Morgunblaðið - 15.06.1990, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1990
O
REDJACKET
BORHOLU
DÆLUR
Sumarbústaðaeigendur
Bændur
Fiskeldistöðvar
Sveitarfélög o.fl.
Til afgreiðslu i
ýmsum stærðum.
Hagstætt verð.
Leitið upplýsinga.
Skeifan 3h - Sími 82670
Stærðir 36-41, Teg. Cormens
Veró frá kr. 3.940,-
Póstsendum samdægurs
5% stgr. afsláttur
felk í
fréttum
Morgunblaðið/Silli
Fyrstu fermingarbörnin
Þessi ungmenni munu lengi minnast þess, að þau voru fyrstu fermingarbörnin, sem séra Sigurður
Guðmundsson vígslubiskup fermdi í Hóladómkirkju á hvítasunnudag 1990, eftir hinar gagngeru breyting-
ar, sem gerðar hafa verið á kirkjunni og munu margan ferðamanninn draga „heim að Hólum“ í sumar-
leyfinu á komandi sumri.
Guðrún H.
Einarsdóttir
Wella-lita-
meistari
Wella-hárlitunarkeppni fór
fram á Hótel Islandi ný
lega. Að keppninni stóðu landslið
íslands í hárgreiðslu ásamt Halld-
óri Jónssyni hf., umboðsaðila
Wella á íslandi. Keppt var bæði
í dömu- og herraflokki.
Þátttakendur voru meistarar,
sveinar og nemar i báðum flokk-
um, alls um 57 keppendur. Auk
sigurvegaranna í hveijum flokki
var keppt um titilinn Wella-lita-
meistari 1990 en þar var tekið
tillit til þekkingar á litum og verk-
lýsingar keppenda, en allir kepp-
endur þurftu að skila inn verklýs-
ingu með módelum sínum.
Úrslit í einstökum flokkum
Guðrún Hrönn Einarsdóttir, sem hlaut titilinn Wella-Iitameistar-
inn með verðlaunagripi sína.
urðu þannig að í herraflokki
meistara og sveina vann Viktoría
Guðnadóttir, í herraflokki nema
vann Margrét Svava Jörgensdótt-
ir, í dömuflokki meistara og
sveina sigraði Guðrún H. Einars-
dóttir og í dömuflokki nema sigr-
aði Þuríður Halldórsdóttir. Titilinn
Wella-litameistarinn 1990 hlaut
Guðrún H. Einarsdóttir.
STARFIÐ
Nadia sýnir
brúðarkjóla
vítt og breitt
Fyrrum fimleikadrottningin
rúmenska, Nadia Coma-
neci, hefur nú tekið sér fyrir
hendur fyrirsætustörf og mun
hún endanlega hafa lagt á hill-
una áform um að gerast fim-
leikaþjálfari í Montreal í Kanada
þar sem hún hefur tekið sér
bólfestu. Nadia starfar oðrum
þræði fyrir fyrirtæki sem sér-
hæfir sig í gerð brúðarkjóla og
á myndinni er hún að sýna
glæsilegt eintak á tískusýningu
í Japan eigi alls fyrir löngu.
Nadia er nú ein á báti, ást-
maður hennar, hinn rúmenski
Konstantin Panait, sem aðstoð-
aði hana við flóttann frá Rúm-
eníu skömmu fyrir byltinguna,
hefur horfið aftur til konu og
bama í Flórída. Hún er ekki við
karlmann kennd þessa dagana,
en mun hugsa þeim mun meira
um að tryggja framtíð sína í
Bandaríkjunum. I því skyni hef-
ur hún samið við sjónvarps-
manninn kunna David Frost um
gerð kvikmyndar um líf hennar.
Hún er því á góðri leið með að
verða fjárhagslega stöndug og
vel það.
Nadia sýnir glæsilegan brúð-
arkjól.
K
7"
Dags. 15.6.1990
VAKORT
Númer eftirlýstra
4507 4300 0003
4507 4500 0008
4507 4500 0015
4548 9000 0023
4548 9000 0028
4581 0912 3901
korta
4784
4274
7880
8743
6346
3970
Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort
úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000,-
fyrir að klófesta kort og vísa á vágest.
V/SA ISLAND
K