Morgunblaðið - 20.06.1990, Blaðsíða 1
40 SIÐUR B
137. tbl. 78. árg.
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1990
Prentsmiðja Mörgunblaðsins
Þýsku ríkin:
Mikil þátttaka í hátíðarhöldum 19.júní
Morgunblaðið/KGA
Mikil þátttaka var í hátíðarhöldunum, sem efnt var til í gær til að
minnast þess að 75 ár voru liðin frá því íslenskar konur fengu kosning-
arétt og kjörgengi til Alþingis. Lögregla telur að milli átta og tíu
þúsund manns, aðallega konur, hafi tekið þátt í hátíðarhöldunum.
Margar kvennanna voru í íslenskum búningum og settu þær mikinn
svip á bæinn. Sjá frétt á miðopnu.
Fundur rússneskra kommúnista í Moskvu:
Gorbatsjov verst árásum um-
bótasinna og harðlínumanna
Moskvu. Reuter, dpa, The Daily Telegraph.
Fram til þessa hafði Helmut
Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands,
sagt að hann væri hlynntur kosn-
ingum til hins nýja þings landsins
á síðari helmingi næsta árs. Um
síðustu helgi samþykktu hins vegar
austur-þýskir þingmenn sérstaka
yfirlýsingu þess efnis að þeir væru
hlynntir sameiningu við Vestur-
Þýskaland samkvæmt 23. grein
vestur-þýsku stjórnarskrárinnar er
kveður á um rétt þýskra landsvæða
til að sameinast föðurlandinu. Er
sú niðurstaða lá fyrir lýsti kanslar-
inn yfir því að ríkin tvö myndu sam-
einast á þessu ári. Vestur-þýska
ríkisstjórnin hvatti síðan til þess í
gær að fram færi atkvæðagreiðsla
austan megin þann 23. september
um hvort endurstofna beri fimm
sambandsríki Austur-Þýskalands
sem lögð voru af er kommúnistar
voru einráðir í landinu. Þing þess-
ara ríkja munu síðan að líkindum
samþykkja að sameinast Vestur-
Þýskalandi, samkvæmt fyrrnefndri
grein stjórnarskrárinnar.
Kohl kanslari sagði í sjónvarps-
viðtali að Sovétmenn væru teknir
að slaka á þeirri kröfu sinni að
sameinað Þýskaland ætti ekki aðild
að Atlantshafsbandalaginu
(NATO). Kvaðst kanslarinn von-
góður um að samkomulag um stöðu
landsins í öryggismálum Evrópu
lægi fyrir er leiðtogar 35 ríkja
kæmu saman til fundar í nóvember-
mánuði.
Paris. Reuter.
FRANCOIS Mitterrand Frakk-
Iandsforseti sagði í blaðaviðtali er
birtist í gær að Frakkar myndu á
næstu vikum hvetja ákaft til þess
að ríki Vesturlanda skipulegðu
stórfellda efnahagsaðstoð við Sov-
étríkin. Forsetinn kvaðst telja að
Míkhaíl S. Gorbatsjov, leiðtogi
sovéskra kommúnista, væri þess
umkominn að bæta kjör manna
þar eystra.
Forsetinn lét þessi orð falla í við-
tali við franska dagblaðið Le Monde
sem birtist í gær. Hann sagðist þeirr-
ar skoðunar að umbótastefna Gorb-
atsjovs þjónaði hagsmunum Vestur-
landa. Honum yrði að takast að slaka
á miðstýrðu tilskipanaveldinu og
MIKHAIL Gorbatsjov, leiðtogi
sovéska kommúnistaflokksins,
varaði í gær róttæka umbóta-
sinna og harðlínumenn á fundi
rússneskra kommúnista í Moskvu
gera grundvallarbreytingar á stjórn-
skipulagi Sovétríkjanna. Sagðist
Mitterrand telja að Gorbatsjov gæti
komið þessum umbótum á. Tækist
honum á hinn bóginn ekki þetta
ætlunarverk sitt blasti við að þjóðern-
'shyggja færi enn vaxandi í Sov-
étríkjunum. Það myndi aftur leiða
til átaka og blóðsúthellinga, sem
hafa myndu áhrif um heim allan.
Frakklandsforseti boðaði að hann
hygðist hvetja til þess að ríki Vestur-
landa kæmu Gorbatsjov til hjálpar.
Kvaðst forsetinn ætla að gera grein
fyrir þe'ssari hugmynd sinni á leið-
togafundi Evrópubandalagsins í
Dublin í næstu viku og á fundi leið-
toga sjö helstu iðnríkja heims í Hous-
ton í Bandaríkjunum í næsta mánuði.
við því að þeir gætu stuðlað að
upplausn innan flokksins. Hann
varði stefnu sína en sætti gagn-
rýni bæði af hálfú umbótasinna
og harðlinukommúnista. Sovét-
leiðtoginn sagði I setningarræðu
að hann væri hlynntur hugmynd-
um um stofnun sérstaks
kommúnistaflokks í rússneska
lýðveldinu.
Fundurinn stendur í tvo daga og
sækja hann 2.744 fulltrúar, sem
taka þátt í flokksþingi sovéskra
kommúnista í næsta mánuði, þar
sem ræða á framtíð sovéska komm-
únistaflokksins. Litið er á fundinn
sem nokkurs konar lokaæfingu fyr-
ir óhjákvæmilegt uppgjör róttækra
umbótasinna og harðlínumanna á
þinginu.
Fundarmenn ræða einnig stofnun
nýs flokks rússneskra kommúnista
og hafa ýmsir róttækir umbóta-
sinnar látið í ljós þá skoðun að
hann skuli vera öldungis óháður
sovéska kommúnistaflokknum.
Gorbatsjov fór gagnrýnum orðum
um tillögur þeirra, sagði þær leiða
til þess að sovéski kommúnista-
flokkurinn leystist upp vegna inn-
byrðis átaka. Hann gagnrýndi einn-
ig harðlínumenn á fundinum og
sagði hugmyndir þeirra um komm-
únismann löngu úreltar. Ilann
nefndi ekki harðlínumanninn Jegor
Lígatsjov á nafn í ræðu sinni en
minntist á tillögu hans um að efnt
yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu til
að fá úr þvi skorið hvort taka bæri
upp kapítalisma í landinu eða
standa vörð um kommúnismann.
Gorbatsjov sagði að markaðurinn
væri ávöxtur siðmenningar og
hvorki uppfinning kapítalista né
mótsetning við kommúnismann.
Ymsir róttækir umbótasinnar
hafa spáð því að harðlínumenn nái
undirtökunum í rússneska flokkn-
um við stofnun hans. Fundarmenn
gerðu góðan róm að ræðum
harðlínumanna á fundinum og
rennir það stoðum undir slíka spá-
dóma. Einn þeirra sagði umbótaöfl-
in hræðast orðið „kommúnisti" og
lauk ræðu sinni með eftirfarandi
orðum: „Félagar í lýðveldinu, sam-
einist!“ Helsti leiðtogi umbótasinna
á þinginu sagði kommúnismann
draumsýn og lagði til að nýi flokk-
urinn í Rússlandi yrði ekki bendlað-
ur við þá hugmyndafræði. Þá var
ræðu herforingjans Alberts Makh-
asovs ákaft fagnað en hann gagn-
rýndi slökunarstefnu ráðamanna á
vettvangi utanríkismála og sagði
að Rauði herinn myndi aldrei fall-
ast á „hugmyndafræðilega uppgjöf"
lenínismans.
Rússneski kommúnistaflokkur-
inn var innlimaður í sovéska komm-
únistaflokkinn árið 1925, er Jósef
Staiín var við völd, til að tryggja
að Rússar hefðu bæði tögl og hagld-
ir í valdastofnunum flokksins.
Evrópudómstóllinn:
Lög EB lands-
lögiini æðri
Luxemborg. Reuter.
ÞAR sem landslög og lög Evrópu-
bandalagsins greinir á skulu EB-
lögin ráða. Evrópudómstóllinn
kvað upp þennan tímamóta-
úrskurð í gær en hann á eftir að
hafa mikil áhrif í löndum EB.
í úrskurðinum segir, að sé fyrir
rétti í einhveiju aðildarríkjanna mál,
sem EB-lögin taka einnig til, skuli
farið eftir EB-lögunum meðan á
umfjölluninni stendur. Það var lá-
varðadeildin breska, sem bað um
leiðsögn dómstólsins í þessu efni en
deilan stendur um togaraútgerð, sem
er í eigu Spánveija en skráð í Bret-
landi. Gerir hún og önnur „spænsk"
fyrirtæki út meira en 100 togara,
sem veiða úr kvóta Breta en landa
aflanum á Spáni.
Sjá frétt á bls. 16-17.
Francois Mitterrand Frakklandsforseti:
Skipulögð verði að-
stoð við Sovétríkin
Sameigin-
legar þing-
kosningar í
desember?
Bonn. Reuter
RÍKISSTJÓRN Vestur-Þýska-
lands telur að stefna beri að því
að þýsku ríkin tvö sameinist í
desembermánuði að undan-
gengnum sameiginlegum kosn-
ingum beggja vegna núverandi
landamæra. Ónefndir vestur-
þýskir embættismenn greindu
frá þessu í gær og töldu líklegt
að kosið yrði 2. eða 9. desember.