í verslun- um fáist nú fiskur á lægra verði en karfinn er á, því haldi kaupendur á uppboðsmörkuðum að sér höndunum og bjóði lágt verð á meðan hið mikla framboð varir. Villijálmur segir ógerlegt að spá fyrir um áframhaldandi verðþróun, en í augnablikinu líti ekki vel út með að verð hækki á ný. Á mánudag seldi Viðey RE alls 392 tonn í Bremerhaven fyrir 35,7 milljónir króna, meðalverð alls aflans var 90,97 krónur fyrir kílóið. 336,7 tonn voru karfi og fengust 90,99 krónur fyrir kílóið. Ólafur Jónsson GK seldi í Bremen á laugardag 239,5 tonn fyrir 21,9 milljónir króna, meðalverð 91,64. Þar af voru 143,5 tonn karfi, meðal- verð 102,01. Rán HF seldi í Bremerhaven á laugardag, 193,4 tonn fyrir 22,2 milljónir króna, meðalverð 115,01. Þar af var karfi 141,1 tonn, meðal- verð fyrir hann 120,72. Hegranes SK seldi í Bremerhaven á föstudag, 184 tonn fyrir 24,5 millj- ónir króna, meðalverð 133,31. Þar af var karfi 125,9 tonn, meðalverð 145,20. Guðbjörg ÍS seldi í Bremerhaven á föstudag, 275,8 tonn fyrir 36,8 milljónir króna, meðalverð 133,44. Þar af var karfi 188,9 tonn, meðal- vérð 145,75. Kolbeinsey ÞH seldi í Bremerha- ven á föstudag, 173,5 tonn fyrir 24,9 milljónir króna, nieðalverð 143,72. Þar af var karfi 89,1 tonn, meðalverð 156,63. Vigri RE seldi í Bremerhaven á fimmtudag, 309,7 tonn fyrir 37,3 milljónir króna, meðalverð 120,32. Þar af var karfi 241,7 tonn, meðal- verð 127,46 krónur. Morgunblaðið/Bjami Norski sendiherrann, lengst til vinstri á myndinni, afhenti þremur löndum sinum Frelsisorðu Hákons VII í liðinni viku. Ekkja fiórða sjómannsins tók við heiðurspeningi hans. hveiju væri von næsta augnablik. Ég var heppinn. Skipin sem ég var á urðu aldrei fyrir beinni árás, en í loftárásum komu sprengjur oft niður nærri skipunum. Þetta var stundum heldur ljótt.“ Villy segir að hann og landar hans þrir, sem allir settust hér að eftir stríðið, hafi unnið ýmis störf síðan. „Við höfum sennilega allir fengið nóg af siglingum á stríðsár- unum. Og þegar menn eru komnir með fjölskyldu eru langar siglingar - ekki mjög freistandi. Ég var bílstjóri í sænska sendiráðinu í 32 ár og er nú í því norska. Þetta er langur vegur frá siglingunum, en þær gleymast ekki svo glatt.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.