Morgunblaðið - 15.06.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.06.1990, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1990 „/M&rer iLUz. i//b -farzx dn þess JctzupcL. ncitt.." 1 Því í ósköpunum má hún ekki fá hjá þér nokkur spil, hún Stella litla, svo hún hætti að gráta. Með morgunkaffmu Hvaða samsæri eruð þið mæðgurnar að brugga núna? HÖGNI HREKKVÍSI Veiðimenn eru tillits- lausir hver við annan Hvelja saklaust fólk til orrustu Til Velvakanda. Hryðjuverkamenn innan vé- banda Arafats koma nú af fundum um friðaruppreisn Palestínu- manna. Núna ætla hvatningar- menn að hvetja og æsa upp sak- laust fólkið til orrustu, smeygja inn baráttuanda sínum í sem fíest stig samfélagsins og koma fyrir lykil- mönnum sínum í sama tilgangi. Með þessu fótum troða þeir frið- arvilja hinna innfæddu en sitja yfír þeim með falsspádómum og taka það frá þeim að þeir geti svarað fyrir sig sjálfir. Píslarvott- um og fórnarlömbum hins heilaga stríðs islams heldur áfram að fjölga meðan svo fram horfir. Heitir það ekki að fremja hryðjuverk á sínu eigin fólki? Minnir það helst á boxáhangenda- lið sem etur boxaranum aftur út í bardagann að lokinni hressingu í hléinu. Blákalt bjóða hryðjuverkamenn fram hjálp sé til vilji fyrir háska- legri átökum. Við svo búið má ekki sitja. EG Góð nýbreytni Til Velvakanda. Stöð 2 hefur tekið upp þá ný- breytni að sýna framhaldsþætti, sem eru í tveimur eða þremur hlut- um, nokkur kvöld í röð. Eins og var áður, og er reyndar enn hjá ríkissjónvarpinu, mátti maður bíða í heila viku eftir að fá að sjá fram- haldið, jafnvel svo söguþráðurinn gleymdist. Hvet ég Stöð 2 til að halda þessari nýbreytni og fá fleiri stuttar myndaraðir í_ dagskrána. Áhorfandi. Til Velvakanda. Ég vil byrja á því að þakka þeim hjá Fiskeldi Grindavíkur fýr- ir framtakssemi þeirra að Brunn- um í Grindavík. Mættu aðrir taka þá til fyrirmyndar í þeim efnum, það er að segja að búa til lón með laxi í. En því miður er einn stór- galli á þessu sem hægt er að laga ef viljinn er fyrir hendi. Gallinn er tillitsleysi veiðimanna hver við annan og langar mig í framhaldi af því að nefna tvö dæmi sem hafa hent mig og aðra félaga mína. Ef sett er í fisk eða fiska hrúgast allir veiðimennirnir saman og kasta þvers og kruss hver í veg fyrir annan og gera lítið annað en að flækja. Eg fékk spún í fluglínuna og bað þann sem kast- aði spúninum í línuna að passa sig og svarið sem ég fékk var: „Ég er nýbyrjaður að veiða,“ og svo hélt sama sagan áfram. Annað dæmi er á þessa leið: Ég ákvað að taka mér smáhlé en ég var úti á litlum tanga og skildi allt mitt veiðidót eftir á meðan ég skrapp frá í 2-3 mínútur að tala við veiði- félaga minn, en þegar ég kom aftur var kominn annar veiðimað- ur þar og tróð sér yfir veiðidótið mitt í orðsins fyllstu merkingu. í sakleysi mínu hélt ég að hann myndi sýna mér þá tillitssemi að færa sig aftur þegar ég kom. Ónei, ég þurfti að gera mér það að góðu að tína dótið mitt upp nánast af fótum hans. Innst inni langaði mig þó til að reka hann í burtu en lét það ógert. Geta ekki starfsmenn Brunnsins staðið að eftirliti og bent mönnum á lón, því nóg er plássið, eða fækkað stöngum í lóninu? Með veiði- mannakveðju og von um tillitssemi við „næsta mann“. Rögnvaldur Víkverji skrifar Heimsmeistarakeppnin í knatt- spyrnu hefur fangað hugi manna nú um stundir. Keppnin hefur farið vel af stað og flestir leikirnir hafa verið skemmtilegir á að horfa. Margt óvænt hefur gerst í keppninni hingað til og eins og staðan er núna er mögulegt að sum þeirra liða, sem talin hafa verið í hópi hinna beztu, verði að snúa heim strax að lokinni undankeppni. Ríkissjónvarpið mun sýna á fjórða tug leikja og eru þessar sýn- ingar kærkomnar öllum íþrótta- áhugamönnum. Hins vegar ber nú við að íþróttafréttamenn RUV hafi sætt nokkurri gagmýni fyrir Iýsing- ar á leikjunum. Víkveiji getur tekið undir þessa gagnrýni. Lýsingarnar eru ekki nógu líflegar og íþrótta- fréttamennirnir virðast ekki búa sig nógu vel undir þær. Þá væri til bóta að hafa sérfræðinga til aðstoð- ar. xxx ótt gaman sé að fylgjast með Heimsmeistaramótinu í sjón- varpi er margfalt skemmtilegra að fylgjast með keppninni í því landi þar sem hún fer fram. Fyrir átta árum var Víkverji á Spáni þegar keppnin fór þar fram. Það voru ógleymanlegir dagar. Víkveiji sá þijá leiki keppninnar, þar á meðal úrslitaleik Itala og Þjóðveija í Madrid. Stemmningin í kringum leikina var ólýsanleg. xxx Fyrir keppnina á Ítalíu tóku sig til einhveijir spaugarar og sömdu reglur fyrir húsmæður á meðan keppninni stendur. Þessum reglum hefur verið dreift víða og þær hafa birst í fjölmiðlum. Kunn- ingi Víkveija fór með eintak heim til sín og hengdi upp á töflu í eldhús- inu. Litlu síðar bað eiginkonan manninn að koma út í bílskúr. Þar hafði hún komið fyrir litlu sjón- varpstæki, stól og borði, sem á var vatnsglas! xxx Um þessar mundir standa yfir samningaviðræður milli minnihlutaflokkanna í borgarstjórn um skiptingu í nefndir og ráð borg- arinnar. Ekki hefur enn komið fram opinberlega hver skiptingin verður en búist er við að Nýr vettvangur fái í sinn hlut nokkru fleiri nefndar- sæti en hinir flokkarnir þrír, þó ekki í réttu hlutfalli við fjölda borg- arfulltrúa. Vettvangur hefur tvo fulltrúa en hinir flokkarnir aðeins einn og í samræmi við það ætti hann að fá helmingi fleiri nefndar- sæti en hver þeirra..Verður fróðlegt að sjá hvort allir þeir ólíku hópar, sem að framboði Nýs vettvangs stóðu, verða sáttir við þessa niður- stöðu. xxx Staðan í borgarstjórn er þannig eftir kosningarnar í maí, að sjálfstæðismenn eiga þijá menn vísa í öllum fimm manna nefndum og ráðum, en minnihlutinn einn. Hlutkesti mun síðan ráða því hvort fjórði maður Sjálfstæðisflokksins eða annar maður minnihlutans nær kosningu. Sú spurning hlýtur að vakna, hvort þetta geti ekki raskað öllu samkomulagi minnihlutaflokk- anna um nefndakjörið og hvort jafn- vel geti komið upp sú staða, að ein- hver minnihlutaflokkanna fái engan mann kjörinn í nefndir borgarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.