Morgunblaðið - 20.06.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.06.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JUNI 1990 15 f. * ' •*- tefóag-1 V; v • ÍM ■ V UsJ^ífi | ‘'.4i» *$£ f.V ÞU *. ,-íj. ,v ERLA GERIR GOTT ÚRlÖLLU i i Hvort sem þú þarft að þerra tár aff litlum vanga, þurrka vökva sem hellist niður eða strjúkia vætu af matvælum gerir SERLA eldhúsrúllan gott úr öllu. Þú gætir hugsanlega fundið einhverja eldhús- rúllu sem kostar færri krónur en það er ekki þar með sagt að hún vinni jafn vel. ^ Gæði pappírsins gera það að verkum að hann dregur í sig rrjeiri raka en margur annar dg nýtist þess vegna betur, þ.e.a.s. oft dugar eitt blað í stað tveggja eða þriggja. Þess vegna mæla öll rök méð SERLA ■ lúsrúi ..... • handfang Yíetnamskir flóttamenn: Rauði krossinn saftiar húsbún- aði og fötum ÞRJÁTÍU víetnamskir flótta- menn koma til landsins 28. júni nk. í hópnum eru 19 fullorðnir og 11 börn, það elsta 10 ára, hið yngsta nýfætt. Rauði kross íslands tekur á móti húsgögnum, búsáhöldum, húsmun- um og hlýjum fötum á Suðurlands- braut 32 (bakhúsi) kl. 17-20 alla daga til 26. júní nk. Það er von Rauða krossins að fólk bregðist vel við þessari málaleitan. Nánari upp- lýsingar fást hjá Rauða krossi Is- lands. Myndlist: Sýning Eddu Jóns dóttur framlengd SÝNING á verkum Eddu Jóns- dóttur í Gallerí Sævars Karls Olafssonar að Bankastræti 9 hef- ur verið framlengd um eina viku eða til 29. júní. Sýningin hófst 1. júní. Á sýningunni eru átján verk, þrettán vatnslitamyndir og fimm skúlptúrar. Þema sýningarinnar eru hugleiðingar listamannsins um vörðuna sem vegvísi. í ágúst mun Halldóra Emilsdótt- ir sýna vatnslitamyndir i búðinni. Bretadrottning: Heiðrar 3 íslendinga ELIZABETH II Bretadrottning hefur ákveðið að heiðra þtjá ís- lendinga fyrir þjónustu þeirra við breska sendiráðið og fyrir að gæta hagsmuna Bretlands á Is- landi. Þau sem heiðurinn hljóta eru Hilmar Foss, löggiltur skjalaþýð- andi og dómtúlkur, Aðalsteinn Jónsson, vararæðismaður Bretlands á Akureyri, og Inga Wendel, bókari í breska sendiráðinu í Reykjavík. Öll þtjú hljóta þau sæmdarheitið „Honorary Member of the Order of the British Empire“. Hug^ur heimsins eftir Njörð P. Njarðvík Á morgun, 21. júní, eru sumar- sólstöður, sá dagur er sólin rís hæst á himni, hádegisstund ársins. í landi þar sem við verðum að greiða sumarbirtuna dýru verði langvinns vetrarmyrkurs, ætti sá dagur að vera sérstök gleðihátíð, um leið og liann, minnir okkur á hverfulleikann. Á samri stundu hallar degi að nýju — nóttlaus sumardýrðin geymir í sér sorta vetrarkvíðans. Þannig ' hverfist hrynjandi tilverunnar um okkur meðan líf sólarinnar endist. Uns hún mun eyða lífi okkar með þeim sama eldi og fæddi líf okkar, og um leið skapa forsendur nýs lífs. Þegar forfeður okkar litu upp endur fyrir löngu og horfðu í kring- um sig, tóku þeir auðvitað fyrst eftir lífgefandi ljósi sólarinnar. Það er rökrétt að dýrka uppsprettu þess ljóss, enda mun sóldýrkun vera með elstu tilraunum mannsins til að skýra uppruna tilverunnar. í launhelgum margra þjóða eru fjórar stundir ársins markaðar líkt og höfuðáttir á áttavita. Þessar stundir eru sumarsólstöður, vetrar- sólhvörf og jafndægri á vori og hausti, og sérstakar helgiathafnir tengdar þessum áföngum í hrynj- andi ársins. Þessa má sjá glögg merki í menningu Kelta og ekki síður hjá Aztekum og Mayjum, þar sem reist voru sérstök hof til að fanga sólarljósið með eftirminni- legum hætti á þessum helgu ör- stundum, og hefur áður verið vikið að því í þessum pistlum (Fótspor vatnsins, 17. 1. 1990). Af eldi ertu kominn Frá sólarljósinu er stutt í dýrkun eldsins, þess stórkostlega og geig- vænlega frumefnis (sem svo var kállað á miðöldum) sem geymir í senn sköpun okkar og tortímingu. Þegar við segjum að mælt hafi verið máttarorðin „Verði ljós“, þá má líta svo á, að það sé táknræn aðferð til að reyna að gera sér í hugarlund óumræðileika þess ógn- arafls sem leysist úr læðingi við sköpun heimsins. Það ljós tendrast við upphaf alheimseldsins sem er forsenda alls lífs. Eldur skapar líf, viðheldur lífi, varðveitir líf og eyð- ir lífi. En þegar hann eyðir lífi, skapar hann jafnframt nýtt líf. Því mætti allt eins segja: af eldi ertu kominn, að eldi skaltu aftur verða og af eldi skaltu aftur upp rísa. Breski rithöfundurinn John Fowles orðar þetta vel í sinni merkilegu bók The Aristos: „Líttu út um gluggann: allt sem þú sér er fros- inn eldur á leið frá eldi til elds“ (everything you see is frozen fire in transit between fire and fire). Þetta ættum við að skilja öðrum betur, sem búum í eldfjallalandi. Kannski er þetta þó ekki annað en nútímalega umorðun á goð- sögninni um fuglinn Fönix. Við teljum okkur vita að sól okkar muni hitna og loks springa og eyða um leið sólkerfinu — og að úr því efni sem þá tvístrast, verði til nýtt sólkerfi. Sams konar hugs- un er að finna í norrænni goða- fræði er úlfur gleypir sólina, stjörn- ur hverfa af himninum og Surtar- logi brennir jörðina; hún sekkur í sæ en rís á ný iðjagræn og Höður og Baldur koma úr Helju og lifa í sátt og friði; í grasi finnast gulln- ar töflur, þær er æsir áttu í önd- verðu. Hér er tortíming eldsins í raun hreinsandi afl, eins koriar fær leið til að brenna hið illa úr fort- íðinni svo að unnt sé að endurreisa líf í hreinleika. ... er sólina skóp Með máttarorðunum „Verði ljós“ reynir maðurinn að skyggn- ast í gegnum hina efnislegu sköp- un að uppruna og forsendu. Þor- kell máni fól sig á dauðastundinni þeim guði er sóliná skóp, og hefur það trúlega verið óvenjulega frum- leg hugsun manns á þeim tíma, er ekki taldist kristinn. Á miðöld- um eru náin tengsl á milli sólarinn- ar og guðshugmyndarinnar. í hin- um undurfögru erindum Sólar- ljóða, þar sem, sólarlagið er mynd- gert tákn dauðans, verður sólin einnig beinlínis ímynd guðs: Sól eg sá svo þótti mér sem eg sæja göfgan guð. Henni eg laut hinsta sinni alda heimi í. C.S. Lewis segir í bók sinni The Discarded Inmge (bls. 26) að mið- aldamenn hafi sumir hveijir litið svo á að sólin væri hugur heimsins (The Sun is the world’s mind, mens mundi), það er að segja að sólin væri veröldinni hið sama og hugurinn mannsekjunni — en þar með fær sólin miklu víðtækara hlutverk en að vera einungis efnis- legur orkugjafi. Sólin og eldur hennar hefur því að vonum orðið manninum ærið umhugsunarefni, bæði í efnislegum, táknrænum og trúarlegum skilningi. Jóhannes skírari sagði (Matt. 3:11-12): „Ég skíri yður með vatni til iðrunar, en sá sem kemur á eftir mér, er mér máttugri, og ég mun ekki verður að bera skó hans. Hann mun skíra yður með heilögum anda og eldi. Hann er með varpskófluna í hendi sér og mun gjörhreinsa láfa sinn og safna hveiti sínu í hlöðu, en hismið mun hann brenna í óslökkvandi eldi.“ Á morgun fögnum vð því að vagn sólar er kominn alla leið til norðurs að flytja okkur hið dýr- mæta hverfula sumar, sem færir okkur meiri fögnuð en þeir geta skilið, sem eru umvafðir gróður- hlýju árið um kring. Og við getum tekið undir með Gunnari Gunnars- syni í Fjallkirkjunni: „Sólskinið er guðsorð fyrir börnin“. Höfundur er rithöfundur og dósent í íslenskum bókmenntum við Háskóla tslands. MEÐAL ANNARRA ORÐA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.