Morgunblaðið - 18.04.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.04.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRIL 1990 39 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú efnir til vinafagnaðar. íhug- aðu vandlega tillögu sem lögð verður fyrir þig. Farðu ekki of- fari í félagslífinu í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú ert lifandi í starfinu, en veist lítið um það sem er að gerast á bak við tjöldin. Vertu ekki eins og opin bók sem allir geta flett upp í að vild sinni. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Ferðaáætlun sem þú hefur gert kann að reynast nokkuð dýr f framkvæmd. Vinir og peningar fara ekki saman eiiis og stendur. Þér verður boðið til vinar sem býr í fjarla;gð. Krabbi (21. júnf - 22. júlí) HSB Þú hefur næga krafta í kögglum núna til að koma hlutunum á hréyfingu. Vertu tillitssamur við þína nánustu. í kvöld verða erfið- ar freistingar á vegi þínum. Haltu þéttingsfast um budduna þína. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þið þjónin eruð að skipuleggja útivistarferð. Hversdagsleikinn fer svolítið í taugamar á þér um þessar mundir. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þér hættir til að eyða of miklu í afþreyingu. Einbeittu þér betur við vinnuna og árangurinn mun ekki láta á sér standa. Nú er um að gera að hafa frumkvæði. Vog (23. sept. - 22. október) Þú lætur reka á reiðanum heima fyrir núna. Þér gengur betur á rómantfska sviðinu. Nú er heppi- legur tími til stefnumóta og frístundastarfa. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú kemur miklu í verk heima fýrir. Sumir fá freistandi verkefni að glfma við. Vertu ekki með óþarfa viðkvæmni i ástarsam- bandi þínu og taktu tillit til til- finninga annarra. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) & Þetta er góður dagur til útivistar- ferða svo framarlega sem alls hófs er gætt. Gerðu þér eitthvað til skemmtunar og taktu þátt í skapandi tómstundastarfi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú gerir umtalsverð innkaup vegna heimilisins. Smá misskiln- ingur getur komið upp. Láttu maka þinn ganga fyrir í kvöld. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú ferð ýmislegt núna og gerir hitt og þetta, en vinnan situr á hakanum. Dreifðu kröftunum ekki um of. Hafðu samband við annað fólk og láttu hendur standa fram úr ermum. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Fjármálaþróunin er þér f hag, en þér hættir til að eyða of miklu um þessar mundir. Þú hefur rúm fjárráð, en rekur þig á að það er erfiðara að gæta fengins fjár en afla þess . AFMÆLISBARNIÐ er hugvits- samt en stundum taugaspennt. Það er umbótasinnað og laðast gjarna að opinberum þjónustu- störfum. Það nýtur sín best í störfum sem endurspegla hug- sjónir þess. Bæði listir og vísindi höfða til þess. Stundum vottar fyrir óþolinmæði i fari þess og mundi vænn skammtur af sjálfs- aga koma því einkar vel. Það er duglegt og drffandi þegar sá gáll- inn er á þvf, en oft á eldmóðurinn til að dvína á miðri leið. Stjörnuspána á að lesa sem dœgradvól. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staóreynda. DYRAGLENS GRETTIR TDFRAHRKvJGlJK , LAA105, FDC1M6JA Mlh 'ATTAVITI 06 YAKN- /VI Ialslvk.il L ! TOMMI OG JENNI LJOSKA FERDINAND SMAFOLK l'VE 0FTEN U10NPEREP WMV TOU DECIPEP TO BEC0ME A CACTU5 WMEN V0U MlGHT MAVE BEEN AN 0RAN6ETREE.. Ég hef oft velt því fyrir mér af Nei, þetta er allt í lagi... hverju þú ákvaðst að verða kaktus, þegar þú hefðir getað orðið app- elsínutré. Ég skil að þú skulir ekki vilja ræða það. 4- BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Amarson íslandsmótið í sveitakeppni verður æ sterkara, ár frá ári. í þetta sinn gátu reyndustu sveit- irnar ekki gengið að sigri vísum í einum einasta leik. Það var því kannski engin tilviljun að hinn sókndjarfí stíll fimmmenríing- anna í Modern Iceland skilaði flestum stigum. Þeir físka sem róa. Allir eru þeir frægir slemmuhaukar, ósparir á doblin, og ekki tilbúnir til að eftirláta andstæðingunum of mikið sagn- rými. íslandsmeistarar í sveita- keppni 1990 eru þeir Magnús Ólafsson, Páli Valdimarsson, Einar Jónsson, Sigurður Vil- hjálmsson og Valur Sigurðsson. Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♦ K854 V93 ♦ Á85 ♦ KD106 V Vestur ♦ ÁG93 ¥ 107652 ♦ 94 ♦ 98 Austur ♦ D1076 ¥4 ♦ 10873 ♦ G543 Suður *2 ¥ AKDG8 ♦ KDG2 ♦ Á72 Sömu spil voru spiluð í öllum . leikjum og það kom ekki á óvart að algengasti samningurinn skyldi vera sex hjörtu í suður. Víst eru sex grönd í norður besta slemman, en það er ekki auð- velt að komast að þeirri niður- stöðu í sögnum. í leik Modern og Flugleiða enduðu Magnús og Páll f sex hjörtum og áttu ekki von á að græða á spilinu. En á^ hinu borðinu opnaði Valur á tveimur hjörtum í austur eftir tvö pöss. Það átti eftir að hafa áhrif á gang mála: Vestur Norður Austur Suður Pass Pass 2 hjörtu 3 hjörtu Pass 4 grönd Pass 5 lauf Pass 7 grönd Pass Pass Dobl Pass Pass Pass Opnunin á tveimur hjörtum sýnir einhveija tvo liti (5—5!) og 7—11 punkta. Mjög beitt varnarsögn, sem Svíar nota mik- ið. Valur ákvað að teygja aðeins úr litunum í ljósi þess að hann var í þriðju hendi utan hættu. Jón Baldursson og Aðalsteinn Jörgensen lentu síðan í misskiln- ingi varðandi ásaspuminguna. Fimm lauf sýndu þijá ása, en ekki var á hreinu hvort hjarta- kóngurinn væri inni í þeirri mynd. Þeir spila svokallaðan „fímm-ása-Blackwood“ þegar tromplitur hefur verið ákveðinn, en í þessu tilviki var óljóst hvort hjarta væri samþykkt sem tromp. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Þessi staða kom upp í v-þýzku Bundesligunni í febrúar í viður- eign rúmenska alþjóðameistarans Armas (2.395) og Boris Spassky (2.560), fyrrum heimsmeistara, sem hafði svart og átti leik. Hvítur lék síðast 21. Hal - dl? ÁáAii 13 I 21. - Bxh3!, 22. gxh3 - Rxh3+, 23. Kg2 - g4, 24. Rg3 - Rf4+, 25. Kfl - gxf3, 26. Hxfá - Rg4, 27. Kel — Rh2 og hvíturt gafst upp, því hann ræður ekkert við SVðrtu dfddarana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.