Morgunblaðið - 18.04.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.04.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1990 23 Skeifukeppnin á Hólum: V eðurguðirnir í aðalhlutverki _________Hestar____________ Valdimar Kristinsson HÓLAMENN fóru ekki var- hluta af veðrinu frekar en Hvanneyringar þegar halda átti árlega keppni um Morgun- blaðsskeifuna á miðvikudag i síðustu viku. Reyndar var veð- rið öllu verra á Hólum en það hafði verið á Hvanneyri, svo slæmt að fresta þurfti keppn- inni fram eftir degi. En öll él birtir upp um síðir og var keppnin haldin í ágætis veðri undir kvöld. Sigur í keppninni hafði Hulda Brynjólfsdóttir frá Hreiðurborg í Flóa en hún keppti á Spæni frá Þjórsártúni og hlaut í einkunn 8,73. En Hulda lét ekki þar við sitja því hún hlaut einnig ásetu- verðlaun Félags tamninga- manna. í öðru sæti keppninnar varð Haraldur Briem frá Reykjavík sem keppti á Álfi frá Eiríksstöðum. Haraldur hlaut 8,35 í einkunn. í þriðja sæti varð Jóhann Magnússon frá Sauðár- króki en hann keppti á Spólu frá Varmalæk og hlaut í einkunn 8,28. Rétt undir myrkur var haldin gæðingakeppni á fijálsu nótun- um og sigraði þar Ljúfur frá Lambanesreykjum, eigandi Al- freð Hallgrímsson en knapi var Guðbjörg Sigurðardóttir, í öðru sæti varð Spænir frá Þjórsárt- úni, knapi Hulda Brynjólfsdóttir og í þriðja sæti Spóla frá Varma- læk, eigandi Björn Sveinsson, knapi Jóhann Magnússon. Nokkra furðu vakti að skeifu- keppnin skyldi ekki færð inn í hina glæsilegu reiðskemmu sem reist hefur verið á Hólum en þar er völlur 20m x 40m að stærð og góð aðstaða utan hans fyrir áhorfendur. Einhveijir nemenda settu sig á móti því að keppnin yrði færð inn og þar við sat. En full ástæða er til að óska Hóla- mönnum til hamingju með þessa ágætu byggingu sem án efa á eftir að nýtast þeim vel í framt- íðinni. Skeifukeppnin á Hólum er með nokkuð öðru sniði en keppnin á Hvanneyri að því leyti til að á Hólum mega krakkamir koma Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Hulda Brynjólfsdóttir frá Hreiðurborg gerði sér lítið fyrir og sigraði í skeifiikeppninni á Spæni frá Þjórsártúni og hlaut hún einnig ásetuverðlaun Félags tamningamanna. með lítið tamin hross en á Hvann- eyri er skilyrði að ekki hafi verið- farið á bak þeim áður. Út af fyr- ir sig er hugmyndin á Hólum ekki svo afleit en komið hefur á daginn að erfitt er að draga mörkin hversu mikið hrossin megi vera tamin. í keppninni nú voru tvö hross án efa meira tam- in en ráð er fyrir gert. Annað hrossið sem hér um ræðir er 9 vetra gamalt, var sagt 7, og hef- ur skeiðað 250 metra á 25 sek- úndum og verið nokkur ár í tamn- ingu og þjálfun. Hitt hrossið er víst með ættbókarnúmer í far- teskinu. Vafalaust geta allir ver- ið sammála um að þegar hross eiga slík afrek að baki séu þau upp úr því vaxin að vera í tamn- ingakeppni. Þá má þess geta að á Hvanneyri fellur keppandi úr keppni ef hrossið hans forfallast. Svo einfalt sem það nú er. Að lokinni keppni fór verðlaun- afhending fram í reiðskemmunni góðu. Skíðamessur Fjöldi manns sótti í skíðasvæði víðs vegar um land um páskana og var veður víðast hvar gott flesta dagana. Hátíðarblær var á skíðsvæði Víkings í Sleggjubeinsskarði á skírdag og í Bláfjöllum á páskadag er séra Pálmi Matthíasson messaði þar. A myndinni flytur séra Pálmi bænarorð í Sleggjubeinsskarði og blessar mannvirki þar og skíðaleiðir. „Ingiríður Oskarsdóttir“ á Tálknafirði Tálknafírði. Sá ánægjulegi en alltof sjald- gæfi atburður átti sér stað hér á Tálknafirði laugardaginn 7. apríl, að nýstofnuð leiklistar- deild Ungmennafélags Tálkna- ijarðar firumsýndi leikritið „Ingiríður Óskarsdóttir" eftir Trausta Jónsson, veðurfræðing. Fyrir nokkrum vikum kom hing- að Þorsteinn Eggertsson, leik- stjóri, og hóf æfingar með hinum upprennandi leikurum og það verð- ur að segjast eftir að hafa séð sýninguna að vel hefur til tekist, bæði af hendi leikstjóra og leikara. Undanfarna áratugi hefur ekki verið aðstaða til að setja hér upp leikrit, þó menn létu sig hafa það hér áður fyrr að notast við gamla samkomuhúsið, þar sem aðstaðan er vægast sagt mjög léleg til leik- sýninga og með vaxandi kröfum lögðust leiksýningar þar alveg af. Þegar hið nýja íþrótta- og félags- heimili var tekið í notkun fyrir um tveimur árum, að vísu ekki full- byggt enn, fór að skapast góð aðstaða, meðal annars til leiksýn- inga, en nýlokið er stækkun leik- sviðs. Gera menn sér vonir um að þessi bætta aðstaða hvetji heima- menn og aðra til þess að tilbiðja Thalíu hér. Um 100 manns sóttu frumsýn- inguna, þ.e. liðlega fjórði hver íbúi. Þætti þetta líklega þokkaleg að- sókn víðast hvar. Fyrirhugað er að færa upp leikritið í nágranna- byggðunum nú á næstunni. - JOÐBÉ I Wjjijpw1...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.