Morgunblaðið - 18.04.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.04.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1990 9 RilÐNAMSKEIÐ Haldið verður reiðnámskeið við hesthús félagsins við Bústaðaveg fyrir börn og unglinga ef næg þátttaka fæst. Kennt verður á milli kl. 16 og 18, nánari upplýsingar í síma 672166 milli kl. 14 og 17 virka daga. Veislunarmannafélag Suðurnesja Allsherjaratkvæðagreiðsla um kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs Verslunarmannafélags Suð- urnesja fyrir árið 1990 fer fram á skrifstofu fé- lagsins dagana 26. og 27. apríl nk., frá kl. 12.00- 20.00 báða dagana. Tveir framboðslistar hafa borist og liggja frammi á skrifstofu félagsins ásamt kjörskrá. Kjörstjórn. NÁMSKEIÐ í meðferð og notkun kristalla og hálfeðalsteina við heilun, eflingu innsæis og orkustöðva, notkun pendúla, - kynning á hugefli (hypnothink) og um- ræða um fyrri líf verður hald- ið 21. apríl 1990. LEIÐBEIIMANDI OG FYRIRLESARI VERÐUR URSULA MARKHAM, miðill, hugeflisþjálfari og rithöfundur. Námskeiðið fer fram á ensku og er dagsnámskeið, sem stendur frá kl. 10-18. Námskeiðsgjald er kr. 4.000,- « NÁMSKEIDID FER FRAM Á HÁALEITISDRADT 68, 2. hæð í sal Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Skráning á námskeiðið fer fram í versluninni BETRA LÍF, Laugavegi 66, Reykjavík eða í símum 623336 og 626265. Erkibiskups- boðskapur grasrótarráð- herrans Magnús Erlendsson, fyrrv. forseti bæjar- stjórnar á Seltjamarnesi, segir í Seltimingi: „Það hefur vakið mikla athygli að þrir ráðherrar óvinsælustu rikisstjórn- ar, sem setið hefur á Is- landi frá því mælingar hófust, ganga nú ber- serksgang hér í Seltjarn- amesbæ við að reyna að fá kjósendur til að fella núverandi meirihluta sjálfstæðismanna. Fremstir í flokki fara þeir Jón Sigurðsson, krati, og óvinsælasti stjórnmálamaður þjóðar- innar, Ólafur Ragnar Grímsson. Minna segir af þriðja ráðherranum, enda hann að mestu er- lendis eða til fjalla „að kamia umhvcrfismál" á nýja þriggja milfjóna króna jeppanum!" Síðar í grein sinni seg- ir Magnús: „Á fiðnum ámm hefúr Seltjarnames vaxið úr litlu fámennu hreppsfé- lagi í eitt blómfegasta bæjarfélag landsins und- ir farsælli stjóm sjálf- stæðismanna. Dæmi þar um er verð fasteigna hér í bæ. Fasteignasöfum ber öllum saman um að verð ibúðarhúsnæðis sé hærra á Seltjamamesi en í nokkm öðm bæjarfélagi á höfúðborgarsvæð- inu... í viðtali við eitt dag- blaðana fyrir nokkrum dögum segir Ólafur Ragnar orðrétt: „I tengslum við bæjar- stjómarkosningar á Sel- tjamamesi er ég hluti grasrótarinnar." Seltirn- mgar - látum þá grasrót Ólafe Ragnars og hækju- liðs hans fölna og visna. Tökum höndum saman IPrófkjör um þaö sem þegar er ákveöiö fRÁÐHERRARNIR BJÓÐA SAM- | EIGINLEGA FRAM Á NESINU Ráðherrar gefa tóninn á Seltjarnarnesi! * í dag stiklum við á stökum steinum úr stefnuskrá Verzlunarráðs íslands 1990 - og gluggum í grein um kosningaslag þriggja ráðherra á Seltjarnarnesi. um að gera góðan bæ enn betri undir samhentri stjórn sjálfetæðismanna." Vettvangur verðmæta- sköpunar I stefiiuskrá Verzlun- arráðs íslands 1990 segir m.a.: „Atvimiulífið er vett- vangur verðmætasköp- unar í landinu. Árangur- inn af starfi stjómenda og starfefólks fyrirtækj- anna ræður lífekjömm þjóðarinnar. Lykillinn að árangri í þessu starfi er að nýta auðlindir lands- ins skynsamlega og virkja þann kraft sem í stjóraendum og starfe- fófki býr. Markmið íslenzkra fyr- irtækja er að skapa þjóð- inni lífskjör sem em sam- bærileg við það sem bezt gerizt í öðmm löndum. Islenzk fyrirtæki em borgarar á íslandi og hafa skyldur við þjóðina. Fmmskylda íslenzkra stjórnenda er að gera sitt til þess að reka fyrirtæk- in með hagnaði. Það er forsenda fyrir atvimiu og framfómm í landinu ...“ Tækifeeri og framfarir Síðar segir m.a.: „Islendingar em í hópi tíu tekjuhæstu þjóða heims þegar vel gengur. Sá árangur Iiefur náðst meðal annars vegna gjöf- uls sjávarafla, ódýrrar orku og annarra náttúm- auðlinda. En þjóðin sjálf á hér líka hfut að máli. Fram- farir á Islandi á næstu árum munu fyrst og fremst byggjast á því að atorka, áræði og hugvit fólksins í landinu nýtist. ísland á mörg ónýtt tæki- færi sem alltof lítið hefur orðið úr ... Meginvandi þjóðarinn- ar felst í því að eytt er um efiii fram þrátt fyrir háar tekjur. Umfram- eyðslan er samofin vissu ábyrgðarleysi sem grafið hefúr um sig. Sú tilhneig- ing er rikjandi að Ilytja ábyrgð af mistökum í atvinnulífi yfir á ríkissjóð eða leysa málin með er- lendum lántökum á ábyrgð ríkisins... Hverfe verður frá töfralausnum og skyndi- lausnum í atvinnumálum sem oft em fjármagnað- ar á ábyrgð ríkisins og undantekningalitið hafa í fór með sér mikinn kostn- að og tap. Ná verður stöðugleika í stjórnar- háttum. Lykillinn að framföram í íslenzku at- vinnulífi á næstu ámm felst í því að gefe at- vinnulífinu tækifæri til að standa á eigin fótum. Pólitískir úthlutunar- og greiðasjóðir geta aldrei komið í staðinn fyrir hagnað vel rekinna fyrir- tækja sem undirstaða at- vimiuuppbyggingar og framfera.. Evrópskt efiia- hagssvæði I stelúuskránni segir og: „Aukin viðskipti við ömiur lönd er ein megin- forsenda bættra lifekjíira á undanfiimum ámm. Islendingar hafe hazlað sér völl sem sérhæfð fisk- veiðiþjóð og velmegun þjóðarimiar byggir fyrst og fremst á árangri í veiðum, vinnslu og sölu sjávarafúrða. Markmið íslenzks atvinnulife í efnahagssamvhmu Evr- ópuþjóða hfýtur að vera að treysta þá stöðu. íslendingar verða því að halda eignarrétti sínuin yfir fiskimiðunum umhverfis landið enda hefúr það sýnt sig að slíkur séreignaréttur þjóða á fiskimiðum er betur til þess falfimi að varðveita og byggja upp fiskistofiia heldur en sameiginleg fiskveiði- stefiia Evrópubandalags- ins getur boðið upp á. Sjávarafúrðir em iðnað- arvömr og verða fylli- lega að falla undir friverzlun. íslendingar verða að vera tilbúnir að opna íslenzkt efnahagslíf gagnvart Evrópubanda- laginu fyrir viðskipti með vömr, fjármagn og þjón- ustu og fijálst flæði vinnuafls á svipuðum for- sendum og aðrar EFTA- þjóðir gera...“ ELSTA TEPPAVERSLUN LANDSINS jSjíip1 1 M ÚMllliL H VÖNDUÐ STÖK TEPPI OG MOTTUR Glæsilegt úrval! liEPPAVERSLUN HUDRIKS BERTELSEN FÁKAFENI 9 - SÍMI 686266 ALMENNUR LÍFEYRISSJÓÐUR VÍB Þitt framlag Þín eign Hjá Almennum lífeyrissjóði VIB eru iðgjöld hvers sjóðsfélaga færð á sérreikning hans. Inneignin erfist og ársfjórðungslega eru send yfirlit um stöðu. Hver sem er getur gerst félagi í Almennum lífeyrissjóði VIB. Þeir sem ekki eru skyldugir til að greiða í annan lífeyrissjóð geta greitt öll sín iðgjöld í ALVIB, aðrir geta greitt viðbótariðgjöld. Sá sem greiðir 15.000 krónur á mánuði í 20 ár inn á sérreikning sinn getur haft 67.500 krónur á mánuði í lífeyri í 15 ár, ef vextir eru 7% og gengið er jafnt og þétt á höfuðstól. Verið velkomin í VIB. VIB VERÐBREFAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Simi 68 15 30. Póstfax 68 15 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.