Morgunblaðið - 20.06.1990, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1990
Verðlagsráð bannar hækkanir á verði steypu eftir 1. júní:
„Miklu þægilegra að vera
undir ver ðlagsákvæðum ‘ ‘
- segir Víglundur Þorsteinsson, forstjóri steypustöðvar BM Vallá
„Ég hef ekkert við það að athuga. Það er mikiu þægilegra að
vera undir verðlagsákvæðum og hafa opinberan stimpil á verð-
hækkunum heldur en að þurfa að bera ábyrgðina sjálfur í ftjálsri
ákvörðun," sagði Víglundur Þorsteinsson, forstjóri steypustöðvar-
innar BM Vallá, aðspurður um þá ákvörðun Verðlagsráðs að
hækkanir á steypu frá steypustöðvunum séu ekki heimilar frá
1. júní að telja.
Verðlagsráð var kallað saman
til sérstaks fundar á mánudag til
að fjalla um steypuverð, en þá
hafi borist tilkynning frá Steypu-
stöðinni hf. um 2,8-4,0% hækkun
á steypu eftir styrkleika, sem taka
átti gildi í gær.
Verðlagsráð heimilaði 4% hækkun
sements í byijun mánaðarins, en
að mati Verðlagsstofnunar á það
ekki að leiða til nema 1,5% hækk-
unar steypu að hámarki.
Steypa hefur ekki verið undir
verðlagsákvæðum. Fyrir nokkrum
vikum síðan heimilaði Verðlagsr-
áð 6% hækkun sements og í kjöl-
farið hækkaði steypa frá steypu-
stöðvunum þremur um það sama.
Víglundur sagði aðspurður ekki
þekkja neinar ástæður fyrir þess-
um aðgerðum Verðlagsráðs nú.
Aðspurður vildi hann ekki tjá sig
um tilkynningu Steypustöðvarinn-
ar um hækkun og sagði að BM
Vallá hefði ekki tilkynnt neina
hækkun. „Auðvitað hefði komið
til hækkunar bráðlega eftir að
verðlagsráð ákvað sjálft að hækka
sementið um 4% 1. júní.
Það liggur í hlutarins eðli. Úr þvi
Verðlagsráð vill sjálft stimpla og
bera ábyrgð á verðhækkununum
þá er .það gott mál,“ sagði
Víglundur.
Hann sagði sjálfgefið að þeir
myndu sækja um hækkanir til
Verðlagsráðs, eftir að það væri
búið að hækka aðal hráefni þeirra.
VEÐURHORFUR í DAG, 20. JÚNÍ
YFIRLIT í GÆR: Skammt vestan við Bretlandseyjar er nærri kyrr-
stætt lægðardrag en noröur af Jan Mayen er haéð.
SPÁ: Norðaustlæg átt, víðast kaldi ,en ef til vill stinningskaldi á
stöku stað. Dálítil rigning eða súld á Austurlandi og súldarvottur
á annesjum norðanlands en bjart veður að mestu sunnanlands og
vestan og líkiega einnig vestántil á Norðurlandi. Hiti 8—16 stig,
hlýjast suðvestanlands og þar gætí orðið vart við síödegisskúrir.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Norðaustanátt, skýjað,
víða dálítil súld og fremur svalt norðanlands og austan en bjart
veður og sæmilega hlýtt suðvestanlands.
TÁKN:
Heiðskirt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
■j 0 Hitastig:
10 gráður á Celsius
ý Skúrir
— Þoka
= Þokumóða
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
. * * *
’, ’ Súld
OO Mistur
—|- Skafrenningur
Þrumuveður
TMí T\íMflHT VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl, 12:00 í gær að ísl. tfma htti ve«ur Akureyri 9 skýjað Reykjavlk 13 skýjaö
Bergen 13 rigning
Heisinki 17 skýjað
Kaupmannahöfn 19 þokumóða
Narssarssuaq 11 rlgning
Nuuk 9 rigning
Osló 16 rigning
Stokkhólmur 17 skýjað
Þórshörn 10 sðkf
Algarve 23 léttskýjað
Amsterdam 20 skýjað
Barcelona 25 mistur
Berlín 25 hálfskýjað
Chícago 13 léttskýjað
Feneyjar 25 þokumóða
Frankfurt 26 hálfskýjað
Qiasgow 15 léttskýjað
Hamborg 24 skýjað
LasPalmas 24 léttskýjað
London 21 hálfskýjað
LosAngeles 17 léttskýjað
Lúxemborg 22 skýjað
Madrid 27 léttskýjað
Malaga 24 léttskýjað
Mallorca 25 mistur
Montreal 19 skýjað
New York 22 mistur
Orlando 25 léttskýjað
Parts vantar
Róm 25 lcttskýjað
Vfn 25 léttakýjað
Washington 22 þokumóða
Wlnnipeg 16 atskýjað
Kjalvegnr opn-
aður á næstunni
KJALVEGUR verður opnaður
fyrir umferð á næstunni. Áætl-
að hafði verið að opna hann
ekki síðar en 28. júní en nú
lítur út fyrir að hægt verði að
opna hann um næstu helgi.
Hjörleifur Ólafsson, vegaeftir-
litsmaður, segir að leysinga-
vatn sé helsti farartálminn á
leiðinni og til dæmis sé óvenju
mikið vatn í Gijótá.
Fyrsta námskeið í Skíðaskó-
lanum í Kerlingarfjöllum í sumar
hefst um næstu helgi og var
myndin tekin, þegar verið var
að ffytja hluta starfsfólksins
þangað fyrir skömmu. Jeppinn
er að fara yfir Gijóta á neðra
vaðinu, en óvenju mikið vatn
hefur verið í ánni að undanfömu.
Gaddahrognkels-
ið sprelllifandi
eftir flugferðina
Gaddahrognkelsið, sem kom
í troll togbátsins Flosa írá Bol-
ungarvík á dögunum, var
sprelllifandi og sprækt þegar
málningarfata sem liýsti það á
flugleiðinni frá ísafirði til
Reykjavíkur var opnuð á
Reykjavíkurflugvelli í gær-
morgun. Þessi sjaldséði fiskur
hafði skamma viðdvöl í
Reykjavík þar sem honum er
ætlað að bætast í Náttúrugripa-
safh Vestmannaeyja.
Þetta var fjórði fiskurinn þess-
arar tegundar sem veiðst hefur
hér við land frá 1820, þegar fyrst
varð vart við þessa tegund hér
við land, svo vitað sé. Sá næsti
veiddist ekki fyrr en .1985 og sá
þriðji 1986.
Morgunblaðið/Emilía
Geir Oddsson, líflræðingur hjá
Hafrannsóknarstofhun, og Gylfi
Dalmann, starfsmaður Flugleiða
virða fyrir sér gaddahrognkelsið.
Lánskjaravísitalan hækkar um 0,62%:
Verðbólgan innan
við tíu af hundraði
síðustu sex mánuði
VÍSITALA lánskjara hækkaði um 0,62% frá fyrra mánuði og jafti-
gildir það því að verðbólgan síðasta mánuð hafi verið 7,7%. Um-
reiknað til árshækkunar hefur vísitalan hækkað um 6,6% síðast-
liðna þrjá mánuði, 9,9% síðustu sex mánuði og 14,4% undanfarið ár.
Byggingarvísitalan hækkaði um
0,9% og gildir vísitalan 171,8 fyr-
ir júlímánuð. 0,7% hækkunarinnar
má rekja til 1,5% hækkunar á út-
seldri vinnu iðnaðar- og verka-
manna 1. júní og 0,2% til verð-
hækkunar ýmissa efnis- og þjón-
ustuliða.
Launavísitala júnímánaðar
reyndist vera 115 stig samkvæmt
útreikningi Hagstofunnar eða
0,3% hærri en í maí. Að sögn má
rekja þessa hækkun til 1,5% launa-
hækkunar félaga í Bandalagi há-
skólamenntaðra ríkisstarfsmanna
1. maí síðastliðinn.
Þá segir í fréttatilkynningu frá
Hagstofunni að leiga fyrir íbúðar-
og atvinnuhúsnæði sem fylgir vísi-
tölu húsnæðiskostnaðar hækki um
1,5% frá og með 1. júlí. Þessi
hækkun eigi að reiknast á þá leigu
sem gilti í júní og haldist síðan
óbreytt þriggja mánaða tímabil,
það er einnig í ágúst og september.