Morgunblaðið - 11.04.1990, Page 48

Morgunblaðið - 11.04.1990, Page 48
SJQVAriTTALMENNAR MIÐVIKUDAGUR 11. APRIL 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Blómasalar bíða í röðum um nætur (VatJNDANFARNAR vikur hafa blómasalar á höfiiðborgarsvæð- inu byrjað að mynda biðraðir fyrir utan Réttarháls 2 í Reykjavík, þar sem blómaheild- sölurnar tvær, Blómamiðstöðin og Blómaheildsalan eru til húsa, um miðjar nætur flesta daga vik- unnar. Að sögn Bóasar Kristjánssonar blómasala er helsta ástæðan sú að um áramót hættu heildsölurnar, sem eru í eigu garðyrkjubænda, að keyra vörur sínar út til viðskipta- vina og vegna takmarkana á inn- flutningi á blómum er, um háanna- tímann frá mars til maí, ekki nægi- lega mikið til af blómum í hæsta IJ^æðaflokki til að anna eftirspurn. Ekki er þó efnt til uppboðs á staðn- um og sjaldgæft mun að kaupmenn verði frá að hverfa án blóma en að sögn Bóasar reka auknar kröfur neytenda blómasala til að komast fremst í röðina til að geta valið sér blóm meðan úrvalið er mest. Hann sagðist eiga von á að um hægðist í sumar þegar háannatíminn væri liðinn og framleiðsla innanlands næði hámarki. 'Havel gef- ur fé til skógræktar í tilefni af sextugsaf- mæli Vigdís- ar Finnboga- dóttur, for- seta Islands, sendir Vacl- av Havel, forseti Tékkóslóva- ^.kíu, henni heillaóskir og gefúr 100.000 íslenskar krónur sem renni til skógræktar. Georg Zeman, sendifulltrúi Tékkóslóvakíu á íslandi, til- kynnir Vigdísi Finnbogadóttur í dag um gjöfina frá Vaclav Havel en henni fylgja innilegar hamingjuóskir til forseta Is- lands vegna sextugsafmælis hennar næstkomandi sunnu- dag. Vaclav Havel kom hingað til lands um miðjan febrúar og sá sýningu á leikriti sínu Endur- byggingin í Þjóðleikhúsinu. Vaclav Havel Hafdísi gefíð nafíi Morgunblaðið/Sverrir Kaflaskipti urðu hjá Flugleiðum í gærmorgun þegar ný Boeing 757- flugvél félagsins lenti í fyrsta skipti á Keflavíkurflugvelli. Ástríður Thorarensen borgarstjórafrú jós vélina vatni og gaf henni nafnið Hafdís. Hin nýja flugvél kostar með varahlutum og fleiru um 50 millj- ónir bandaríkjadala eða um 3000 milljónir íslenzkra króna. Tvær vélar ar eru í smíðum fyrir Flugleiðir hjá Boeing-verksmiðjunum. Önnur er sömu gerðar og Hafdís af gerðinni 757 en hin vélin er af gerðinni 737. Hún hefur hlotið nafnið Fanndís. Báðar þessar vélar koma til landsins í vor. Hafdís verður notuð til flugs yfir Norður-Atlantshafið. Sjá nánar um komu Hafdísar á miðopnu blaðsins. Miðlunartillaga samþykkt og verkfalli lokið: Framleiðsla álversins í full- an gang eftir 4 til 5 vikur Framleiðslutap í verkfallinu 30 til 40 milljónir króna VERKAMENN í álverinu í Straumsvík samþykktu miðlun- artillögu ríkissáttasemjara með 156 atkvæðum gegn 111, en einn seðill var auður og vinnuveitend- ur samþykktu miðlunartiilöguna einnig með 15 samhljóða atkvæð- um. Verkfalli í álverinu er því lokið, en það hefúr staðið yfír frá miðnætti fostudagsins 30. mars. Þegar verður hafist handa um að auka straum á kerum álvers- Fjárhags- og viðskiptaneftid neðri deildar Alþingis: Viðskipti með hluta- bréf verði auðvelduð LAGT hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um tekju- og ^l'ignarskatt, sem meðal annars gerir ráð fyrir að hagnaður af sölu hlutabréfa verði skattfrjáls upp að 300 þúsund króna marki, hafi þau verið í eigu viðkomandi aðila í 4 ár. Frumvarpið er lagt fram af Qárhags- og viðskiptanefnd neðri deildar og er byggt á frum- varpi, sem Friðrik Sophusson og aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins í deildinni lögðu fram fyrr í vetur. stað 10% í núgildandi lögum. Einn- ig er gert ráð fyrir að hlutabréfavið- skipti á Verðbréfaþingi íslands verði auðvelduð með þvf að ekki þurfi að telja hlutabréf til eignar á um Auk ofangreinds ákvæðis söluhagnað er í frumvarpinu gert •iw'áð fyrir að heimilt verði að miða 'skattfrjálsar arðgreiðslur við allt að 15% af nafnvirði hlutabréfa í kaupþingsverði, þótt þau séu skráð á opinberu kaupþingi. Friðrik Sophusson segir það fagnaðarefni, að þetta nýja skref hafi verið stigið til að ýta undir hlutaijárkaup almennings og efla markað með hlutabréf. Með .þessu hafi fjárhags- og viðskiptanefnd neðri deildar sýnt í verki skilning á tillöguflutningi sjálfstæðismanna á Alþingi. Sjá nánar á þingsíðu bls. 29. ins og á hann að vera að fúllu kominn á eftir sex daga. Hins vegar er reynsla fyrir því að straumlækkunin veldur truflun í kerganginum og því má búast við að það taki fjórar til Gmm vikur fyrir framleiðsluna að kom- ast í það ágæta horf, sem hún var í fyrir verkfall, að sögn Jak- obs Möllers, starfsmannastjóra ÍSAL. Búast má við að fram- leiðslutap vegna verkfallsins nemi 30-40 milljónum króna. Verkamenn í Hlíf sem höfðu at- kvæðisrétt voru 294 og atkvæði greiddu 268 eða 91,1%. Til saman- burðar greiddu rétt rúm 60% at- kvæði um samninginn þegar hann var felldur með 98 atkvæðum gegn 77, fjórir seðlar voru auðir og einn ógildur. Jakob sagðist vera mjög ánægð- ur með þessa niðurstöðu. Samning- arnir sem gerðir hefðu verið væru mjög mikilvægir fyrir fyrirtækið og það hefðu vissulega verið mikil von- brigði að Hlíf skyldi fella þá, en þáttaka í atkvæðagreiðslunni hefði verið minni en oftast áður í at- kvæðagreiðslu um samninga í ál- verinu. „Eftir að miðlunartillagan kom fram var ég mjög bjartsýnn á að hún yrði samþykkt, enda hefur svo farið,“ sagði Jakob. Hann sagði að engin eftirmál yrðu eftir þessa deílu af hálfu fyrirtækisins. Niðurkeyrsla framleiðslunnar á verkfallstíma hefði farið nákvæmlega eftir því samkomulagi sem þar væri um og enginn ágreiningur komið upp sem ekki hefði reynst auðvelt að leysa. „Það á hins vegar eftir að fram- kvæma þennan samning og það kunna að verða deildar meiningar þá, en ég býst ekki við neinum vandkvæðum." „Þetta er niðurstaða og ánægjan er blandin," sagði Sigurður T. Sig- urðsson, formaður verkamannafé- lagsins Hlífar. Hann sagði að það væri mikill órói á vinnustaðnum og hann hefði skapast vegna óheppi- legra vinnubragða, eins og alltaf væri þegar ætti að þvinga fólk til einhvers. Málefni sem hefði átt að leysa fyrir fimm árum eða lengri tíma væru dregin og dregin og þeg- ar loks væri tekið á þeim væri það gert þannig að það eina sem fólk dytti í hug væri gerræði. „Fólki finnst því stillt upp við vegg og það sé verið að kúga það og við erum öll þannig að þá rísum við upp. Af minni hálfu og verkamannafélags- ins Hlífar hefur þetta engin eftir- kaup, en ég er reynslunni ríkari," sagði Sigurður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.