Morgunblaðið - 18.04.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.04.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1990 Kópavogur; bær þjón- ustu og samhjálpar eftir Kristján Guðmundsson Ófrægingaraðför Á Iiðnum vikum hafa nokkrir kandidatar til setu í bæjarstjóm Kópavogs keppst við að rita greinar í Mogunblaðið og DV í þeim til- gangi að vekja athygli á því, er þeir kalla óstjóm Kópavogsbæjar, dæmalaust sleifarlag og óráðsíu í fjármálum. Það heyrði til hreinna undantekn- inga í þessum greinum að lof væri borið á einhver verk bæjarstjómar. Hitt duldist ekki að í Kópavogi stæði ekki steinn yfir steini, allt væri í kaldakoli, óreiðu og sukki. Hvað gengur blessuðu fólkinu til, spurði gamall vinur minn mig. Em þetta ekki Kópavogsbúar? — Er þeim þökk í að sverta bæinn sinn? Þessi ófrægingaraðför að bænum er vítaverð og stórskaðleg. Svo rammt kvað að þessum óhróðri, að einn greinarhöfunda fullyrti, að 90% tekna bæjarsjóðs færu í skuldir, sjálfstæði bæjarfélagsins héngi á horriminni og við stefndum í gjald- þrot. Mig setti hljóðan. Og enn dundu ósköpin yfir. Nú var fullyrt í enn einni greininni í víðlesnasta blaði landsins „. . . að Kópavogsbær væri á okurmarkaði peninganna" og „... nú er svo komið, að verðbréf Kópavogsbæjar em seld með 42% ávöxtunarkröfu". Enn var bætt um betur: „Að vera á þennan hátt ofurseldur kaupa- héðnum og vaxtaokrurum hlýtur að vera dapurlegt hlutskipti bæjarfé- lags, sem ætti að eiga alla mögu- leika að dafna vel.“ Þetta er þungur dómur. Já, til- gangurinn helgar meðalið. Það skal komið höggi á stjómendur bæjarins, bæði bæjarfulltrúa og æðstu emb- ættismenn og ekki skirrst við að beita óvönduðum vinnubrögðum, sannleikanum hagrætt, jafnvel stað- lausir stafír bornir á borð. Fjárhagsáætlun 1990 Við framlagningu fjárhagsáætl- unar 1990 vom þessi greinaskrif gerð að umtalefni í bæjarstjórn og vom af því tilefni lagðar fram yfir- lýsingar helstu banka og verðbréfa- fyrirtækja sem Kópavogskaupstað- ur á viðskipti við er varðar afstöðu þeirra til skilvísi bæjarsjóðs Kópa- vogs og mat á honum sem skuldara. I bréfi Pjárfestingarfélags íslands hf., dags. 6. febrúar sl., segir Pálmi Sigmarsson: „Þau útboð sem Fjár- festingarfélag íslands hf. hefur séð um sölu á fyrir Kópavogsbæ hafa öll selst miðað við ávöxtunarkröfu 9,5-10,2%, sem þýðir í raun, að markaðurinn telur bréf kaupstaðar- ins meðal ömggustu bréfa sveitarfé- laga.“ I yfirlýsingu frá Kaupþingi sama dag undirritaðri af Agnari Kofoed Hansen, deildarstjóra, og Elvari Guðjónssyni, sölustjóra verðbréfa- deildar, segir: „Það staðfestist hér með, að á síðastliðnu ári seldi Kaup- þing hf. nokkuð af skuldabréfum þar sem Kópavogskaupstaður er skuldari. Bám þessi skuldabréf yfir- leitt þá Iægstu ávöxtunarkröfu, sem skuldabréf kaupstaða og bæjarfé- laga bám hverju sinni. Jafnvel kom fyrir að þau seldust á ívíð lægri ávöxtunarkröfu en bréf samsvar- andi bæjar- og sveitarfélaga seldust fyrir á sama tíma.“ Þessar umsagnir tala sínu máli og þarfnast ekki frekari skýringa. Ummæli viðskiptabanka okkar, Búnaðarbanka, sparisjóðs og ís- landsbanka um skilvísi Kópavogs- kaupstaðar voru öll á sömu lund. Allt greitt skilvíslega á umsömdum tíma. Staða bæjarsjóðs Kópavogs Lán Kópavogsbæjar uppfærð miðað við liðin áramót eru þessi í hlutfalli við áætlaðar tekjur bæjar- sjóðs 1990. Eignir bæjarfélagsins em metnar á 6,2 milljarða. Langtímalán Kópavogskaupstað- ar em á sama tíma 884 millj. eða 14% af eignum. Tökum umfangs- minna dæmi: Húseigandi í Kópa- vogi, sem á eign metna á 6,2 millj. Væri hann settur í spor bæjarfélags- ins væri skuld hans 884 þús. Eg spyr í fullri alvöm, er það slæm staða? Er það að standa á barmi gjaldþrots? Staðreyndin er sú, að bæjarfélagið er í stórfelldri upp- byggingu, byggingarlönd eigum við mikil og góð og verið er að búa í haginn fyrir framtíðina með mark- vissum en kostnaðarsömum fram- kvæmdum í skipulagsmálum, hol- ræsa- og vatnsveitulögnum og gatnagerð. Að mínu mati er óeðlilegt og óraunhæft að ætla einungis þeim, er nú byggja bæinn, að bera þennan framkvæmdakostnað. Það hlýtur að vera eðlilegt að ætla komandi íbúum að leggja þar nokkuð af mörkum. í raun finnst mér með ólíkindum hversu dugmiklir og framtakssamir stjómendur Kópavogsbæjar hafa verið frá upphafi. Hér þrífst öflugt mannlíf. Hér er risið annað stærsta sveitarfélag landsins aðeins á 40 árum. Framtakssöm forysta Á liðnum missemm hefur feiki- lega mörgum góðum verkum miðað vel fram. Bærinn hefur tekið stakkaskiptum og fer hér á eftir tafla yfir helstu stofnframkvæmdir liðins árs. Götur, nýlagnir 117,3 m Götur, eldri hverfi 64,4 m Skólar 46,6 m íbúðir aldraðra 34,7 m Verkamannabústaðir 17,6 m Sundlaug 17,4 m Umhverfismál, tré/ræktun 16,3 m Leikskóli - 14,0 m Gangstéttir og stígar 13,5 m SVK og véladeild 12,1 m Vatnsveita 9,2 m Lóðir og lönd 8,9 m Félagsheimili 8,8 m Höfnin 8,7 m Iþróttahús og vellir 7,2 m Listasafn 4,9 m 401,6 m Ýmsirþættir 55,1 m Samtals kr. 456,7 m Á árinu 1988 var einnig mikið framkvæmt, hlutfallslega ámóta mikið og 1989 og þá voru einnig líkir áhersluþættir. Á þessu ári er liðlega 560 millj. varið til stofnframkvæmda, sem eru tæp 30% af heildarveltu bæjarsjóðs. I raun undrar mig mjög að menn, sem sjálfir eru á kafi í fjölþættri atvinnuuppbyggingu og fram- Kristján Guðmundsson „í raun fínnst mér með ólíkindum hversu dugmiklir og fram- takssamir stjórnendur Kópavogsbæjar hafa verið frá upphafi. Hér þrífst öflugt mannlíf. Hér er risið annað stærsta sveitarfélag landsins aðeins á 40 árum.“ kvæmdum, skuli finna að því og hafa það sérstaklega á orði, er þeir sjá hálfbyggð hús og mannvirki í bæjarfélagi sem er í örum vexti og sífelldri uppbyggingu. Það væri stöðnunarmerki að sjá ekki slíka sjón í bænum okkar. Eg nefni nokkur augljós dæmi. 1) Sundlaugin okkar á Rútstúni, sem er nú engin smásmíði (50 x 25 m laugarker) verður tekin í notkun 15. september nk. Þar er unnið af fullum krafti. 2) Leikskólinn við Álfaheiði. Þar er kominn sökkull og botnplata. Áætluð verklok eru 1. október nk. Leikskólinn verður u.þ.b. 500 m* 1 2 að gólffleti, hannaður með sérstöku tilliti til fatlaðra. Tekjuráárinu Framkvæmdafé Eignir Kópavogs Langtimalán Nettóskuldir 1990 eru áaetlaðar þessaárser erumetnará 1.1.1990eru 1.1.1990eru 1.9 milljaröar kr. 560 milljónir kr. 6.2 milljarða kr. 884 milljónir kr. 685 milljónir kr. Afinælisgangan Reykjavík - Hvítárnes: Frá Reykjavík að Rauðavatni eftir Sigurð Kristinsson 1) Á leiðum milli áfangastaða í þessari afmælisgöngu gefst tæki- færi til að athuga fjölmargt í nátt- úru landsins og sögu þjóðarinnar, gera samanburð á nútíð og fortíð hvað varðar landið sjálft og þróun þjóðlífsins og er þar ekki síst átt við þróun og uppbyggingu síðustu áratuga. Ekki skyldi neinn ímynda sér að hann hafí fullt gagn af ferð- um með FÍ nema hann hafi þau sjónarmið í huga. Og til þarf vök- ula forvitni með skarpri greiningu að skynja náttúruna í öllum svip- brigðum árstíða, líf gróðurs og dýra, sókn lífs í auðn og kulda- kreppu umliggjandi jökla, fall- straumanna, útsýn frá tindum, skrautsteina, ummyndanir á hverasvæðum, blómskrúð í fögru- brekkum háfjalla, baráttu elds og ísa, sem byggt hefur landið upp og mótað yfirbragð þess. En gegn- um þetta má svo skynja hina hljóðu eyðingu, sem um var kveð- 4ð:------------------------ Vinnur hún daglangt og árlangt um eilífðar tíðir örugg og máttug, og hennar skal ríkið um síðir. (Jón Helgason) En eyðing og niðurbrot náttúrunn- ar gera endurvöxt mögulegan. 2) Hér vil ég sérstaklega benda á eitt atriði, sem ég nefni kennd hins ónumda. Hún getur vegið þungt. Ég á við að nema til varð- veislu í huga sér þau svæði, sem um er gengið, hvort heldur er í byggð eða óbyggð og ekki síst í sjálfri auðninni. Samkvæmt lögum Ferðafélags íslands er tilgangur þess að kynna félagsmönnum landið og þó sérstaklega óbyggð- irnar en þó einnig sögu þjóðarinn- ar. í gönguferðum er hægt að byggja upp minningalönd til að reika um síðar í einveru eða sam- fylgd góðra vina. 3) A fyrsta degi afmælis- göngunnar á sunnudaginn 22. apríl höldum við frá Mörkinni 6, þar sem hús Ferðafélags íslands á að rísa. .Haldið verður inn að -EUiðaám- eg-4- Ieiðimii~er-.vert -aá - gefa gaum að hestmynd Sigurjóns Olafssonar en hún sýnir flutninga- tækni á landi í nærri 11 aldir. Síðan göngum við inn dalinn og eftir hrauninu millí árkvíslanna. Þarna göngum við um stíga því . búiðæriiðL planriL irjim_L.hr aimið.. Minnumst þess að vart munu aðr- ar höfuðborgir hafa bæði laxveiðiá og eldhraun frá nútíma innan marka sinna. Vaðfuglar og endur gætu verið á syðri kvísl ánna. Við stönsum á móts við Rafstöðina, -. .sera _er. sjötug. mæsta_ir. _Áfram skal haldið inn á svæði, þar sem nú má kalla skóg á íslenskan mælikvarða. Hraunhóll með fána- stöng á er þar í stefnu milli Ská- fossa í norðurkvísl ánna og Kermóafossins í suðurkvíslinni. SYmðiðyiðþmra ÍP^ ílfiÍPfcHfakk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.