Morgunblaðið - 20.06.1990, Blaðsíða 19
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JUNI 1990
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1990
19
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
BjörnJóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Embættismaður
gagnrýnir ráðherra
Við eigum því alls ekki að
venjast, að embættismenn,
sem hafa áunnið sér traust og
virðingu í störfum sínum, kveðji
sér hljóðs á opinberum vett-
vangi og finni að gjörðum yfir-
manna sinna^ sem sitja i ráð-
herrastólum. í Reykjavíkurbréfi
Morgunblaðsins síðastliðinn
sunnudag var vitnað í gamalt
bréf frá Jóni Sigurðssyni for-
seta, þar sem hann varaði ein-
mitt við því fyrir tæpum 140
árum, að menn væntu of mikils
af embættismönnum, þegar þeir
vildu setja of sterku ríkisvaldi
skorður; „því embættismenn
flestir eru uppaldir til þess að
gegna skipun stjórnarinnar í
öllu, hugsunarlaust, og þjóðin
ætti aldrei upp á þá að ætla,
nema til þess að gegna embætt-
um sínum,“ eins og Jón orðaði
það.
í hinu sama sunnudagsblaði
Morgunblaðsins, þar sem til
þessara orða er vitnað, er birt
viðtal við Pétur Kr. Hafstein,
sýslumann á ísafirði, sem brýt-
ur gegn þeirri venju að virtir
embættismenn láti til sín heyra
opinberlega og gagnrýni með-
ferð á ráðherravaldi. Er greini-
legt af frásögn Péturs, að Óli
Þ. Guðbjartsson dómsmálaráð-
herra hefur farið fijálslegar
með vald sitt en menn eiga að
venjast í afskiptum ráðherra af
ráðstöfun embætta til bráða-
birgða. Er þar vísað til þess að
Pétri var falið að sinna um stund
embætti bæjarfógeta í Bolung-
arvík. Tók hann þar rösklega
til hendi við embættisfærslu og
fór síðan að ósk dómsmálaráðu-
neytis um að gegna störfum
lengur en til 1. júní eins og
upphaflega var ráðgert. Eftir
að frá þeirri ráðstöfun hafði
verið skýrt opinberlega greip
dómsmálaráðherra fram fyrir
hendur á ráðuneytisstjóra. Við
svo búið ákvað Pétur strax að
hætta að gegna hinum tíma-
bundnu störfum í Bolungarvík.
Þegar blaðamaður spyr hvort
Pétur geti skýrt hvað fyrir ráð-
herranum vakti, svarar hann:
„Því verður hann að svara
sjálfur. Hann gerði orð sinna
manna ómerk, treysti sér ekki
tii þess að standa við ákvörðun
ráðuneytisins um að ég yrði
settur áfram í tvo mánuði. Ég
tel að kannski geti einhverjir
leyft sér svona í pólitískum fim-
leikum, en framganga af þessu
tagi er að mínum dómi óhæfa
í opinberri stjórnsýslu. Þess
vegna baðst ég lausnar þegar í
stað.“
Ríkisstjórn Steingríms Her-
mannssonar hefur með marg-
víslegum hætti stuðlað að því,
að virðing manna fyrir ráðherr-
um og embættisgjörðum þeirra
fer þverrandi. Hér hefur Óli Þ.
Guðbjartsson kallað á réttmæta
gagnrýni. Meðal skyldna ráð-
herra er að halda þannig á
embættum sínum að festa ríki
í stjórnarathöfnum og menn
megi treysta því að gjörðir ráðu-
neyta mótist ekki af geðþótta
ráðherra.
Gagnrýni Péturs Kr. Haf-
steins lýtur ekki einvörðungu
að afskiptum dómsmálaráð-
herra af þessu sérgreinda máli
heldur hinu, sem ekki er síður
alvarlegt, að stjórnmálamenn
virðast telja dómsmálaráðu-
neytið léttvægt þegar teknar
eru stórpólitískar ákvarðanir.
Pétur segir meðal annars: „Því
miður hefur vegur dómsmála-
ráðuneytisins farið nokkuð
minnkandi í seinni tíð. Það hef-
ur gerst að undanförnu, að
ráðuneytið hefur orðið einhvers
konar afgangsstærð eða upp-
boðsvara við stjórnarmyndanir.
Það er kannski vegna þess að
stjórnmálamenn hafa ekki talið
sig hafa pólitískan hag af því,
að fá þetta ráðuneyti til um-
ráða. Það er af sem áður var,
þegar af hálfu stjórnmálaflokk-
anna var lögð mikil áhersla á
að stýra dómsmálaráðuneytinu
og helstu foringjar þeirra, sér-
staklega Sjálfstæðis- og Fram-
sóknarflokks, fóru gjarnan með
þetta ráðuneyti.“
Ef ekki er lögð nægileg rækt
við verkefni á sviði dómsmála-
ráðuneytis af kjörnum fulltrúum
þjóðarinnar setur það fljótt svip
sinn á alla þá starfsemi sem
undir ráðuneytið fellur. Víða
sjást þess merki að mikilvægum
málaflokkum er ekki sinnt sem
skyldi. Á liðnum vetri var mikið
rætt um ónóga löggæslu í
Reykjavík. LandhelgisgæSlunni
hefur ekki verið mörkuð ný
stefna við breyttar aðstæður.
Fangelsismál eru í ólestri vegna
húsnæðiseklu. Þannig mætti
áfram telja. Á meðan núverandi
dómsmálaráðherra einbeitir sér
að því, hveijir gegna einstökum
embættum til bráðabirgða, er
borin von að vænta þess að
hann gefi sér nokkurn tíma til
að sinna hinum stærri málum
eða móta stefnu til framtíðar.
' friir
Margar konur nýttu sér boð
kvenna á þingi um að skoða
Alþingishúsið.
Hátíðarhöld í tilefiii þess að 75 ár eru liðin frá því konur fengu kosningarétt til Alþingis hófust í porti Miðbæjarskólans og var þaðan gengið
miðbæinn að Alþingishúsinu.
m
75 ár frá því konur fcngn kosningarétt:
Hátt í fimm þúsund kon-
ur skoðuðu Alþingishúsið
MIKIL þátttaka var í hátíðarhöld-
um í Reykjavík í gær í tilefni af
því að 75 ár voru liðin frá því
konur fengu kosningarétt og kjör-
gengi til Alþingis. Samkvæmt
upplýsingum frá lögreglunni tóku
á milli átta og tíu þúsund konur
þátt í hátíðarhöldunum, sem fram
fóru í blíðskaparveðri.
íslenskar konur fengu kosninga-
rétt og kjörgengi til Alþingis 19.
júní 1915. Afþví tilefni efndu Kven-
réttindafélag Islands og konur í þeim
þingflokkum, sem hafa konur í röð-
um sínum, til hátíðarhalda í
Reykjavík í gær.
„Við erum afskaplega ánægðar
með daginn," sagði Guðrún Arnar-
dóttir, formaður Kvenréttindafélags
íslands, í samtali við Morgunblaðið
í gær. „Hátíðarhöldin tókust betur
en nokkur þorði að vona. Við vorum
hálfsmeykar við þetta í upphafi en
þetta hefur gengið mjög vel; þátttak-
an var mjög góð og veðrið dásam-
legt,“ sagði Guðrún.
Hátíðarhöldin hófust með fundi í
porti Miðbæjarskólans og var þaðan
gengið fylktu liði í gegnum miðbæ-
inn að Alþingishúsinu, sömu leið og
reykvískar konur gengu til að fagna
nýfengnum réttindum sínum fyrir
75 arum.
Á Austurvelli voru atburðir 19.
júní 1915 rifjaðir upp með þátttöku
leikara og að því loknu tóku Guðrún
Helgadóttir, forseti sameinaðs þings,
og aðrar konur á Alþingi á móti
konum í Alþingishúsinu og sýndu
þeim bygginguna. Er talið að fjögur
til fimm þúsund konur hafi skoðað
húsið, en að sögn lögreglu munu
átta til tíu þúsund manns, aðallega
konur, hafa tekið þátt í hátíðarhöld-
unum.
í gærkvöldi var efnt til hátíðar-
samkomu í íslensku óperunni og
varð húsfyllir. Bandaríska kvenrétt-
indakonan Betty Friedan hélt ávarp
og leikarar fluttu dagskrá, þar sem
saga kvenréttindabaráttunnar var
rakin allt frá frönsku stjórnarbylt-
ingunni til okkar daga.
Á Austurvelli var flutt dagskrá þar sem rifjaðir voru upp atburðir 19.
júní 1915. Meðal annars flutti Bríet Héðinsdóttir, leikkona, ræðu eftir
ömmu sína, Bríeti Bjarnhéðinsdóttur.
Morgunblaðið/KGA
Talið er að milli fjögur og fimm þúsund konur hafi skoðað Alþingishús-
ið í gær og hefúr hér ein úr hópi þeirra yngri brugðið sér í sæti for-
seta Sameinaðs Alþingis.
Bandaríska kvenrétt-
indakonan Betty Friedan
hélt ávarp á hátíðarsam-
komu í íslensku óperunni
í gærkvöldi. Húsfyllir
varð og var góður rómur
gerður að máli Frieden.
Jafnframt var flutt dag-
skrá um sögu kvenrétt-
indabaráttunnar við góð-
ar undirtektir áhorfenda.
Sálnaveiðar og eyðilegg-
ingarstarfsemi kristniboða
Kristniboð eyðileggjandi?
því, hverju kristindómurinn hefur
komið til leiðar í sögunni, þrátt
fyrir allt hið neikvæða, eins og
trúarbragðastríð og krossferðir.
Það heyrist sjaldan, að kristni-
boðar hafi í gegnum tíðina verið
upphafsmenn og grundvallendur
mannfræði og málvísinda, að ekki
sé talað um menntunarmál og
heilbrigðisþjónustu. Er mönnum
það ljóst, að víða í hinum 3. heimi
búa kristniboðar í einangrun í k
afskekktum héröðum til þess að
skapa ritmál þjóðflokka, sem enn
hafa ekkert? Án þessa starfs
myndi fjöldi tungumála og mörg
menningararfleifðin hverfa í
gleymsku og verða undir í sam-
keppninni við mál og menningu
stærri þjóðflokka og ríkismála.
Þeir stuðla að varðveislu menn-
ingar þjóðflokka og samfélaga,
sem mega sín lítils gagnvart til-
litslausum umheimi. Hið Islenska
biblíufélag hefur stutt slíkt starf
bæði á meðal Pókotmanna í
Kenýa og Konsómanna í Eþíópíu
með árlegu fjárframlagi. Væri
ekki ástæða til að sýna heimildar-
þátt um slíkt starf?
Ég ætla að ljúka orðum mínum
með því að vitna í fréttabréf
Hjálparstofnunar kirkjunnar, sem
kom nýlega inn um bréfalúguna
hjá mér, en þar er meðal efnis
þáttur úr dagbók Sigurðar
Grímssonar, kvikmyndatöku-
manns, sem heimsótti Éþíópíu og
íslenska kristniboða þar í febrúar
sl. Hann segir m.a.: „í bland við
óskiljanlegt mál innfæddra hljóma
orðin Gulli og Elsa, en hún ber
að þessu sinni veg og vanda af t ,
sjúkramóttökunni. Ég get ekki
annað en dáðst að þessu fólki, sem
hér starfar. Ekki bara fyrir köllun
Ég varð hissa að heyra í kynn-
ingu þularins á þættinum, „að
vestrænir menningarkvillar
fylgdu oftar en ekki í kjölfarið" á
kristniboði. Spurningin, sem
brennur í huga mér, er: Hvers
vegna var þessi þáttur sýndur?
Hver ber ábyrgð á því að svona
lélegt efni og meiðandi fyrir hóp
manna er sýnt á þeirri sjónvarps-
stöð, sem er eign allra lands-
manna? Það hefði verið annað
mál, ef um einkastöð hefði verið
að ræða.
Ef mönnum finnst ástæða til
að sýna heimildarmyndir um lé-
legt kristniboðsstarf væri heilla-
drýgra að sýna vel gerðan þátt,
sem er bæði málefnalegur og
óhlutdrægur. Það er auðvelt fyrir
fólk, sem ekki þekkir til kristni-
boðsstarfs, að setja allt starf með
því nafni undir einn hatt, bæði
það sem vel er unnið og það, sem
illa er unnið. Mér finnst ekki að
íslenskir kristniboðsvinir, sem
hafa lagt hart að sér um áratuga
skeið við að hjálpa fólki á af-
skekktum stöðum í Afríku sam-
kvæmt beiðni frá innfæddum, eigi
það skilið að starf þeirra sé kennt
við eyðileggingarstarfsemi, en
það gaf þulurinn til kynna í kynn-
ingu þáttarins. Störf íslenskra
kristniboða í Eþíópíu og Kenýa
eru landsmönnum löngu kunn orð-
in.
Það er furðulegt á þessum upp-
lýsingar- og menntatímum hve
menn eru oft fávísir, þegar
kristniboð er annars vegar.
Klisjan um að kristniboð eyðileggi
menningu þjóða er vægast sagt
orðin slitin. Eru það virkilega eng-
ir aðrir, sem ferðast um þróunarl-
öndin en kristniboðar? Vissu menn
ekki að kaupmenn fara þangað
sem peningalykt er? Er það tilvilj-
un að gosdrykkjaframleiðendur
eru stundum fyrstir á staðinn með
sína vöru? Vita menn ekki að fjöl-
miðlar, s.s. útvarp, ná inn í hvern
krók og kima jarðkringlunnar?
Maður frá Voito.
Hvað um framleiðendur vopna,
útvarpstækja, armbandsúra, bíla
o.s.frv.? Það eru ekki mörg samfé-
lög eftir í veröldinni, sem enn
hafa ekki komist í snertingu við
umheiminn. Umheimurinn kemur
hvort sem okkur líkar það betur
eða verr með menningarkvilla
sína, hvort sem kristniboðar fara
til annarra landa eða ekki.
Kristniboðar varðveita
menningu
Kristniboðar hafa alltaf verið
börn síns tíma. Fyrr á tímum
höfðu þeir ekki aðgang að mann-
fræði og öðrum hjálpargreinum,
sem við höfum nú á dögum. Eftir
á að hyggja hefði mátt gera ýmis-
legt betur, og því miður eru til
ýmis dæmi um sorglega illa rekið
kristniboð, en þannig er með alla
mannlega hluti. Menn læra af
sögunni. Velferðarríki N-Evrópu
væru ekki til, ef kristninnar hefði
ekki notið við. Þess vegna getum
við kristnir menn verið stoltir af
eftirKjartan Jónsson
w
Höfundur er kristniboði.
Miðvikudaginn 6. júní sl. var
sýndur þáttur í ríkissjónvarpinu,
sem bar yfirskriftina „Sálnaveið-
ar“. Hann var kynntur í blöðum
sem bresk heimildarmynd um
áhrif kristinna trúboða á indíána
í Suður-Ameríku. Markmiðið var
að sýna hve mikil voðaverk
kristniboðar fremja á frumbyggj-
um frumskóga Paraguay.
Sjálfur sá ég ekki þáttinn fyrr
en eftir að fjöldi manns hafði
haft samband við mig og sam-
starfsmenn mína í Kristniboðs-
sambandinu og tjáð hryggð sína
yfir því, hve kristniboðsmálefnið
hefði verið niðrað í þessum þætti.
Léleg heimildarmynd
Sjaldan hef ég séð jafn lélegan
heimildarþátt. Með þessu er ég
ekki að bera í bætifláka fyrir
kristniboðsfélagið, sem gagnrýnt
var í þættinum. Ég er ekki heldur
að segja, að kristniboð almennt
sé hafið yfir gagnrýni. Þvert á
móti. Sérhvert kristniboðsfélag og
sérhver kristniboði verður að
vinna þannig að hann þoli ná-
kvæma skoðun. Jákvæð umfjöllun
og uppbyggileg gagnrýni eru af
hinu góða. En þeir, sem fram-
leiddu ofangreindan þátt, voru
neikvæðir í nálgun sinni á efninu.
Þetta átti að vera heimildarþátt-
ur, en í rauninni skein hin nei-
kvæða afstaða framleiðendanna
alls staðar í gegn. Þeir tíndu t.d.
til fólk, sem talaði illa um störf
kristniboðsfélagsins. Þeir höfðu
ekki fyrir því að finna einn ein-
asta, sem talaði vel um það til
að fram kæmu fleiri hliðar á
málinu, en það er grundvallarat-
riði þegar fjallað er um mál þar
sem fleiri sjónarmið takast á.
Kjartan Jónsson
„Mér fínnst ekki að
íslenskir kristniboðs-
vinir, sem hafa lagt
hart að sér um áratuga
skeið við að hjálpa fólki
á afskekktum stöðum í
Afiríku samkvæmt
beiðni frá innfæddum,
eigi það skilið að starf
þeirra sé kennt við
eyðileggingarstarf-
semi, en það gaf þulur-
inn til kynna í kynningu
þáttarins. “
Ljósmynd/Kjartan Jónsson
þeirra að breiða út fagnaðarerind-
ið, heldur fyrir afstöðu þeirra til
umhverfisins og fólksins sem hér
býr. Þeim liggur ekkert á. Þau
ryðjast ekki inn í menningarheim
innfæddra með hallelújahrópum
og bumbuslætti, heldur gera sér
far um að skilja þá og kynnast
siðum þeirra og venjum, án for-
dóma. Það er greinilegt að þau
eru á réttri leið.“
Gott sjónvarpsefni
Að lokum vil ég þakka ríkis-
sjónvarpinu fyrir allt gott sjón-
varpsefni, t.d. þættina um
íslensku kristniboðana í Voitod-
alnum, sem sýndir voru um dag-
inn. Væri nokkuð úr vegi að sýna
meira af slíku efni og aðra góða
kristilega þætti, bæði fyrir börn
og fullorðna? Ætli það skaðaði
okkur meira en ýmislegt, sem
framleitt er í Hollywood?