Morgunblaðið - 18.04.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.04.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1990 15 Morgunblaðið Ámi Sæberg Aðalsteinn Guðjohnsen rafmagnsstjóri, skýrir hugmyndir að framtíöarskipulagi í Elliðaárdal. Þar er gert ráð fyrir auknum trjágróðri meðal annars við vegkanta við Reykjanesbraut og að sáð verði í skert svæði við Stekkjarbakka en þar meðfram er gert ráð fyrir að framhald Fossvogsbrautar liggi. Hugmyndirnar verða kynntar í umhverfismálaráði borgarinnar í dag. Rafinagnsveita Reykjavíkur: Minjasafii í EUiðaárdal RAFMAGNSVEITA Reykjavíkur, hefiir opnað Minjasafii á ann- arri hæð Aðveitustöðvar 5 við Elliðaár. Á safninu eru munir og myndir er tengjast sögu Rafinagnsveitu Reykjavíkur og virkjunar- framkvæmdum í dalnum. Þá er sýnd hugmynd að framtíðarskipu- lagi útivistarsvæðisins við árnar en Rafinagnsveitan hefur staðið að gróðursetningu þar. Að sögn Aðalsteins Guð- johnsens rafmagnsstjóra, telur Rafmagnsveita Reykjavíkur sig eiga ýmsar skyldur við Elliðaárdal og er tilgangur safnsins að glæða áhuga almennings á dalnum og því sem hann hefur upp á að bjóða. Rakin er saga Rafmagn- sveitunnar í dalnum frá upphafi og dregin upp mynd af þeim að- stæðum sem frumherjarnir unnu við meðan á virkjunarfram- kvæmdum stóð. „Við gerum okkur ekki grein fyrir því, hve mikilvægur og ráð- andi þáttur rafmagn er í daglegu lífi okkar, fyrr en rafmagnið fer af,“ sagði Páll Gíslason formaður stjórnar veitustofnana Reykjavík- urborgar meðal annars í ávarpi sínu. Sagði hann það fróðlegt að sjá hver þróunin hefði verið á undanförnum árum. Safnið gæfi öldnum tækifæri til að rifja upp gamlar endurminningar og ungir fengju tækifæri til að kynnast sögunni. Davíð Oddsson borgarstjóri, sagði í ávarpi sínu, að Rafmagns- veita Reykjavíkur væri eitt þeirra myndar fyrirtækja sem borgin ætti. Þar væri vel staðið að verki eins og sjá mætti á því hvernig gengið væri frá utandyra eins og til dæmis í Elliðaárdalnum. Raf- magnsveitan hefði alla tíð látið sér annt um dalinn og þann gróð- ur sem þar er. Sagan væri mikil- vægur grunnur og vonandi vær safnið vísir að öðru og meira. Staða Jóns Baldvins sem formanns hefiir veikst -segir Bjarni P. Magnússon sem mun þó taka 3. sæti á lista Nýs vettvangs BJARNI P. Magnússon borgarfulltrúi hefur ákveðið að taka 3. sætið á framboðslista Nýs vettvangs í Reykjavík. Bjarni segir að ef formaður og varaformaður Alþýðuflokksins hefðu látið af því að vinna gegn fúll- trúum flokksins í prófkjöri Nýs vettvangs, hefði alþýðuflokksmaður leitt framboðið, og hann telur stöðu Jóns Baldvins Iiannibalssonar sem formanns Alþýðuflokksins vera veikari á eftir. Bjarni P. Magnússon sagði við Morgunblaðið, að metnaður sinn og sinna flokksfélaga, hefði staðið til þess að Alþýðuflokkurinn leiddi framboð Nýs vettvangs, enda hefði fiokkurinn verið forsendan fyrir því að framboðið var mögulegt. Bjarn: sagðist þó hafa ákveðið að taka sér viku til að íhuga hvort hann ætti að taka sæti á listanum, en eft- ir samtöl við flokksmenn og aðra stuðningsmenn hefði niðurstaðan orðið sú, að til að vel færi, ætti Al- þýðuflokkurinn að taka þátt í þessum leik með fullum heilindum og reisn. Bjarni, og aðrir frambjóðendur Alþýðuflokksins í prófkjörinu, hafa sakað formann og varaformann flokksins um að hafa unnið gegn sér og stutt þess í stað Ólínu Þorvarðar- dóttur. Jón Baldvin Hannibalsson hefur neitað þessum ásökunum, og Bjarni sagði það ugglaust rétt, að Jón Baldvin hefði ekki beitt sér per- sónulega. „En við bendum á að þegar við hringdum í flokksfólk á seinni degi prófkjörsins var okkur sagt af mörg- um, að búið væri að hringja á vegum ráðherra flokksins, annara en Jóns Sigurðssonar, Þá má nefna að Ámundi Ámundason hætti sem kosn- ingastjóri fjokksins og gerðist kosn- ingastjóri Ólínu og það veit nánast alþjóð að hann er hægri hönd Jóns Baldvins. Við gætum nefnt fleiri dæmi þessu lík en munum ekki fara út í slíkt heldur ræða þessi mál á flokksvettvangi,“ sagði Bjami. —Hvaða áhrif heldur þú að þetta hafi í flokknum, m.a. í ljósi þess að það verður haldið flokksþing í ár? „Alveg ótvírætt þá hefur staða Jóns Baldvins sem forrpanns veikst við þetta,“ sagði Bjami P. Magnús- son. Farþegar til Amsterdam með rútu frá Hamborg- MIKLAR tafir urðu á áætlun Arnarflugs til Amsterdam á skfrdag vegna deilna við eigendur flugvélarinnar sem Arnarflug hefúr á leigu út þenn- an mánuð. Á endanum flaiig flugvélin til Hamborgar. Farþegar til Amsterdam voru fluttir með áætlunarbíl þaðan og komu á áfangastað seint um nóttina, hálfum sólarhring eftir áætlun. Kristinn Sigtryggsson fram- kvæmdastjóri Amarflugs sagði að þetta hefði verið mjög leiðinlegt at- vik og óhönduglega hefði tekist til. Amarflug hefði lent í deilu við Carnival Airlines, eigendur flugvél- arinnar sem félagið tók á leigu fyrir viku, um túlkun á leigusamningi. Vonast hefði verið til þess að sú deila leystist fljótt en það hefði ekki orðið fyrr en um miðjan dag. Þá hefði verið ákveðið að fara beint til Hamborgar og taka farþega til Amsterdam með flugfélaginu KLM. En vegna frekari tafa í Keflavík missti Arnarflugsvélin af flugvél KLM í Hamborg. I fréttum ríkisútvarpsins var haft eftir farþega að þeim hefði ekki ver- ið tilkynnt fyrirfram að að lenda átti í Hamborg í stað Amsterdam og far- þegar hafí ekki fengið að vita að þeir ættu fyrir höndum 6 klukkutíma ferð í rútu fyrr en komið var inn í flugstöðina. Kristinn sagðist ekki hafa skýringar á þessu. Kristinn sagði áætlunarflug fé- lagsins hafa gengið áfallalaust síðan á skírdag. Sljórn SPRON vegna ákæru í máli Töggs: Telur ákæruna byggða á algerum misskilningi STJÓRN Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hefúr sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Sjónvarpsóperan Vikivaki: Lofsamleg ummæli tónlistargagnrýnenda Stokkhólmi, Ósló. Frá Erik Liden og Rune Timberlid, fréttariturum Morgunblaðsins. ÍSLENSKA sjónvarpsóperan Vikivaki eftir Atla Heimi Sveinsson fær góða dóma í sænskum og norskum blöðum, tónlistin og ljóð- rænn texti Thors Villyálnissonar. Þá er finnska hljómsveitarstjór- anum Petri Sakari hrósað fyrir kröftugt og vel unnið verk og raunar öllum, sem að því stóðu. Tekur gagnrýnandi Svenska Dagbladets þannig til orða, að sköpunarkrafturinn, sem borið hafi uppi þetta samstarfsverkefiii norrænu sjónvarpsstöðvanna, eigi betra skilið en að einangrast á hreggbarinni eldQallaeyju úti í Atlantshafi. God TV- Umfjöllun um Vikivaka hefur nokkuð fallið í skuggann fyrir öðrum tíðindum, slysförum í Nor- egi og andláti Gretu Garbo í Svíþjóð, en Carl-Gunnar Áhlén, tónlistargagniýnandi Svenska Dagbladets, fer lofsamlegum orð- um um tónlist Atla Heimis og texta Thors. Segir hann, að Atla hafi tekist að sameina Darmstad- tbakhjarlinn og ósvikna tilfinn- ingu fyrir eðlilegum söng en finn- ur það helst að verkinu, að mynd- málið, hin hijúfa fegurð íslenskrar náttúru, hafi stundum keppt um of við sjálfa tónlistina. Segir hann, að með þessari fyrstu íslensku sónvarpsóperu og jafnframt fyrsta samstarfsverkefni norrænu sjónvarpsstöðvanna að þessu leyti hafi verið hlaðin varða, sem vísi fram á veginn. Idar Karevold, gagnrýnandi Aftenpostens í Ósló, rekur efnis- þráðinn, sem sóttur er í samnefnt verk Gunnars Gunnarssonar, og segir, að verkið hafi einkennst af fijóu ímyndunarafli, einkum þó tónlistin og sjálf framleiðslan. Hér hafi tekist að semja sátt milli sjón- varpsins og óperunnar. Ber hann lof á Helga Skúlason í hlutverki Jaka Sonarsonar og segir, að Hannu Heikinheimo leikstjóri og Hrafn Gunnlaugsson framleiðandi hafi kunnað að nota svipbrigði hans og hreyfingar til að ná fram leikrænum þunga. Þá segir hann, Opera NordvlBjonsproduksjonen lftnrfrcda* av den Jalandake operaen Vlklvaki av Atll Helmlr Svelnuon. Anmeldt av jdar KarrvQld. Dct var lngen produksjon ope ■lelt myntet pA langfredag NordvUlonen b«d pl í operaen Vilclvakl Navnet henapfller pA on gammel Ulandsk rlngd&ne, og Hbrettoen aom vár akrevet av Thor Vlljainson. var beaert pA en roman av Qtuinar Gunnaraon. Selve handl tngen utspant aegpá.en nyttAranatt da den Ulandjike forfattcr Jakl So* araon, mett pA goda og gull og snsom 1 eln atore vllla eíter ko nena dod. oppUvet at et dualn begrávede mennesker ateg ■te om han var Den ali—nfUn n að frammistaða. hljómsveitarinnar hafi verið afar áhrifarík og eftir- tektarverð. í tilefni af ákæru sem ríkissak- sóknari hefur 11. þ.m. birt á hendur tveimur starfsmönnum Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis vegna við- skipta við Tögg hf. á fyrstu mánuð- um ársins 1987 vill stjórn sparisjóðs- ins taka fram: 1. Viðskiptin sem ákært er vegna voru með þeim hætti að sparisjóður- inn keypti af Tögg hf. viðskiptavíxla og viðskiptabréf sem Töggur hf. ábyrgðist, en þriðji aðili var jafnan skuldari kröfunnar. Jafnframt leysti fyrirtækið til sín viðskiptaskjöl fyrir lægri fjárhæðir sem áður höfðu verið keypt en voru í vanskilum. Hér er um hefðbundnar viðskiptavenjur að ræða, eins og tekið er fram í ákæru- skjali og var þeim haldið áfram óbreyttum á greiðslustöðvunartíma- bili Töggs hf. Vildi sparisjóðurinn þannig stuðla að því að rekstur fyrir- tækisins kæmist á réttan kjöl, enda hlýtur það að vera tilgangur með veitingu heimildar til greiðslustöðv- unar. 2. Stjórn sparisjóðsins telur frá- leitt að starfsmenn sjóðsins hafi með þessum hætti gerst sekir um refsi- verðan verknað og að viðskiptin hafi verið ívilnandi fyrir sparisjóðinn eins og gefið er í skyn í ákæruskjali. Á tímabili greiðslustöðvunar jók spari- sjóðurinn þvert á móti fyrirgreiðslu við Tögg hf. og þar með einnig áhættu sína. 3. Undirstrika verður að sparisjóð- urinn hafði við upphaf greiðslustöðv- unar fullnægjandi veðtryggingar fyr- ir skuldum og ábyrgðum Töggs hf. 4. Stjórn sparisjóðsins telur ákær- una á hendur starfsmönnum spari- sjóðsins byggða á algerum misskiln- ingi á eðli þessara viðskipta og á stöðu trygginga fyrir skuldbinding- um Töggs hf. Er þá einnig undirstrik- að, að þrotabú Töggs hf. hefur ekki séð ástæðu til að leita riftunar á þeim gerðum sem ákæruvaldið telur vera ívilnandi fyrir sparisjóðinn. 5. Stjómin harmar að ákærunni á starfsmenn sparisjóðsins skuli bland- að saman við ákæru á stjómendur fyrirtækis sem ákærðir era fyrir allt aðrar sakir. Stjórnin lýsir fullu trausti á þá starfsmenn sparisjóðsins sem sætt hafa ákæmnni, og telur að þeir hafi í hvívetna staðið eðlilega og vel að þeim málum, sem ákæruatriðið fjall- ar um. 12. apríl 1990, Stjórn Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis. Skákmótið í Lyon: Karl vann Mar- geir og mótið í síðustu umferð KARL Þorsteins vann opna skákmótið í Lyon í Frakkl- andi sem lauk á páskadag. Karl fékk 7 vinninga af 9 mögulegum ásamt franska skákmanninum Santo Ro- man. Margeir Pétursson varð í 3-8. sæti með 6 'A vinning. Þeir Karl tefldu saman í lokaumferð- inni en fyrir hana var Margeir í 1-2. sæti en Karl í 3-5. sæti. Skákin varð löng og ströng enda mikið í húfi fyrir báða en að lokum hafði Karl sigur, bæði í skákinni og á mótinu. Þriðji íslendingurinn, Lárus Jóhannesson, endaði með 5 vinninga. Þeir þremenningarnir fara næst til Gausdal í Noregi og keppa þar í opnu alþjóðlegu skákmóti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.