Morgunblaðið - 18.04.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1990
25
Bretland:
Rör eða byssuhlaup?
St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunbladsins.
BREZKIR tollgæzlumenn stöðvuðu í sl. viku útflutning á átta stórum
stálrörum til Iraks í höfninni í Middlesborough á þeirri forsendu, að
þau yrðu notuð í byssuhlaup. Ágreiningur er um, hvort það sé yfireitt
mögulegt.
Iraskt fyrirtæki pantaði rörin hjá
stálfyrirtæki í Sheffield til að nota í
olíuleiðslur. Búið var að afhenda
hluta af 26 stálrörum, sem írakar
höfðu pantað, og 8 átti að skipa út
um sl. helgi. Þá gripu tollverðir í
taumana.
Talsmenn framleiðslufyrirtækis-
ins, Forgemaster, voru furðu lostnir
yfir þessum aðgerðum. Þeir höfðu
Framkvæmdastj órn
EB dregur umboð
fyrir EFTA-viðræður
Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunbladsins.
FLEST bendir til þess, að enn dragist að framkvæmdastjórn Evrópu-
bandalagsins (EB) taki ákvörðun um samningsumboð fyrir fulltrúa sína
í viðræðum við fulltrúa Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) um
evrópskt efnahagssvæði (EES). Ríkir óvissa um hvort formlegar samn-
ingaviðræður bandalaganna geti hafist á þeim tíma, sem ætlað var,
það er fyrir lok júní.
Framkvæmdastjórnin frestaði af-
greiðslu samningsumboðsins í
síðustu viku. Var sú skýring þá gef-
in, að nokkrir framkvæmdastjóranna
hefðu ekki getað sótt fundinn vegna
anna. í þessari viku situr Frans
Andriessen, sem hefur umsjón með
samningum EFTA og EB innan
framkvæmdastjórnarinnar, ekki
fund hennar. Frá stjórninni fer málið
fyrir ráðherra EB-landanna, en fyrst
verður það kynnt í utanríkisnefnd
þings Evrópubandalagsins. Er ekki
útilokað að þingmenn krefjist al-
mennrar umræðu um málið á fundum
þingsins í Strassborg um miðjan maí.
Frestunin innan framkvæmda-
stjórnarinnar þykir benda til þess,
að þar ríki ekki einhugur um málið.
Andriessen sagði í Brussel í síðustu
viku, að tryggja þyrfti sjálfsákvörð-
unarrétt EB gagnvart EFTA og auk
þess væru EFTA-löndin með ýmsa
fyrirvara gagnvart reglum EB. Þess-
ir fyrirvarar snerta landbúnað, sjáv-
arútveg, atvinnufrelsi, rétt til fast-
eignakaupa, frelsi til að stofna fyrir-
tæki, umferð langferðabíla og frjálst
flæði fjármagns.
Óvíst er hvaða afstöðu fram-
kvæmdastjórnin tekur til fríverslunar
með fisk í ákvörðun sinni um umboð-
ið. Heimildarmenn í Brussel segja,
að framkvæmdastjómin telji fríversl-
un með sjávarafurðir jafngilda greið-
ari aðgangi að mörkuðum EB og
þess vegna verði ekki um hana sám-
ið nema fiskveiðiheimildir í lögsögu
EFTA-ríkja komi í staðinn.
Samkvæmt heimildum innan EB
þykir lokaniðurstaða nýlegs fundar
umhverfismálaráðherra EFTA-land-
anna ekki auka líkur á samkomulagi
um evrópska efnahagssvæðið.
Á fundi sínum staðfestu EFTA-
ráðherrarnir þann ásetning að
EFTA-reglur skuli gilda í umhverfis-
málum, þar sem þær ganga lengra
en EB-reglur. Innan EB er bent á,
að sameiginlegar reglur EB, t.d. um
mengunarvarnir og notkun ýmissa
efna hafi kostað mikla og tímafreka
vinnu. Þar sé um málamiðlun milli
12 ríkja að ræða og ólíklegt sé, að
nokkur hafi áhuga á að hefja deilur
um þær að nýju vegna EFTA-ríkj-
anna.
öll tilskilin leyfi frá viðskiptaráðu-
neytinu til að gera rörin fyrir íraka.
Eftir aðgerðir tollgæzlunnar sýndu
þeir myndband, sem þeir höfðu gert
til kynningar á fyrirtækinu, þar sem
rakin var framleiðsla stálröranna.
Þeir sögðust ekkert hafa að fela um
þessi viðskipti.
Tollgæzlumennirnir telja enn, að
rörin hafi átt að nota í stóra byssu
í írak, sem drægi allt að 200 kíló-
metrum. í fyrstunni staðfestu sér-
fræðingar varnarmálaráðuneytisins,
að þetta væri mögulegt. Þeir tóku
jafnvel undir, að mögulegt væri að
skjóta gervihnetti á loft úr byssu úr
svo stórum stálrörum. En síðar runnu
á þá tvær grímur.
Talsmenn fyrirtækisins benda á,
að þessar 8 pípur séu aðeins hluti
af stórri leiðslu og írakar geti ekki
sett hlutana saman upp á eigin spýt-
ur, hvað þá búið til byssu úr leiðsl-
unni. Aðrir sérfræðingar hafa vísað
á bug þeim möguleika, að hægt sé
að skjóta gervihnöttum á braut með
stórri byssu. Gervihnettir gætu aldr-
ei þolað þrýstinginn af skotinu.
Stjórnarandstaðan hefur krafið
stjórnvöld um skýringar á þessum
atburði og spurt, hvort Bretar ætli
að verða að athlægi um víða veröld
fyrir mistök tollvarða. Tollverðirnir
halda fast við skýringu sína. Stjórn-
völd hafa ekki enn gefið út neinar
yfirlýsingar um þetta mál. Margaret
Thatcher forsætisráðherra sagðist
þurfa að kanna staðreyndir málsins,
þegar hún var innt eftir þessu, eftir
fund með Bush, Bandaríkjaforseta,
á Rermúdaeyjum um sl. helgi.
Reuter
Sú norska sætust
Rauðhærð norsk fegurðardís, Mona Grudt, var útnefnd „ungfrú alheim-
ur“ í samnefndri fegurðarsamkeppni, sem fram fór í Los Angeles á
páskadag. Er hún 19 ára og frá bænum Hell i Norður-Noregi. Sjón-
varpsstöðvar sýndu beint frá keppninni til 30 landa og eru 600 milljón-
ir manna sagðar hafa fylgst með herlegheitunum á úrslitakvöldinu í
beinni sjónvarj)sútsendingu. í keppninni tók 71 stúlka frá jafnmörgum
löndum þátt. I öðru sæti varð Carole Gist frá Bandaríkjunum og þriðja
Liseth Mahecha frá Kólumbíu.
Míkhaíl Gorbatsjov hótar Litháum efiiahagsþvingnnum:
Felur í sér viðurkenn-
ingu á sjálfstæði landsins
- segir Vytautas Landsbergis, forseti Litháens
Moskvu, Washing^on, Hamilton á Bermúda-eyjum, Prag, Tókíó. Reuter, The Daily Telegraph.
Indland:
150 deyjaaf
völdum mat-
areitrunar
Nýju Delhí. Reuter.
AÐ MINNSTA kosti 150 manns,
þar af mörg börn, létust af völdum
matareitrunar í bæ i Norður-Ind-
landi ellir trúlofunarvcislu á
páskadag.
Indverska fréttastofan PTI skýrði
frá því í gær að tala látinna gæti
hækkað þar sem um 300 veislugest-
ir hefðu snætt ósýrt brauð, chapatt-
is, sem meindýraeitur hefði komist
í. Ekki er vitað hvernig eitrið komst
í brauðið.
VYTAUTAS Landsbergis, forseti Litháens, ítrekaði í ræðu á þingi
í gær að stjórnvöld í landinu væru reiðubúin til að ganga til við-
ræðna við ráðamenn í Moskvu. Míkhaíl S. Gorbatsjov, leiðtogi sov-
éska kommúnistaflokksins, lýsti yfir því á fostudag að Litháar yrðu
beittir tfiiahagsþvingunum yrðu lög þau sem sett hafa verið frá því
landið lýsti yfir sjálfstæði 11. mars ekki felld úr gildi. Heimildarmað-
ur Reuíers-fréttastofunnar kvað Landsbergis hafa vakið á því athygli
í ræðu sinni að í hótunum Gorbatsjovs fæiist viðurkenning á sjálfstæð-
isyfirlýsingunni. Væri Litháum gert að greiða fyrir varning þann
sem fluttur væri til landsins í erlendum gjaldeyri væri staða ríkisins
hvað varðar utanríkisviðskipti Sovétstjórnarinnar hin sama og ann-
arra erlendra ríkja.
Landsbergis sagði í ræðu sinni í
gær að efnahagsþvinganir Sovét-
stjórnarinnar myndu reynast efna-
hag Lithaéns alvarlegt áfall en
margvísleg hráefni svo sem olía og
gas eru flutt inn í landið frá öðrum
lýðveldum Sovétríkjanna. Til er-
lendra ríkja eru hráefni þessi aðeins
seld gegn greiðslu í erlendum gjald-
eyri.
Tilslakanir Litháa
Heimildarmaður Reuters-frétta-
stofunnar í höfuðborg Litháens,
Vilnius, sagði Landsbergis hafa
fullyrt að atvinnuleysi myndi stór-
aukast í landinu og ítrekað að
stjómvöld væru k-eiðubúin til við-
ræðna við fulltrúa Gorbatsjovs en
forsætisráðherra Litháens, Kazami-
era Prunskiene, sagði á mánudag
að greina kæmi fallast á ákveðnar
tilslakanir í deilunni. Þannig gætu
þeir Litháar sem þess æsktu gegnt
herskyldu í nafni Sovétríkjanna auk
þess sem stjórnvöld í Litháen væru
reiðubúin til að viðurkenna ríkis-
borgararétt Sovétborgara í landinu
og yrði þess ekki krafist að viðkom-
andi afsöluðu sér honum. Þá væru
Litháar einnig tilbúnir til að endur-
skoða þann þátt deilunnar er varð-
aði eigur kommúnistaflokks Sov-
étríkjanna í landinu sem stjórnvöld
lýstu ríkiseign lýðveldisins nýja er
Litháar birtu sjálfstæðisyfirlýsing-
una.
Margaret Thatcher, forsætisráð-
herra Bretlands og George Bush
Bandaríkjaforseti sögðu á sameig-
inlegum blaðamannafundi á föstu-
dag að Gorbatsjov Sovétleiðtoga
bæri að leita leiða til að slaka á
spennunni sem ríkt hefur frá því
Litháar lýstu yfir sjálfstæði.
Thatcher sagði ljóst að þíðan í sam-
skiptum austurs og vesturs væri
úti gripi Sovétstjórnin til þess ráðs
að beita LitTiS.a valdi. Bush sagði
hins vegar að væru fréttir af hótun-
um Gorbatsjovs réttar væri þessi
þróun áhyggjuefni og ógnun við
lýðræðisþróunina í Austur-Evrópu.
Stjórnvöíd í Tékkóslóvakíu hafa
gagnrýnt viðbrögð Kremlveija og
talsmaður japönsku ríkisstjórnar-
innar sagði á mánudag að Japanir
myndu grípa til viðeigandi ráðstaf-
ana beittu ráðamenn í Moskvu Lit-
háa efnahagsþvingunum. Mál þetta
hefur einnig vakið mikla athygli í
Bandaríkjunum. Robert Dole, leið-
togi Repúblíkanaflokksins í öld-
ungadeild Bandaríkjaþings, sagði á
sunnudag að bein efnahagsaðstoð
við Litháa hlyti að koma til greina
létu Gorbatsjov og undirsátar hans
verða af hótunum sínum.
Eystrasaltsríkin eitt
efiiahagssvæði
Forsætisráðherra Eystrasalts-
ríkjanna þriggja, Eistlands, Lett-
lands og Litháens, komu saman til
fundar á fimmtudag í síðustu viku.
Að viðræðunum loknum var birt
sameiginieg yfirlýsing þar sem seg-
ir að löndin, sem öll nutu sjálfstæð-
is á árunum milli heimsstyijaldanna
tveggja, stefni að stóraukinni sam-
vinnu á ijölmörgum sviðum og m.a.
sé gert ráð fyrir því að ríkin verði
eitt markaðs- og efnahagssvæði líkt
og stefnt er að á vettvangi Evrópu-
bandalagsins (EB). í tilkynningunni
segir að áætlun þessari verði hrint
í framkvæmd á þessu ári en ríkin
hafi orðið ásátt um að afnema
hindranir á viðskiptasviðinu. Hvert
ríki um sig muni taka upp eigin
gjaldmiðil en mótuð verður sameig-
inleg stefna hvað varðar tolla og
vörugjöld. Þá verður sett á stofn
framkvæmdanefnd Eystrasaltsríkj-
anna þriggja lík þeirri sem starfar
á vegum Evrópubandalagsins. Þing
Eystrasaltsríkjanna hafa þegar
staðfest samkomulag þetta sem
gilda mun fram til ársins 2000 hið
minnsta.
s r
417 kr/kg
Parnbakjötið
. nláma1Ésver^