Morgunblaðið - 11.04.1990, Page 29

Morgunblaðið - 11.04.1990, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1990 29 Virðisaukaskattur af flotgöllum: Óviðuiiaiidi að skatt- leggja björgunarbmiað - segir Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins ÁRNI Johnsen (S/Sl) mælti í neðri deild í gær fyrir frum- varpi til laga um að virðis- aukaskattur verði felldur nið- ur af flotvinnubúningum. Sagði hann að óviðunandi væri, að björgunarbúnaður Sljómskipunarlög: Deildaskipt- ing Alþing- is aftiumin - samkvæmt frumvarpi Páls Péturssonar PÁLL Pétursson (F/Nv) hefiir endurflutt frumvarp sitt frá síðasta þingi um breytingar á stjórnskipunarlögum. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að deildaskipting Alþingis verði afnumin, ríkisstjórn verði veitt meiri aðild vegna bráðabirgðalaga og aukaijár- veitinga og að þingmenn sem taka við ráðherraembættum láti af þingmennsku. í gi-einargerð með frumvarpinu segir, að markmiðið sé að gera málsmeðferð á Alþingi nútímalegri og einfaldari og einnig að efla sjálfstæði þingsins og eftirlit með framkvæmdavaldinu. Helstu breytingar í frumvarpinu eru samkvæmt greinargerð eftir- farandi: 1. Deildaskipting Alþingis verði afnumin og þingið starfi í einni málstofu. 2. Komið verði á fót sérstakri stjórnsýslunefnd sem rétt hafi til að rannsaka mikilvæg mál sem varði almenning. Nefndin hafi þannig eftirlit með störfum stjórnvalda. 3. Bráðabirgðalög verði ávallt lögð fyrir næsta Al- þingi eftir setningu þeirra þegar í byijun þings. 4. Þingmaður, sem skipaður er ráðherra, láti af þing- mennsku meðan hann gegnir ráð- herraembætti en varamaður hans taki sæti á Alþingi. 5. Þegar ný ríkisstjórn er mynduð milli þinga, skuli þing kvatt saman innan þriggja vikna frá skipunardegi stjórnar. 6. Aukafjárveitingar verði takmarkaðar. sjómanna væri skattlagdur, en þeir byggju við mesta slysat- íðni starfsstétta í landinu. Þingmaðurinn sagði í umræðum um frumvarpið, að þegar virðis- aukaskattur væri ekki lagður á flestar tegundir lögbundins örygg- isbúnaðar i skipum, skyti það skökku við að leggja hann á þann búnað, sem sjómenn þyrftu sjálfir að útvega sér. Hann rifjaði upp mótmæli eiginkvenna sjómanna og nemenda í Stýrimannaskólan- um gegn þessari skattlagningu og sagði að á undanförnum árum væru um það mörg dæmi, að flot- vinnubúningar hefðu bjargað lífi sjómanna. Sjómenn byggju við mesta slysatíðni starfsstétta í landinu og óviðunandi væri, að þessi björgunarbúnaður þeirra væri skattlagður. Kristín Einarsdóttir (SK/Rv) og Pétur Bjarnason (F/Vf) tóku und- ir sjónarmið flutningsmanns frum- varpsins og lýstu yfir stuðningi við markmið þess. Búrfellsvirkjun. Frumvarp um raforkuver: Heimild til stækkunar virkj- ana við Búrfell og Kröflu LAGT hefur verið fram á Alþingi stjórnarfrumvarp til laga uin raf- orkuver. Þar er meðal annars gert ráð fyrir heimildum til stækkun- ar virkjana við Búrfell og Kröflu og að heimiit verði að reisa og reka jarðgufuvirkjun til raforkuframleiðslu á Nesjavöllum. MÞMKSI í greinargerð með frumvarpinu er sagt, að það sé flutt til að greiða fyrir uppbyggingu orkufreks iðnað- ar hér á landi í framhaldi af yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar og ATL- ANTAL-aðilanna um nýtt álver. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að heimilt verði að stækka Búrfells- virkjun í um 310 MW og Kröflu- virkjun í um 60 MW. Fyrir vora heimildir til Blönduvirkjunar, Fljótsdalsvirkjunar, Villinganes- virkjunar, Sultartangavirkjunar, stækkunar Hrauneyjafossvirkjunar og Sigölduvirkjunar. Enn fremur er í frumvarpinu gert ráð fyrir heimild til að reisa og reka jarð- gufuvirkjun til raforkuframleiðslu á Nesjavöllum. í frumvatpinu er að lokum lagt til að Landsvirkjun verði veitt heim- ild til að veija 300 milljónum króna til undirbúnings og framkvæmda á árinu 1990 við Fljótsdalsvirkjun, stækkun Búrfellsvirkjunar og stofnlínur eins og nauðsynlegt sé, til þess að hægt verði að sjá nýj;i álveri fyrir nægri raforku árið 1994, og taka það fé að láni. Viðskipti með hlutabréf: Söluhagnaður skattfrjals upp að 300.000 kr. marki — samkvæmt frumvarpi fjárhags- og viðskiptanefiidar neðri deildar Fjárhags- og viðskiptanefnd neðri deildar Alþingis hefur lagt fram frumvarp til breytingar á lögum um tekju- og eignarskatt, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að söluhagnaður af hlutabréfum verði skattfrjáls upp að 300 þúsund króna marki, hafi þau verið í eigu aðila í 4 ár. Jafn- STUTTAR ÞINGFRETTIR ■ FÓSTUREYÐINGAR: Ás- geir Hannes Eiríksson (B/Rv) hefur lagt fram á Alþingi frum- varp til laga um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barn- eignir og um fóstureyðingar og ófijósemisaðgerðir. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að óheimilt verði að framkvæma fóstureyð- ingu nema að lífi eða heilsu konu sé hætta búin af áframhaldandi meðgöngu og fæðingu, að sterkar líkur séu á vansköpun barns eða það sé haldið alvarlegum sjúk- dómi, að þungun og fæðing verði stúlku, allt að 16 ára aldri, of erfið vegna félagslegra aðstæðna, eða að þungun konu sé afleiðing nauðgunar eða annars refsiverðs athæfis. ■ MÁLEFNI HEYRNAR- LAUSRA: Þórhildur Þorleifsdótt- ir (SK/Rv) hefur lagt fram þijár fyrirspurnir til menntamálaráð- herra vegna málefna heyrnar- lausra. Þingmaðurinn spyr meðal annars um ráðstafanir til að tryggja framhaldsnám þeirra, hvort standi til að viðurkenna íslenskt táknmál sem sérstakt og sjálfstætt mál, og einnig hvað líði undirbúningi að stofnun Sam- skiptamiðstöðvar heymarlausra. ■ K J ARN ORKUTILRAUN- IR: Eiður Guðnason hefur lagt fram fyrirspurn til utanríkisráð- herra um það, hvort ríkisstjórn íslands hafi mótmælt þeim ráða- gerðum Sovétríkjanna að flytja tilraunir með kjarnorkuvopn frá Mið-Asíu til Novaja Zemlja í Norður-íshafinu. ■ KVIKMYNDASTOFN- UN: Lagt hefur verið fram stjórn- arfrumvarp um stofnun Kvik- myndastofnunar íslands. Hlut- verk hennar á meðal annars að vera rekstur Kvikmyndasjóðs og Kvikmyndasafns og er markmiðið með frumvarpinu, samkvæmt at- framt er gert ráð fyrir að heim- ilt verði að miða skattfrjálsar arðgreiðslur við allt að 15% af nafnverði hlutabréfa í stað 10% áður. Frumvarpið er í meginat- riðum byggt á frumvarpi, sem Friðrik Sophusson (S/Rv) og aðr- ir þingmenn Sjálfstæðisflokksins í neðri deild fluttu fyrr í vetur. hugasemdum sem því fylgja, að styrkja stöðu kvikmyndagerðar f landinu til að halda í horfinu við erlend menningatáhrif. ■ ÁTAK GEGN EINELTI: Þingkonur Kvennalistans hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að félagsmálaráðherra og menntamálaráðherra beiti sér fyr- ir átaki gegn einelti meðal barna og unglinga. í því skyni verði skipaður samstarfshópur, sem skili áætlun um úrbætur fyrir 1. mars 1991. ■ BÍLBELTI: Salome Þor- kelsdóttir (S/Rn) hefur ásamt þingmönnum úr öllum flokkum lagt fram framvarp til laga um að lögleiða notkun bíibelta fyrir þá sem sitja í aftursæti og að börn yngri en 6 ára skuli nota bílbelti, barnabílstól, bílpúða eða annan viðurkenndan öryggisbún- að. í athugasemdum með frumvarp- inu segir meðal annars, að mark- mið þess sé að koma á breytingum til að örva eiginfjármyndun í íslenskum atvinnurekstri. Breyting- arnar sem felist í frumvarpinu séu í fyrsta lagi, að söluhagnaður af hlutabréfum í tilteknum fyrirtækj- um verði skattfijáls ef hann er ekki yfir 300.000 kr. eftir 4 ára eignar- haldstíma. í annan stað, að heimilt verði að miða skattfijálsar arð- greiðslur við allt að 15% af nafn- verði hlutabréfa í stað 10% áður. í þriðja lagi, að úthlutaður arður fyr- irtækja verði frádráttarbær upp að 15% af nafnverði og að síðustu, að viðskipti með hlutabréf á verðbréfa- þingi íslands verði auðvelduð með því að ekki þurfi að telja hlutabréf til eignar á kaupþingsverði þótt þau séu skráð á opinbera kaupþingi. Frumvarp þetta kemur í kjölfar frumvarps um frádrátt af skatt- skyldum tekjum vegna fjárfestingar í atvinnurekstri sem varð að lögum fyrr í vetur. Þar var sá frádráttur fyrir einstaklinga meðal annars hækkaður í 115 þúsund krónur og fyrir hjón í 230 þúsund krónur. Það frumvarp var einnig lagt fram af Ijárhags- og viðskiptanefnd neðri deildar en að meginstofni byggt á frumvarpi Friðriks Sophussonar og annarra sjálfstæðismanna um sama efni. Mannanöfii: Skrá gerð yfir leyfileg nöfti SVAVAR Gestsson, menntamálaráðherra, mælti í neðri deild í síðustu viku fyrir frumvarpi til laga um mannanöfn. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að gerð verði skrá yfir þau nöfii, sem heimilt verður að nota, en sérstök mannanafnanefnd fialli um þau nöfn sem ekki verður þar að finna. í frumvarpinu er gert ráð fyrsf*1 að stofnuð verði sérstök manna- nafnanefnd. í henni sitji 2 fulltrúar tilnefndir af heimspekideild Há- skóla íslands og 1 fulltrúi tilnefndur af Lagadeild. Hlutverk nefndarinn- ar á að vera, að gera skrá yfir heim- il mannanöfn í landinu. Óski for- eldrar eftir þvi að gefa barni sínu_ nafn sem þar er ekki að fínna, skái' nefndin úrskurða í málinu. í frumvarpinu segir, að gefa skuli barni eitt eða tvö eiginnöfn innan hálfs árs frá fæðingu og skuli nöfn- in vera íslensk eða hafa unnið sér hefð í landinu og falla að íslensku inálkerfi. Börn skuli fá eitt kenni- nafn og verði hei milt að kenna þau jafnt við móður sem föður. Ættar- nöfn geti gengið jafnt í karllegg sem kvenlegg, en óheimilt sé að : takarapp ný. ■ n ).:.h > i u -. j

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.