Morgunblaðið - 15.06.1990, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.06.1990, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1990 KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN A ITALIU „Milla, í dag hjálpar þú okkur“ Miðherjinn Francois Omam-Biyik: Erum ekki górillur sem nögum banana Francois Omam-Biyik, miðheiji landsiiðs Kamerún og aðal stjama liðsins, segir að menn verði að fara að átta sig á stöðunni og hverjir Kamerúnbúar eru: „Það er kominn tími til að fólk viti að við erum ekki górillur, sem hanga statt og stöðugt uppi í tré og naga banana,“ sagði hann fyrir leikinn í gær — og er óhætt að segja að Kamerúnmenn hafí endanlega afsannað sögusagnir þar að lútandi í gær, hafi þær verið á kreiki. Omam-Biyik leikur með franska liðinu Laval, þar sem Karl Þórðar- son var á sínum tíma. Þess má geta að Omam-Biyik er 24 ára og þykir mjög snjall miðheiji. Fljótur, leikinn og góður skallamaður. Francois Omam-Biyik. Kamerún er efst með fjögur stig eftir tvo leiki í B-riðli, byrj- jgitaði á því að leggja heimsmeist- ara Argentínu að velli og sigr- aði svo Rúmeníu, 2:1, í gær. Gamla kempan Roger Milla, sem fjallað er um hér að neð- an, kom inn á sem varamaður og gerði bæði mörkin. Sovétmaðurinn Valerí Nepomn- íatsjí, þjálfari Kamerúnmanna, sendi Milla inn á í síðari hálfleik, og þessi gamalkunni leikmaður hafði skorað 15 mín. síðar. Löng sending barst fram völlinn, Milla vann skallaeinvígi við varnarmann- inn Ioan Andone á vítateig, báðir féllu við en „gamli maðurinn“ var snöggur á fætur og skoraði örugg- lega framhjá Silviu Lung, mark- verði sem kom út á móti honum. Síðara markið gerði hann með þrumuskoti yst úr vítateignum skömmu síðar. Rúmenía minnkaði muninn undir lok leiksins. „Ég sagði við leikmanninn áður en hann fór inná; Milla, í dag hjálp- ar þú okkur. Og það gerði hann svo sannarlega,“ sagði hinn sovéski þjálfari liðs Kamerún sigri hrósandi eftir leikinn. Liðið leikur mjög agað Xog skipulega undir stjóm hans; leggur áherslu á varnarleikinn en er stórhættulegt í skyndisóknum sínum. Rúmenar voru mun meira með knöttinn í gær, sóttu mjög stíft og fengu góð tækifæri til að skora en markvörðurinn Thomas N’Kono, sem er 35 ára, var í miklum ham og kom hvað eftir annað í veg fyr- ir að þeim tækist það með frábærri markvörslu. George Hagi, aðalstjarna Rúm- ena, kom inn í liðið á ný í gær en hann var í banni í sigurleiknum gegn Sovétmönnum. „Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með Hagi. Hann er frábær leikmaður en lék undir getu í dag. Hann á að geta miklu betur,“ sagði Emerich Jenei, þjálfari Rúmeníu vonsvikinn eftir leikinn. KAMERUN Opinbert nafn: Lýöveldiö Kamerún. Stærö: 475.500 ferkílómetrar eöa tæplega 5 sinnum stærra en ísland. íbúar: 9.160.000 (1983) Saga: Þýsk nýlenda frá 1884 og fram fyrri heimstyrjöld. Undir franskri stjórn, austurhluti, og breskri stjórn, vesturhlutþtil þess er landið varö sjálfstætt. Ariö 1960 frá Frökkum og 1961 frá Bretum. Efnahags- og stjórnmálatengsl viö Frakkland eftir sjálfstæöi. Auölindir: Landiö er frjósamt og þar er mikið um plantekrurækt, kakó, kaffi, gúmmí, bananar, tóbak, baömull og olíupálmar. Nýlega eru fundnar miklar olíulindir undan ströndum landsins. Stjórnarfar: Einn flokkur fer meö öll völd. Forseti er kjörinn af 180 manna þingi til 5 ára í senn. Paul Biya er forseti og hefur setiö frá 1982. Tungumál: Enska, franska og um 50 afríkumál, flest bantúmál. Nokkur .... spenna er á milli ensku- og frönskumælandi íbúa landsins. MÍ6haugyr NIGER TCHAD NIGERIA MIÐ-AFRIKU- LÝÐVELDIÐ iGABON MIÐBAUGS-GÍNEA KONGO Hetja Kamerúnmanna í gær. Roger Milla hefur lengi verið í eldlínunni en sýndi gegn Rúmenum að krafturinn er enn til staðar þegar mark andstæðing- anna er í augsýn. Goðsögn í lifanda lífi Roger Milla tók skóna af hillunni, 38 ára — ári eftir að hann hætti í atvinnu- mennsku — erforráðamenn landsliðsins grátbáðu hann að vera með í HM Hvaleyrarholtsvöllur Hörkuleikur í 3. deild HAIIKAR - IK íkvöld kl. 20. 50 fyrstu gestirnir fá Stjörnupopp. Ás fasteignasala, Strandgötu 28 Úra- og skartgripaverslunin, Strandgötu 37 Nú mæta allir Haukarar ú völlinn! ROGER Milla var þjóðhetja í Kamerún fyrir leikinn í gær — goðsögn í lifanda Iffi. Ekki minnkaði álit landsmanna á þessum 38 ára gamia knatt- spyrnumanni eftir að hann skoraði bæði mörkin í sigrinum á Rúmeníu; nafn hans hljómaði um allt land! Milla, sem var kjörinn knatt- spyrnumaður Afríku fyrir fjórtán árum, 1976, lék á sínum tíma með fimm frönskum félagslið- um; Montpellier, Mónakó, St. Eti- enne, Bastia og Valenciennes. Hann hætti svo í atvinnumennsku fyrir rúmu ári síðan, vorið 1989, af „per- sónulegum ástæðum“ eins og það var orðað þá. Fluttist þá til eyjarinn- ar La Reunion í Indlandshafí, naut lífsins og lék knattspyrnu sér til gamans. Varaskeifa En forráðamenn landsliðsins grátbáðu hann að koma með til ít- alíu, og var Milla fyrst og fremst hugsaður sem „móralskur" styrkur fyrir hópinn. Hann átti aðeins- að vera varaskeifa hvað sjálft liðið varðar. Fregnir herma að það hafi svo verið eftir að sjálfur forseti Kamerún hafði farið þess á leit við hann að vera með, að Milla tók þá ákvörðun. Þess má geta að í erlendu blaði gat að líta frásögn á dögunum þar sem kom fram að forseti Kamerún hefði áhuga á að gera Milla að íþróttamálaráðherra landsins. Koma verður í ljós hvort sú verður raunin. Afturáfullaferð? Óhætt er að segja að Milla hafi komið, séð og sigrað. Hann kom inn á sem varamaður gegn Argentínu- mönnum í fyrsta leiknum, en það eru mörkin tvö í gær sem gætu orðið til að þessi elsti framheiji heimsmeistaramótsins sjáist reglu- lega á knattspyrnuvöllum á ný næsta vetur. „Ef einhver í Frakk- landi hefur áhuga á mér er ég tilbú- inn til þjónustu," sagði Milla og brosti sínu breiðasta. Þess má geta að fyrir leikinn í gær ræddi hann í síma við einn fyrrverandi vinnu- veitanda sinn, Louis Nicollin, for- seta franska liðsins Montpellier, sem hringdi til að óska leikmannin- um góðs gengis gegn Rúmeníu. Milla var í liði Kamerún sem keppti fyrsta sinni í úrslitakeppni HM á Spáni 1982. Liðið vakti þá mikla athygli, gerði jafntefli í öllum þremur leikjum sínum í riðlakeppn- inni, m.a. gegn Ítalíu sem þá varð heimsmeistari, og var óheppið að komast ekki áfram. Liðið hefur því ekki enn tapað leik í úrslitakeppni HM — gerði þrjú jafntefli á Spáni og hefur sigrað tvívegis nú! Ótrú- legur árangur. Galdurinn? Þijátíu og átta ára knattspyrnu- menn eru ekki á hveiju strái; ekki á fullri ferð í „alvörunni“. Hver skildi vera galdurinn á bak við vel- gengni Milla. Hann sagði í gær: „Ég reyki ekki og ég elska íþróttir, til dæmis körfuknattleik og tennis." Fróðlegt verður að sjá hvaða hlutverk Milla fær í síðasta leik Kamerún í riðlakeppninni, gegn Sovétmönnum á mánudaginn. „Þjálfarinn ákveður það. Ef hann vill að ég verði í byijunarliðinu þá er það gott. En þó ég verði það ekki mun ég gera mitt besta eins og alltaf ef ég kem inn á,“ sagði hann. „Mér fínnst ég enn geta gert gagn. Ég get skorað fleiri mörk.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.