Morgunblaðið - 15.06.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.06.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1990 43 1 Um atvik á flugbraut Til Velvakanda. Flugvél landgræðslunnar ók á dögunum rakleitt inn á flugbrautina á Hornafírði í veg fyrir fullhlaðna farþegaflugvél frá Flugfélagi Aust- urlands sem var að lenda. Flugmað- ur farþegaflugvélarinnar nauð- hemlaði með þeim afieiðingum að hjólbarði sprakk. Loftferðaeftirlitið sendi ekki mann á staðinn til þess að kanna aðstæður og málsatvik, en Morgunblaðið birti frétt frá Hornafirði þriðjudaginn 12. þ.m. þar sem segir m.a. „málið látið nið- ur falla“, „vél landgræðslu ríkisins var á hinum brautarendanum", . „landgræðsluvélin var að athafna * sig við brautarendanna“, „hafði sig umsvifalaust á brott“ osfrv. Þessi j frétt er allrar athygli verð þar sem í öllum tilvikum er farið með rangt mál. Ennfremur segir í lok fréttar- . innar, „Varlega áætlað voru í 600-900 metrar milli flugvélanna þegar farþegaflugvélin nam stað- ar“. Réttast væri að upplýsingar af þessu tagi kæmu frá Loftferða- eftirlitinu eða Flugslysanefnd, en leiðréttingar eru nauðsynlegar á þessum gróflegu rangfærslum. Einnig væri rétt að fram kæmi hver hefur haft umboð til þess að láta málið „niður falla“ áður en Loftferðaeftirlitið hefur kannað málið á staðnum og áður en bæði flugmaður farþegaflugvélarinnar og starfsmaður flugturnsins á Hornafirði hafa gert skýrslu um atvikið. i ______________________________ 1 Góðdvöl ^ Innilegar þakkir fyrir góða dvöl sem við áttum í Ásunum í Hvera- gerði dagana 26. maí til 4. júní. Um leið og við þökkum stjómendum Elliheimilisins Grundar og öllu starfsfólki á staðnum fyrir, þá ósk- um við þessari starfsemi allrar blessunar. Með kæmm kveðjum, frá konum í Mosfellsbæ. Samvinnusaga: Nýr kapítuli Til Velvakanda. Ábatinn var áður vís ýmsir kostir góðir. Nú vill enginn eiga SÍS, enda tæmdir sjóðir. Eiríkur Eiríksson. Þá er rétt að fram komi: 1. Flugmaður landgræðsluvélar- innar var ekki í sambandi við flugturninn á Homafirði þegar hann ók inn á brautina, en mun þó hafa verið kunnugt um að flugvél var í aðflugi. 2. Landgræðsluflugvélin var ekki við brautarendann heldur 200 metra fyrir sunnan hann þegar henni var ekið inn á flugbraut- ina. 3. Landgræðsluvélin fór ekki um- svifalaust út af brautinni, hún var þar enn þegar farþegaflug- vélin nam staðar. 4. Það vqru ekki 600-900 metrar milli flugvélanna heldur 450 metrar. Landgræðsluflugvélin ók inn á 1200 metra brautina, 200 metra frá norðurenda henn- ar. Farþegaflugvélin stöðvaðist 550 metra frá suðurenda braut- arinnar. Mismunurinn er þá 450 metrar. 5. Flugmaður farþegaflugvélarinn- ar átti á hættu að landgræðslu- vélin hefði tafarlaust flugtak beint á móti honum og því taldi Þessir hringdu ... Góð þjónusta Magna Baldursdóttir hringdi: „Mig langar til að segja frá því hversu góða þjónustu ég fékk hjá gleraugnasalanum á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi. Ég var með gler- augu dóttur minnar sem þurfti að gera við og eftir að hafa verið vísað frá hjá gleraugnaverslunum í Reykjavík tók hann við þeim og gerði við. Vil ég hvetja Seltirninga til að versla við gleraugnasalann á Eiðistorgi.“ Týndi seðlaveski Seðlaveski týndist 2. júní í Kolaportinu. Veskið er grátt að lit og merkt Iðnaðarbanka ís- lands. Finnandi vinsamlega hringi í síma 92-13860. Hanna Finnbogi hringdi: „Mig langar til að komast í samband við Hönnu sem óskaði eftir vísuhelming fyrir skömmu. Sími minn er 92-13386.“ hann að verulegt hættuástand hefði skapast, sem kállaði á snögg viðbrögð. Spytja má hve margir metrarnir hefðu orðið milli flugvélanna ef ekki hefði verið nauðhemlað. Loft- ferðaeftirlitinu ber skylda til að kanna málsatvik og láta, úr því sem komið er, hið rétta koma í ljós. Ólíklegt er að þetta atvik hefði ver- ið haft í hámæli ef ekki hefðu verið hafðir uppi tilburðir til þess að skekkja myndina. í fjölmiðlum var haft eftir Loftferðaeftirlitinu að engin hætta hefði verið á ferðum þar sem mörg hundruð metrar hefðu verið á milli flugvélanna. Telji Loftferðaeftirlit ríkisins að engin hætta sé á ferðum þótt flug- vél, sem ekki er í talsambandi við flugturn, sé ekið í veg fyrir full- hlaðna farþegaflugvél, sem er að lenda á fjölförnum flugvelli, aðeins vegna þess að nokkur hundruð metrar bjargi því að ekki verði slys, eru þær upplýsingar meira en lítið forvitnilegar fyrir flugmenn og alla þá, sem áhuga hafa á flugumferð. Flugmaður. Fjólublá barnaúlpa er í óskilum í St. Jósefsspítala í Hafnarfírði. Úlpan fannst 26. maí sl. í dags- stofu spítalans. Eigandi getur hringt í síma 50188. Barnaúlpa týnd Bleik barnaúlpa nr. 110 tapað- ist, sennilega við Réttarsel. Úlpan er merkt Selmu Ósk, en heimilis- fang og símanúmer sem kemur fram í úlpunni er rangt. Finnandi er beðinn að hafa samband í síma 670827. Sofið á verðinum Svanborg hringdi: „Mér finnst alveg hryllilegt hvemig farið var með hestana sem teknir vom af eiganda sínum fyrir nokkru. Maður gæti haldið að ekkert dýraverndunarfélag væri starfandi hér. Það er greini- legt að það er einhver sem sefur á verðinum þegar svona lagað getur gerst.“ Gallajakki tapaðist Móðir hringdi: „Dóttir mín tapaði gallajakka með mynd á bakinu. Líklegast hefur jakkinn dottið af bögglabera á hjólinu hennar þegar hún var að hjóla á Suðurlandsbrautinni. Finnandi hafi samband í síma 680613.“ Úlpa í óskilum Royal -fjölbreyttui* skyndibúðingur ATH: KYNNING Á METPOST í BYKO/HAFNARFIRÐIFÖSTUDAG KL. 14-18 OG LAUGARDAG KL. 10-12 B E D C O H F . , SUNDABORG 1 ÚTSÖLUSTAÐIR: Húsasmiðjan/Skútuvogi • BYKO/timbursala • BYKO/Hafnar- firðí • Járn og skip/Keflavík • MR-búðin/Laugavegi • SFG/Smiðjuvegi • KEA/Lóns- bakka • Grímur og Árni/Húsavík • KÁ/Selfossi • Málningarþjónustan/- Akranesi Auðveldasta leiðin tilað irða eða byggja sólpalla og skjólveggi Enginn gröftur engin steypa < ( ( ( RTIL BOÐ Bjóöum urkápur á aöeins kr. FJÁRFESTIÐ í YNDI OG YL LÁTIÐ DRAUMINN RÆTAST FYRIR 17. JÚNÍ 25.000,- 50% afsláttur aflobskinnshúfum PELSINN KIRKJUHVOLI SÍMI 91-20160

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.