Morgunblaðið - 20.06.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.06.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JUNI 1990 Gestabókin í Sesselju- búð fór 1 ferðalag Aðkoman að skýlinu afar slæm eftir veturinn GESTABÓK úr skýlinu Sesseljubúð á Öxnadalsheiði fannst fyrir skömmu á ruslahaugum Sauðárkróksbæjar, en hún hvarf úr skýlinu í desember síðastliðnum. Konur úr slysavarnadeild kvenna á Akureyri fóru að Sesseljubúð >fiýlega og var aðkoman afar slæm. Áfengisflöskur voru á víð og dreif utan dyra og innan, flest sem í skýlinu átti að vera, stórir staflar af eldiviði og matvæli auk annars. Einungis dýnurnar voru eftir af þeim hlutum sem í skýlinu eiga að vera, en þær voru illa farnar og skítugar. „Það hefur greinilega verið hald- ið partý þarna í skýlinu, en þessi skýli upp til heiða eru auðvitað engan veginn ætluð undir slíkar samkomur," sögðu þær Svala Hall- dórsdóttir og Guðbjörg Árnadóttur úr slysavarnadeildinni. Þær bættu við að langflestir gengu vel um. Innan um væru þó svartir sauðir sem skemmdu fyrir. Gestabók sem verið hefur í skýl- inu í um tvö ár hvarf að líkindum í desember síðastliðnum, en bókar- innar var saknað í síðasta mánuði. Ekkert spurðist til bókarinnar fyrr en maður nokkur á Sauðárkróki hafði samband við deildina og hafði þá fundið gestabók Sesseljubúðar á ruslahaugunum á Sauðárkróki. Ekki sér þó á bókinni þannig að hún hefur ekki orðið fyrir neinu hnjaski fráþeim tíma sem hún hvarf og þar til nú að hún er kominn í hendur slysavarnadeildarkvenna. Farið verður með gestabókina í Sesseljubúð innan tíðar. Morgunblaðið/Rúnar Þór „Morgnnhanar“ vilja bætta aðstöðu Hópur fólks, sem kallar sig „Morgunhana" og fer í sundlaugina við Gler- árskóla árla morguns hefur afhent Valgarði Baldvinssyni, starfandi bæjar- stjóra á Akureyri, undirskriftalista þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að ljúka við byggingu sundlaugarinnar, m.a. með því að koma upp heit- um pottum við laugina og sólbaðsaðstöðu. Hópurinn átelur að mannvirki eru tekin í notkun án þess að þeim sé að fullu lokið og einnig er bent á að umhverfi laugarinnar og skólans alls sé ekki til fyrirmyndar. Að sögn Kristjáns Kristjánssonar, sem er einn Morgunhana, hefur hópurinn boðið fram vinnu sína ef það mætti verða til að framkvæmdum yrði lokið. Máli þessu verður vísað til bæjarráðs til umfjöllunar. Morgunblaðið/Rúnar Þór Svala Halldórsdóttir, Guðbjörg Árnadóttir og Gréta Stefánsdóttir með dagbókina úr Sesseljubúð. Pollamót Þórs og Sjallans Frestur til að staðfesta þátttöku- í„Pollamóti“ Þórs og Sjallans rennur út nú um helgina. Þegar hafa 22 lið tilkynnt um þátttöku, en nauðsynlegt er að staðfesta þátttökuna, svo kom- ist verði hjá vandræðum vegna niður- röðunar leika. Rétt til þátttöku í „Pollamótinu" hafa aðeins þeir sem eldri eru en þtjátíu ára og spila ekki með liðum í fyrstu deild. Mótið hefst föstudaginn 6. júlí og því lýkur um kvöldið þann 7. júlí með veislu í Sjal- lanum. Bankar gefa 2,5 millj- ónir til stúdentagarða VIÐ brautskráningu námsmanna frá Háskólanum á Akureyri fyrir helgi voru Félagsstofiiun stúdenta afhentar peningagjafír frá Lands- banka íslands og Búnaðarbanka íslands, vegna byggingar stúdenta- garða við Skarðshlíð, samtals rúmlega 2,5 milljónir króna. Tveir þriðju hlutar þess fjármagns sem Félagsstofhun þarf að leggja fram vegna byggingarinnar hafa verið greiddir. Drög hafa verið lögð að byggingu næsta áfanga stúdentagarða, en bygging þeirra hefst líklega á næsta ári. Sett hefúr verið á stofn leigumiðlun fyrir stúdenta sem tekur til starfa um næstu mánaðamót. Við brautskráninguna afhenti Val- ur Arnþórsson, bankastjóri Lands- bankans, Félagsstofnun annars veg- ar 1.230.000 krónur frá Landsbanka íslands og hins vegar 475.000 krón- ur frá útibúi Landsbankans á Akur- eyri. Þá afhenti Halldór Blöndal, al- þingismaður, 850.000 krónur fyrir hönd Búnaðarbanka íslands. Stúdentagarðarnir, Útsteinn, voru teknir í notkun í október á síðasta ári og nam heildarbyggingarkostnað- ur um 90 milljónum króna, en húsið er 1550 fermetrar að stærð. Hús- næði'sstofnun ríkisins lánaði 85% af kostnaði við bygginguna, en um 15 milljónir komu í hlut Félagstofnunar, sem m.a. sá um kaup á ýmiskonar lausabúnaði. Með peningagjöfum bankanna tveggja hefur tekist að safna tæplega 10 milljónum króna vegna byggingarinnar, en aðalfund- ur FS verður væntanlega haldinn fljótlega og þar tekin ákvörðun um á hvern hátt eigi að útvega þær 5 milljónir sem á vantar. Reykjavíkurborg veitti Félags- stofnun stúdenta á Akureyri 1,4 milljónir króna í febrúar síðastliðn- um, en áður hafði Akureyrarbær lagt fram tæpiega 5 milljónir, Ólafsfjarð- arbær tæplega 200 þúsund, Sauðár- króksbær 250 þúsund, Byggðastofn- un 500 þúsund og Bókabúð Jónasar og Bókval 10 þúsund krónur hvor verslun. Að viðbættu því fé sem Landsbanki og Búnaðarbanki af- hentu við brautskráninguna hafa safnast tæplega 10 milljónir króna. Sigurður P. Sigmundsson formað- ur stjómar FS sagði að þegar hefðu verið lögð drög að því að hefja bygg- ingu næsta áfanga stúdentagarða og yrði það væntanlega á næsta ári. Byggingunni yrði skipt niður í nokkra áfanga, líklega þijá, og byggðar litlar einingar í einu. Félagsstofnun stúdenta hefur sett upp leigumiðlun fyrir stúdenta og tekur hún til starfa 1. júlí næstkom- andi. Búið er að ráða starfsmann í hálfa stöðu við leigumiðlunina. Sig- urður sagði að viðbrögð íbúðareig- enda í bænum hefðu verið mjög góð og gera mætti ráð fyrir að takast ætti að útvega flestum stúdentum, sem þess óska, húsnæði fyrir næsta skólaár Erindi um flölskyldu- meðferð Sonja Sveinsdóttir hjúkrunarfræð- ingur flytur erindi á fundi samtaka um sorg og sorgarviðbrögð, annað kvöld, fimmtudagskvöldið 21. júní. Fyrirlesturinn verður fluttur í Safn- aðarheimili Akureyrarkirkju og hefst kl. 20.30. Erindi Sonju fjallar um fjölskyldumeðferð í tengslum við sorg og eru allir velkomnir að hlýða á hann. FÉLAGSSTARF & Akranes Hin árlega skógræktarferð verður miðvikudaginn 20. júní. Gróöursett- ar verða plöntur í skógræktina. Hittumst i Sjálfstæðishúsinu kl. 20.00. Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæöisfélaganna á Akranesi. ■Óí)" 60 ára afmæli SUS SAMBAND UNGRA SIÁLFSTÆÐ15MANNA 60 ára afmæli SUS verður haldiö hátíðlegt á Þingvöllum laugardag- inn 23. júní nk. Munið að kaupa miða á afmælishátíðina eigi síðar en fimmtudaginn 21. júni. Pantanir á rútuferðum verða einnig að hafa borist þann dag. Nánari upplýsingar á skrifstofu SUS, Valhöll, Háaleitisbraut 1, sími 91-82900. Sjálfstæðismenn, fjölmennum og fögnum þessum merka áfanga. Samband ungra sjálfstæðismanna. KENNSLA Vélritunarkennsla Vélritunarskólinn, s. 28040. Wélagslíf Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. mTj SAMBAND ISLENZKRA •■5^ KRISTNIBOÐSFÉLAGA Samkoma verður í kristniboðs- salnum, Háaleitisbraut 58, í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður: Skúli Svavarsson. Allir velkomn- ir. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Miðvikudagur 20. júní: Kl. 20.00 Kvöldferð í Heiðmörk. Leiðbeinandi Sveinn Ólafsson. Fimmtudag21.júní Kl. 20.00 Sólstöðuferð á Esju. Á lengsta degi ársins er ógley- manlegt að vera um miðnætti á Esju. Brottför frá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin. Komiö meö og fólk á eigin farartækjum er velkomið að slást í för. Verð kr. 800,-. Laugardaginn 23. júní kl. 20.00. Jónsmessunæturganga. Ferðafélag Islands. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Jónsmessuhelgi í Þórsmörk 22.-24. júní Ný Þórsmerkurferð með góðri dagskrá fyrir unga sem aldna á sérstöku kynningarverði. Tilval- in fjölskylduferð. Gist í Skag- fjörðsskála í Langadal og tjöld- um. Meöal dagskrárliða eru rat- leikur, leikir, pylsugrill, kvöld- vaka (Ijóð og lög Þórsmerkur- skálda rifjuö upp), Jónsmessu- næturganga o.m.fl. Ennfremur vferða í boði lengri eða styttri gönguferðir m.a. inná afréttinn Almenninga- (Kápa, Lakar). Af- bragðs grillaðstaða. Þórsmörkin er farin að skarta sínum fegursta sumarskrúða. Aðrar góðar helgarferðir um Jónsmessuna 22.-24. júní A. Eiríksjökull. Tjaldað í Hvítár- drögum. Göngu á Eiríksjökul gleymir enginn. Litiö í Surtshelli o.fl. Fararstjóri: Jón Viöar Sig- urðsson. B. Hellakönnunarferð - Borgar- fjörður (uppsveitir). Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast neðanjarðarheimi íslenskrar náttúru. Farið í marga af stærstu hraunhellum landsins m.a. Surtshelli og Stefánshelli í fylgd jarðfræðinganna Björns Hróars- sonar og Sigurðar Sveins Jóns- sonar. Tjaldað í Húsafelli. Sund- laug. Upplýsingar og farm. á skrifst., Öldugötu 3. Verið með f Ferða- félagsferðum í góðum og lífleg- um félagsskap. Ferðafélag íslands. HftrtnU fe-t^ H ÚTIVIST GRÓFINNII • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVARI14606 Kvöldganga 20.6. kl. 20.00: Vallá - Arnar- hamar. Skemmtileg leið og gott útsýni yfir Kjalarnes. Brottför frá BSI-bensínsölu. Stansað við Ár- bæjarsafn. Verð kr. 800,- Flatey 22.-24. júní. Útsýnissigling til nærliggjandi eyja. Svefnpoka- pláss og tjöld í Flatey. Farar- stjóri Þorleifur Guðmundsson. Brottför kl. 18.30 frá BSf. Reynisfjall - Myrdalur 22.-24. júnl. Sólstöðuferð. Far- ið í Hjörleifshöfða og út í Hrap. Fylgst með sólarlagi frá Reynis- fjalli á laugardagskvöld. Svefn- pokagisting. Fararstjóri Sigurð- ur Sigurðarson. Hjólreiðaferð f Grafning 23.-24. júní. Hjólaður Nesja- vallavegur í Grafning. Til baka um Mosfeilsheiði. Göngutjöld. Verð kr. 1.000,- Pantanir og miðar í helgarferðir á skrif- stofu. Nepal - Himalaya Undirbúningsfundur fyrir Nepal- ferð Útivistar verður haldinn næstkomandi fimmtudag 21. júní kl. 20.00 á skrifstofu félags- ins, Grófinni 1. Jónsmessunæturganga 23. júni. Með Akraborg upp á Akranes. Gengið út með strönd- inni og á Akrafjall þaðan sem fylgst verður með . sólarlagi. Rútuferð til baka eftir miðnætti. Framhaldsganga í nágrenni Reykjavíkur. Brottf. kl. 18.30 frá Grófarbryggju. Verð kr. 1.500,- i Útivistarferð eru allirvelkomnir! Sjáumst. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Biblíulestur í kvöld kl. 20.30. „Lifandi steinar í lifandi húsi“. Ræðumaður Hafliði Kristinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.