Morgunblaðið - 15.06.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.06.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1990 31 Frá Feneyjum til Reykjavíkur * eftir Marjöttu Isberg Föstud. 2. feb. hafði rás 2 viðtal við Davíð Oddsson borgarstjóra, þar sem hann var m.a. inntur eftir því, hvað liði skólamáltíðum barna í Reykjavík. Svar borgarstjórans var á þá leið, að það myndi kosta borgina um 400 milljónir á ári, ef skólamáltíðir yrðu teknar upp. Einnig að foreldrar hefðu sýnt því lítinn áhuga að borga iyrir þessa þjónustu, og að „lítill þrýstingur væri á þetta mál“. Þessi ummæli borgarstjórans minntu mig á orð kunningja míns, sem sagði, þegar fjallað var um fjár- hagsáætlun borgarinnar: — Hvað ef fornir Feneyjabúar hefðu bara byggt dagvistarrými og elliheimili? Þá væri það ekki eins og núna, að milljónir útlendinga koma árlega til Feneyja til að skoða allar þessar hallir og kirkjur, og obbinn af Fen- eyingum liflr af því. Ég get í huga mínum séð, hvem- ig útlendingar flykkjast hingað til Reykjavíkur eftir svo sem 400 til 500 ár til að skoða Perluna og Ráðhúsið og afkomendur okkar, hinn tannlausi þjóðarflokkur Homo Islandicus, lifír af gjaldeyri sem túrisminn skaffar þeim, eta líkleg- ast aldinmauk sem þeir kaupa með honum, og renna því niður með kóki. Af orðum borgarstjórans í um- ræddu viðtali mátti skilja, að ein- hver könnun hefði verið gerð meðal foreldra. Ekki hefi ég heyrt um þessa könnun, þó að ég eigi þijú börn í skóla hér í borg. En eitt veit ég: Það er til háborinnar skammar fyrir eina ríkustu þjóð heims, hvernig farið er með skóla- börn að þessu leyti. Það er sorglegt að vita til þess, að í mörgum fjöl- skyldum borða bæði mamma og pabbi góðan hádegisverð í mötu- neyti sínum á meðan börn þeirra fá bara sjoppufæðu. Mörgum for- eldrum fínnst jafnvel ekkert at- hugavert við þetta. Og börnin eru himinlifandi, enda er leitin að syk- urkenndri fæðu ein af frumhvötum mannsins, eins og ég lærði nýlega í sálarfræðitímum. Afieiðingin af öllu þessu eru skemmdar tennur, sem virðast vera aðalsmerki íslenskra barna. Það er ömurlegt að hugsa til þess, að jafnvel dag- heimilisbörn telja ekkert sjálfsagð- ara en að hafa „silfur“í tönnunum. Sum börn jafnvel monta sig af því að hafa „meira silfur" en hin. Ég hef skrifað svo langt um þetta mál, af því að ég hafði sjálf ekki vanist öðru en að böm fái heitan mat í skóla, áður en ég kom til ís- lands. Mér hafði hreinlega ekki dottið í hug, að hlutirnir gætu ver- ið öðruvísi í heiminum, a.m.k. ekki í hinum háþróaðasta vestræna heimi. Enda ekki furða, því að skólamálatíðir í Finnlandi, heima- landi mínu, hafa þegar haldið upp á 50 ára afmæli sitt. A eftirstríðsár- unum var skólamáltíðin talin mikil búbót í fátækum, bammörgum fjöl- skyldum. Nú á dögum, þegar þjóðin er orðin ríkari (og skattamir að sama skapi hærri) er maturinn tal- inn eðlilegur hluti skólastarfsins. Hússtjórnarkennara hvers skóla er falið að semja matseðil fyrir 7-8 vikur, sem svo rúllar gegnum vetur- inn. Þannig eru 35-40 mismunandi réttir á matseðlinum, sem er líklega meiri fjölbreytni en margir hafa heima hjá sér. Vandlega er gætt, að börnin fái 'Aaf sólarhrings orku- þörf sinni og nauðsynlegum fjörefn- um í þessari skólamáltíð. Matseðill- inn er fjölritaður og sendur heim Marjatta ísberg „En þó að þörfin fyrir skólamáltíðir sé hvað mest hér í Reykjavík, þá á að mínu mati að taka ákvarðanir um þær á Alþingi, þannig að skólabörnum verði ekki mismunað eftir búsetu.“ til forráðamanna bama, en auk þess hangir^hann yfírleitt á vegg skólastofunnar, svo að allir geti vit- að, hvað er að borða. í áðurnefndu útvarpsviðtali sagði borgarstjórinn, að foreldrar hefðu ekki sýnt áhuga á að borga fyrir skólamáltíðir. En það er nú bara þannig, að við verðum að borga ýmislegt annað, sem við þó höfum engan áhuga á að borga. Mér finnst t.d. hneykslanlegt að þurfa að borga árlega meiri skatta fyrir bíldrusluna mína en söluverðmæti hennar er. En það stoðar ekkert að kvarta. Ef ég borga ekki, þá sé ég von bráðar nafn mitt á nauðungarupp- boðslista. Þannig að auðvitað er hægt að láta foreldra borga fyrir máltíðir barna sinna, annaðhvort beint til skólans eða í skattaformi. Hitt er svo annað mál, að í þessu eins og svo mörgum öðrum málum hafa spjótin óþarflega mikið beinst að Davíð Oddssyni borgarstjóra. Því að í fyrsta lagi eru völd hans ekki meiri en þau sem aðrir borgar- fulltrúar vilja selja honum. Og í öðru lagi gleymum við kjósendur ekki, að hér í borg var einu sinni vinstri meirihluti í heil fjögur ár. En þrátt fyrir mörg fögur orð feng- ust hvorki skólamáltíðir né sam- felldur skóladagur. Mín trú er þó sú, að sjálfstæðismeirihlutinn undir forystu Davíðs Oddssonar hefði ekki þorað að leggja niður skóla- máltíðir, ef vinstri meirihlutinn hefði komið þeim á. En þó að þörfín fyrir skólamál- tíðir sé hvað mest hér í Reykjavík, þá á að mínu mati að taka ákvarð- anir um þær á Alþingi, þannig að skólabörnum verði ekki mismunað eftir búsetu. Öllum sveitarfélögum verði gert skylt að sjá til þess, að grunnskólabörn fái heitan mat og þeim sveitarfélögum, sem hafa minni getu, verði veittur ríkisstyrk- ur upp í allan kostnað eða hluta hans. Hugsanlegt er einnig, að for- eldrar borgi hráefniskostnaðinn til að byija með, en að ríkið/sveitafé- lagið borgi reksturinn. Þetta myndi ekki íþyngja foreldrum of mikið, því sjoppufæðið kostar líka. Annars tel ég, að íslenskir mat- ráðsmenn mættu sækja nokkrar fyrirmyndir til Skandinavíu. í Svíþjóð og Finnlandi er t.d. mjö|f'» algengt að bera fram matarmiklar súpur sem aðalrétt, bæði fisk-, kjöt- og baunasúpur af mörgum gerðum. Þær eru auðveldar og fljótlegar, hollar fyrir magann, og ekki þarf að óhreinka nema einn disk, þannig að uppþvotturinn er auðveldur. Með hagræðingu eins og þessari væri e.t.v. hægt að spara eitt eða hálft stöðugildi í hveijum skóla og halda - þannig kostnaðinum niðri. Það eina í þessu sambandi sem ég óttast er eiginlega það að íslensku bömin hafi þegar svo vajw ist þessu sjoppufæði, að þau myndu ekki læra að borða hollan mat, þó að þau fengju hann ókeypis. Én maður vill vera bjartsýnn. Og fyrst Reykjavík er ríkasta bæj- arfélag landsins mætti það ríða á vaðið. Kannski rönkuðu jafnvel þingmenn þá við sér og landsbyggð- arforeldrar þrýstu meira á, ef það er bara það sem vantar! Ég lýsi því hér með yfir, að ef sjálfstæðismeirihlutinn lofar að koma upp skólamáltíðum á næsta kjörtímabili, þá skal ég kjósa hann í kosningunum næstkomandi vor, þó að ég hafi aldrei gert það fyrr. Ég hvet einnig alla vini mína og kunningja sem eiga böm eða barn&y»>, börn í skóla að gera hið sama. Því eins og borgarstjórinn hefur sjálfur margoft bent á, þá hefur hann efnt öll kosningaloforð sín. Ég treysti því að hann efni einnig öll þau lof- orð sem hann mun gefa fyrir þess- ar kosningar. En fyrst þarf hann að lofa. (Greinin var skrifuð fyrir kosn- ingar eins og á henni sést) Höfiindur er húsmódir í ■Or Reykjavík. Verkamannafélagið Hlíf: Hækkun á áfengi og tóbaki verði aftiumin STJÓRN Verkamannafélagsins Hlífar hefiir gert eftirfarandi ályktun. „Fundur haldinn í Stjóm Verka- mannafélagsins Hlífar miðvikudag- inn 13. júní 1990 mótmælir síðustu hækkun á áfengi og tóbaki og skorar á stjórnvöld að afturkaklla hana hið bráðasta og sýna með því í verki að ríkisstjórnin ætli sér að standa heils hugar við hlið verkalýðsfélaganna í því að halda verðbólgunni í skefjum. Fundurinn bendir á að tilefnis- lausar hækkanir á vöruverði séu síst í anda þeirrar kjarasáttar, sem gerð var í kjarasamningunum í febrúar sl. Góðan árangur í baráttunni við verð- bólguna má fyrst og fremst þakka launafólki, sem hefur orðið að þola verulega kjaraskerðingu. Þennan góða árangur má ekki eyðileggja, því annað tækifæri til að sigrast á verðbólgunni fáum við ekki á þessari öld.“ OSKAST KEYPT Uppl. og farm. á skristf. Öldu- götu 3. Dagsferð á sunnudag kl. 08.00. Vertu með! - Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Árni Kristjánsson, Friðbert Pálsson, Steinþór Sigurðsson og Tómas Zoéga. Aftari röð f.v. Ragnar Örn Pétursson með þann stóra, Pétur Hr. Sigurðsson, Eggert Atlason, Bjarni I. Árnason, Kristján Árnason og Pétur Kristjánsson. Kaupi málma! Kaupi ailar teg. málma, nema járn, gegn staðgr. Sæki efnið og flyt ykkur að kostnaðarlausu. Uppl. gefur Alda í síma 667273. WéíagslIf FERÐAFÉLAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 S 11798 19533 Helgarferðir Þórsmörk Langidalur með Skagafjörðs- skála getur sannarlega talist í hjarta Þórsmerkur, því þaðan liggja fjölbreyttar gönguleiðir til allra átta. Brottför á föstudags- kvöldum kl. 20. Gístiaöstaðan í skálanum er sérlega góð. Ferðir fyrir unga sem aldna. Næsta ferð, 15.-17. júní, verður sann- kölluð þjóöhátíöarferð. Ðútivist GRÓFINN11 • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVARI14606 Miðgarðará: * Góð byrjun hjá „Upp og niður“ Þórsmörk - Goðaiand 15.-17. júní. Það er komiðsumar i Mörkinni. Góð aöstaða i Útivist- arskálunum i Básum. Göngu- feröir við allra hæfi. Fararstjóri Anna Soffia Óskarsdóttir. Verð kr. 5.000,-/5.500,-. Eyjafjallajökuil - Seljavallalaug 15.-17. júní. Gangan hefst í Þórsmörk. Gengin Hátindaleið á jökulinn, niðurvið Seljavelli. Far- ið i laugina á Seljavöllum að göngu lokinni. Með rútu til baka inn i Bása. Fararstjóri Jón Gunn- ar Hilmarsson. Verð kr. 5.500,- /6.000,- Miðar og uppl. á skrifstofu. í Útivistarferð eru allir velkomnir. Sjáumst. Útjyist. 8 V k Z tt ft 9 :< B A « 1 3 ö,- !* *! t; '■ ■■ V f Hvammstanga. ÞAÐ voru kátir laxveiðimenn, sem Morgunblaðið hcimsótti í Veiðihú- sið Laxahvamm í Miðfirði þriðju- daginn 12. júní. Á opnunardegi árinnar veiddust 22 laxar á sjö stengur, þar af fengust 13 laxar á eina stöng. Þyngdin var frá sjö til þrettán pund. Það er UN-gengið, sem er nú í ánni, 14. árið í röð. UN-heitið stend- ur fyrir hugtakinu „Upp og niður“, sem segir e.t.v. til um velgengni þess hóps, sem „opnar“ ána hveiju sinni. I ár mátti hópurinn vel við una, þar sem á allar stengur var kominn lax á fyrsta degi. UN-geng- ið er orðið heimavant við Miðfjarð- ará, og líktist aðkoman að Laxa- hvammi landnámi, þar sem dreginn hafði verið blár fáni að húni, með merkinu UN. Að sögn Ragnars Arnar Péturs- sonar var best taka í Kisunum í Vesturá og í Teighúsahyl við Stað- arbakka. Tveir laxar veiddust neðst í Núpsá, en ekki fékkst lax í Aust- urá. Veður til veiða var hagstætt, mjög hlýtt en fullbjart. Nýjustu tölur voru að um kvöldið höfðu bæst við 8 laxar, þar af fi Kambsfossi i Austurá. Þannig er áin öll að opnast. - Karl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.