Morgunblaðið - 18.04.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.04.1990, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRIL 1990 Bræðurnir Ragnar og Rúnar Magnússynir sigruðu í Butler- útreikningi einstaklinga sem fram fór jafnhliða Islandsmótinu. Sveit Modern Iceland hampar sigurverðlaunum íslandsmótsins. Talið frá vinstri: Sigurður Vilhjálms- son, Valur Sigurðsson, Páll Valdimarsson, Magnús Ólafsson og Einar Jónsson. íslandsmótinu í sveitakeppni lokið: Verðskuldaður sigur Modern Iceland eftir hörkukeppni __________Brids_____________ Arnór Ragnarsson Sveit Modern Iceland varð Is- landsmeistari í sveitakeppni í brids 1990 en sveitin sigraði í átta sveita úrslitakeppni sem lauk sl. laugardag. Sveit Modern Iceland hefir ekki áður orðið íslandsmeistari. Ekki er hægt að einhæfa svo um spilarana sem eru fimm. Þeir eru: Valur Sig- urðsson, Sigurður Vilhjálmsson, Einar Jónsson, Páll Valdimars- son og Magnús Ólafsson. Valur Sigurðsson er margfaldur Is- landsmeistari í sveitakeppni og Páll Valdimarsson hefir orðið íslandsmeistari í tvímenningi. Sveit Modem Iceland háði hörkukeppni um titilinn við sveit Flugleiða og þó einkum sveit Verð- bréfamarkaðs íslandsbanka. Fyrir síðustu umferðina hafði sveit ís- landsbanka 109 stig, Modern hafði 103 stig og Flugleiðir 101 stig. í síðustu umferðinni spiluðu svo Flugleiðir og íslandsbanki saman á meðan Modem spilaði gegn Sigl- firðingunum sem vom í neðsta sætinu. í hálfleik hafði Flugleiða- sveitin 24 punkta forystu á íslands- banka og Modem 23 punkta for- ystu á Siglfirðinga. Staðan var því afar hagstæð Modern. í síðari hálf- leik snéri Verðbréfamarkaður ís- landsbanka við blaðinu og skoraði látlaust. Var svo komið að um tíma að þeir sem fylgdust með leiknum á töflu sáu að mjótt yrði á munum er upp yrði staðið en síðasta spilið var Islandsbanka afar óhagstætt og gerði vonir þeirra að engu. Sveit Modem Iceland hélt sínu striki og vann sinn leik 24-6. Sveit Modem Iceland vann 4 leiki af 7 í úrslitakeppninni, gerði eitt jafntefli og tapaði tveimur leikj- um. Til marks um hve mótið var jafnt má nefna að sveit Olafs Lár- ussonar, sem varð í fimmta sæti, vann einnig fjóra leiki. Sveit Símonar Símonarsonar vann engan leik í mótinu en íslandsbanki vann flesta leiki eða alls fimm. Engin sveitanna náði því að fá tveggja stafa tölu út úr öllum leikjum sínum. Lokastaðan: Modem Iceland 127 Verðbréfam. íslandsbanka 125 Flugleiðir 115 Samvinnuferðir/Landsýn 113 Ólafur Lárusson 105 Tryggingamiðstöðin hf. 102 Símon Símonarson 82 Ásgrímur Sigurbjömsson 67 Sveit Ásgríms Sigurbjörnssonar hlaut tæknivillu í leik sínum á móti Flugleiðum og er það í fyrsta sinn sem dæmd er tæknivilla í úr- slitakeppninni. Lauk leiknum með sigri Ásgríms, 15 gegn 14. Sú nýbreytni var höfð í þessu móti að reiknaður var út árangur Morgunblaðið/Amór Feðgarnir Sigurður Vilhjálmsson og Vilhjálmur Sigurðsson, nú- verandi og fyrrverandi íslandsmeistarar. Vilhjálmur varð íslands- meistari fyrir um 34-5 árum. einstakra spilara með Butler- útreikningi og veitt verðlaun fyrir efsta sætið. Það kom í hlut bræðr- anna Ragnars og Rúnars Magnús- sona sem fengu 12,8 stig hvor. Sigurður Vilhjálmsson og Valur Sigurðsson komu næstir þeirra sem náðu tilskildum leikjafjölda sem var 9 hálfleikir. Valur hlaut 10 stig en Sigurður 10,85 stig. Nokkuð óvænt útkoma hjá Sigurði sem ekki náði að sýna sitt besta í undankeppn- inni á Akureyri á dögunum. Sigurð- ur er sonur Vilhjálms Sigurðsson- ar, þekktrar bridskempu allt frá miðjum sjötta áratugnum er hann varð íslandsmeistari og er hann enn að. Næstu spilarar voru svo Sigtryggur Sigurðsson og Bragi Hauksson með 8,11 stig. Áhorfendafjöldi var svipaður og undanfarin ár, einkum var fjöl- mennt um bænadagana. Keppnis- stjóri var sem fyrr Agnar Jörgens- son sem stýrði mótinu að venju af röggsemi. Honum til aðstoðar var Kristján Hauksson og þeirra hægri hönd var svo Þórður Sigfússon miðasali og bókari með meiru. Lokaniðurstaða: Modem Iceland er íslandsmeistari í sveitakeppni í brids 1990. Þeir unnu verðskuldað- an sigur. íslandsmótið hefir oft verið betur spilað en nú og það á við um flesta spilarana. Bestu og drengilegustu aðstoðina til sigurs í mótinu fékk Modern Iceland frá félögum í sveit Harðarbakarís á Akranesi í undankeppninni á Akur- eyri. Sveitarmeðlimir Modern sváfu nefnilega svefni hinna réttlátu þeg- ar Skagamenn héldu til keppni í síðustu umferðinni og litu við. 20 ára aldurstakmark IFösíud. 20 og laúgard. 21. apríl • Kíss A.M.C., Ruthless Rap Assasins og D.J, •Paul Oakenfold. Laugard. Sykurmolarnir JA, DUUS-HUS ER OÐRUVISI UPPI: RÓLEG KRÁARSTEMMNING. NIÐRI: DISKÓTEKIÐ Á FULLU. GRJÓTAÞORPS BESTU PIZZUR. OPIÐ TIL KL. 03.00. „Happy hour“ frá kl. 22.00-23.00. SANITASKYNNING. Aðg. aðeins 300 kr. eftir kl. 23.30. Fiscbeniiifi ansJleiJkiuir í Ártáni í kvöld Hljómsvetin IMÝJA-BANDIÐ leikurfrá kl. 21.30-03.00 Söngkonan Kristbjörg Löve Mætum hress. Fögnum sumrinu og kveðjum veturinn. Óskum landsmönnum gleðilegs sumars. Dansstuðið er íÁrtúni VEtTtNQAHUS Vagnhöfða 11. Reykjavík, simi 685090. #HDT£L# fiucnÆA moni Iguðmundur HAUKUR leikur í kvöld Gestur kvöldsins verður hin stórkostlega söngkono Anno Vilhjálms. Stuðið byrjar fyrr á Skálafelli. & í Kaupmannahöfn FÆST IBLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁOHÚSTORGI L..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.