Morgunblaðið - 18.04.1990, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRIL 1990
hestamanna og
íanna ur..
irwuuuu. u»
tekur fyrir alla þaetti hesta-
mennskunnar.
EIÐFAXI stuðlar einnig að
góðri meðferð hesta og það
er ekki svo Iftils virði.“
Einar öder Magnússon
Viljir þú fyigjast vel með því
sem er að gerast í hrossarækt-
inni, á skeiðvellinum, í hesta-
mannafélögunum og í ,,hrossa-
þólitíkinni", þá er áskrift að
ElÐFAXA engin sþurning.
(hverjum mánuði fagna áskrif-
endur EIÐFAXA nýju tölublaði,
fuilu af fréttum og fróðleik um
þeirra hjartans áhugamál.
Ef þú, bestamaður góður, ætlar
að taka þátt í umræðunni af
þekkingu, verður þú að fylgjast
með og þá er áskrift að
EIÐFAXA besta leiöin.
EIÐFAXI er tímarit hestamanna,
sem kemur út mánaðarlega.
Ármúla 38 - Revkjavík
Sími: 685316 - Pósthólf 8133
ATH. Breytt heimilisfang.
Listasprengj ur falla áfram
Málverkið „Fallegi kryddsalinn“ eftir Amedeo Modiliani, sem var
slegið á því sem nemur rúmum 700 milljónum ísl. króna 25. marz sl.
Myndlist
BragiÁsgeirsson
A þessu ári hef ég skrifað tvo
Sjónmenntavettvanga, þar sem ég
tek til meðferðar hina miklu upp-
sveiflu í listinni á síðasta áratug.
Enn einn er í deiglunni og ijallar
um Norðurlöndin og ísland.
En það sem ég vil vekja athygli
á í þessum línum að þessu sinni,
er að þessi dæmalausa uppsveifla,
sem hlotið hefur nafnið „lista-
sprengjan“ í útlandinu (t.d. Der
Boom des Kunsthandels á þýsku),
er enn á fullu samkvæmt glóðvolg-
um fréttum frá uppboðshúsum
Parísarborgar, en þar er stöðugt
verið að herma frá heimsmetum
fyrir verk eftir hinn og þennan
myndlistaijöfurinn og hina mark-
víslegustu hluti í listiðnaði og hönn-
un.
— Það var og mikið að gerast
þann 25. marz síðastliðinn hjá upp-
boðshaldaranum Guy Loudmer í
París, sem glotti gleitt, er hann
lyfti hamrinum í síðasta skipti dag-
inn þann, eftir sögufrægasta upp-
boð listaverka um árabil í borginni
og raunar Frakklandi öllu. Það sem
athygli vekur er að heildarsala
dagsins nam 634 milljónum franka,
sem gerir víst yfir 7 milljarða ísl.
króna og að fyrra metið var frá
1987 og var í sambandi við sölu á
einkasafni Georges Renards og
nam salan þá 101 milljónum fránka
svo að stökkið upp á við er risavax-
ið.
Með þessu meti skaut uppboðshald-
arinn Guy Loudmer aðalkeppinaut-
um sínum þeim Ader Picard, Tajan
langt aftur fyrir sig, en hann hafði
sjálfur verið í öðru sæti 1989 á
eftir þeim.
Á þessu uppboði, sem að meiri-
hluta til var á listaverkum úr frægu
einkasafni kenndu við Lucien og
Marcelle Bourdon, voru sett hvorki
meira né minna en sjö heimsmet,
hvað varðar metsölur verka ein-
stakra listamanna.
Á þessu uppboði náðust áður
óþekktar upphæðir fyrir verk Fauv-
istanna svonefndu, sem vakti
dijúga eftirtekt, en sjálft uppboðið
vakti þvílíka athygli, að ekki ein-
asta uppboðssalurinn var fullur út
úr dyrum, heldur einnig þijár efri
hæðir, þar sem menn gátu fylgst
með því á sjónvarpsskermum og
komust færri að en vildu. Fjöldi
blaðamanna og ljósmyndara voru
viðstaddir auk ljósvakafólks. Þá var
uppboðinu sjónvarpað beint til hins
þekkta listhúss Bunkamura Shib-
uya Gallery í Tókíó. En þrátt fyrir
allt þá voru það franskir kaupendur
sem stálu senunni að þessu sinni.
Af alþekktri virðingu sinni á
konum nefna Frakkar einkasafnið
einfaldlega safn Madame Bourdon,
en að auk voru á uppboðinu fjöldi
úrvalsverka úr eigu leikmanna, eins
og það er orðað. Metin, sem féllu,
voru á verkum ekki minni jöfra
Parísarskólans en Amedeo Modigl-
iani (f. Livomi, Italíu 1884 d. París
1920), Maurice Vlaminck (f. París
1876 d. 1958), Jean Fautrier (f.
París 1898 d. 1964), Kees van
Dongen, (f. Delhaven í nágrenni
Rotterdam 1877 d. 1960), Raoul
Dufy (i. 1877 LLe Havre d. 1953),
Chaim Soutine (f. í Smilavicy í
nágrenni Minsk 1943 d. París
1943) og Francis Picabia (f. 1879
í París d. 1953) og komu öll verkin
úr safni Bourdon að málverki
Picabia undanskildu. Málverk
Amedeo Modigliani „La Belle Epici-
ére“ (Fallegi kryddsalinn) 100x65,
frá 1918 var sleginn á 63 milljónir
fránka, sem gerir vel yfir 700 millj-
ónir ísl. kr., en gengið er púmlega
10.7 þegarþetta er skrifað.
Máiverk Maurice de Vlaminck
„Le Pécheurs de Nánterre" (Fiski-
menn í Nanterre) 80x100 fylgir
fast á eftir með 62 milljónir fránka.
Sú mynd var upprunalega í safni
hins fræga listaverkasala Ambroise
Vollard.
En nokkuð bil er til málverks á
pappa eftir Jean Fautrier, „Téte
d’otage“ (Höfuð af gísl) 44x54,
sem var slegið á 16.200 m. fránka,
sem var þrefalt matsverð, málverk
van Dongen, „Trúðurinn" var sleg-
in á 14.28 milljónir fránka, mál-
verk Dufys, sem var ein útgáfan
af „14 júlí í Harve" (Le 15 Juillet
au Harve) frá 1907, var slegið á
14,47 m. fránka, en hvað málverk
Soutine snertir var metið slegið
tvisvar og varð að gera upp á milli
kaupenda eða einhvers vafaatriðis,
sem ég finn ekki botn í vegna fag-
_legs orðalags, með hlutkesti og loks
fór málverk Francis Picabia „Petite
Udnie“ (Litla Udnie) 1913-14, olía
á léreft 130x197 (úr safni einhvers
Cavalero) á 24 milljónir fránka.
En hlutfallslega er verðsprengjan
þó mun meiri varðandi þá síðastt-
öldu svo sem fram kemur.
Þessar upphæðir eru saga útaf
fyrir sig, en það sem athygli vek-
ur, er hið mikla stökk uppávið sem
sumir þessir listamerin taka. Þann-
ig var síðasta metið fyrir Modigl-
iani 49.220 milljónir franka og var
enn volgt, því það er frá 28. nóv.
sl. ár (London). Hvað Vlaminck
áhrærir, þá var metið áður
41.210.000 fránkar og var frá 30.
nóv. sl. ár (New York) en metið
fyrir Picabia var einungis
2.889.000 fránkar og var frá 20.
júní 1989 (London). Hvað Jean
Fautrier snertir þá var fyrra metið
enn lægra eða 2.782.000 fránkar
og var frá 30. nóvember sl. ár (Lon-
don).
Þrítugasti nóvember sl. ár var
annars sögulegnr dagur með fjöl-
mörgum metum og verður senni-
lega skráður í sögu listaverkaupp-
boða.
Þá var einnig mynd úr safni frú
Bourdon eftir Derain slegin á
42.000.000 fránka en var þó ekki
heimsmet fyrir verk eftir hann, en
nálægt því.
Ég styðst hér bæði við glóðvolg-
ar franskar og amerískar heimildir,
en þær frönsku og sennilegast
áreiðanlegri geta aðeins fjögurra
heimsmeta og því vantar saman-
burðarverð á næsthæstu tölum
verka þeirra Dufys, van Dongens
og Soutines. Þá mun viðbótargjald
ekki reiknað með, en það mun vera
um 10%, og þannig hækkaði talan
á verki Fautriers í ameríska blaðinu
úr 16.2 í 17.1 m. fránka. Þannig
stefnir kúrfa listarinnar uppávið
enn eitt árið í röð og öll er þessi
listasprengja með ólíkindum og er
manni spum hvernig örtölvufræð-
ingamir fóra að því að vera svona
forspáir fyrir rúmum áratug, en
þeir spáðu einmitt blómaskeiði lista
og hugvits á næsta áratug og
áfram — létu sér þó nægja að spá
fyrir einn áratug fram í tímann,
en voru annrs vissir um að upp
væri runnin ný gullöld skapandi
lista og hugvits, sem andstæða
örtölvunnar og vitundariðnaðarins
svonefnda.
Á síðastliðnu ári hækkaði veltan
hjá stærstu uppboðsfirmunum um
70-80% og verður fróðlegt að sjá
hvernig mál þróast í ár. Svo að
menn geti gert sér nokkra grein
fyrir þróuninni þá skal upplýst, að
velta uppboðsfirmanna árið
1977-78 nam 165,6 milljónum doll-
ara, en á einum áratug eða 1987-88
steig hún upp í 1.7 milljarða doll-
ara og var svo einu ári seinna kom-
in upp í 2,95 milljarða dollara! Og
að því er ég best veit tvöfaldaðist
þessi upphæð á sl. ári og sam-
kvæmt nýjustu tölum má búast við
ennþá einu metári í ár. Þessi þróun
hefur og gert það að verkum, að
nýtt mat er komið á gildi lista, og
almennt hafa verk lifandi lista-
manna, sem nokkuð kveður að,
margfaldast á allra síðustu árum.
Einkum era það verk núlistamanna
síðustu áratuga nítjándu aldar, sem
hafa hækkað mest eða allt frá
impressjónistunum og fram yfir
miðbik tuttugustu aldarinnar. Þá
eru verk ýmissa nútímamálara á
besta aldri í geysiháu verði,-svo sem
ég vék að í Sjónmenntavettvöngum
rnínmn. Alveg á næstunni má bú-
ast við enn meiri tíðindum því að
16. maí verða tvö heimsþekkt verk
á uppboði hjá Shoteby’s í New
York „Au Moulin de la Galette“
eftir Renoir og „Portrett af dr.
Gachet“ eftir van Gogh.
Og svo að við komum okkur
sjálfum á blað þá verður ágæt
mynd eftir Erró „Kjúfðu mig“ frá
1966 102x77 sm boðin upp hjá
Drouot-Richelieu hinn 25. apríl og
er málverkið auglýst í lit á sömu
síðu og myndir eftir Marie-Elena
Vieira da Silva og Pierre Alechin-
sky og eru þessar þijár myndir
valdar úr myndarlegu úrvali heims-
kunnra listamanna.
— Þetta vora einungis nokkrar
litlar fréttir, sem segja þó mikla
sögu og eru innlegg í greinar mínar
um uppsveifluna á listamarkaðn-
um. Hér er ekki að neinu getið í
fjölmargra annarra einstakra
heimsmeta frá árinu né heldur
hinna miklu kaupstefna í myndlist,
enda veit ég ennþá næsta lítið um
þá hlið málsins, en ég veit hins
vegar að kaupstefnurnar verða
stöðugt stærri og glæsilegri og era
settar upp í fleiri og flejri stórborg-
um, sem ber frekar vott um blómg-
un en hitt. Þar halda svo listhúsa-
.eigendur um víða veröld skjólstæð-
ingum sínum stíft fram, — auglýsa
þá ótæpilega.
Ætli summan af þessu se ekki
sú, að máltækið „að list verði ekki
metin til peninga" Sé að verða úr-
elt, enda mest notað af þeim, sem
vilja fá list fyrir lítihn-pening og
þá helst ókeypis...
Listin er þannig ekki éinungis
blóð, tár og sviti, heldur skilur eft-
ir sig í kjölfarinu dijúgan slóða
verðmæta, sem flestir aðrir hafa
fram til síðustu tíma notið en skap-
endur þeirra.
Myndverk Guðmundar Erró, „Kljúfðu mig“, sem verður boðið upp
hjá Drouot Richelieu hinn 25. apríl nk.