Morgunblaðið - 11.04.1990, Page 39

Morgunblaðið - 11.04.1990, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1990 39 Guðrún I. Bergmunn Schneider - Minning Þann 6. apríl sl. lést á heimili sínu í New Paltz í Bandaríkjunum föður- systir mín, Guðrún Ingibjörg Berg- mann Schneider. Bíbí, eins og hún var ævinlega kölluð af fjölskyldu og vinum, fæddist á Eyrarbakka 19. apríl 1922, dóttir hjónanna Andreas- ar S.J. Bergmann gjaldkera og Guð- mundu Guðmundsdóttur Bergmann. Hún var önnur í röð barna þeirra ömmu og afa, en hin eru Jón G. Bergmann fyrrv. aðalgjaldkeri í Reykjavík, Sigrún Bergmann hús- móðir á Akureyri og Carl A. Berg- mann úrsmiður í Reykjavík. Árið 1925 fluttu þau afi og amma til Reykjavíkur og byggðu sér fljót- lega hús á Ljósvallagötu 24, þar sem þau bjuggu æ síðan. Þar ólst Bíbí upp með foreldrum sínum, ömmu og systkinum og var fjörug og kát telpa að mér er tjáð. Eftir barna- skólanám gekk hún í Gagnfræða- skóla Reykvíkinga en starfaði síðan við saumaskap, fyrst hjá vinkonu þeirra ömmu og afa frá Eyrarbakka, Ingibjörgu Bjarnadóttur, en síðar setti hún sjálf upp litla saumastofu ásamt kunningjakonu sinni. Síðustu árin áður en hún giftist vann hún hjá Sjúkrasamlagi Reykjavík. Árið 1943 eignaðist Bíbí bam, Helenu Hönnu, með bandarískum manni en þann 27. nóvember 1948 gekk hún að eiga eftirlifandi eigin- mann sinn, George Schneider, sem þá var starfsmaður á Keflavíkur- flugvelli. Fyrsta heimili þeirra var í bragga suður á Velli, en eftir að hafist var handa um byggingu hús- næðis fyrir starfsmenn hersins, fluttu þau í nýja íbúð í fjölbýlishúsi þar suður frá. Síðustu ár sín á ís- landi bjuggu þau svo í Reykjavík. Georg gekk Hönnu, dóttur Bíbíar í föðurstað en saman eignuðust þau 2 böm, Evelyn, fædd 1950, og Ron- ald Richard, fæddur 1951. Undirrituðum eru í fersku minni árin þeirra Bíbíar og Georgs suður á Keflavíkurflugvelli. Á þeim ámm var ríkjandi einhver sú versta skömmtunar- og haftastefna sem verið hefur á íslandi, þannig að bráð- nauðsynlegustu neysluvömr, svo sem efni í föt eða skór fengust ekki, nema þá eftir margra klukkustunda stöðu í biðröðum. Um lúxusvörur eins og barnaleikföng var ekki að tala, og nýir ávextir fengust aðeins fyrir jól, og þá að sjálfsögðu skammtaðir eins og flest annað. Okkur krökkunum í fjölskyldunni var það því alltaf mikið tilhlökkunar- efni að fara í heimsókn til Bíbíar og Georgs suður á Keflavíkurflug- völl, þar sem gnægð var af því sem þá var kölluð munaðarvara en telst nú nauðsynjavara, og gátum úðað í okkur nýjum ávöxtum og öðm góð- gæti, eins og okkur lysti. Margar ferðirnar áttum við í fjöl- skyldunni þarna suður eftir í heim- sóknir á hátíðar- og tyllidögum og eru vetrarferðirnar minnisstæðastar. Þá voram við krakkarnir dúðaðir í föt og ullarteppi í miðstöðvarlausa bílana þeirra pabba og afa, Austin 8 og Morris 10, og síðan var haldið af stað sem leið lá suður gamla Suðurnesjaveginn um Vatnsleysu- strönd og yfir Vogastapa, sem þá var aðal farartálminn á þessari leið, einkum ef snjóþyngsli vom mikil. Eftir slíkar slarkferðir var alltaf jafn notalegt að koma inn í hlýjuna til Bíbíar og Georgs og njóta gestrisni þeirra og höfðingsskapar. Á þessum ámm fóm þau hjónin oft í stutt frí til Bandaríkjanna að heimsækja fjölskyldu Georgs, og við heimkomuna komu þau jafnan fær- andi hendi. Nutum við krakkarnir örlætis þeirra og gjafmildi, einkum í fatnaði og leikföngum ásamt öðm því sem þá var ófáanlegt á íslandi. Voru þau hjónin einstaklega sam- hent í því að láta aðra í fjölskyld- unni njóta góðs af þeirri aðstöðu sem þau voru í, að geta útvegað ýmislegt það, sem ekki fékkst hér á þeim áram. Árið 1955 ákváðu Bíbí og George að flytja búferlum til Bandaríkjanna og var það henni áreiðanlega erfítt að flytja af landi brott frá fjölskyldu og vinum. En hún hlaut að fylgja manni sínum til nýrra starfa í Bandaríkjunum og um vorið fluttust þau ásamt bömunum þremur til New Paltz í New York-ríki, sem vora heimaslóðir Georgs. Minning: Kristrún Jóhannes- dóttir, Seyðisfírði Mig langar í fáeinum orðum að minnast elsku ömmu minnar, Kristr- únar Jóhannesdóttur, sem lést í sjúkrahúsi Seyðisfjarðar þriðjudag- inn 27. mars sl. á nítugasta og öðm aldursári. Hún fæddist 22. september 1898 í Sigluvík á Svalbarðsstsrönd í S-Þing. og ólst þar upp til fullorðins- ára. Þá réðst hún austur í Egilsstaði þar sem hún kynntist eftirlifandi eiginmanni sínum, Þorsteini Guð- jónssyni, en þau gengu í hjónaband 4. október 1928 og hófu búskap á Héraði, en fluttu fljótlega niður á Seyðisfjörð þar sem þau bjuggu æ síðan, lengst af á Oddagötu 4b. Amma og afi eignuðust 3 dætur, Guðrúnu Jóhönnu, Önnu og Ástu Sigurjónu. Barnabörnin urðu 11 og barnabarnabörnin erú orðin 15. Hjá ömmu og afa á Oddagötu var ætíð mitt annað heimili með ótelj- andi gleðistundum. Alltaf var amma að hugsa um okkur og ósjaldan kom ég til hennar þreyttur og kaldur úr leikjum og útiveru og hún nuddaði litla kalda fætur sem hún síðan klæddi í nýja leista og síðan fékk ég mjólk og heitar lummur eða klein- ur, settist síðan niður innan um öll blómin hennar og hélt á hespu með- an amma vatt upp hnykil og raulaði eða sagði sögu. Framyfír áttrætt hélt hún þeim sið að halda áramótaveislu fyrir af- komendur sína og jafn lengi hélt hún áfram að sauma, hekla og pijóna handa öllum í fjölskyldunni sinni, síðast handa langömmubörnunum, því amma var ein af þeim sem aldr- ei féll verk úr hendi. Alltaf var hún róleg og hlý og virtist hafa nógan tíma fyrir okkur öll, en kom þó svo miklu i verk. Að eiga allar þessar ógleymanlegu minningar um hana er ómetanlegt fyrir okkur öll og viljum við þakka henni af öllu hjarta fyrir allt og allt, fyrr og síðar. Við biðjum þess að góður Guð geymi sál hennar og að við munum öll hittast á ný, þegar sá tími kemur. Guð styrki afa minn og aðra þá sem sakna munu hennar mest. Hvíli elsku amma mín í friði. Rúuar og íjölskylda. Fyrstu árin í Bandaríkjunum voru þeim erfið, laun Georgs lækkuðu mjög frá því sem hann hafði haft hér á Iandi, en fljótlega eftir vestur- komuna réðst hann til starfa hjá stórfyrirtækinu IBM, þar sem hann hefur unnið, þar til hann hætti nú fyrir nokkrum dögum. George vann sér fljótt traust og trúnað yfírmanna sinna fyrir dugnað og samviskusemi í starfí og smám saman vænkaðist hagur þeirra. Þau byggðu sér fallegt og notalegt hús í New Paltz og hafa búið þar alla tíð. Fyrstu árin eftir að þau Bíbí og George fluttu vestur vora heimsókn- ir ekki tíðar, en eftir því sem árin liðu og ferðalög urðu ódýrari, fjölg- aði heimsóknum í báðar áttir, þann- ig að hin síðari ár leið varla svo ár að ekki færi einhver úr fjölskyldunni vestur eða öfugt. Mörg börn og barnaböm systkina Bíbíar hér á ís- landi fengu líka að dvelja nokkrar vikur eða mánuði hjá henni eða börn- um hennar og var þeim ætíð tekið með kostum og kynum, eins og öllum úr fjölskyldunni. Bíbí tókst ágætlega að aðlaga sig bandarískum þjóðlífs- háttum og siðum, en var þó alla tíð mikill íslendingur í sér og þá sérs- taklega Reykvíkingur. Hún hafði ferðast töluvert um landið fyrr á ámm, en í heimsóknum sínum hing- að hin síðari ár naut hún þess best að dvelja í Reykjavík og heimsækja fjölskyldu sína og vini. Hún var ein- staklega skemmtileg og ávallt hrók- ur alls fagnaðar, hafði gaman af söng og kveðskap og var stálminnug á allt sem hún hafði lært af slíku áður en hún fluttist út. Einkum voru henni hugleikin kvæði þjóðskáld- anna Steingríms og Matthíasar og Hannesar Hafstein, og hafði mörg ljóð þeirra á hraðbergi, en auk þess kunni hún ótrúlegan ijölda gamalla revíusöngva frá Reykjavík, en revíur voru ein helsta skemmtun borgarbúa á hennar bernsku- og ungdómsámm. Ófá voru þau skiptin þegar við yngra fólkið í fjölskyldunni hópuðumst um Bíbí í boðum, hlustuðum á hana flytja gamla revíusöngva, með því látbragði og kátínu sem henni einni var lagið. Og sjaldan hefur undirrit- aður orðið jafn undrandi og þegar hún einu sinni á góðri stund flutti heilt kvæði úr Friðþjófssögu Tegnérs í þýðingu Matthíasar Jochumssonar, „Með hetjum sínum Hringur í höllu drakk um jól“. Bíbí hafði lært kvæði þetta í æsku og kunni það enn frá byijun til enda og flutti það með slíkum tilfínningahita að allir við- staddir heilluðust. Bíbí frænka var gæfumanneskja í lífí sínu. Hun eignaðist góðan eigin- mann sem elskaði hana og virti, þijú elskuleg börn og við andlát sitt átti hún 8 bamabörn og 2 langömmubörn. Fyrir nokkrum árum fékk hún sjúkdóm þann sem nú hefur lagt hana að velli, eftir hetjulega bar- áttu. Hún vissi mætavel að hveiju stefndi en kaus að lifa lífínu lifandi meðan kostur var. í veikindum henn- ar stóð George við hlið hennar eins og klettur og sýndi henni einstaka umhyggjusemi og alúð. Gerði hann allt sem á hans valdi stóð til að gera henni lífið ánægjulegt. Hún kom hingað heim haustið 1987, til að vera hjá öldruðum föður sínum síðustu ævidaga hans, en veiktist þá sjálf, svo hún varð að leggjast á sjúkrahús. En aftur reis hún upp og leitaði sér áfram allra bestu lækninga sem völ var á, en allt kom fyrir ekki. í desember sl. kom hún í sína hinstu ferð til íslands, ásamt elstu dóttur sinni, Hönnu, og var þá mjög af henni dregið. En af miklum vilja- styrk hélt hún sínum gömlu venjum, að heimsækja fjölskyldu og vini, fara í verslanir og taka í spil. Og í síðasta skiptið áttum við frændfólk hennar þess kost að gleðjast eina kvöldstund í návist hennar og raula gömlu góðu lögin, sem henni vom svo kær. Það er gott að eiga síðustu minningar um þessa elskulegu frænku frá slíku kvöldi, en öll skynjuðum við þá, að hún var nú komin til að kveðja sitt gamla land, fjölskyldu og vini. Útför Bíbíar var gerð í gær frá New Paltz og þar voru systkini henn- ar, mágur, mágkona og bróðursonur viðstödd. Við frændfólk hennar sem heima erum, sendum George, Hönnu, Evel- yn, Ronny og ljölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum guð að blessa minningu Bíbíar frænku. Andreas Bergmann CHINON GL-S AD Fastur fókus • Sjálfvirk filmufærsla • Sjálftakari • Alsjálfvirkt flass • Möguleiki á dagsetningu inn á myndir • Eins árs ábyrgð Kynningarverð kr. 6.950. Taska og lithium rafhlaða fylgja UMBOÐSMENN UM LAND ALLT Kodak UMBOÐtÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.