Morgunblaðið - 15.06.1990, Blaðsíða 48
FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1990
VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR.
Tveimur mönnum bjargað vestur af Reykjanesi;
i
_Hékk í lofltneti vélariimar
sem var að hverfa í hafið
Árni Jónasson, sigmaður á
SIF, leiðir Rod Davies, flug-
mann, inn á slysadeild Borg-
arspítalans í gærkvöldi. Fyrir
aftan þá hjálpar annar björg-
unarmaður farþeganum út úr
þyrlunni. Hann var svo fluttur
í sjúkrabörumm inn í Borg-
arspítalann. Davies vildi ekki
tala við Morgunblaðið í gær-
kvöldi, en mennirnir áttu að
vera í sjúkrahúsinu í nótt.
ÍV
Seðlageymsla Seðlabankans á Seyðisfírði;
'Pappír komið fyr-
ir í seðlabúntum
ÁHÖFNIN á TF - SIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, bjargaði tveim-
ur mönnum sem nauðlentu tveggja hreyfla flugvél af gerðinni
PA-34 Piper Seneca í sjónum 29 sjómílur vestur af Reykjanesi, á
tíunda tímanum í gærkvöldi. Mennirnir voru að feija flugvélina
frá Goose Bay í Labrador en yfir Grænlandi hrepptu þeir 60-70
hnúta mótvind. Að sögn björgunarmanna mátti engu muna. Menn-
irnir voru illa klæddir og bara annar þeirra í björgunarvesti.
Hinn hékk í loftneti flugvélarinnar, sem var að hverfa í hafið.
Klukkan 20.27 tilkynnti flug-
maður flugvélarinnar að eldsneyt-
isbirgðir um borð dygðu aðeins til
flugs í um 1 klukkustund og 20-30
mínútur en þá taldi hann sig vera
um 150 sjómílur suðvestur af ls-
landi. Þyrla Landhelgisgæsluhn-
ar, TF-SIF, hóf sig á loft frá
Reykjavíkurflugvelli klukkan
20.50 áleiðis að feijuflugvélinni
og rúmri klukkustund síðar til-
kynnti flugmaður vélarinnar að
drepist hefði á hægri hreyfli vélar-
,.jnnar vegna eldsneytisskorts.
Klukkan 22.09 drapst á vinstri
hreyfli vélarinnar og hún nauð-
lenti í sjónum 29 sjómílur vestur
af Keflavík.
Áhöfn þyrlunnar tókst að
bjarga mönnunum á þremur
mínútum og um klukkan 22.49
lenti þyrlan við slysadeild Borg-
arspítalans þar sem hlúð var að
mönnunum.
Mennirnir um borð, flugmaður
og farþegi, eru taldir vera af
bresku og bandarísku þjóðerni.
Kristján Jónsson siglingafræðing-
ur þyrlunnar sagði í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi, að
mennirnir hefðu borið sig vel eftir
að þeim var bjargað. En þeir hefðu
verið illa klæddir og bara annar
þeirra í björgunarvesti og það lé-
legu. Árni Jónasson, sem seig nið-
ur til mannanna sagði að þeir
hefðu verið í stuttum ermaboíum
og berfættir og kvaðst hann aldr-
ei hafa séð neitt þessu líkt.
Mennirnir höfðu upphaflega
ætlað að lenda í Reykjavík og
halda svo áfram í dag til Prestvík-
ur þjálfunarskóli breska fyrirtæk-
isins British Aerospace hafði
keypt flugvélina.
Sjá bls. 4: Mennirnir voru illa
klæddir og bara annar í
björgunarvesti
lykla frá báðum þessum aðilum.
Strangt eftirlit og skýrslugerð er
með fjármunum sem um seðla-
geymsluna fara, enda litið svo á
að peningar sem inn í hana fara
hafi þar með verið lagðir inn til
ávöxtunar í Seðlabankann.
Morgunblaðið/Júlíus.
Stjórn BHMR undirbýr
málshöfðun gegn ríkinu
Á fundi samninganefndar aðildarfélaga Bandalags háskólamennt-
aðra ríkisstarfsmanna í gær var ákveðið að fela stjórn bandalagsins
að undirbúa formlega málshöfðun gegn ríkisstjórninni fyrir réttum
dómstólum. Jalhframt var stjórninni falið að vekja athygli Alþjóða-
vinnumálastofnunarinnar á þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að
fresta launaflokkahækkunum BHMR.
Rannsóknarlögregla ríkisins
hóf í gær rannsókn á meintu fjár-
málamisferli í seðlageymslu
Seðlabanka íslands á Seyðisfirði.
Að sögn Boga Nilssonar, rann-
sóknarlögreglustjóra ríkisins, er
ekki ljóst hvort peningar, sem
talið er að vanti í seðlabunka,
hafi verið teknir út úr peninga-
geymslunni eða hvort þeim hafi
aldrei verið komið fyrir þar.
Pappírsmiðar höfðu verið settir
inn í seðlabunka i stað seðla, að
sögn lögfræðings Seðlabankans.
Bogi sagðist eiga von á því að
málið yrði upplýst í dag.
Uppvíst varð um misferlið síðast-
liðinn þriðjudag er starfsmenn
geymslunnar^ sem er til húsa í
Landsbanka íslands á Oddagötu 6
á Seyðisfirði, ætluðu að sækja
þangað seðla. í fréttum Ríkisút-
varpsins í gær sagði að 2,5 milljón-
ir króna vantaði í seðlageymsluna,
en fulltrúar rannsóknarlögreglunn-
ar og Seðlabankans vildu ekki stað-
Testa þá upphæð.
Seðlabanki íslands starfrækir 23
seðlageymslur vítt um landið. Að
sögn Sveinbjörns Hafliðasonar, lög-
fræðings Seðlabankans, er umsjón
seðlageymslanna ávallt í höndum
bankastofnunar og trúnaðarmanns
Seðlabankans, oftast sýslumanns
^feða bæjarfógeta á viðkomandi stöð-
um.
Til að opna seðlageymslur þarf
Ekki hefur verið ákveðið hvert
máli BHMR verði skotið og eru lög-
fræðingar bandalagsins að skoða
málið. Páll Halldórsson formaður
BHMR sagði að tvennt kæmi til
greina, annars vegar Félagsdómur
og hins vegar sérstök þriggja
manna nefnd sem samkvæmt kjara-
samningi; BJJMR og ríkisins á að
skera úr ágreiningsefnum varðandi
túlkun samningsins.
Samkvæmt lögum um samnings-
rétt opinberra starfsmanna má
skjóta ágreiningi um túlkun samn-
inga til Félagsdóms og skipar hvor
samningsaðili þá sinn fulltrúann
hvor í dóminn til viðbótar þeim
þreiQUC 'i föstu -dómurum ‘ sem rþar
sitja. Samkvæmt upplýsingum
Garðars Gíslasonar, forseta dóms-
ins, tekur málsmeðferð þar yfirleitt
skamman tfma. Félagsdómur er
endanlegur.
Á fundi samninganefndar BHMR
var jafnframt ákveðið að leita sam-
stöðu hjá öðrum félögum og sam-
tökum launamanna um að verja
samningsréttinn. Þá var samþykkt
að stofna aðgerðanefnd með fulltrú-
um aðildarfélaga BHMR til að sam-
ræma mögulegar aðgerðir félag-
anna til að fylgja eftir samningum.
Loks var viðræðunefnd falið að
kanna möguleika á viðræðum við
ríkið.
Aðiidarfélög BHMR hafa mörg
sent frá sér mótmæli vegna ákvörð-
unar ríkisstjórnarinnar og sum hafa
þegar boðað félagsfundi til að ræða
mögulegar aðgerðir. Þá sóttu nokk-
ur hundruð háskólamanna baráttu-
fund í Bíóborg í gær.
Sjá í miðopnu frásögn af fundi
BHMR í gær og ummæli Davíðs
Oddssonar borgarstjóra og Hall-
dórs Ásgrímssonar, sem gegnir
starfi forsætisráðherra.