Morgunblaðið - 20.06.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.06.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1990 27 félk f fréttum Opinber studningsadili HM 1990 COSPER - Ég sé að það hefur snjóað á meðan ég er að tala við þig. ERFIÐI Madonna búin að of- keyra sig Madonna er nú búin að ofkeyra sig og hefur að lækn isráði aflýst síðustu hljómleikum sem á dagskrá voru í Bandaríkjunum fram eftir þessum mánuði. Hefur hún afráðið að mæta aftur til leiks 29. júm'ter fyrstu hljómleikamir í Evrópuferð hennar eru á dagskrá í Gautaborg. Krankleiki Madonnu hófst með því að hún fékk í hálsinn og í kjöl- farið silgdi hiti og slen. Er það mál manna að það hlyti að koma að þessu, því stúlkan hefur ekki unnt sér hvíldar svo mánuðum skiptir. Gerði Madonna illt verra með því að halda hljómleika eina vestra eftir að hún var orðin lasin og varð hún að leggjast í rúmið þar á eftir. Annars hefur sýning hennar að þessu sinni „Blond Amb- ition“ sem mætti kalla ljóskan metnað gert stormandi lukku og jafnframt nokkra hneykslan meðal viðkvæmra, enda má heita að kynlíf svífi ríkulega yfir vötnunum oft og tíðum bæði í textum Ma- donnu svo ekki sé minnst á lát- bragð hennar og klæðaburð á sviði. Madonna BOKLESTUR Forsetafrúin heiðrar afkom- anda íslensks þjóðskálds Washington. Frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Nicholas Daly, afkomandi Einars Benediktssonar skálds, í fjórða lið, var efstur í hópi 800 bandarískra ungmenna, sem tóku þátt í keppni um bóklestur nýlega. Barþara Bush forsetafrú sæmdi þá, sem sköruðu framúr í samkeppn- inni, heiðursmerkjum og virðingar- skjölum. Nicholas Daly, sem verður tíu ára í næsta mánuði, er sonur hjón- anna Fredericks Stefán Dalys og konu hans, Donnu, sem búa í Belts- ville í Maryland-fylki. Amma hans er Katrín Svala Másdóttir (Bene- diktsson), dóttir Más Benediktsson- ar og Sigríðar konu hans. Már'var sonur Einars Benediktssonar þjóð- skálds. Um 800 unglingar tóku þátt í lestrarkeppninni, sem fór fram í mars sl. til ágóða fyrir sjóð til styrktar sjúkum börnum. Sjóðurinn nefnist „March of Dimes“, sem þýða mætti á íslensku „Skrúðganga tíeyringanna". I ræðu sem forseta- frúin hélt við verðlaunaafhending- una, sem fór fram í húsakynnum blaðsins Washington Post sagði frú Bush m.a.: „Þið eruð einstakur fulltrúahópur 800 unglinga, sem þátt tóku í þess- ari samkeppni. Ykkur er ánægja að því, sem mér þykir líka mest gaman að, en það er að lesa góðar bækur.“ A hvetju ári er bóklestrarkeppni haldin meðal barnaskólanemenda í Washington og nágrenni. Þátttak- endur leita framlaga til „March of Dimes“-sjóðsins hjá íjölskyldu sinni, kunningjum og vinum fyrir hveija bók, sem þeir lesa. Féð, sem safnast á þennan hátt, rennur í sjóð, sem m.a. styrkir unglingamenntun og varnir ^egn fæðingarkvillum og öðrum barnasjúkdómum. Nicolas las 435 bækur á einum mánuði og safnaði 100 dollurum í sjóðinn. Hann las á hverjum degi er hann kom úr skólanum og í nokkrar klukkustundir um hveija helgi í mars, að jafnaði 20 bækur á dag. Nicholas lærði að lesa barn að aldri heima hjá sér af svokölluðum „minniskortum" eða „flashcards“, Frá afhendingu verðlaunanna í höfuðstöðvum Washington Post. Á myndinni eru frá vinstri: Donald Graham, útgefandi Washington Post, Nicholas Daly og Barbara Bush, forsetafrú Bandaríkjanna. Nicholas Daly sem las 435 bækur á einum mánuði og var heiðraður fyrir. eins og þau eru nefnd hér og Donna móðir hans útbjó fyrir hann. Hugs- unin á bak við þessa kennsluaðferð er að börn yngri en tveggja ára hafi heilafrumur sem valda því að þau geti lært meira á styttri tíma er þau eldast og muna það sem þau læra betur en fullorðnir. Philipssérum lýsinguna /7>V. I VIÐ LEGGJUM HEIMINN AD FOTUM ÞER mm AUSTURSTRÆT117,101 REYKJAVÍK. SÍMI: (91) 622011 &622200. íSmríí EVROPA Vínarborg kr. 41.670.- Róm kr. 49.230.- London kr. 28.300.- Á San Francisco kr. 55.250.- Orlando kr. 53.400.- Rio de Janeiro kr. 87.300.- ASIA Bangkok kr. 81.510.- Singapore kr. 87.050.- Dehli kr. 76.660.- Á EIGIN VEGUM EN FARSEÐLUM FRÁ VERÖLD FLUGLEIDIR i KfM BRITISH AlRWAYS Thc vvorlds favouncc airlinc. Royal Dulch Airhoet

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.