Morgunblaðið - 11.04.1990, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1990
Minning:
Einar Þorgeirsson
rafverktaki
Það var mikið áfall að heyra að
Einar hefði farist af slysförum, þessi
dugmikli maður sem ekkert virtist
geta stöðvað.
Við vorum stödd í Hollandi til
þess að taka þátt í keppni ásamt
Helgu eiginkonu hans. Þessi keppn-
isferð var að mörgu leyti tómleg
vegna þess að Einar var ekki með
^ okkur og var haft orð á því að þetta
var í fyrsta sinn sem hann fylgdi
ekki konu sinni í alþjóðakeppni er-
lendis.
ísland tók fyrst þátt í alþjóðlegri
keppni 1985 í Vínarborg og þá var
Einar með okkur, ekki eingöngu til
þess að hjálpa Helgu heldur var
hann boðinn og búinn til þess að
• hjálpa öllum sem þurftu á hjálp að
halda. Einar lét ekki við þessa einu
keppni sitja heldur kom hann með
okkur á keppni í Veróna, Búdapest
og nú síðast til Helsingborgar sl.
haust. Þá mætti skrifa heila bók um
þá aðstoð sem hann veitti í sam-
bandi við keppni hér á landi og
hvernig hann leysti fyrir okkur raf-
_ % magnsvandamál sem oft fylgdi þeim.
Orðið ómögulegt var ekki til í hans
orðabók. Það er sagt að það sem
fóðri sorgina mest sé sektarkenndin
og veit ég að mörgum sem tekið
hafa þátt í þeim keppnum sem Einar
fór með okkur í, svíður það sárt að
hafa ekki látið hann njóta þess þakk-
lætis sem hann átti skilið í lifanda
lífi.
Kraftur hans og dugnaður, hjálp-
semi og glaðværð var kærkominn
þeim sem tóku þátt í erfiðum keppn-
um og áður en hægt væri að þakka
, honum fyrir hjálpina var hann rokinn
í burt eða sló þakklætinu upp í grín.
Þrátt fyrir hijúfa framkomu, mikið
skap, þá fór það aldrei á milli mála
að þar fór maður með stórt hjarta
og það er ótrúlegt hvað hann komst
yfir að gera á sinni alltof stuttu ævi.
Til dæmis um umhyggju Einars
fyrir öðrum, þá gaf hann sér tíma
til þess, þrátt fyrir eigin annir, að
hringja í mig rétt áður en við fórum
til Hollands og benda mér á að ef
ég hugsaði ekki betur um rafmagns-
tækin sem hann hafði gert fyrir fé-
lagið okkar, þá endaði það með því
að þau glötuðust. Ég hafði gaman
af þessu símtali því ef Einar skamm-
aði mann þá var það vegna þess að
^honum var ekki sama og að hann
hefði taugar til hárgreiðslunnar.
Þátttaka íslands í hárgreiðslukeppn-
um erlendis er byggð á sjálfboða-
vinnu og hafa makar keppenda
ávallt lagt þar hönd á plóginn en
að öllum öðrum ólöstuðum þá var
Einar þar fremstur í fiokki.
Það er sama hvar við leitum til
að finna orð til huggunar ijölskyldu
Einars, þau finnast ekki. Líf og dauði
eru hugtök sem menn hafa skiptar
skoðanir á svo og trú eða trúleysi.
Því verður að eftirláta hvetjum og
einum að finna sinn veg út úr sorg-
inni. Eitt er víst, Einar hefði ekki
gefist upp, heldur dregið aðra með
sér til athafna.
Þótt Einar sé ekki lengur meðal
okkar, þá deyr orðstír hans aldrei.
Elsku Helga, við vottum þér og
bömum þínum okkar innilegustu
samúð.
Dóróthea og Torfi.
Kork-o-Plast
GÓLF-GLJÁI
Fyrir PVC-filmur,
linoleum, gúmmí, parkett
og steinflísar.
Notið aldrei saimiak eða
önnur sterk sápuefni á
Kork*oPlast
Kinkaumboóá íslandi:
O.MRGRlMSSON&CO
Ármúla 29. Múlalorni, s. .18640.
Mig langar í nokkrum orðum að
minnast frænda míns og vinar sem
lést svo sviplega af slysförum í þess-
um mánuði. Það er erfitt að trúa
því að hann Einar sé dáinn, en slys-
in gera ekki boð á undan sér. Hann
hafði alla þessa orku og framtíðará-
ætlanir. Ég hef aldrei kynnst jafn-
duglegum og framtakssömum
manni, það var sama hvað hann tók
sér fyrir hendur, hann gat fram-
kvæmt bókstaflega allt sem hann
ætlaði sér. Við höfðum oft orð á því
hvernig þetta væri hægt.
Ef um skemmtanir og ferðalög
var að ræða, þá var hann þar fremst-
ur í flokki og hrókur alls fagnaðar
því það var stutt í húmorinn. Skap-
laus var hann ekki og ef hlutirnir
gengu ekki upp þá gat hann látið í
sér heyra, en hann var alltaf sjálfum
sér samkvæmur og sannur vinur
vina sinna.
Þær eru ófáar hárgreiðsluferðirn-
ar sem ég fór með Einari og Helgu
vinkonu minni og núna síðast var
ég með Helgu í Hollandi, en það var
ein af þeim fáu keppnum sem Einar
var ekki með til að hjálpa og taka
myndir fyrir okkur á keppnisdag,
hann var eins og í mörgu öðru mjög
góður ljósmyndari og á ég margar
góðar myndir sem hann tók.
Þau Helga og Einar unnu mjög
vel saman að því að veita börnum
sínum fallegt heimili enda bæði dug-
leg og áhugasöm um að hafa fallegt
í kringum sig. Áhugamálin voru
mörg hjá Einari og þá sérstaklega
með drengjunum, sem verður þeim
ómetanlegt í minningunni um föður
sinn.
Því miður þá fáum við ekki Einar
aftur, en ég er þakklát fyrir að hafa
kynnst þessum elskulega frænda
mínum og átt með þeim hjónum
ánægjulegar samverustundir.
Elsku Helga, Sirrý, Einar Geir,
Bjarni Þór, foreldrar og systkini,
Guð gefi ykkur styrk í þessari miklu
sorg.
Guðfinna Jóhannsdóttir
Það er ekki ofsögum sagt þegar
styrk stoð úr vinahópi fellur frá að
hugann setji hljóðan og myndrænir
atburðir liðinna ára líti dagsins ljós.
Einar er genginn á vit örlaga
sinna langt um aldur fram. Þessi
stóri og sterki persónuleiki sem lék
oftast á als oddi var hrókur alls fagn-
aðar á góðra vina fundum líður
manni seint úr minni. Kankvíst bros
og hressileg kerskni gáfu honum
þennan litríka blæ sem einkennir oft
aðsópsmikla menn. Hér var á ferð
foringi og mikill dugnaðarforkur
sem lét aldrei deigan síga enda
mannkostur ótvíræður. Það lék allt
í höndum þessa drengs hvort sem
handleikið var járn eða tré. Útsjónar-
semin og skipulagsgáfa sátu ætíð í
fyrirrúmi.
Tveggja áratuga kynni við Einar
færði manni heim sanninn um að á
bak við þykkan skrápinn var ein-
stakt bróðurþel til vina og vanda-
manna sem komu oftlega fram í
ótilbeðinni hjálp og stuðningi hvers
konar. Því ber ekki að neita að á
bak við mannkosti Einars stóð heil-
steypt kona sem var engin eftirbátur
hans hvað eiju og dugnað snertir.
En samstilit átak atorku og áræðis
aflaði þeim hjónum ómældra vin-
sælda og virðingar. Gestrisni þeirra
og lundin létta sat alltaf í fyrirrúmi.
Það má segja að mannfólkið allt
sé á valdi orsaka og afleiðinga og
enginn ráði sínum næturstað.
Efst í huga mínum er þakklæti
fyrir falslausa vináttu og tryggð.
Megi alvaldur góði gefa honum
frið og blessun og hann öðlist í
Kristi gleði hins eilífa lífs.
Elskulegri konu, börnum og að-
standendum öllum votta ég einlæga
hluttekningu.
Hilmar Hlíðberg Gunnarsson
Þriðjudagskvöldið hinn 3. þessa
mánaðar lést ungur maður í einu
af þessum alltof tíðu umferðarslys-
um. Ég vissi ekki þá hver í hlut átti
en hugsaði bara eins og aðrir, að
nú ættu einhveijir um sárt að binda.
Síðar, er mér var sagt að það hefði
verið góðvinur minn, Einar Þorgeirs-
son, rafverktaki, vildi ég helst neita
að trúa, en staðreynd var það engu
að síður.
Einar var sonur hjónanna Sigríðar
Einarsdóttur og Þorgeirs Jónssonar,
vélvirkja. Þau hjón höfðu hvort í
sínu lagi verið nágrannar mínir á
mínum yngri árum. Hann í austur-
borginni en hún síðar í vesturborg-
inni, svo ég hafði af þeim og þeirra
fólki nokkur kynni.
Einar sá ég fyrst í Sundlaug Vest-
urbæjar, þar sem hann kom daglega
vegna íþróttar sinnar, því hann var
sundmaður mikill. Þangað kom ég
einnig um árabil, mér til heilsubót-
ar. Þarna urðu mín fyrstu kynni við
þennan glæsilega, góða dreng og
sem áttu eftir að verða meiri, þar
sem ég varð svo lánsamur að fá
hann með mér til vinnu við gróður-
störf ýmis og allt þar að lútandi.
Það var einstök reynsla að starfa
með honum. Hann hafði allt til að
bera, dugnað, vilja, hjálpsemi, ásamt
góðsemd og hlýju, sem gerði hann
að betri manni. Að Einari stóðu
sterkir stofnar, glæsilegt mann-
dómsfólk, listamenn og völundar
miklir, enda bar hann þess öll merki.
Hans er sárt saknað af okkur öll-
um, sem þótti vænt um hann að
verðleikum. Ég er svo lánsarnur að
eiga tvo góða bræður að. Á betra
verður ei kosið. Einar var sem einn
slíkur og veit ég, að fleiri geta sagt
hið sama.
Þann 3. október 1970 kvæntist
Einar yndislegri konu, Helgu
Bjarnadóttur, hárgreiðslumeistara,
og varð það honum mikil gæfa. Hún
er af þekktu dugnaðarfólki komin,
eins og hún hefur ávallt sýnt við
hlið hans. Þeim varð þriggja barna
auðið. Þau eru: Sigríður Margrét,
Einar Geir og Bjarni Þór.
Helga mín! Orð segja kannski
ekki mikið, en ég vona þið finnið
hug okkar allra og bænir. Það getur
enginn misst mikið, nema að hafa
átt mikið. Þrátt fyrir það, reynið að
njóta góðu minninganna og varð-
veita þær. Kæru börn! Ykkur til
handa á ég þá ósk, að mega líkjast
föður ykkar sem mest, eins og við
þekktum hann best. Þá ætti ykkur
að farnast vel með öllu því góða, sem
þið njótið frá móður ykkar.
Ykkur öllum, foreldrum, sytkin-
um, tengdaforeldrum og öðrum ást-
vinum, vil ég votta samúð mína, er
við kveðjum góðan vin. Einar kveð
ég og þakka. Góður Guð varðveiti
hann og ykkur öll.
Jón A. Wathne
Að morgni hins 4. apríl barst okk-
ur sú harmafregn að hann Einar,
okkar góði vinur, væri dáinn. Hann
sem var ekki nema 41 árs, tekinn
burt á svo sviplegan hátt frá yndis-
legri eiginkonu og þremur börnum.
Einar fæddist 13. desember 1948,
sonur hjónanna Þorgeirs H. Jónsson-
ar og Sigríðar M. Einarsdóttur og
var hann næst elstur sex systkina.
Það eru komin 22 ár síðan elsku-
leg vinkona mín, Helga Bjamadótt-
ir, hitti Einar sinn, þennan glæsilega
unga mann. Þau gengu í hjónaband
3. október 1970. Þau byrjuðu að búa
á Hlíðarvegi 40, Kópavogi, þar sem
þau höfðu fest kaup á lítilli íbúð sem
þau gerðu að yndislegu heimili sínu.
Til Einars og Helgu var alltaf gott
að koma og manni ávallt tekið opn-
um örmum. Þar ríkti alltaf gleði og
hamingja sem hefur fylgt þeim alla
tíð.
Það var mikill hamíngjudagur í
lífi þeirra þann 13. október 1972
þegar þau eignuðust dóttur sína
Sigríði Margréti sem var skírð í höf-
uðið á föðurömmu sinni. Tveimur
árum síðar, 20. september 1974,
eignuðust þau svo tvíburana Einar
Geir og Bjarna Þór. Það var stoltur
faðir sem hringdi í mig þennan
morgun og tilkynnti okkur að þau
hefðu eignast tvo syni.
Fjölskyldan var orðin stór og
þröngt í litlu íbúðinni. Einar réðst í
að kaupa fokhelt raðhús í Hafnar-
firði og vann þar öllum stundum sem
gáfust frá annarri vinnu. Þó Einar
væri rafvirki að mennt lék flest í
höndum hans hvort sem það voru
smíðar eða annað.
Þau kunnu vel við sig i Hafnar-
firðinum og þegar börnin stálpuðust
fór Helga að geta sinnt hárgreiðsl-
unni sem hún hafði lært og hafði
mikinn áhuga á og settu þau upp
hárgreiðslustofuna Carmen. Alltaf
studdi Einar Helgu og hvatti í því
sem hún tók sér fyrir hendur.
Sitt framtíðarheimili bjuggu þau
sér svo á Sævangi 28 og þar eru
mörg handtökin bæði úti og inni sem
minna á þennan vinnusama mann
sem alltaf virtist samt hafa nægan
tíma fyrir alla. Ófáar eru ferðimar
til vina og vandamanna þegar ein-
hverstaðar þurfti að gera við eða
laga eitthvað, þar var Einar kominn
með sitt hressilega fas og glaða við-
mót að bjarga málunum.
Einar var mikill útivistarmaður
og voru margar hamingjustundir
sem hann átti með fjölskyldu og vin-
um uppi á ljöllum þar sem þau fóru
um á vélsleðum á góðviðrisdögum.
Það var gaman að hlusta á Einar
þegar hann lýsti þessum ævintýra-
ferðum, þessari himnesku fegurð og
kyrrð vetrarnáttúrunnar.
Það er erfitt að hugsa til þess að
þessi trausti vinur sé farinn frá okk-
ur og við eigum ekki framar eftir
að heyra dillandi hlátur hans.
Elsku Helga min, Sirrý, Einar og
Bjarni, góður Guð styrki ykkur í
þessari miklu sorg. Guð hefur kallað
hann til sín til mikilvægari verkefna
og við trúum því að við eigum eftir
að hitta hann síðar þegar okkar tími
kemur. Við eigum öll ógleymanlegar
minningar um ástríkan eiginmann
og föður, traustan vin og dreng góð-
an, og allar góðu samverustundirn-
ar. Foreldrum hans og systkinum,
tengdaforeldrum og börnum þeirra
vottum við okkar dýpstu samúð.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja,
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Lára og Kiddi
Mig langar með nokkrum fátæk-
legum orðum að minnast rníns besta
vinar sem lést af slysförum þann
3. apríl sl. Síminn hringir að morgni
þann 4. apríl, og Ágústa systir seg-
ir með grátstafinn í kverkum að
hann Einar hennar Helgu sé dáinn,
og ég hugsa, það getur ekki verið
hann Einar hennar Helgu hár-
greiðslu.
En því miður var það hann, hann
af ölium öðrum, hann sem var all-
staðar hrókur alls fagnaðar hvar sem
hann var.
Það er sama hvar og hvenær við
hittumst, alltaf varð hann að koma
með smá skot.
Einar, Helga og börn fluttu á
Breiðvanginn við hliðina á mömmu
og pabba árið 1976, maður tók eftir
þeim bæði fyrir glæsileika og svo
voru þau ung að árum með þtjú ung
börn, Sirrý þá 4 ára, fædd 72 og
tvíburana Einar Geir og Bjarna Þór,
þá 2 ára, fædda 74. Þau ár sem
þau bjuggu á Breiðvanginum eða
allt til ágúst ’85, en þá flytja þau á
Sævanginn, var mikill samgangur á
milli Breiðvangar 23 og 25.
Og þó það væru tíu ár á milli
míns og Enars þá má best sjá hve
góður vinur vina sinna hann var, því
hann sem minn besti vinur var besti
vinur foreldra minna en þar eru 20
ár á milli. Enda veit ég að hans er
mikið saknað af Breiðvanginum og
missir pabbi einn af sínum bestu
félögum.
Þó svo að þau flytji á Sævanginn
helst sambandið alltaf á milli, enda
voru engar stórar veislur né afmæli
að Einar og Helga voru ekki með.
Enda voru mín orð þegar ég fór að
trúa þessu, hver á þá að koma öllum
í gott skap og koma fólki til að hlæja
í veislum hér eftir.
Þegar ég lít til baka er margs að
minnast, allt svo fallegt og gott.
Enda er vart að finna eins glæsileg
hjón og samrýnd og Einar og Helgu.
Hve góður og kær Einar var Helgu
sinni og studdi hana í sambandi við
hárgreiðsluna, hve góður faðir hann
var börnunum sínum, hve góður vin-
ur hann var vinum sínum mun aldr-
ei gleymast.
Elsku Helga mín, Sirrý, Einar
Geir og Bjarni Þór, ég bið góðan
Guð að styrkja ykkur í þessari miklu
sorg. Minningin um Einar mun ætíð
lifa.
Líney og fjölskylda.
Hann Einar bróðir okkar er dá-
inn! Fregnin var óvænt, alveg eins
og brottför hans úr þessu lífi bar
brátt að. Vegir Guðs eru órannsak-
anlegir, en við trúum því að hann
hafi verið kallaður til annarra og
mikilvægari starfa handan mark-
anna sem skilja milli lífs og dauða.
Einar gekk í Frímúrararegluna
1988 og í stúkuna Glitni. Nú er skarð
fyrir skildi í röðum okkar bræð-
ranna, en minningin um Einar lifir
í hugum okkar.
Sá sem eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Davíðsson, Isl. orðsnilld)
Einar var hógvær í allri fram-
göngu sinni en þótt hann gerði ekk-
ert til að láta á sér bera varð maður
alltaf var við nærveru hans, jafnvel
í margmenni. Ekki er gott að henda
reiður á hvað olli því að eftir honum
var tekið. Hann var rétt rúmlega
meðalmaður vexti, en hann virtist
vera stór. Fas hans bar með sér
traust og festu, en um leið rósemi
og lítillæti. Handtak hans var þétt
og höqdin hlý. Minningin um Einar
er minning um góðan dreng, félaga
og bróður. Guð blessi konu hans,
Helgu Bjarnadóttur, börnin Sigríði
Margréti, Einar Geir, Bjarna Þór og
aðra aðstandendur og gefi þeim
styrk til að bera missinn og sorgina.
„Maður skal eftir mann lifa.“
F.h. Glitnisbræðra,
M.A.
. Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast
margs er að sakna
Guð þerri tregatárin stríð.
V. Briem.
Við urðum harmi slegin er við
fengum þá sorgarfregn að vinur
okkar hefði látist af slysförum. Ein-
ar var góður drengur og við minn-
umst þess hve gott var að koma á
heimili þeirra Einars og Helgu, og
voru móttökur ætíð hlýjar og var
oft glatt á hjalla. Einar var ávallt
hress og kátúr og gaman að vera í
návist hans. Hann var tryggur vinur
og alltaf tilbúinn að rétta hjálpar-
hönd og sýna góðvild á ýmsan hátt.
Svo nú er höggvið stórt skarð í vina-
hóp okkar. Samband Einars og
Helgu var mjög náið og gott og fjöl-
skyldulíf til fyrirmyndar.
í dag kveðjum við góðan vin og
vottum foreldrum hans, tengdafor-
eldrum, systkinum og flölskyldum
þeirra innilegustu samúðarkveðjur.
Elsku Helga okkar, Sirrý, Einar
Geir og Bjarni Þór, við biðjum góðan
Guð að styrkja ykkur og blessa í
ykkar miklu sorg. Minningin um
góðan vin mun ávallt lifa.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V; Briem.)
Ragnar, Alda, Oskar
Vigfús, Kristín Ósk,
Jónas og Ágústa.
Það fór um mig ónota tilfinning
þegar síminn hringdi um miðnætti
þennan örlagaríka dag og í símanum