Morgunblaðið - 15.06.1990, Blaðsíða 37
VESTUR-ÞYSK HUSTJOLD 2-3 manna kr. 29.900,- stgr
4-5 manna kr. 39.900,- stgr
Tjöld m/fortjöldum
4 manna kr. 23.500
St
5 manna kr. 29.900
Vatnsþéttari - Auðveld í uppsetningu
Frostþolnir
svefnpokar,
kr. 4.990,-
Bakpokar
kr. 4.880,-
Borð + 4sólar
kr. 4.990,-
O.fl. o.fl.
Kúlutjöld m/álhúðuðum
nælon himni 3-4 manna
kr. 7.990,-
>
Islendingafélag á Norð-
vesturströnd Bandaríkjanna
Islendingafélag fyrir fylkin
Oregon og Suðvestur-Was
hington á norðvesturströnd
Bandaríkjanna var stofnað 1. apríl
sí. Um 40 íslendingar, eða fólk
af íslensku bergi brotið, sumir
fæddir í Kanada, og makar þeirra
bandarískir, komu saman á veit-
ingastað í eigu Fríðu og Auðuns
Sæbergs Einarssonar í sögufrægu
húsi, sem kennt er við hershöfð-
ingjann Grant, í Vancouver í
Washington. Tilgangur félagsins
er að ná saman íslendingum og
fólki af íslenskum ættum, sem
búsett er á svæðinu, stuðla að
íslandskynningu, halda jólasam-
komur og þorrablót og halda í
heiðri íslenska siði.
Stjórn félagsins var kosin en í
henni sitja Auðunn Sæberg Ein-
arsson formaður, Hugrún Gunn-
arsdóttir og Kristrún Torfason.
Heimilisfang formannsins er
15120 McGillivray Blvd., Vancou-
ver, Washington 98684. Sími hans
er (206) 896 6346. Hann vonast
til að forsvarsmenn annarra ís-
lendingafélaga hafi samband.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGÚR 15. JÚNÍ 1990
Stjórn nýkjörins íslendingafélags fyrir Oregon og Suðvestur-Was-
hington í Bandaríkjunum. Frá vinstri eru Hugrún Gunnarsdóttir,
Auðunn Sæberg Einarsson formaður og Kristrún Torfason.
í réttarsalnum, firemst er Cheyanne Brando og við hlið hennar Marlon Brando, önnur náin skyldmenni
fjær.
HARMLEIKUR
Christían Brando ekki
sleppt gegn tryggingu
Réttarhöld eru hafín yfír Christ-
ian Brando, hinum unga syni
leik arans Marlons Brando, en hann
er sakaður um að hafa af yfírlögðu
ráði myrt Dag Drollet, sambýlis-
mann hálfsystur sinnar Cheyanne
Brando. Fram hefur komið, að
Christian skaut Drollet í æðiskasti
eftir að Cheyanne hafði sagt honum
að Drollet hefði lagt hendur á sig
oftar en einu sinni eftir að hún
varð ófrísk.
Christian ber við stundarbrjálæði
og slysni, það hafí ekki verið ætlun-
in að drepa Drollet, einungis að
hóta honum meiðingum ef hann
legði aftur hendur á Cheyanne.
Drollet hefði hins vegar brugðist
hinn versti við og þrifíð til hans,
þeir hafí síðan flogist aðeins á og
þá hefði skot hlaupið úr byssunni.
Lögreglan er á öðiu máli og segir
að Drollet hafí borið sígarettupakka
í annarri hendi og sjónvarpsfjar-
stýringu í hinni og það bendi ekki
til þess að komið hafi til ryskinga,
þvert á móti bendi flest til þess að
Christian hafi einfaldlega gengið
upp að Drollet og skotið hann af
stuttu færi.
Málið horfír þannig, að Christian
var neitað um að vera sleppt gegn
tryggingu og veijendur hans eru
ekkert allt of bjartsýnir. Sjálfur
hefur hann lítið lagt til málanna,
helst ítrekað að hann treysti á föð-
ur sinn til að losa sig úr skrúfstykk-
inu. Fyrrum eiginkona Marlons
Brando, Kashfi, kennir fyrrum
bónda sínum alfarið um hvernig
komið er. Þau börðust hatrammlega
um yfírráðarétt yfir Christian er
þau skildu á sínum tíma og hafði
Maríon betur. Kashfi segir hins
vegar að rauði þráðurinn í uppeld-
inu á Christian hafi verið að ofbeldi
væri lausn allra mála. Marlon hljóti
því að bera ábyrgð á því hvernig
komið væri.
Nú getur þú
komið oftar
áMímisbar!
Mímisbar nýtur aukinna vinsælda eftir
breytingarnar og þess vegna höfum við
ákveðið að hafa hann oftar opinn en áður
— eða fjögur kvöld í viku: Fimmtudags-, föstudags-
laugardags- og sunnudagskvöld. Fáðu þér léttan
snúning á dansgólfinu undir tónlist Stefáns og Hildar
á föstudags- og laugardagskvöldum.
Láttu sjá þig á nýja staðnum - og láttu þér ekki
bregða!
\hdkeV
-lofargóðu!
LEIGJUM TJALDVAGNA OG
ALLAN VIÐLEGUBUNAÐ
SPtWTLEffiAN
Fortjold a hjólhýsi
frá kr. 49.900,-
FERÐAVORUR - TJALDAVIÐGERÐIR
V/UMFERÐARMIÐSTÖÐINA SÍMAR19800 -13072
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA