Morgunblaðið - 15.06.1990, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1990
Enn vænkast hag-
ur námsmanna
Mynd II.
eftirArna Þór
Sigurðsson
Að undanförnu hefur Lánasjóður
íslenskra námsmanna orðið umfjöll-
unarefni fjölmiðla og leiðarahöf-
undar og einstakir greinarhöfundar
ráðist að menntamálaráðherra og
stórn sjóðsins fyrir „fólskulegar"
árásir á kjör námsmanna. Allt þetta
í kjölfar ákvörðunar stjórnar sjóðs-
ins á úthlutunarreglum fyrir skóla-
árið 1990-91. Eins og svo oft, virð-
ist sem kjarni málsins hafi týnst í
pólitískum tindátaleik og skal því
gerð tilraun hér til að skýra ögn
nánar sjónarmið meirihluta stjórnar
Lánasjóðsins í málinu.
Þegar fjárlög fyrir árið 1990
voru samþykkt í desember síðast-
liðnum lá fyrir að sjóðinn vantaði
á þriðja hundrað milljónir króna til
þess að endar næðu saman miðað
við óbreyttar úthlutunarreglur.
Þegar núverandi stjórn tók til starfa
um áramótin síðustu beið hennar
þannig það verkefni að finna leiðir
til að tryggja hallalausan rekstur
sjóðsins á þessu ári. Sjóðsstjórnin
ber óumdeilanlega ábyrgð á rekstri
sjóðsins og getur því ekki með
nokkru móti látið hjá líða að taka
á slíku dægurvandamáli, hvað sem
öllum pólitískum loforðum eða ekki
loforðum líður. Þetta er vitaskuld
verkefni allrar stjórnarinnar, ekki
einvörðungu þeirra sem mynda
meirihlutann hveiju sinni. Náms-
menn verða einnig að taka þátt í
þessu starfi stjórnarinnar hvort sem
þeim líkar betur eða verr, ef þeir
ætla á annað borð að eiga aðild að
stjórn sjóðsins. Það hafa þeir hins
vegar ekki verið reiðubúnir til að
gera.
Þegar í janúar hóf stjórnin að
kanna leiðir til að leysa vanda sjóðs-
ins á þessu ári. Ýmsar leiðir voru
ræddar í því efni, meðal annars að
óska eftir aukafjárveitingu, að
breyta úthlutunarreglum, að skuld-
breyta lánum sem hvíla á sjóðnum
eða að fresta afborgunum af þeim
lánum. Fljótt varð ljóst að aukafjár-
veitingaleiðin væri með öllu ófær.
Alþingi hafði þá nýlega samþykkt
fjárlög og fjármálaráðuneytið taldi
sig ekki hafa neina möguleika á
að auka framlög til sjóðsins þvert
á ákvörðun Alþingis. Nú er rétt að
það komi fram að vandi sjóðsins á
þessu ári er samsettur af ýmsum
þáttum. í upphaflegri greiðsluáætl-
un var gert ráð fyrir að um 60
milljónir króna vantaði vegna
veittra lána og um 200 milljónir
króna vegna afborgana, vaxta og
lántökukostnaðar af lánum sem
sjóðurinn tekur til að endurlána
námsmönnum. Þessar tölur hafa
breyst vegna breyttra verðlagsfor-
sendna en hlutföllin eru þau sömu.
í mars þótti sýnt að heildarfjárvönt-
un sjóðsins yrði um 210 milljónir
króna. Sjóðsstjórninni þótti eðlilegt
að ríkissjóður tæki á sig fjárvöntun-
ina vegna fjármagnskostnaðar,
enda hafði ekki verið reiknað með
ýmsum þeim þáttum við fjárlaga-
gerðina, þannig að Ijái'veitingavald-
ið hafði ekki réttar forsendur þegar
framlög og lánsheimild voru ákveð-
in í ijárlögum. Menntamálaráðu-
neytið var sammála þessu sjónar-
miði sjóðsstjórnarinnar en fjármála-
ráðuneytið gat fyrir sitt leyti ekki
fallist á þessar röksemdir. Það virt-
ist því allt stefna í það að sjóðurinn
yrði að brúa allt bilið á þessu ári
með breyttum úthlutunarreglum.
Samkomulag tókst þó í lokin við
fjármálaráðuneytið um að grunn-
framfærsla námslána yrði hækkuð
1. september nk. um 6,4%, úthlut-
unarreglum yrði breytt til að brúa
að mestu fjárhagsvanda þessa árs,
og sá vandi sem þá stæði eftir yrði
leystur með því að fresta afborgun-
um af útistandandi lánum sjóðsins.
Þannig -hefur stjórninni tekist að
tryggja hallalausan rekstur sjóðsins
á þessu ári.
Afleiðingar þessara óumflýjan-
legu ákvarðana eru hins vegar nei-
kvæða hliðin "á þessu máli. Það er
vitanlega engin ánægja fólgin í því
að breyta úthlutunarreglum lána-
sjóðsins þannig að ráðstöfunarfé
námsmanna skerðist. Og vissulega
er það hárrétt sem fram hefur kom-
ið hjá íjölmörgum, að það er óviðun-
andi að hægt sé að krukka linnu-
laust í grunnframfærslu náms-
manna, allt eftir því í hvernig skapi
ljárveitingavaldið er á hveijum
Árni Þór Sigurðsson
„Þegar litið er á fram-
færslutölur eftir síðustu
breytingar á úthlutun-
arreglum kemur í ljós,
að námsmenn þurfa síst
að kvarta."
tíma. Við slíkt óöryggi verður ekki
búið til langframa og það er reynd-
ar löngu tímabært að endurskoða
löggjöfina um lánasjóðina, m.a. með
tilliti til þessa atriðis. Þess vegna
meðal annars, ákvað meirihluti
stjórnar Lánasjóðsins að haga
hreytingum á úthlutunarreglunum
þannig að ekkiyrði um flatan niður-
skurð á framfærslunni að ræða,
þvert á móti var ákveðið, eins og
áður sagði, að hækka grunnfram-
færsluna um 6,4% en breyta úthlut-
unarreglunum þannig að einstakir
þættir yrðu lækkaðir auk breyting-
ar á tekjutilliti. Þannig var ákveðið
að lækka lán til námsmanna í
heimahúsum, lækka hámarkslán til
bóka- og tækjakaupa og draga úr
sumarlánum. Þar að auki var tekju-
tilliti breytt þannig að 75% af um-
framtekjum námsmanna í leyfi
komi til frádráttar námsláni í stað
50% áður. Tekjutillit maka breytist
þannig að helmingur af tekjum
maka yfir 600 þús. á ári. (eftir
skatt) kemur til frádráttar og fullar
tekjur maka umfram 1200 þús. á
ári (eftir skatt). Aður mátti maki
hafa um 1200 þús. kr. árstekjur
eftir skatt, eða nálægt tveimur
milljónum í brúttótekjur, áður en
þær komu til frádráttar námsláni.
Þrátt fyrir að þessar tilfærslur
hafi sparað sjóðnum verulegar ijár-
hæðir, verður ekki séð að hagur
námsmanna fari versnandi. Þvert á
móti. Þegar litið er á framfærslutöl-
ur eftir síðustu breytingar á úthlut-
unarreglum kemur í ljós, að náms-
menn þurfa síst að kvarta. A með-
fylgja.ndi skýringarmynd (Mynd I)
eru sýndar framfærslutölur nokk-
Mynd I.
Upphæð heildarláns (á núvirði) miðað við mismunandi úthlutunarreglur
1.200.000 T
1.000.000 --
800.000 --
600.000 - ■
400.000 - -
200.000 - ■
■ 1988/89
□ 1989/90
1990/91
Námsm. í
foreldrah.
Námsm. f
leiguhúsn.
Hjón bæði í
námi með 1
barn
Einstætt
foreldri
með 1 barn
urra flokka námsmanna, þ.e. náms-
manns í heimahúsum, námsmanns
í leiguhúsnæði, námsmanns með 1
barn, hjóna (bæði í námi) með 1
barn og einstæðs foreldris með 1
barn. Súlan 1988/89 sýnir fram-
færslutölur eins og þær hefðu verið
ef skerðingartímabil Sverris Her-
mannssonar væri óbætt, súlan
1989/90 sýnir framfærslutölur mið-
að við reglur yfirstandandi skólaárs
og súlan 1990/91 sýnir framfærslu-
tölur eftirþær breytingar sem gerð-
ar voru á dögunum. Allar tölur eru
á sama verðlagi og miðað er við
meðaltekjur námsmanna í leyfi. Af
þessu sést að það eru í raun einung-
is námsmenn í heimahúsum sem
hafa orðið fyrir einhverri skerðingu.
Rétt er að taka fram að hér er
ekki tekið tillit til þrengingar sum-
arlána, en þau ná aðeins til hluta
námsmanna erlendis. Námsmenn
með meðaltekjur og þar undir njóta
sum sé góðs af breyttum úthlutun-
arreglum en hátekjufólk fær minna
lán. Sjóðurinn stendur því uppi,
fremur nú en oft áður, sem félags-
legur jöfunarsjóður, hvað sem líður
háðslegum athugasemdum ein-
stakra fulltrúa námsmanna.
Á meðfylgjandi línuriti (Mynd II)
má sjá þróun kaupmáttar námsiána
annars vegar og launa hins vegar
undanfarin ár. Þar er ekki um að
villast að hagur námsmanna hefur
síst farið versnandi eins og þeir
hafa lialdið fram í fjölmörgum ræð-
um og greinum að undanförnu.
Niðurstaðan gæti því verið sú,
að í Ijósi þeirrar raúnaukningar sem
orðið hefur á framfærslugrunni
námslána á þessu ári og því síðasta,
og þrátt fyrir þær breytingar sem
gerðar voru á úthlutunarreglum
námslána nú í apríl, geti námsmenn
ekki með nokkurri sannfæringu
haldið því fram að þeir hafi borið
skarðan hlut frá borði. Þeir hafa
nú fengið að fullu bætta þá skerð-
ingu sem menntamálaráðherra
Sjálfstæðisflokksins, þau Ragnhild-
ur Helgadóttir og Sverrir Her-
mannsson, stóðu fyrir og meira til.
Höfitndur er formaöur stjórnar
Lánasjóðs íslenskra námsmanna.
Til sölii geon hæsta tilboúl
Kantpressa
- 4200 MM-160 tonn með
fjölbeygjubakka.
Tilboðum verði skilað inn
fyrir 20. júní.
JtmWWÉHLÆM
& WMWWhf.
Smiðshöfða 6, sími 674800.
Skólaslit Trygg-
ingaskólans
TRYGGINGASKOLANUM var slitið miðvikudaginn 30. maí sl. Á
skólaárinu voru haldin tvö námskeið á vegum skólans, sem lauk
með prófum. Fjöldi nemenda, sem gekkst undir próf og stóðst þau,
var að þessu sinni 25. Voru prófskírteini aflient nemendum við skóla-
slitin. Frá stofnun skólans árið 1962 hafa verið gefín út 712 prófskír-
teini frá Tryggingaskólanum.
Formaður Sambands íslenskra
tryggingafélaga, Ingi R. Helgason,
afhenti nemendum bókaverðlaun
fyrir framúrskarandi námsárangur.
Nemendur, sem verðlaun hlutu,
voru þeir Ólafur Sigurðsson hjá
Alþjóða líftryggingafélaginu hf. og
Þorsteinn Þorsteinsson hjá Vá-
tryggingafélagi íslands hf.
Samband íslenskra tryggingafé-
laga starfrækir skólann. Málefni
skólans eru í höndum sérstakrar
skólanefndar, sem skipuð er fimm
mönnum. Núverandi formaður
hennar er Siguijón Pétursson. Það
eru vátryggingafélögin innan vé-
banda Sambands íslenskra trygg-
ingafélaga, sem standa straum af
kostnaði við rekstur skólans. Starf-
semi skólans byggist á lengri og
skemmri námskeiðum, sem nánast
alltaf lýkur með prófum. Einnig
gengst skólinn fyrir fræðslufund-
um, og hefur með höndum nokkra
útgáfustarfsemi.