Morgunblaðið - 20.06.1990, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1990
mnit
*
Ast er...
• . . að veita gamalmennum
aðstoð.
TM Reg. U.S. Pat Off.—all riflhts reserved
c 1990 Los Angeles Times Syndicate
Þú ert snillingur. — Eins og
saumaður utan um mig ...
HÖGNI HREKKVlSI
*
Erlend tímarit of dýr
Til Velvakanda.
Erlend tímarit hafa ávallt verið
vinsælt lesefni á mörgum íslenskum
heimilum, svo er einnig á mínu
heimili. En nú er svo komið að mér
ofbýður verðlagning á innfluttum
tímaritum og þá sérstaklega þeim
dönsku. Eftir að hafa kannað verð
á nokkrum blöðum sem seld eru í
bókaversiunum kom eftirfarandi í
ljós:
Danska tímaritið IN kostar 34,75
danskar krónur sem gera 327
íslenskra krónur (ef miðað er við
gengi 9,4 kr.). Blaðið er selt á 603
krónur, mismunurinn er hvorki
meira né minna en 277 krónur,
álagning 84,4%. Alt for damerne
kostar 16 d.kr. eða 150 ísl.kr. en
er selt í bókabúðum á 285 kr., mis-
munurinn er 135 kr. eða 90% álagn-
ing. Bo Bedre kostar 32,5 d.kr. en
er selt á 537 ísl.kr. Mismunurinn
þar er 232 kr. eða 76% álagning.
En það eru fleiri en dönsku blöð-
in sem seld eru dýrt, t.d. bandarískt
Vogue er selt á 385 kr. en kostar
3,5 dollara eða 210 ísl. kr. (miðað
við gengi 60 kr.). Mismunurinn þar
er 175 eða 83% álagning.
Þegar athugað var verð á tímarit-
um frá Þýskalandi virtist verðið á
þeim mun sanngjarnara. Sem dæmi
má nefna að þýska blaðið Freundin
kostar 3,3 þýsk mörk eða 118 ísl.kr.
(miðað við gengi 35,7 kr.), mismun-
urinn þar er ekki nema 47 kr. eða
40% álagning og annað þýskt blað,
Sandra, kostar 3,5 þýsk mörk og
er selt á 175 ísl. kr.
Þetta er aðeins örlítið brot af
öllum þeim tímaritum sem seld eru
á alltof háu verði í bókaverslunum
hér á landi.
Þegar minnst er á þetta háa verð
við afgreiðslufólk bókaverslana get-
ur það engin svör gefið nema:
„þetta er bara svona“.
Úr mínu heimilisbókhaldi hefur
verið afnuminn liðurinn erlend
tímarit og er svo eflaust hjá mörg-
um öðrum.
Auðvitað kostar eitthvað að flytja
blöðin til landsins, en hvaða annar
kostnaður er það sem réttlætir þetta
háa verð á tímaritunum? Er ekki
einhver sem er í forsvari fyrir inn-
HEILRÆÐI
Hestamenn:
Verið vel á verði, þar sem
ökutæki eru á ferð. Haldið
ykkur utan §ölfarinna
akstursleiða. Stuðlið þann-
ig að auknu umferðarör-
yggí-
• •
Okumenn:
Forðist allan óþarfa háv-
aða, þar sem hestámenn
eru á ferð. Akið aldrei svo
nærri hesti að hætta sé á
að hann fælist og láti ekki
að stjórn knapans.
flutning á erlendum tímaritum og
gæti svarað því hvernig álagningu
þeirra er háttað?
Lesandi.
Nóg komið
af fótbolta
Til Velvakanda.
Fótboltinn ræður ríkjum hjá
Sjónvarpinu nú þegar heimsmeist-
aramótið í knattspyrnu fer fram á
Ítalíu. Dagskráin er öll sett úr
skorðum flesta daga vikunnar, allt
fyrir fótboltann. Af hverju er verið
að eyða offjár í slíka dagskrárliði
sem eru aðeins fyrir þröngan hóp
manna? Það eru fáir sem hafa
áhuga á að horfa á þessar útsend-
ingar dag eftir dag nema allra hörð-
ustu áhugamennimir. Og þeir sem
hafa mestan áhuga geta komist í
sjónvarp sem tengt er gervihnetti
og horft á fótboltann í Eurosport.
Er nú ekki nóg komið af þessum
fótboltaútsendingum? Fyrir hinn
almenna sjónvarpsneytanda er alla-
vega nóg komið, heill mánuður
undirlagður af sparki. Og fyrir þetta
er maður neyddur til að borga.
Alex
Víkyerji skrifar
*
Adögunum var Víkverji í Kaup-
mannahöfn og þáði boð kunn
ingja síns um að heimsækja höfuð-
stöðvar dagblaðsins Berlingsk'e Tid-
ende, sem eru í Pilestræde, skammt
frá Strikinu. Vegna rigningar ákvað
Víkverji að taka leigubíl frá aðal-
járnbrautarstöðinni í stað þess að
ganga þaðan. Stigið var upp í fyrsta
bílinn við stöðina og nafn blaðsins
og heimilisfang þess nefnt með ósk
um að þangað yrði ekið með við-
komu í íslenska sendiráðinu við
Dantes Plads, sem er skammt frá
ráðhúsi borgarinnar.
Leigubílstjórinn kom eins og af
fjöllum. Víkveiji hélt auðvitað enn
einu sinni, að framburður sinn á
dönskunni væri svo óskýr að ógjöm- ■
ingur væri að sk'ilja eitt einasta orð
af því sem hann sagði. Bílstjórinn
bað um að töluð yrði enska og kom
þá í ljós, að hann skildi lítið í dönsku
og einnig hitt, að ’hann þekkti
hvorki Berlingske Tidende né Pile-
stræde. Þótt honum væri bent á
götuna á korti, treysti hann sér
ekki til að rata þangað og sagði
tilvonandi viðskiptavini sínum ein-
faldlega að fara í annan leigubíl!
Þegar þeim sem þar sat undir stýri
var sagt frá þessum vandræðum
var svar hans: Það eru alltof marg-
ir „amatörar" við akstur hér.
Gæti það gerst í Reykjavík, að
Ieigubílstjóri vísaði viðskiptavini
frá, þar sem hann rataði ekki til
Morgunblaðsins við Aðalstræti?
xxx
*
Isamtalinu í ritstjórnarskrifstof-
um Berlingske Tidende kom
fram, að töluverðar umræður hefðu
verið um það í stjórn fyrirtækisins,
hvort flytja ætti höfuðstöðvar þess
frá Pilestræde og selja eignir þar
um leið og reist var nýtt hús yfir
prentvélarnar fyrir utan Kaup-
mannahöfn. Töldu ýmsir hagkvæmt
að hafa alla starfsemina á einum
stað. Niðurstaðan varð hins vegar
sú, að flytja aðeins prentsmiðjuna
en nýta rýmið þar sem prentvélar-
anar voru undir skrifstofur fyrir-
tækisins, er voru áður utan höfuð-
stöðvanna í miðbænum. Er nú unn-
ið að þessum framkvæmdum meðal
annars með því að breyta prentsaln-
um í tveggja hæða skrifstofurými.
Það voru ekki fjárhagsástæður
sem réðu þessari niðurstöðu heldur
virðing fyrir sögu fyrirtækisins og
hefðum. Það fundust sem sé ekki
nægilega sterk rök fyrir því að
flytja ritstjórnarskrifstofur Ber-
lingske Tidende frá þeim stað þar
sem þær hafa verið í 200 ár.
xxx
Blaðamennska hefur verið að
breytast í Danmörku eins og
annars staðar. Hinn gamalreyndi
blaðamaður sem Víkveiji hitti
sagði, að meðal vandamálanna væri
Iítil þekking ungra blaðamanna á
danskri tungu. Þeir kynnu hvorki
réttritun né hefðu góð tök á mál-
inu. Þá sagðist hann sakna þess,
að í dönskum blöðum væri ekki
lengur unnt að fá upplýsingar um
það, hvað hefði gerst á löggjafar-
þinginu daginn áður. Blöðin væru
hætt að endursegja umræður í þing-
inu nema tekist væri á um sérstök
stórmál. Nú snerust þingfréttir um
það, sem gerðist utan þingsalanna,
á göngum Kristjánsborgar, á nefnd-
arfundum eða í óformlegum sam-
tölum. Er sama þróun hér?
Kaflar víxluðust í Víkveija í gær.
Upphafskafli þáttarins átti að vera
annar kafli og annar kafli átti að
vera upphafskafli. Þetta leiðréttist
hér með.