Morgunblaðið - 15.06.1990, Blaðsíða 29
29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1990
Orn Arnarson,
Selfossi - Minning'
Fæddur 6. október 1970
Dáinn 12. maí 1990
Engin orð fá lýst þeirri tilfinn-
ingu sem grípur um sig þegar ung-
ur maður er tekinn frá ástvinum
sínum í blóma lífsins. En mig lang-
ar að minnast Arnar frænda míns
í fáeinum orðum.
Við Örn vorum systkinabörn en
við höfðum alltaf búið fjarri hvort
öðru, ég á Höfn en hann á Sel-
fossi. Við kynntumst í raun varla
fyrr en ég hélt til Laugarvatns í
menntaskóla. Örn var fijálslegur
og eðlilegur í samskiptum og breytti
í einu og öllu eftir eigin höfði en
ekki annarra. Hann var því sjálf-
stæður og samkvæmur sjáifum sér,
jafnvel svo mjög að sumum þótti
nóg um.
„... að sannist þegar sést til þinna ferða,
að sigling þín var djörf og glæst."
(Tóraas Guðmundsson)
Þau skipti sem við hittumst, sem
oftar en ekki var af einskærri tilvilj-
un, fór ávallt vel á með okkur enda
hafði Öm sérlega ljúfa framkomu.
Alltaf heilsaði hann með brosi á
vör. Hann var. lífsgiaður en óákveð-
inn í leit sinni að réttri hillu, eins
og svo margir á okkar aldri. En
flestir hafa einhvem tíma glímt við
spurningar eins og hvað á ég að
verða? Er þetta það sem ég vil og
get?
Nú er Örn farinn frá okkur en
ekki að eilífu því hann er einungis
skrefi á undan okkur hinum. 01!
stígum við þetta skref fyrr eða
síðar.
Ég votta aðstandendum Arnar
mína dýpstu samúð. Megi Guð
styrkja ykkur í þessari miklu sorg.
Elín Arna
Þeir deyja ungir sem guðirnir
elska. Þegar ég frétti fráfall bróður-
sonar míns komu upp í huga minn
ýmsar minningar. Hann var alla tíð
stór, seinna var hann kallaður stóri
Örn. Hann var góður drengur og
hvers manns hugljúfi. Margt var
það sem hann ætlaði að taka sér
fyrir hendur, síðustu mánuðina var
hann á sjó.
Hann fórst ásamt öðmm ungum
manni þann 12. maí í hörmulegi
slysi í Ölfusá. Örn var alinn upp á
Selfossi á heimili móðurforeldra
sinna. Hann var augasteinn afa síns
og ömmu og er hans sárt saknað.
Foreldrar hans voru Stefanía Gúst-
afsdóttir og Örn Amarson. Megi
Guð veita ykkur styrk í þessum
mikla harmi.
Elín Arnardóttir
í dag er minnngarathöfn í Sel-
fosskirkju um Örn Amarson, en
hann drukknaði ásamt félaga sínum
í Ölfusá þann 12. maí sl.
Sorg fyllti hjarta okkar þegar
Gugga amma hans tilkynnti okkur
lát hans. Þessi glæsilegi ungi piltur
sem okkur fannst eiga allt lífið
framundan. Við fáum víst litlu ráð-
ið um hvenær ævi okkar lýkur hér
á jörð, en eitt er víst að alltaf er
jafn erfitt að sætta sig við það þeg-
ar ungir menn farast af slysförum
í blóma lífsins.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að kynnast þessum elskulega bros-
milda dreng sem Örn var 3ja ára
gömlum þegar ég giftist frænku
hans og við tókum að venja komur
okkar á Sléttuveginn á Selfossi. Þar
sem Örn bjó ásamt móður sinni og
móðurforeldrum. Strax við fyrstu
kynni af þessari fjölskyldu geislaði
svo mikil gleði og hlýja. Miðpunkt-
urinn var þessi fallegi glaðlegi
drengur, sem okkur þótti svo vænt
um alia tíð.
Eftir að börnin okkar fóru að
koma á Sléttuveginn tóku þau miklu
ástfóstri við Örn frænda á Selfossi,
það var alltaf svo gaman að kom-
ast í dótið og blöðin háns og svo
sýndi Örn þeim hestana sína og
leyfði þeim á hestbak, slíkt dálæti
og uppáhald var hann þeirn alla tíð,
enda barngóður með afbrigðum.
Ég var svo lánsamur í fyrrasum-
ar að dvelja á Sléttuveginum með
Erni og Gústa afa hans við að
mála húsið þeirra að utan. Þá kynn-
ist ég Erni á nýjan hátt sem 19 ára
ungum manni. Ég komst að því að
lífsgæðakapphlaupið var honum
víðs fjarri. Hann háfði ekki miklar
áhyggjur af framtíðinni og var
óákveðinn hvað hann ætlaði að
læra. Þess vegna fór hann til sjós
og frestaði námi sl. haust og vildi
íhuga hvað hann ætlaði að taka sér
fyrir hendur í framtíðinni.
Að leiðarlokum viljum við fá að
þakka fyrir að við fengum að njóta
samvista við elskulegan frænda og
vin sem Örn var okkur.
Við sendum ykkur innilegar sam-
úðarkveðjur elsku Stefý, Úlli, og
börn, Akureyri, Gugga og Gústi,
Selfossi, Örn og fjölskylda, Horna-
firði. Guð styrki ykkur í sorginni.
Góður engill Guðs oss leiðir
gegnum jarðneskt böl og stríð,
léttir byrðar, angist eyðir,
engiil sá er vonin blíð.
Mitt á hryggðar dimmum degi
dýrðlegt oss hún kveikir ljós,
mitt i neyð á vorum vegi
vaxa lætur gleðirós.
(Helgi Hálfdánaison.)
Hörður, Sigrún og börn
Það hörmulega slys átti sér stað
laugardaginn 12. maí sl. að fjögur
ungmenni fóru út í Ölfusá. Tvennt
bjargaðist á undursamlegan og
gifturíkan hátt en tveir ungir menn
létu þar lífið, Þórður M. Þórðarson
og Örn Arnarson, Sléttuvegi 4,
Selfossi.
Ég var á leið á ársfund Rauða
Kross íslands sem haldinn var á
Hvolsvelli þegar ég fékk upphring-
ingu og var beðinn um að koma
niður á Selfoss. Sló það mig strax
að eitthvað alvarlegt hefði gerst en
ekki óraði mig fyrir að það væri
augasteinn ömmu og afadrengur
vina minna, Guðbjargar H. Einars-
dóttur og Gústafs Sigjónssonar,
sem hefði lent í þessu hörmulega
slysi.
Örn Arnarson var fæddur 6.
október 1970, sonur Arnar Arnar-
sonar frá Höfn í Hornafirði og Stef-
aníu Gústafsdóttur. Stefí og Örn
slitu samvistum og þá fór Örn til
móðurforeldra sinna ásamt móður
sinni og ólst þar upp og á því heim-
ili fékk Örn í veganesti alla þá ástúð
og leiðsögn sem holl er ungum
dreng.
Ég var þess aðnjótandi í bernsku
minni að dvelja hjá þeim sæmdar-
hjónum, Guggu og Gústa, í um það
bil eitt ár auk margra annarra
skemmri dvala síðar á ævinni. Auk
þess hafa dætur mínar dvalið hjá
þeim hjónum. Það sést á þessu að
heimilið hjá Guggu og Gústa var
ávallt opið gestum og sérstaklega
börnum.
Örn.var myndarlegur og efnileg-
ur ungur maður og ekki óraði mann „
fyrir að lífsskeið hans yrði ekki
lengra. Örn stundaði nám við Fjöl-
brautaskólann á Selfossi. Hann
starfaði mikið með Leikfélaginu á
staðnum og auk þess tók hann þátt
í Next Stop Sovét-ferðinni sem
ungt fólk á Norðurlöndunum stóð
fyrir á síðasta ári.
Örn stundaði sjómennsku síðustu
tvö ár á ýmsum skipum og á því
tímabili kom hann tvívegis til nwr
í Vestmannaeyjum og var í skiprúmi
á skuttogaranum Bergey Ve. Eru
honum þökkuð góð störf þar um
borð. Kynni okkar Amar voru alltaf
náin og góð og þegar hann var í
Eyjum skeggræddum við ýmis mál-
efni og hann hringdi gjarnan til að
fá fréttir af gangi mála.
Ég hef fylgst með atburðarásinni
þessar erfiðu vikur þegar leitað
hefur verið án árangurs hinna týndu
manna. Við þá leit hafa margir lagt
hönd á plóginn og eiga þeir allir
þakkir skildar en mig langar til að
nefna sérstaklega þátt Jóns Guð-
mundssonar yfirlögregluþjóns og
hans manna ásamt SVD, Tryggva
Gunnarssyni, björgunarfélagi SeW*
fyssinga og Arborgarsveitunum.
Þar hefur verið unnið mjög gott
starf og vinátta og hlýhugur leitar-
manna í garð fjölskyldu Amar hef-
ur verið alveg einstök.
Örn átti fjögur hálfsystkini og
reyndist hann þeim sem besti bróð-
ir enda mikil barnagæla. Þau sjá á
bak kærum bróður.
Ég votta vinum mínum, Guggu
og Gústa, ásamt foreldrum Arnar,
Stefí og Erni og hálfsystkinum
hans, innilega samúð mína, svo 04j*
öðrum vinum og aðstandendum.
Magnús Kristinsson
Sveinbjörg Orms-
dóttir — Minning
Fædd 23. október 1889
Dáin 3. júní 1990
Aðfaranótt hvítasunnudags, 3.
þ.m.>, lézt á Sjúkrahúsi Keflavíkur
háöldruð föðursystir mín, Svein-
björg Ormsdóttir. Hafði hún þá lagt
að baki rúma aldarlanga vegferð
hér á jörð frá því að hún lagði upp
í lífsgöngu sína í Efri-Ey í Meðal-
landi 23. október 1889 sem áttunda
barn foreldra sinna, þeirra Guðrún-
ar Ólafsdóttur frá Éystri-Lyngum
og Orms Sverrisspnar frá Gríms-
stöðum í sömu sveit. Vissulega var
þessari elskulegu frænku minni orð-
in þörf á hvíld eftir langt og giftu-
ríkt dagsverk, en það hafði hún
unnið í kyrrþey, eins og flestar
konur í þessu landi langt fram á
þessa öld.
Þegar Sveinbjörg fyllti hundrað
árin á liðnu hausti, fyrst í sinni
ætt, svo að ég viti, setti ég nokkur
orð saman til þess að minnast þeirra
merku tímamóta í ævi hennar. Þrátt
fyrir þau langar mig samt, nú þeg-
ar hún hefur lokið vegferð sinni
með okkur, að kveðja hana með
nokkrum orðum á útfarardegi
hennar og þakka henni samfylgdina
og þá hiýju, sem hún sýndi mér og
fjölskyldu minni alla tíð. Sakar von-
andi ekki, þótt hér verði endurtekið
sumt af því, sem sagt var um hana
hundrað ára.
Já, frænka mín mátti svo sannar-
lega muna tímana tvenna eins og
flestir þeir af hennar kynslóð, sem
nú eru óðum að hverfa sjónum okk-
ar. Margt í lífi hennar var svo ótrú-
legt og erfiðleikar oft slíkir, að þeir,
sem búa í allsnægtarþjóðfélagi núr
tímans, geta tæplega eða ekki gert
sér það í hugarlund, hvað þá í raun
lagt trúnað á. En er það ekki ein-
mitt þetta, sem herti þessa kynslóð
svo í afli þess lífs, sem hún lifði,
að Sveinbjörg sýndi bæði nægju-
semi í öllum hlutum og vammleysi
í lífemi sínu? Hjá henni var hugsun-
in sú ein að framfleyta sér og sínum
af eigin rammleik, enda voru þá
ekki komnar til sögu allar þær
barnabætur og þeir styrkir aðrir,
sem létta mönnum lífsbaráttuna -
og kannski á stundum um of.
Sveinbjörg giftist hinn 23. sept.
1911 Eiríki Jónssyni frá Auðnum í
Meðallandi, sem fæddur var 21.
janúar 1884. Var hann bróðir Árna
Jónssonar, sem gengið hafði að eiga
Sunnefu, systur hennar, nokkrum
árum áður, en þau bjuggu lengi
myndarbúi í Efri-Ey, þar sem af-
komendur þeirra eru nú. Þau Svein-
björg og Eiríkur eignuðust tólf
mannvænleg börn. Tvö þeirra dóu
í frumbernsku, en upp komust tíu.
Er þegar mikill ættbogi kominn frá
þeim mætu hjónum. Eiríkur var
mikill dugnaðar- og myndarmaður
og smiður góður. Þau hjón bjuggu
fyrstu árin austur í Meðallandi, en
settust svo að í Vík í Mýrdal. Þar
reisti Eiríkur þeim stórt hús á þeirra
tíðar mælikvarða og hugðist m.a.
reká þar greiðasölu. Því miður
reyndist þetta fyrirtæki honum of-
viða. Varð það því m.a. til þess, að
þau hjón yfirgáfu átthaga sína og
fluttust suður á Miðnes árið 1915.
Þetta hús er að stofni til hið sama
og löngu seinna varð hótel í Vík
og er svo enn.
Fyrst settust þau Eiríkur og
Sveinbjörg að á Stafnesi, en flutt-
ust fljótlega til Sandgerðis. Þar
gerðist Eiríkur m.a. símstöðvar-
stjóri. Barnahópurinn stækkaði óð-
um, svo að róðurinn varð æ þyngri
við að framfleyta fjölskyldunni,
enda skáll heimskreppan á um
1930, og hún hafði gífurleg áhrif
á allt líf manna hér á landi á Qórða
áratugnum og allt fram á stríðsárin
síðari. Þetta varð til þess, að þau
fluttust úr Sandgerði og reistu sér
nýbýli úr landi Norðurkots á Mið-
nesi, sem þau höfðu fest kaup á,
og nefndu Hóla. Þar gerðist svo sá
afdrifaríki atburður 1938, að hið
nýreista hús brann til kaldra kola
og stóðu þau þá uppi slypp og snauð
með börn sín. Fluttust þau þá í
timburhúsið í Norðurkoti. Annað
reiðarslagið skall svo á tveim árum
síðar, þegar húsbóndinn féll frá,
aðeins 56 ára gamall, ölium harm-
dauði, sem honum kynntust. Við
þessi áföil öll sýndi Sveinbjörg,
frænka mín, enn betur en áður,
hvað í henni bjó. Hélt hún ótrauð
áfram búskap í Norðurkoti, en vita-
skuld naut hún nú mjög vel aðstoð-
ar ágætra barna sinna, sem voru
að vaxa úr grasi.
Árið 1950 fluttist Sveinbjörg svo
frá Norðurkoti til Keflavíkur og
settist að á Garðavegi 6, þar sem
hún bjó lengi með yngri börnum
sínum og lengst með Sveinbirni,
syni sínum, og konu hans. Átti hún
þar síðan heimili nær til æviloka,
en nokkur hin síðustu ár varð hún
að dveljast á Sjúkrahúsi Keflavíkur,
þar sem hún naut frábærrar
umönnunar lækna og annars starfs-
liðs. Um leið naut hún ekki síður
umhyggju barna sinna, sem gátu
nú endurgoldið henni allt það, sem
hún hafði verið þeim í æsku og í
reynd alla tíð.
Fyrst man ég eftir þeim Svein-
björgu og Eiríki í Sandgerði með
fallega barnahópinn sinn, þegar ég
kom þangað í heimsókn með for-
eldrum mínum fyrir 1930. Gistum
við þar nokkrar nætur, enda tók
ferðalag frá Reykjavík suður með
sjó á þeim árum lengri tíma en
svo, að farið yrði samdægurs með
góðu móti aftur í bæinn. Æ síðan
hefur samband haldizt við Svein-
björgu og hennar fólk, þótt annríki
og amstur daganna hafa vitaskuld
dregið úr því sambandi með árun-
um, því miður. En órofati’yggð
Sveinbjargar við fjölskyldu mína
var slík, að ekki má minna vera en
ég þakki hennihana nú að leiðarlok-
um. Einkum var kært með nióður
minni og henni, sem nú sér háöldr-
uð á bak mágkonu sinni, sem hverf-
ur síðust úr hópi tengdafólksins.
Þá minnumst ég og kona mín og
börn ógleymanlegrar gestrisni
Sveinbjargar á Garðaveginum, og
alltaf var notalegt að koma við í
bakhúsinu, þar sem hún dvaldist
um allmörg ár, þegar haldið var
eitthvað suður með sjó.
Að endingu vottum við á Sjafnar-
götunni og í Geitastekknum hinni
látnu heiðurskonu virðingu okkar
og sendum öllum börnum hennar
og öðrum ástvinum samúðarkveðj-
ur. Útförin fer fram frá Keflavíkur-
kirkju kl. 14 í dag, en síðan verður
Sveinbjörg lögð við hlið mannsins
síns í Hvalsneskirkjugarði, en þar
hvíla einnig dóttir hennar og for-
eldrar.
Jón Aðalsteinn Jónsson
Við birtingu greinarinnar hér í
blaðinu urðu mistök,sem beðist er
velvirðingar á og greinin því endur-
birt
Amma okkar, Sveinbjörg Onns-
dóttir, lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur
þann 3. júní síðastliðinn á 101. ald-
ursárinu. Andlát hennar kom eícki
á óvart því undanfarið hafði hún
átt við erfíð veikindi að stríða.
Hvíldin var því kærkomin að lokn-
um löngum en gifturíkum ævidegi.
Amma hafði lifað tímana tvenna,
við áttum aðeins samleið með henni
síðustu æviárin. Þó sá tími hafi
ekki verið langur þyrpast margar
góðar minningar að við fráfall
hennar. Við vorum ekki gömul þeg-‘-
ar við vorum farin að klæðast fai-
legu vettlingunum og ullarsokkun-
um sem hún hafði prjónað. Amma
prjónaði ófáa sokkana og vettling-
ana, og alveg fram á síðustu daga
hennar heima hélt hún því áfram
þó svo sjónin væri orðin mjög slæm.
Við munum seint gleyma þvi hve
dugleg hún var að bjarga sér með
þá litlu sjón sem hún hafði síðustu
æviárin. Við munum einnig alltaf
minnast þeirra stunda er við sátum
hjá ömmu og hún sagði okkur frá
þeim skáldsögum sem hún hafði
lesið mörgum árum og áratugum
áður.
Það var sama á hvaða tíma við _
komum í heimsókn til hennar, alltaf
var nóg með kaffinu, og flatkök-
urnar hennar voru alltaf jafn vin-
sælar.
Við viljum með þessum fáu orð-
um minnast góðrar ömmu. Blessuð
sé minning hennar.
Hin langa þraut er liðin,
nú.loksins hlauztu friðinn,
og állt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt
(Vald. Briem)
Óli, Jóna og Björg
I i .nrgiwml
Metsölubiad á hveijumdegi!