Morgunblaðið - 20.06.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.06.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1990 17 iNSt’RANr Reuter Hjúkrunarfólk hlynnir að fórnarlambi byssumanns, er banaði átta mans í Jacksonville í Florida á mánudag og annað er borið á brott. Byssumaður skaut sig að loknum verknaðinum. ár^?'N£RAL MOTORS " . ;fCCEPTANCE CöRPöRaTíON Bandaríkin: Byssumaður skaut átta manns til bana Jacksonville 1 Flonda. Reuter. JAMES Pough, 43 ára gamall maður, sem áður hafði hlotið dóm fyrir manndráp, gekk berserksgang á söluskrifstofú General Motors- bílaverksmiðjanna í borginni Jacksonville í Florida á mánudag og varð átta manns að bana. Síðan skaut maðurinn sig. Lögregluyfir- völd telja líkur á að Pough hafi að auki myrt konu og karl sl. sunnu- dag. Pough kom inn í skrifstofu sölu- fyrirtækisins um klukkan tíu um morguninn að staðartíma, vopnaður 30 kalíbra riffli og 38 kalíbra skammbyssu, og hóf þegar skothríð á starfsfólk sem reyndi að leita skjóls bak við afgreiðsluborð. Sex féllu á staðnum og tveir önduðust á sjúkrahúsi auk þess sem a.m.k. fimm manns særðust, þar af tveir alvarlega. Pough beindi að lokum byssu að höfði sér og hleypti af. Fleiri skotvopn fundust í bíl Po- ughs og hafði hann leyfi fyrir þeim. Árið 1971 hlaut hann fimm ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að drepa mann á veitingahúsi. Engar skýringar hafa fundist á því að hann skyldi fá byssuleyfi þrátt fyr- ir þennan feril. Sölufyrirtækið tók Pontiac-bíl Poughs af honum í janúar vegna vanskila en talsmaður lögreglu sagði ekki ljóst hvort málið hefði tengst fjöldamorðunum. Karlmaður og kona fundust látin í í íbúð skammt frá heimili Poughs snemma á sunnudag og er talið að eitt vopna Poughs hafi verið notað við glæp- inn. Sagði lögreglustjóri héraðsins að um dæmigert morð á vændis- konu og „vemdara" hennar hefði verið að ræða. dpa Múrinn er hruninn og Brandenborgarhliðið, þetta gamla tákn Berlín- ar, verður brátt sameign borgarbúa og allrar þýsku þjóðarinnar. I 40 ár var þessu mannvirki enginn sómi sýndur en nú hefur verið hafist handa við að fegra það og fægja og verður vonandi tilbúið þegar úr því fæst skorið hvort Berlín verður aftur höfuðborg Þjóð- verja. Berlín eða Bonn Mikil barátta stendur nú milli Bonn, höfuðborgar Vestur-Þýska- lands, og Berlínar, einu heimsborgar Þjóðverja, um hvor verði höfuðborg sameinaðs Þýskalands. Mörgum finnst Berlín vera að losna úr viðjum og að borgin sé brátt reiðubúin til að taka við hlutverki höfuðborgar á ný. Öðrum finnst slíkt óheppilegt í ljósi sögunnar og segja að Bonn tengist lýðræði og stöðugleika í aug- um heimsbyggðarinnar og ekki veiti af að undirstrika slík gildi. I Bonn er hafið mikið átak til að tryggja að þing, ráðuneyti og erlend sendi- ráð verði áfram á Rínarbökkum. Austur- og Vestur-Berlín eru smám saman að sameinast og finnst mörgum að borgin verði þarmeð sjálfkrafa miðpunktur rikisins. Það sem helst þykir mæla á móti því að Berlín verði höfuðborg er kostnaður við að byggja upp aðstöðu fyrir stjórnsýslu, fjarlægð frá Vestur- Þýskalandi og nærvera sovéskra hermanna í Austur-Þýskalandi. Svo heiftarleg er deilan að sögn Reut- ers-fréttastofunnar að málamiðlun þykir nauðsynleg. Yfirvöld í Frank- furt hafa reynt að koma borg sinni á framfæri en heldur þykir hún ólík- legur kostur. Líklegra er talið að Berlín verði gerð að höfuðborg og þangað flytjist forseti lýðveldisins. Bonn verði hins vegar áfram aðsetur raunverulegra valdastofnana eins og þings og ríkisstjórnar. A&næliskveðja: Jóakím Pálsson Jóakim Pálsson, stórvinur minn, er orðinn 75 ára en sannarlega upp- fyllir hann ekki þær hugmyndir sem ég geri mér um fólk á þeim aldri. Hann er kvikur í hreyfingum og kjarnyrtur vel og það gustar um hann og enginn lognmolla þar sem hann er. Jóakim er fæddur 20. júní 1915. Faðir hans var Páll Pálsson f. 10. júlí 1883, dugandi ogmikill aflamað- ur um langt árabil. Hann lést 26. mars 1975, 92 ára að aldri. Móðir Jóakims var Guðrún Guðleifsdóttir f. 4 júlí 1895 og lést 3. mars 1923 þegar Jóakim var átta ára að aldri. Á jóladag 1936 kvæntist Jóakim Gabríelu Jóhannesdóttur frá Hlíð í Álftafirði sem var fædd 16. júlí 1916. Það var mikið gæfuspor i lífi Jóakims og hjónaband þeirra var ákaflega farsælt. Heimili þeirra var alla tíð í Hnífsdal og stóð ávallt opið gestum og gangandi. Jóakim og Gabríela eignuðust 6 börn en þau eru: 1. Gunnar Páll f. 27. janúar 1936, kvæntur Helgu Kistowsky og eru þau búsett í Kiel í Þýskalandi. Þau eiga tvö börn, Kristínu og Jóakim, en áður átti Gunnar, Pál og Einar Má sem er kvæntur Elísu Eydísi Gunnarsdóttur og eiga þau eitt barn, Eddu Marín. 2. Helga f. 13. desember 1940 sem var gift Friðriki Sophaníassyni og á með honum 3 börn, Áslaugu Maríu sem er í samúð með Eiríki Bernódussyni, Gabríelu Kristínu en hennar maður er Daníel Ágúst Harð- arson og þeirra dóttir er Daníela, og Helgu Guðrúnu. Áður átti Helga Jóakim Hlyn sem er kvæntur Hildi Jóhannsdóttur og eru þeirra börn Oddur Þorkell og Helga. 3. Kristján f. 7. mars 1943, kvæntur Sigríði Harðardóttur og eiga þau eitt barn, Kristján Einars. Áður átti Kristján Gabríelu og Jón sem er kvæntur Kristínu Björgvins- dóttur. Þeirra barn er Gunnþórunn. 4. Jóhanna Málfríður f. 7. mars 1943, gift Ólafi Eiríkssyni. Börn Jóhönnu eru Ásgeir Kristján, Karl Kristján og Agnes sem er gift Snorra Bogasyni en þau eiga tvö börn, Ás- geir Þór og Jóakim. 5. Aðalbjörn f. 12. október 1949, kvæntur Sigríði Júlíu Kristinsdóttur og eiga þau fjögur börn, Kristin Leví, Önnu Sigríði, Gabríelu og Tinnu. 6. Hrafnhildur f. 9. júní 1955, gift Jóni Ellert Jónssyni og er þeirra barn Katrín Ella. Jóakim missti konu sína 2. októ- ber 1975. Jóakim hóf ungur að árum sjó- mannsferil sinn og varð fljótlega formaður. í febrúar 1965 kom ný Guðrún Guðleifsdóttir ÍS til hafnar í Hnífsdal og var Jóakim skipstjóri á henni í tvö ár áður en hann hætti störfum sem skipstjóri og sjómaður og kom í land eftir langt og giftu- ríkt úthald. Áður hafði hann um áratugi verið formaður og lengst af á Páli Pálssyni ÍS og Guðrúnu Guð- leifsdóttur IS. Eftir að Jóakim kom í land gerð- ist hann framkvæmdastjóri hjá Mið- felli hf. sem gerir út aflaskipið Pál Pálsson ÍS. Árið 1970 tók Jóakim að sér framkvæmdastjórn fyrir Mjöl- vinnsluna hf. og er enn í dag í for- svari fyrir bæði þessj öflugu og myndarlegu fyrirtæki. Árið 1941 var Hraðfrystihús Hnífsdals hf. stofnað og var Jóakim einn af stofnendum þess. í dag er Jóakim stjórnarform- aður fyrirtækisins en hann tók að sér stjórnarformennsku 1951 og er þar af leiðandi búinn að vera stjórn- arformaður í tæplega fjóra áratugi. Af þessari upptainingu má sjá að afmælisbarnið hefur ekki setið með hendur í skauti um ævina. Athafna- semi ásamt óbilandi bjartsýni á framtíð sjávarútvegs hefur einkennt öll störf Jóakims bæði á sjó og landi. Kynni okkar Jóakims hófust aust- ur í Japan árið 1972 þar sem við urðum herbergisfélagar ög vorum báðir í þeim erindagerðum að kaupa skuttogara. Síðan þá hefur vinátta okkar dafnað ár frá ári þrátt fyrir aldursmun og fjarlægð. Varla líður vika án þess að við tölum ekki sam- an oftar en einu sinni og jafnframt hittumst við oft á fundum í Reykjavík. Sl. haust kom Jóakim ásamt sam- býliskonu sinni, Sigríði Sigurgeirs- dóttur, í heimsókn til Vestmanna- eyja og var það ógleymanlegt fyrir okkur hjónin að taka á móti þeim inn á heimili okkar. Lífskrafturinn er mikill í þessum unga vini mínum og á þessum tímamótum sendum við hjónin honum innilegar afmælis- kveðjur með bestu óskum um giftu- ríka framtíð um ókomin ár. Magnús Kristinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.