Morgunblaðið - 15.06.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.06.1990, Blaðsíða 12
Bf 12 -- 0681 m'Jl .61 5?IíDACI'JT8OT GK3/aia7I!0£i MÖRGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1990 RÆTT VIÐ DUXA Kristján Leósson æfír nú af kappi fyrir Ólympíuleikana í eðlis- fræði. Berglind Orradóttir vinnur í bæjarvinnunni á Egilsstöðum. Hafí maður áhuga er námið skemmtilegt og gengur vel HÉR á eftir fer annar hluti viðtala við dúxa úr firamhaldsskólun- um í vor. Viðtölin eru við dúx Menntaskólans í Reykjavík, Verslun- arskóla íslands og Menntaskólans á Egilsstöðum. Ásta Ólafs- dóttir er stödd á Jama- ika ásamt skólafélögum sínum úr Versló. Um listina, ástina og þjáninguna Ólíklegt er að margir eigi jafn ólík áhugamál og Kristján Leós- son dúx Menntaskólans í Reykjavík. Hann teiknar, stundar skylmingar, les og grúskar í eðlis- fræði. Hið síðastnefnda á þó sennilega hug hans allan um þess- ar mundir því auk þess að vinna hálfan daginn á Iðntæknistofnun tekur hann þátt í undirbúnings- námskeiði fyrir Ólympíuleikana í eðlisfræði sem haldnir verða í Hollandi_ 5.-13. júlí. Kristján tók þátt í Ólympíuleikunum í fyrra en þá voru 30 þjóðir skráðar til keppninnar auk þess sem Litháar sendu sérstakt lið á Ieikana. „Það varð töluvert uppistand þegar uppgötvaðist að Litháar vildu keppa sem sjálfstæð þjóð,“ segir Kristján. „En að lokum var kom- ist að þeirri niðurstöðu að þeir mættu keppa en yrðu hvergi skráðir. Það má segja að þetta hafi verið forsmekkurinn að því sem nú er að gerast í Litháen," bætir hann við. Þá er ekki hægt að stilla sig um að spyija Kristján út í smá- sagnakeppni Vöku-Helgafells í tiT- efni af því að 70 ár eru liðinn frá því að Halldór Laxness skrifaði „Barn náttúrunnar". Þar bar hann sigur úr býtum með smásögu sem fengið hefur nafnið „Nótt“. „Til- drögin að þessu voru þau að skömmu eftir að frestur til að skila smásögum í keppnina var framlengdur áttum við að skrifa ritgerð í skólanum,“ segir Kristj- án. „Einhverjir voru óánægðir með ritgerðarefnin og við spurð- um kennarann hvort við mættum ekkj frekar semja smásögu og skila í keppnina. Það var auðvitað sjálfsagt og þegar dómnefndin skilaði áliti sínu kom í ljós að tveir úr bekknum höfðu orðið meðal þeirra tíu efstu.“ Kristján segist vera nýbúinn að lesa „Barn nátt- úrunnar“. „Það er svolítið skemmtilegt að sagan mín fjallar um svipað efni og saga Halldórs en það er algjör tilviljun því ég hafði ekki lesið hana þegar ég skrifaði mína sögu.“ Kristján verður hugsi þegar hann er spurður um hvað sögurn- ar fjalli. „Þegar „Barn náttúrunn- ar“ var gefin út sagði Halldór Laxness að hún væri ástarsaga. Mörgum árum seinna sagði hann að það væri bölvað rugl, hún væri alls ekki ástarsaga. Ætli mín saga fjalli ekki um þetta klassíska, listina, ástina og þján- inguna,“ bætir hann við. Kristján segir að nafnið á sög- una hafi komið af tilviljun. „Þegar frestur til að skila smásögum í keppnina rann út var ég ekki búinn að finna neinn titil á hana svo ég skilaði henni nafnlausri. Forsvarsmenn keppninnar mis- skildu þetta eitthvað og skírðu hana „Nótt“ en það er upphafsorð sögunnar. Nafnið stendur þó ekki í neinum tengslum við söguefnið." Kristján segist ekki eyða mikl- um tíma í heimalærdóminn. „Ég læri að minnsta kosti ekki meira en flestir en auðvitað ekki minna en margir," segir hann og bætir við að hann hafi valið eðlisfræði- deild af því að hann hafi haft áhuga á eðlisfræði og það hjálpi auðvitað til. í haust ætlar hann að nema verkfræði við kanadískan háskóla. Fyrsta veturinn verður hann í almennri verkfræði en eft- ir það kemur hann til með af velja eina af tíu brautum sem skólinn býður upp á. Stökk af 12 metra palli Á Jamaika er staddur hópur sólbrúnna nýstúdenta úr Verslun- arskóla íslands. Þei'rra á meðal er skóladúxinn, Ásta Ólafsdóttir, sem lét sig hafa það að koma inn úr sólinni og rabba við blaðamann sem byijaði á að forvitnast um landið, Jamaika. „Það var ofsaleg skrítið að koma hingað,“ segir Ásta. „Jamaika er þriðjaheims- land og flestir íbúarnir eru mjög fátækir. Á götunum eru ódýrir bflar og fæstir þeirra hafa hraða- mæla. Þrátt fyrir fátæktina er fólkið vingjarnlegt og vill allt fyr- ir mann gera. Við gerum lítið annað en að liggja á ströndinni," segir Ásta sem svar við því hvað Verslunar- skólanemar hafi fyrir stafni í sól- inni. „Og förum í partí á kvöldin. Svo höfum við skoðað landslagið og sumir hafa verið að kafa,“ segir Ásta og bætir við að hún vilji að það komi skýrt fram að hún hafi stokkið af 12 metra palli ofan í sjóinn. „Ég veit ekki aíveg hvernig ég þorði það en ég bara hoppaði og það er ekki um ac) villast því að þetta var fest á filmu og verður alveg ódauðlegt afrek,“ bætir hún við og hlær. Hún segist aldrei hafa eytt miklum tíma í heimalærdóminn. „Yfirleitt reyni ég að flýta mér að læra til þess að ég geti farið að gera eitthvað annað. Eg heim- sæki vini mína og fer út að skemmta mér. Svo hef ég líka unnið í blómabúð með skólanum. Það er ágætis tilbreyting, maður hittir mikið af fólki og peningarn- ir koma sér vel,“ segir Ásta og bætir við að hún hafi líka unnið við heimilishjálp. Ásta ætlar að vera au pair- stúlka á Rivíerunni tvo mánuði í sumar. „Ég var í Frakklandi í fyrrasumai' og núna ætla ég að reyna að ná frönskunni alveg, þá get ég farið í háskóla í Dan- mörku, Frakklandi, Þýskalandi eða Bretlandi ef ég kæri mig um. Næsta vetur ætla ég aftur á móti að taka mér frí frá skóla því ég veit ekki alveg hvað mig Iangar til að læra og vil vera viss þegar ég byija aftur,“ segir Ásta ðlafs- dótUr á Jamaika. Ahuginn skiptir mestu máli Berglind Orradóttir, dúx frá Menntaskólanum á Egilsstöðum, lauk skólanum um áramót en varð að bíða. til vors með að útskrif- ast. „Ég fór til Reykjavíkur eftir prófin og fékk mér vinnu. í vor kom ég hingað til að útskrifast og vinna sem flokkstjóri í bæjar- vinnunni í sumar. Maður hefur gott af því að vera úti og svo er Iíka gaman að vinna við garð- yrkju," segir Berglind. Hún hefur þó ekki hugsað sér að fara í Garð- yrkjuskólann. „Ég veit ekki hvað ég kem til með að gera í haust. Annaðhvort fer ég í Háskólann eða tek mér frí frá skóla og fæ mér vinnu við eitthvað sem ég hef áhuga á,“ bætir hún við. Hún segist ekki hafa lært mik- ið fyrir utan skólatímann. „Skól- inn er opinn og frá eitt til fimm eftir hádegi aðstoða kennararnir okkur við skólalærdóminn. Þá var ég yfirleitt í skólanum og var búin að læra þegar ég kom heim á kvöldin. Fyrir próf lærði maður auðvitað meira." Berglind er þeirrar skoðunar að áhugi skipti miklu máli þegar um skólalærdóm er að ræða. „Ef maður hefur áhuga er námið skemmtilegt og gengur vel. Ef maður hefur ekki áhuga er það erfitt. Og svo skiptir miklu máli að reyna að vera skipulagður og láta verkefnin ekki hlaðast upp.“ Berglind hefur ýmis áhugamál fyrir utan skólann. Hún stundar fuglaskoðun, fer á skíði, syndir og hleypur úti auk þess sem hún segist lesa dálítið en til þess gef- ist ekki mikill tími á veturna fyrir skólabókunum. „Ég geri svona sitt lítið af hveiju,“ segir Berglind og bætir við að hún hafi líka gam- an af að heimsækja vini sína. Árin í menntaskólanum segir Berglind hafa verið skemmtileg. „Maður sér það sérstaklega eftirá að þó að það sé gott að vera bú- inn þá er líka leiðinlegt að byija ekki aftur í skólanum og hitta þar skólafélagana eins og áður.“ > I ■ LIONSKLÚBBUR Reykjavík- ur gaf nýlega St. Jósefsspítala, Landakoti, 300 þúsund krónur til kaupa á demantshníf og mælitæki, sem notuð eru við sjónlagsaðgerðir á hornhimnu augans, Lionsklúbbi Reykjavíkur eru færðár hinar bestu þakkir fyrir þessa gjöf, sem vitað er að getur komið mörgum sjukling- um að gagni, sem að öðrum kosti hefðu ekki fengið bót meina sinna. Myndin er af Lionsmönnum ásamt starfsliði spítalans. ■ / HAFNARBORG stendur nú yfir sýningin Einfarar í íslenskri inyndlist. Á sýningunni eru rúm- lega eitthundrað verk eftir fimmtán j listamenn. Sýningin dregur nafn af bók Aðalsteins Ingólfssonar listfræðings, sem nýkomin er út hjá | Almenna bókafélaginu en kom út á ensku hjá Iceland Review-útgáf- unni á síðasta ári. í þeirri bók er | fjallað um verk flestra þeirra lista- manna sem verk eiga á sýning- unni. Sýningin var opnuð 2. júní og mun standa til 24. júní. Gífurleg aðsókn hefur verið að sýningunni. Opnunartími í Hafnarborg er kl. 14-19 alla daga nema þriðjudaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.