Morgunblaðið - 15.06.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.06.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLiAÐIÐ- FÖSTUDAGUR 1C. JÚNÍ 1990 Sigurfljóð Olgeirs- dóttir - Minning Fædd 14. desember 1905 Dáin 6. júní 1990 „Með gestrisninnar einlægni saðning gaf hún svöngum og svalaði hinum þyrstu af næsta litlum fönpm." (Guðmundur Friðjónsson) Við stóðum fyrir utan íbúð henn- ar eitt sunnudagskvöld fyrir þremur árum og knúðum dyra. Hún lauk upp, lávaxin kona með hlýtt bros 4jg tindrandi augu bakvið sterk gler- ‘ augun. „Jæja, elskurnar, hvað get ég gefið ykkur,“ sagði hún um leið og við vorum komin inn og höfðum tekið af okkuryfírhafnimar. Þannig kynntist ég Sigurfljóði Olgeirsdótt- ur, sem í dag er borin til hinstu hvílu. „Hvað get ég gefið ykkur?“ Þessi orð lýsa vel Sigurfljóði, eða ömmu Fljóðu eins og fjölskyldan kallaði hana. „Er ekki eitthvað sem ég get gefíð ykkur?“ spurði hún og hún naut þess að gefa okkur eitthvað. Hún gaf okkur í svanginn með ánægju þess sem lifað hefur krepputíma þegar svo þröng var í búi að menn áttu vart málungi >matar. Hún umvafði okkur hlýju og ástúð þess sem fæddist óvelkom- inn og sleit barnsskónum fjarri sínum nánustu. Hún gaf af örlyndi og ástúð eins og sá einn getur sem veit hvað það er að eiga ekkert og sem elskar að gleðja aðra. Vísasta leiðin til að gleðja hana var að líta inn. Ekkert þótti henni vænna um en að sjá ástvini sína og þeir gátu aldrei komið nógu oft. Hún fylgdist grannt með fjölskyld- unni og var umhugað um hvern og einn. Hún vissi oft meira um áhyggjur og erfiði afkomenda sinna en þeir gerðu sér grein fyrir og þótti verst að geta ekki gert eitt- hvað til að létta þeim lífíð. En hún hafði líka lært á langri ævi að taka því sem að höndum ber og horfa fram á veginn. Sigurfljóð varð aldr- ei rík á veraldarvísu en hún átti annan auð sem mölur og ryð fá ekki grandað. Af þeim auði miðlaði hún óspart þeim sem í kringum hana voru og þeir voru margir allt til hinsta dags. Þegar ástvinir deyja viljum við gjarnan muna það góða um þá og gleyma því sem miður fór. Hvað Sigurfljóð varðar þarf engu að gleyma. Það er sjaldgæft að hitta manneskju sem aldrei víkur styggð- aiyrði að nokkrum, sem aldrei bak- nagar, sem hugleiðir ekki hefnd þó að einhver særi hana svo að undan svíði. En þannig var Sigurfljóð 01- geirsdóttir. Hún var til síðasta dags um- kringd flestum þeim sem henni þótt vænt um og þó að kallið kæmi skyndilega þá var hún reiðubúin. Það er huggun þeim sem hennar sakna núna. Biessuð sé minning Sigurfljóðs Olgeirsdóttur. Blessuð sé minning ömmu Fljóðu. Adda Steina Fregn um andlát vinar eða ætt- ingja kemur manni í opna skjöldu og svo var um fregnina af andláti elsku ömmu Fljóðu, þó hún hafí verið á 85. aldursári. Hún var enn- þá mjög falleg kona, hafði þykkt og mikið hár og þó hún væri komin á þennan aldur, var húð hennar slétt og falleg. Hún hafði verið hjartveik um tíma, en aldrei heyrði maður hana kvarta. Hún var bjartsýniskona, jákvæð og létt í lund, hugsaði alltaf fyrst og fremst um aðra, og ef fjöl- skyldu hennar leið vel, leið henni vel sjálfri. Amma var trúuð kona og kenndi mér margar bænir er ég var barn að aldri. Þegar ég var 15 ára, vantaði ömmu stúlku til að aðstoða sig við þrif á heimili sínu. Það varð að samkomulagi okkar á milli að ég kæmi til hennar einu sinni í viku og hjálpaði henni við þrifín. Iðulega var amma búin að þrífa helminginn af því sem ég átti að gera og sagði að sér þætti slæmt að vera að taka frítíma frá unglingnum. Ég kom til hennar einu sinni í viku í 4 ár og á þeim tíma kynntist ég henni mjög vel. Stundum vildi hún að ég bakaði fyrir sig eða legði á sér hárið, í stað þess að þrífa. Þá þakkaði hún mér innilega fyrir, sem ég væri besti bakara- eða hár- greiðslumeistari. Seinna nafn mitt er Sigurfljóð og þótti mörgum það skrýtið nafn þegar ég var yngri. í dag þykir mér, eins og svo mörgum, þetta nafn mjög fallegt, og er ég stolt yfír að bera nafn ömmu minnar. Fyrir nokkru dreymdi mig að ég væri að skamma ömmu. Ég hringdi í hana og sagði henni drauminn. Hún sagði mér að draumurinn væri fyrir góðri vináttu okkar á milli. Amma Fljóða var sannarlega góður vinur. Ég kveð hana með söknuði. „Þegar þú ert soi'gmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín“. (Úr Spáinanninum. Kahlil Gibran.) Minningin um góða konu lifir. Megi amma mín kær hvíla í friði. Erla Sigurfljóð Olgeirsdóttir Hún amma mín er dáin og kemur aldrei aftur. Þessari staðreynd er erfitt að kyngja fyrir okkur sem áttum hana að, en sjálf var amma Fljóða fyrir löngu farín að búa sig undir dauðann. Það lýsir henni vel að hún sætti sig miklu betur við eigin dauðleika en við sem elskuð- um hana. Sigurfljóð Olgeirsdóttir fæddist 14. desember árið 1905 á Bíldudal. Hún fæddist utan hjónabands, dótt- ir Olgeirs Kristjánssonar og Guð- finnu Árnadóttur. Hún fékk ekki að alast upp hjá móður sinni, held- ur var sett í fóstur hjá Kristjönu Hjaltalín og Pálínu Jónsdóttur á Bíldudal. Sautján ára flutti hún til föður og stjúpmóður á Stykkishólmi og bjó þar með fjórum hálfsystrum í þijú ár. Tvítug fór hún til Reykjavíkur í vinnukonustarf hjá Hauki Thors. í því starfí kynntist hún Erlendi Guðjónssyni, sem var bílstjóri hjá Kvöldúlfi, fyrirtæki Thors-ættarinnar. Þau giftust 28. október 1933. Á þessum kreppuár- um bjuggu þau í einu herbergi á Grettisgötu, herbergi sem hún sagði síðar að öðrum hefði þótt stórt! Skömmu síðar fluttu þau í hús á Lindargötunni. Þar eignuðust þau sjö böm, Kristin, sem dó skömmu fyrir skírn, Þórunni, Guðfinnu, Guð- jón, Olgeir, Pálínu og Einar. Guð- fínna giftist til Bandaríkjanna en hin systkinin búa hér á landi. Amma talaði ekki mikið um for- tíðina. Nútíð og framtíð voru henni hugleiknari. Hún var af kynslóð sem ólst upp við hesta sem farar- tæki en lifði það að fljúga í þotum á milli heimsálfa og fylgjast með gangi manna á tunglinu. Hún tók átökum lífsins með jafnaðargeði og æðraðist ekki yfir neinu þótt örlög- in væru henni ekki alltaf hliðholl. Ég ólst _ upp á heimili ömmu minnar í Ásgarðinum til tíu ára aldurs og þess vegna em fyrstu minningar mínar tengdar henni. Amma var alltaf nálægt, alltaf reiðubúin til að hjálpa ef eitthvað bjátaði á, og stundum gerði hún pönnukökur fyrir strákinn sinn. Það vom bestu pönnukökur í heimi. Á kvöldin fór hún með þulur eða söng vögguvísur. „Góða nótt og Guð geymi þig,“ sagði hún þegar ég þóttist vera sofnaður. Frá ömmu streymdi alltaf hlýja og velvild. Hún var aldrei ánægðari en þegar hún gat gert eitthvað fyr- ir fjölskyldu sína. Fjölskyldan var hennar veröld og hún leit á það sem hlutskipti sitt í lífínu að þjóna þess- ari fjölskyldu. Það gerði hún af elju- semi og fórnfýsi. Ég man eftir ófáum bílferðunum á hveiju sumri til að heimsækja Pálínu frænku á Sólheima í Grímsnesi. Þá var ekinn holóttur malarvegur, stundum í verstu veðrum. Tæplega sjötug fór hún með mig þrettán ára pjakkinn í flugvél til Ameríku að heimsækja Guðfínnu. Þótt hún talaði ekki stakt orð í ensku þá bjargaðist þetta allt. í annað skipti fór hún ein og flakk- aði í flugvél á milli stórborga Vest- urálfu til að halda rækt við dóttur sína og tvær systur, Gerðu og Emmu. Fjarlægðir og fjárskortur gátu ekki hindrað að hún héldi sam- Fædd 1. október 1924 Dáin 10. júní 1990 Okkur langar til að minnast elsku ömmu okkar, Þórnýjar Sigríðar Stefánsdóttur, sem lést 10. júní, á afmælisdaginn hans afa, eftir erfiða sjúkdómslegu. Við vissum að hún var mikið veik þótt hún kvartaði aldrei, en samt er erfitt að hugsa til þess að hún skuli ekki vera lengur hjá okk- ur, gleðjast með okkur þegar vel gengur og hughreysta þegar eitt- hvað á bjátar. Minningin um Þórnýju ömmu er hlý og björt, hún virtist alltaf hafa nægan tíma, hvort sem við vorum hjá henni hluta úr degi eða nokkra daga og hún hafði einstakt lag á að sætta okkur þegar við urðum ósátt. Það var gaman að heimsækja ömmu og afa í sumarbústaðinn, þar var nú nóg að starfa, við fórum að veiða með afa og ef einhver var þreyttur á veiðiskap fann amma alltaf upp á einhveiju öðru skemmtilegu. Á kvöldin sátum við og spiluðum því aldrei varð hún þreytt á að spila við okkur. Við ferðuðumst oft saman „stórfjöl- skyldan" eins og við orðuðum það. Eina slíka ferð fórum við síðastliðið sumar til Danmerkur, það var bandi við sína nánustu. Amma hló ekki oft, en þegar henni varð skemmt þá hló hún svo innilega að augun glömpuðu. Aug- un voru það fyrsta sem fólk tók eftir þegar það hitti hana. Þau voru kvik og athugul, og þau voru sönn. Á bak við þau var svo augljós gæska, svo fölskvalaus kærleikur að það lét engan sem kynntist henni ósnortin. Augu hennar gátu líka verið spurul og rannsakandi þegar henni leist ekkert á eitthvað uppá- tæki stráksins síns. Fullorðinsár sín bjó amma lengst af á Lindargötu 22_og síðan í verka- mannabústöðum í Ásgarði 39. í litla húsinu á Lindargötunni var svefn- herbergi, eldhús, kjallari (með þvottahúsi og kolageymslu) og úti- kamar. Þegar börnin fóru að stálp- ast var kolageymslan hreinsuð og gerð að svefnherbergi. Þótt þetta húsnæði, sem þætti vart nægja í miðlungsstofu í nútímahúsi, yrði að nægja fyrir átta manna fjölskyldu þá var þar alltaf rúm fyrir ættingja sem áttu leið í bæinn. Fyrir þá var sófi og svefnpláss í eldhúsinu. Þar voru systur ömmu alltaf velkomn- ar. Lindargötudvölin var fyrir minn tíma, en ég veit að ömmu leið vel í Ásgarðinum. Þar var hún heppin með góða nágranna, sem drukku ófáa kaffibolla í eldhúskróknum. Hún hafði líka yndi af störfum sínum með Kvenfélagi Bústaða- sóknar. Beggja saknaði hún sáran eftir að barátta við stigana í Ás- garðinum knúði hana tii að flytja í hentugra húsnæði. Síðustu ár ævi sinnar þoldi amma litla áreynslu. Hjartað var farið að bila og að lokum var það veikt hjarta sem dró hana til dauða. Hún lifði lengi og þótt áhyggjurnar væru margar þá trúi ég að hún hafi ver- ið hamingjusöm. Að minnsta kosti var hún sátt við lífið og óvissan um hvað við tæki kvaldi hana ekki. Hún treysti Guði til að sjá fyrir því og vissi að það var hvort sem er ekki í hennar vaidi. Fyrir henni var dauð- inn hluti af lífínu. Ef hver hefur sinn tilgang með jarðvistinni þá var fjölskyldan til- gangur ömmu Fljóðu. Afkomendur við andlát hennar eru þegar orðnir 30. Flestir hafa þeir alist upp við væntumþykju Sigurfljóðs Olgeirs- dóttur; móður, ömmu og langömmu. Einlægumhyggja henn- ar og ást hlýtur að móta þá sem lifðu í nálægð hennar og var þeim fjársjóður að fela komandi kynslóð- um. Veröldin er betri, hennar vegna. Þórir Guðmundsson ánægjuleg ferð og alltaf skildi amma þegar litlir fætur voru þreytt- ir og sagði „nú skulum við hvíla okkur saman“, síðan hlustaði hún á frásagnir okkar með einstakri þolinmæði og hló með okkur. Við vitum að ömmu líður núna vel hjá guði og erum þakklát fyrir góðar minningar sem munu ylja okkur í framtíðinni. Megi hún hvíla í friði. Laufey, Magnús Þór og Hlín Systir okkar, t JÓHANNA SVEINSDÓTTIR, fædd 27. janúar 1925, andaðist þann 1 júní 1990 í Kaupmannahöfn. Minningarathöfn hefur farið fram. Systkyni. t Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi, SVEINBJÖRN KRISTJÁNSSON, elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður til heimilis á Víðimel 21, lést í Landakotsspítala 13. júní. Soffía Jóhannesdóttir, Jóhanna Sveinbjörnsdóttir, Hálfdán Sveinbjörn Kristinsson, Jóhannes Agnar Kristinsson. t Bróðir okkar, GUÐMUNOUR BENEDIKTSSON frá Erpsstöðum, Eskihlíð 22, andaðist í Landspítalanum 13. júni. Systur og fóstursystkini hins látna. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUNNLAUG EINARSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 16. júní kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Þórarinn Magnússon. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN ÓLAFSDÓTTIR, Álftagerði, Skagafirði, verður jarðsungin frá Víðimýrarkirkju laugardaginn 16. kl. 14.00. Ólafur Pétursson, Regina Jóhannesdóttir, Sigfús Pétursson, Pétur Pétursson, Elísabet Ögmundsdóttir, Herdís Pétursdóttir, Páll Leósson, Gísli Pétursson, Ingibjörg Sigfúsdóttir, Óskar Pétursson, Jónína Sveinbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. juni Þórný S. Stefáns- dóttir - Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.