Morgunblaðið - 20.06.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.06.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JUNI 1990 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hrlngdu . . . þessir villtu kettir hafi viðurværi sitt af skógarþröstum, ýmsum smáfuglum og ungum þeirra. Nógu eru heimiliskettimir aðgangsharðir, svo ekki sé talað um þá sem villtir erú. Ég veit að mörgum er illa við þessa ketti sem viðhafast þarna og væri því akkur í að vita ef til stæði að fjarlægja þá.“ Konur giflast - karlar kvænast Einar hringdi: „í fréttaþættinum Hér og nú á Rás 2 föstudaginn 16. júní sl. var talað um erlendar konur sem hafa komið til íslands til að kvænast íslenskum karlmönnum. Þetta er leiðinleg villa því það eru konur sem giftast og karlar sem kvænast." Kettlingur - Edda hringdi: „Tíu vikna kettlingur fæst gefins. Upplýsingar í síma 72763 eftir kl. 18.“ Gerir einhver við nylonsokka? Lesandi hringdi: „Er ekki einhver sem gerir við nylonsokka og -sokkabuxur? Ég vil ekki fleygja sokkabuxum sem eru ef til vill nýjar og bara með einu lykkjufalli." Gamanvísa Sesselía hringdi: „Mig langaði til að vita hvort einhver kynni fyrri part gaman- vísu um Jón og Björgu sem ég lærði fyrir löngu, en endirinn er svona: Þegar Jón sigldi af höfum heim, hampar Björg litla króum tveim. Hér sérð þú árangur elskan mín, hve ástarheit þau voru bréfin þín.“ Villtir kettir Maður hringdi: „Það var í fréttunum um daginn að kanínur hefðust við í Öskjuhlíðinni og einnig var sagt frá því að þar væru líka villtir kettir. Ekki er ég viss um að sú sambúð sé góð og er líklegt að Furðuleg gjaldheimta Til Velvakanda. Fyrir nokkrum dögum þurfti kon- an mín að tala við sérfræðing á Marargötu 2 hér í borg, vegna liðagigtar. Hún hefur þurft að Fyrirmynd- ar þjón- ustaog góður hugur mæta þarna á nokkurra vikna fresti undanfarin ár. Við innritun er greiðsla innt strax af hendi fyrir blóðprufur er kosta 300 kr. og svo 900 kr. fýrir viðtalið. Þennan morg- un mættu þarna 6-8 manneskjur kl. 9. Kl. 10 komu boð um það að læknirinn væri veikur svo fólkið hélt að um endurgreiðslu á 900 kr. yrði að ræða, en því var ekki að heilsa. „Þetta eru reglur hér,“ sögðu stúlkurnar og þeim varð ekki hnik- að. Ein lét þau orð falla að þessir peningar gengju bara í reksturinn. Þetta eru furðulegar reglur, sem geta bara ekki staðist, finnst mér. Fólkið var einnig rasandi yfir þessu. Stundum kemur það fyrir að lækn- irinn kemst ekki frá spítalanum sökum anna og þá gildir það sama með greiðslurnar. Sjálfsagt greiða tryggingarnar sinn hluta af þessum skoðunum á fólkinu, sem þó fara aldrei fram. Þó erfiðlega gangi með rekstur Landakotsspítala er ósann- gjarnt að þessi háttur viðgangist gagnvart sjúkiingum. Eg vona að Sjúkrasamlagið eða Tryggingastofnun ríkisins geti gef- ið einhveijar skýringar á þessari gjaldheimtu hér í blaðinu svo fólk fái að vita hvar það stendur gagn- vart svona framkomu. Borgari Til Velvakanda. Við Rauðarárstíginn beint á móti Búnaðarbankahúsinu er sölutum sem nefnist Svarti svanurinn. Þar er seldur allskyns varningur eins og tíðkast í söluturnum, en það er einkennandi fýrir þennan stað að afgreiðslufólkið er svo alúðlegt og lipurt að ánægjulegt er að versla þar. Það bregst ekki að alltaf er til sú vörutegund sem keypt var þar daginn áður. Annað sem þarna er til fyrirmyndar er að afgreiðslu- fólkið safnar saman dósum undan gosdrykkjum og gefur í ferðasjóð Sjálfsbjargar og sýnir það góðan hug til félags þeirra lömuðu og fötl- uðu. Ég sem félagi í Sjálfsbjörg hvet hér með félaga mína til að líta þarna inn, svo og aðra um leið og þökkuð er fyrirmyndarþjónusta og góður hugur. Sjálfsbjargarfélagi AXIS Fataskápar Sportblússur, meðal annars yfirstærðir. Buxur, peysur, skyrtur. GEKSiB H Aldrei meira úrval! Reiðskólinn Hrauni, Grímsnesi Reiðskóli fyrir 10-15 ára í sumar. Útreiðartúrar, kennsla um hesta og hestamennsku. 5 og 10 daga námskeið frá kr. 15.000,- Nánari upplýsingar eru veittar hjá FERÐABÆ, Hafnarstræti 2, sími 623020. SKRIFSTOFUHUSNÆÐI Opinber stofnun óskar eftir að leigja eða kaupa skrif- stofuhúsnæði með góðu aðgengi fyrir fatlaða. Stærð: 300-400 m2> helst innréttað sem skrifstofu- húsnæði með góðri fundaaðstöðu. Staðsetning: Mið- eða vesturbær, vestan Rauðar- árstígs, í nálægð við strætisvagnaleið. Tilboð leggist inn á auglýsingadeild Mbl. merkt: „G-13528" fyrir 26. júní nk. £< Jallabbe ÖRYGGISSKÓR Nýja línan var framleidd til aö gera fleirum mögulegt að nota þessa frábæru öryggisskó. JALLATTE öryggisskórnir eru meö stáltá og stálþynnu í sóla, með stömum olíu- og hitaþolnum Neotril sóla. JALLATTE er allt sem þarf á fæturna. Skeifan 3h - Sími 82670 - NÝ GERÐ OG BREIÐARA SNIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.